Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Side 36
44 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 ÐV Olyginn sagði... Mira Sorvinu er stjarnan í nýjustu kvikmynd Woodys Allens: Afburðanámsmaður en ákvað að gerast leikari Unnusta Seinfelds var ástkona Fabios aðeins 15 ára ...að lifrarþeginn Larry Hagman hefði ákveðið að ala önn fyrir fjölskyldu lifrargjafa sfns sem er látinn. Hann var fátækur vörubílstjóri af rómönskum Mira Sorvino er enn eitt nýstirniö í Hollywood. Mira hefur nýlokiö við að leika í kvikmynd Woodys Allens, Mighty Aphrodite, sem frumsýnd verð- ur vestra seinna í mánuðinum. Þar fer hún með hlutverk vændiskonu sem get- iö hefur sér „gott“ orð í klámmyndum. Vændiskonan hittir íþróttafréttamann sem vill leiða hana af villu síns vegar og í staðinn trúir hún honum fyrir sínum dýpstu þrám og væntingum I lífinu. Úr verður það sem menn telja enn eitt meistaraverkið frá Allen. Mira er ekki að sjást í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu þótt hlutverk hennar í Mighty Aphrodite sé fyrsta aðalhlut- verk hennar í kvikmynd eftir stórleik- stjóra. Hún lék til dæmis í Barcelon, kvikmynd eftir Stillman, sem sýnd var í Regnboganum fyrir nokkru og þá fór hún með hlutverk eiginkonu gyðingsins í Quiz Show. Nú blasir hins vegar fram- tíðin við henni og í bígerð eru þrjár myndir með henni í einu af aðalhlut- verkunum. Mira ólst upp í smábænum Tenafly í New Jersey. Hún segist snemma hafa ákveðið að gerast leikari en strax á barnsaldri var hún farin að leika í leik- ritum í skólanum og fjölskylduboðum. Síðan hafi leikurinn orðið aö eins kon- ar fikn hjá henni. Mira er afburðanámsmaöur. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún skráði sig til náms i Harward háskóla þar sem hún nam kínversku. Sama ár hélt hún til Kína í átta mánuði og nam mandarín-kínversku. Eftir að hún kom heim fór hún að vinna sem þulur og fór á námskeið í ljósmyndun. Þá vafðist nokkuð fyrir henni hvað hún ætlaði sér í framtíðinni en loks áttaði hún sig á því að leiklistin var hennar svið. Jerry Seinfeld, sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja vel, varð æfur þeg- ar unnusta hans, hin unga Shos- hanna Lonstein, kynnti hann fyrir Fabio sem er tíður gestur á forsíð- um ástarsagna. Ástæða reiði Jerrys var sú að Fabio heilsaði Soshönnu eins og gamalli kærustu. Staðreynd- in er reyndar sú að Fabio og Shos- hanna voru saman um sex mánaða ■ Fabio, hinn íturvaxni, átti í ástar- sambandi við Shoshönnu þegar hún var aðeins 15 ára. skeið. Þetta hafði hins vegar alveg farið fram hjá Jerry og kom flatt upp á hann þegar þau rákust á Fabio á einum veitingastaða Los Angeles. Vitni að atburðinum segja hann hafa verið mjög spaugilegan, ekki aðeins fyrir upplitið á Jerry heldur líka vegna samanburðarins þegar Jerry, sem þykir ekki hafa likama vaxtarræktarmanns, stóð andspæn- is Fabio hinum íturvaxna. Shos- hanna og Fabio ræddu víst um liðna tíma og sameiginlega vini í New York en Jerry stóð hjá eins og þriðja hjól undir vagninum. Þegar Shos- hanna og Jerry settust svo við eigið borð hundskammaði hann hana í allra áheym. í erlendum fjölmiðlum er greint frá því að Shoshanna, sem nú er tví- tug, hafi hitt Fabio fyrir fimm árum á eyju í Karíbahafi þar sem ástir tókust með þeim. Seinna endurnýj- uðu þau samband sitt í New York. Shoshanna tók svo saman við hinn rúmlega fertuga Jerry en hann vissi víst aldrei af þessu sambandi unn- ustu sinnar og Fabios. Seinfeld og Shoshanna voru hin ánægðustu þegar þau gengu inn á veitinga- staðinn í Los Angeles. Upplitið á Seinfeld átti þó eftir að breytast. uppruna. ...að hin roskna fyrirsæta, Christie Brinkley, hefði boðið fyrrum eiginmanni sínum og barnsföður, Ricky Taubman, tvær milljónir fyrir að fara fjand- ans til. Hann þáði milljónirnar tvær og fann fjandann í leikkon- unni Daryl Hannah. John F. Kennedy yngri hafði áður sagt Daryl að fara sömu leið og Ricky. ...að Heather Locklear, Melrose Place-stjörnunni, og nýrri stjörnu í þáttunum, Antonio Sabato yngri, hefði komið illa saman. Heather réð ferðinni og var Antonio höggvinn í spað eftir aðeins 6 þætti. Var saga hans í því hlutverki þar með öll. ...að Tatum O’Neal, barnastjarn- an úr Pappírstungli, hefði ákveðið að fara í meðferð en hún hefur átt við fíkniefna- vandamál að etja. Tatum, sem nú er þriggja barna móðir og hefur um tíma neytt kókakíns í töluverðum mæli, tók þessa ákvörðun eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar opinberaði að hann ætti von á barni með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.