Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Fréttir Framkvæmdir Landsvirkjunar vegna stækkunar ÍSAL: Kalla á 440 ársverk fram til aldamóta - Qöldi verkamanna, iðnaðarmanna og bílstjóra kallaður til vinnu Fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar á raforkukerfinu vegna stækkunar álversins í Straumsvík kalla á 440 ársverk til aldamóta, þar af 260 á næstu tveim- ur árum. Á næsta ári falla til 120 störf hjá fyrirtækinu og á árinu 1997 allt að 140 störf. Næstu þrjú árin, eða fram til ársins 2001, falla til um 180 ársverk vegna raforkufram- kvæmda. Stækkun Blöndulóns mun hefjast næsta vor eftir útboð í febrúar og mun ljúka næsta haust. Samkvæmt útreikningum Landsvirkjunar er áætlað að við framkvæmdirnar skapist 36 ársverk, fyrst og fremst við jarðvinnu. Eftir að framkvæmd- unum lýkur eykst flatarmál lónsins úr 39 í 56 ferkílómetra. Heildar- kostnaðurinn er áætlaður um 200 milljónir króna. Framkvæmdir við fimmta áfanga Kvíslaveitu hefjast einnig næsta vor og er ráðgert að þeim ljúki haustið 1997. Útboö er fyrirhugað í febrúar en framkvæmdin felur í sér að beinna austustu upptökukvíslum Þjórsá'r um Köldukvísl í Þórisvatn. Á næsta ári falla til 44 ársverk við framkvæmdina og á árinu 1997 önn- ur 42 ársverk, aðallega i jarðvinnu bæði árin. Heildarkostnaðurinn er íti®iíife»ísœlf vsqgm stækkunar Ísaí! Skipting mannafia Verkamenn i---Skrifstofufólk, tækmmenn Bílstjórar og tækjamenn Rafvirkjar og/ i rafveitúvirkjar Járniönaöarmenn og vélvirkjar O Mannafli 1996 a Mannafli 1997 Fjármagnskostnaður vegna stækkunar ísal - í milljónum króna - -im ví riTiii] I.-2 2 > m «3 > CQ 3 ■o C :S e m'o Sog*j áætlaður um milijarður króna. í lok þessa árs verður boðið út og gengið frá verksamningi varðandi endurbætur á Búrfellsvirkjun. Skipta á um vatnshjól í stöðinni til að auka afl hennar og á verkinu að vera lokið i ársbyrjun 1998. Kostnað- urinn er áætlaður 750 milljónir og munu 17 til 19 ársverk falla til við verkið á næstu tveimur árum, eink- um á sviði vél- og rafbúnaðar. Vegna stækkunar álversins í Straumsvík hefur Landsvirkjun ákveðið að ílýta endurnýjun Sogs- stöðvanna. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður tæplega 1,2 millj- arðar og á verkinu að vera lokið fyr- ir árslok 1997. Um 17 störf falla til vegna þessa á næsta ári, einkum á sviði vél- og rafbúnaðar, en um 54 störf á árinu 1997. Til að auka flutningsgetu núver- andi háspennulína frá Þjórsár- og Tungnaársvæðinu til álversins í Straumsvík hefur verið ákveðið að setja upp raðþétta á Hrauneyjafossl- ínu og Búrfellslínu. Á næsta ári munu falla til 6 ársverk vegna þessa og á því næsta 21 ársverk. Heildar- kostnaður við verkið er áætlaður um hálfur milljarður en ekki er gert ráð fyrir að því ljúki að fullu fyrr en árið 2001. -kaa 2.000 króna seðill og 100 króna mynt í untferð í dag verður settur í umferð nýr 2.000 króna seðill og ný 100 króna mynt. Samtímis verður hætt að láta 100 króna seðla í umferð en þeir verða áfram löglegur gjaldmiðill. 2.000 króna seðillinn er hannaður af Kristínu Þorkelsdóttur og Steph- en A. Fairbairn. Á framhlið seðils- ins, sem tileinkaður er myndlist, er andlitsmynd Jóhannesar S. Kjarvals en á bakhlið er málverk Kjarvals, Flugþrá. Fleiri öryggisatriði eru felld í nýja seðilinn en þá seðla sem nú eru í umferð. Birgir Isleifur Gunnarsson og Steingrímur Hermannsson bankastjórar Seðlabankans með nýja 2.000 króna seðilinn. DV-mynd Brynjar Gauti Myntina hannaði Þröstur Magn- ússon. Landvættamynd er á fram- hlið myntarinnar en á bakhlið er mynd af hrognkelsi. Myntin er sleg- in úr gulleitri blöndu og er rönd hennar riffluð og slétt á víxl til hag- ræðis fyrir sjónskerta. Ekki þótti tímabært að gefa út 10.000 króna seðil. Núna eru 3 millj- arðar króna af 5.000 seðlum í umferð. Mið- að við að 10.000 króna seðlar kæmu í stað helmings þeirra hefðu nýju seðlarnir orðið 150 þúsund talsins og það þótti of lítið. Kostnaður við prentun hvers 2.000 króna seð- ils er 7,75 krónur en kostnaður við sláttu hvers penings er 3,65 krónur. Slátta 100 króna myntar er um þriðjungi ódýrari en prentun seðils. Seðl- amir eru prentaðir í Englandi og myntin er slegin þar. Tvær millj- ónir seðla eru í fyrsta upplaginu en sex millj- ónir eintaka af mynt. -ffiS Stækkun álversins í Straumsvík: Jarðvegs- vinna hefst í þessum mánuði - uppgrip fyrir iðnaðarmenn og verkamenn Undirbúningur verklegra fram- kvæmda við stækkun álversins í Straumsvík er þegar hafln og mun jarðvegsvinna hefjast á næstu vik- um. Gert er ráð fyrir að ný ker verði gangsett i október 1997 og að fullri framleiðslaukningu verði náð á árinu 1998. Við stækkunina eykst ársframleiöslan úr 100 þús- und tonnum í 162 þúsund tonn. Kostnaðurinn við stækkun ál- versins er áætlaður um 14,2 millj- arðar. Kostnaðartölur varðandi einstaka verkþætti liggja ekki fyr- ir hjá ÍSAL enda verða þeir flestir boðnir út. Gert er ráö fyrir að 200 til 400 manns fái vinnu við fram- kvæmdimar, að stærstum hluta iðnaðarmenn og verkamenn, og að starfsmannafjöldi verksmiðjunar aukist um 70 til 90 eftir að fram- kvæmdunum lýkur og verði um 500. Þær framkvæmdir sem ráðist verður í er bygging kerskála með 160 kerum, en fyrir eru tveir kerskálar. Að auki verður byggð þurrhreinsistöö, tengistöð, steypu- skáli, vöruskemmur og nýr hafn- arbakki. Samkvæmt framkvæmda- áætlun verður þegar í þessum mánuði hafist handa við alla þessa verkþætti og á þeim flestum að vera lokið í ágúst og september 1997. Frágangi í kersmiðju og skautasmiðju lýkur hins vegar fyrst í desember 1997. -kaa Meö hverjum Opel bíl fylgir þjófavörn í samlcesingum og þjófavörn í útvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.