Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 fréttir Dró upp kjöthníf og ógnaði eigandanum - einnig sakfelldur fyrir gripdeild á sama stað tveimur vikum áður 19 ára piltur, Guöni Þór Guð- mundsson, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skil- orðsbundna, fyrir rán með því að hafa dregið upp hníf og ógnað eig- anda sölutumsins Ciro við Berg- staðastræti og fengið hann til að af- henda sér ýmsar vörur laugardag- inn 4. mars. Hann var einnig dæmd- ur fyrir gripdeild með því að hafa tveimur vikum áður tekið eina lengju af sígarettum af afgreiðslu- borðinu á sama stað og hlaupið með hana í burtu. Þegar ránið var framið var eig- andi sölutumsins á staðnum. Guöni Þór kom þá inn og dró upp kjöt- skuröarhníf úr hulstri og ógnaði manninum og fékk hann til að af- henda sér fjóra pakka af sígarettum, einn pakka af Cocoa Puffs, tvær langlokur og tvær dósir af maltöli - samtals að andvirði 2.017 krónur. Við ákvörðun refsingar tók dóm- urinn mið af því að ógnun með hnífi væri mjög alvarleg en hins vegar var litið til vmgs aldurs sakbom- ingsins sem ekki hafði áður hlotið dóm fyrir auðgunarbrot. Einnig var litið til þess að tjón af verknaðinum var óvendegt og að Guðni Þór við- urkenndi brot sín greiðlega. Sakbomingnum var gert að greiða bótakröfu eigandans og sam- tals 70 þúsund krónur í málsvarnar- og saksóknaralaun. -Ótt Nafnastríð: Orkagegn Orkunm Forráðamenn fyrirtækisins Orka í Faxafeni tekur ákvörð- un um það um helgina hvort og þá hvemig reynt verður að koma í veg fyrir notkun á : nafni bensínfélagsins Orkunn- ar, sem er meðal annars í eigu | Skeljungs og Bónuss, til dæmis með lögbanni. Páll Helgi Guð- mundsson hjá Orku segir aö nafnnotkunin valdi fyrirtæk- | inu verulegum vandræðum. 1 „Við fáum bréf, sem þeir 1 eiga að fá, og upphringingar því að Orkan og Orka hljóma I alveg eins fyrir þá sem ekki j vita um hvað málið snýst. Við eram búnir að senda þeim bréf og láta lögfræðing tala við þá 1 en þeir halda bara sínu striki," segir Páll Helgi. -GHS Akureyri: Valgerður fé- lagsmálastjóri ___________________ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Valgerður Magnúsdóttir sál- fræðingur verður félagsmála- ; stjóri á Akureyri en Jón Bjömsson sem gegnt hefúr því starfi um árabil er hættur. Krossanes: Ræða ekki til- boð Sverris ________________ __ Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki til umræðu að taka þetta erindi fyrir. Sverrir Leósson hafði allan þann tíma sem aðrir höfðu til að gera til- boð í hlut bæjarins. Þaö kom hins vegar fýrst fram þegar fyrir lá samþykkt bæjarráðs um að ganga til samninga við annan aðila,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins á Akureyri. Bæjaryfirvöld halda sig við 1 þá ákvörðun að ganga til samninga við Þórarin Krist- jánsson sem ásamt öðrum aðil- um gerði tilboð í um 80% eign- arhlut Akureyrarbæjar í Krossanesverksmiðjunni. Grandi hf. í Reykjavík hélt í cjær upp á 10 ára afmæli fyrirtækisins en það varð til við sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins. I tilefni dagsins ákvað stjórn Granda að styrkja SÁÁ með tveggja milljóna króna fram- lagi sem nota á til forvarna gegn vímuefnaneyslu unglinga. Fjöldi gesta heimsótti fyrirtækið í tilefni dagsins, jafnt ungir sem aldnir. Boðið var upp á risastóra köku með afmæliskaffinu og var ekki annað að sjá en Davíð Oddsson forsætisráðherra og Árni Gunnarsson, stjórnarformaður Granda, kynnu vel að meta gómsætið. DV-mynd GVA Heimsíðu á Internetinu lokað vegna „ósiðlegra upplýsinga“: Sendu út ásakanir um stórfelldan fjárdrátt - viö fáum enga áheyrn hjá réttarkerfinu, segir framkvæmdastjóri fyrirtækis „Við sendum þessar upplýsingar út undir fullu nafni og era ekki að fela frá hverjum þær era komnar. Við höfðum hér starfsmann sem stal af okkur miklum fjármunum, 5 til 6 milljónum, og það gengur ekkert að . rannsaka hans mál. Þess vegna sendur við upplýsingamar út til að vara aöra við manninum,“ segir Kjartan Bjamarson, hjá tölvufyri- tækinu HKH, en heimasíðu þess á Intemetinu hefur nú verið lokað vegna málsins. Fyrirtækið hafði fengið heimsíð- una skráða hjá ísmennt, sem lokaði henni í gær vegna upplýsinganna um fyrrum starfsmann HKH. Þar var hann borinn þungum' sökum og ferill hann rakin hjá fyrri vinuveit- endum eftir því sem eigendur HKH vissu best. Upplýsingamar vora í um tíu daga aðgengilegar öllum á netinu. Mál starfsmannsins var kært til Rannsóknarlögreglunnar í sumar en hefur enn ekki hlotið afgreiðslu þar. Kjartan Bjarnarson viður- kenndi að með því að senda þessar upplýsingar út á netið væri vissu- lega verið að dæma þennan mann. „Við erum fórnarlömbin í þessu máli en fáum enga leiðréttingu. Réttarkerfið bregst og það leiddi til að við tókum málin i okkar hend- ur,“ sagði Kjartan. Jón Jónasson, umsjónarmaður veraldarvefsins hjá ísmennt, sagði að lokunin á heimasíðu HKH væri gerð á grundvelli siðareglna auglýs- ingastofa um vemdum einkalífs. Þar segði að ekki mætti birta neitt um einkalíf án þess að spyrja við- komandi leyfis. Hann sagði og að umræður þær sem orðið hefðu síð- ustu daga út af svokölluðu „Heiðars- máli“ hefðu leitt til að þess að grip- ið var til aðgerða nú. „Ef þetta á að ganga svona hér eft- ir þá erum við að taka gapastokkinn í notkun á ný. Þetta er þróun sem verður að stöðva," sagði Jón. Hann sagði að nú væra í smíðum siðareglur fyrir Intemetið og notk- un þess á íslandi. -GK Samhugur í verki: Stjórnin setur sér reglur Sjóðstjóm landssöfnunar fyrir Flateyringa, Samhugur í verki, hef- ur tekið til starfa og sett sér starfs- reglur. Söfnunarfénu verður aðal- lega varið til að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem urðu fyrir fjár- hagslegu, andlegu og félagslegu tjóni vegna snjóflóðsins. í starfsregl- unum er einnig tekið fram að hugað skuli aö stöðu þeirra sem urðu fyrir óbeinu tjóni og einnig samfélagsleg- um verkefnum. Á vegum sjóðstjómarinnar hafa verið fengnir 6 félagsráðgjafar til aö aðstoða tjónþola viö gerð umsókna um aðstoð úr söfnunarsjóðnum. Ráðgjafamir era fengnir aö láni og verða þeir á launum hjá vinnuveit- endum sínum. í frétt frá sjóðstjórn segir að starfi stjórnarinnar verði hraðað sem verða má. Tekið er fram að þó að bið verði á fullnaðarmati tjóns muni sjóðstjórnin engu að síður greiða hlutabætur til þeirra sem orðiö hafa fyrir tjóni. Þegar hafi nokkram slík- um erindum verið sinnt. Kjúklingaverðstríöiö: Hagkaup lækk- ar bitann í 85 krónur „Það er búið að bjóða upp og viö dönsum með á meöan hljómsveitin spilar,“ sagði Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, í gær. Hann sagðist ætla að lækka bitann í 85 krónur strax að loknu símtal- inu við DV og þar með er Hag- kaup líklega að bjóða ódýrasta kjúklingabitann í bænum. Verðstríðiö á kjúklingabit- um, sem DV sagði frá í blað- inu í gær, er því farið að skila sér með verulega áþreifanleg- um hætti til neytenda. Alfreð Bóasson, eigandi Kjúklingastaðarins í Suður- veri, sagðist ætla aö lækka sig niður í 97 krónur fyrir bitann en Kentucky Fried, með bit- ann á 95 krónur, > og Svarta pannan, með bitann á 89 krón- ur, hyggjast ekki lækka verðið frekar en þegar hefúr verið gert hjá þeim, a.m.k. ekki að svo stöddu.. Eigandi Boston kjúklings sagðist ætla að halda sig við bitann á 165 krónur og sjá til. Haldið yrði upp á aftnæli staðarins á næstu dögum og þá yrðu gerð- ir hlutir sem ekki hefðu sést hér á landi áður. -sv stuttar fréttir Bakarar sammála VSÍ Bakarameistarafélag ís- lands hefur lýst yfir fullum stuðningi við ályktun VSÍ þess efnis aö eggjaframleiðsla veröi undanskilin landbúnaðar- framleiðslu og verðlagsákvæð- um. Hafísinn nálægur Hafisbrúnin úti fyrir Vest- fjörðum er tiltölulega nálægt landi. Samkvæmt veðurspá má gera ráö fyrir að ísjaöar- inn færist enn nær landi um helgina og nálgist þar með siglingaleiðir. Samráðsnefnd skipuð Utanríkisráöherra hefur ákveðiö að skipa samráðs- nefhd utanríkisráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og við- ; skiptaráðuneytis um verk- efnaútflutning og fjárfestingu íslenskra fyrirtækja í atvinnu- | rekstri erlendis. Farið fram a skoðun Neytendasamtökin hafa far- ið þess á leit við ríkissaksókn- ara og bankaeftirlit Seöla- bankans að viðskipti A. Finns- sonar hf. við ýmsa aðila verði tekin til gaumgæfilegrar skoð- unar. Nefnd yfirfer tillögur Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til aö meta áhrif tillagna tilsjónarmanns um breytingar á starfsemi St. Jós- efsspítala í Hafnarfjrði. Útvarp á Internetinu í vikunni hóf útvarpsstöðin Studio 33 útsendingar samtím- is frá Danmörku og Islandi. Stöðin sendir út á ensku á Intemetinu 4 tíma í senn. Net- fangið er: http: //WWW.centr- um.is/studio33. Borgin nettengd Upplýsingakerfi fyrir Reykjavíkurborg hefur verið sett inn á Intemetið. Uppsetn- ingin var styrkt af Nýsköpun- |1 arsjóði námsmanna. Netfang borgarinnar er | http://WWW.rvk.is. -kaa -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.