Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 6
6 iútlönd
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 IjV
stuttar fréttir
Jeltsín áfram á spítala
Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, er byrjaður að vinna en
verður á sjúkrahúsi til mánaða-
móta.
Leita strútakjöts
Dönsk heilbrigðisyfirvöld
leita logandi ljósi að strútakjöti
sem smyglað hefur verið til
landsins frá Suður-Afríku.
Leyniþjónusta skömmuð
ísraelska
leyniþjónust-
an hefur orð-
ið fyrir mik-
illi gagnrýni
eftir yfir-
heyrslur yfir
morðingja
Itzhaks
Rabins. Þykir leyni- þjónustan
hafa vanrækt mjög skyldur sín-
ar og ekki varið Rabin fyrir
hugsanlegri árás aftan frá.
Kveiktu í fanga
Fangar í öryggisfangelsi í Aþ-
I enu myrtu útlendan fanga og
kveiktu í líkinu á fjóröa degi
óeirða í fangelsinu.
Tekist á um skilnaði
Stuðningur íra við lögleið-
ingu hjónaskilnaða hefur
minnkað samkvæmt skoðana-
könnunum.
Létu 80 fanga lausa
Bresk yfirvöld iétu 80 fanga
lausa, bæði mótmælendur og
kaþólikka, í von um að 15 mán-
aða vopnahlé á Norður-írlandi
gæti leitt til varanlegs friðar.
Vildi ekki í sjónvarp
Bob Dole,
leiðtogi repú-
blikana i öld-
ungadeild
bandaríska
þingsins,
neitaði að
koma fram í
kappræðu-
þætti CNN-sjónvarpsstöðvar-
innar þar sem fjalla átti um
deilurnar um fjárlagafrumvarp-
ið. Dole sagðist of önnum kaf-
f inn við að leysa fjárlagadeiluna.
Búist var við að þingfundir
stæðu fram á kvöld.
Skaðræðisveður
St í vetrarveðrinu
r Svíþjóð í fyrr-
orgun, þar af þrír
10 þúsund heimili
ig rafmagns.
kki undan
a, yfirmaður her-
í Nígeríu, fagnaöi
ddaafmæli. Sagði
ngruð stjórn sín
áta kúga sig til
íytinga.
tankskipi
Sofiu í Búlgaríu
sem földu sig í
líuskips sem lá i
Reuter/Ritzau/TT
Erlendar kauphallir:
Hækkun
í Evrópu
Einhverjar sviptingar hafa orðið í
hlutabréfaviðskiptum í erlendum
kauphöllum undanfama viku.
Hlutabréfavísitalan í Tokyo hefur
heldur lækkað miðað við síðustu
viku og sama gildir í Hong Kong
meðan viðskiptin hafa heldur tekið
kipp í New York, Lundúnum og
Frankfurt.
Litlar sviptingar hafa orðið á
bensínveröi. 92ja oktana bensín hef-
ur lækkað lítillega, 98 oktana sömu-
leiðis. Verð á hráolíu er nokkm
hærra en verið hefur þó að litlu
muni.
Nýjar upplýsingar um verð á kaffi
og sykri bárust ekki. Reuter
Brúðkaupshátíö í snjókomu og strekkingi í Kaupmannahöfn:
Prinsessan vermdi
hjörtu í kuldanum
Hátt í fjörutíu þúsund manns
stóðu í kulda, snjókomu og strekk-
ingi í miðborg Kaupmannahafnar í
gærdag og biðu þess að hestvagn
Jóakims prins og Alexöndru Manley
æki fram hjá á leiðinni frá Amalíen-
borgarhöll til Ráðhússins. Þar biðu
um 450 gestir eftir sérstakri mót-
töku sem haldin var í tilefni af brúð-
kaupi Jóakims og Alexöndru sem
fram fer í hallarkirkjunni í Frið-
riksborgarhöll í dag.
Óttast var að óveðrið sem gekk
yfir Danmörku og suðurhluta Sví-
þjóðar í fyrrinótt og gærmorgun
mundi setja strik í reikninginn en
hátíðahöldin gengu snurðulaust.
Starfsmenn borgarinnar unnu hörð-
um höndum að snjóruðningi við
Amalíenborgarhöll áður en hjóna-
leysin lögðu af stað. Vegna snjókom-
unnar mættu færri í bæinn en búist
var við og bílstjórar óku varlegar.
Með fram leiðinni beið mannfjöld-
inn og veifaði. Skrifstofufólk í nær-
liggjandi byggingum hékk bókstaf-
lega út um gluggana, veifaði fánum
og reyndi að sjá hin verðandi brúð-
hjón. Ungir menn reyndu að vera
Alexöndrumegin í von um að
horfast í augu við hina verðandi
prinsessu.
Alexandra vakti óblandna hrifn-
ingu þegar hún steig út úr hestvagn-
inum. Hún hafði hunsað vetrarveðr-
ið, var klædd dökkblárri dragt, var
með skærgrænan hatt og í skær-
grænum, háhæluðum skóm. Stuttu
áður hafði Margrét Þórhildur komið
til Ráðhússins ásamt Henriki prins
sem studdist við staf vegna bakveik-
innar. Aðrir fjölskyldumeðlimir
höfðu komið frá Hilleröd en óttast
var um að þeir kæmust ekki vegna
ófærðar á leiðinni. Fjölskylda Hen-
riks prins sat hins vegar á flugvell-
inum í París og missti af veisluhöld-
unum. Frönsku flugmennirnir
treystu sér ekki til að lenda á
snjóugum Kastrupflugvelli.
Áður en veislan hófst veifuðu
Jóakim og Alexandra frá svölum
Ráðhússins við gífurlegan fögnuð
mannfjöldans á Ráðhústorginu og
vermdu þar ófá hjörtu konunghollra
karla og kvenna. Inni voru haldnar
ræður og sagði einn ræðumanna að
hefði H.C. Andersen lifað þennan
dag hefði Alexandra orðið fegursta
prinsessan í ævintýrum hans.
í gærkvöldi var hátíðarkvöldverð-
ur í Kristjánsborgarhöll þar sem
þingið er til húsa. Á méðan fylgdust
Danir spenntir með veðurspánni og
vonuðu að fyrsta konunglega brúð-
kaupið í Danmörku í 27 ár og
stærsta fjölmiðlauppákoma þar í
landi fyrr og síðar fengi grið fyrir
Vetri konungi. Ritzau
Jóakim prins og Alexandra Manley, verðandi prinsessa, veifa tii mannfjöldans frá tröppum Ráðhússins í Kaup-
mannahöfn í gærdag. Símamynd Reuter
Átakalaust eftir að úrslit forsetakosninganna í Alsír voru kunn:
Zeroual sigraði með yfirburðum
Liamine Zeroual, fyrrum hershöf-
ingi, var yfirlýstur sigurvegari for-
setakosninganna í Alsír sem fram
fóru í vikunni. Haföi hann örugga
forustu á þrjá keppinauta sína. Sá
sem kom næstur, íslaminn Mahfoud
Nahnah, gaf strax frá sér yfirlýsing
ar um kosningasvik en bað stuðn-
ingsmenn sína að halda ró sinni.
Samkvæmt fyrstu spám studdu
sjö af tólf milljónum kjósenda Zer-
oual. Stjómvööld vonast til að með
kosningum ljúki fiögurra ára ógnar-
öld meö blóðsúthellingum og morð-
um þar sem íslamskir bókstafstrú-
armenn hafa haft sig mjög í frammi.
Mannfiöldi þusti fagnandi út á
götur þegar úrslitin vom ljós og ör-
yggisverðir, sem gætt höfðu öryggis
kjósenda, skutu af byssum sínum. í
ræðu sem hinn 54 ára gamli Zerou-
al hélt í gærdag sagði hann að kosn-
ingarnar væru sigur fyrir sjálfsá-
kvörðunarrétt fólksins í landinu og
lýðræðið sem óvinir innan lands
sem utan yrðu að taka mark á.
Zeroual, sem barði niður andóf
skæruliða múslíma, en reyndi að
semja við bókstafstrúarmenn, hefur
boðað fiölflokkalýðræði. „Ég mun
verða forseti allra alsískra karla og
kvenna og vinna af mætti að eflingu
þjóöarinnar," sagði hann.
DV
Pólland:
Hnífjafnt milli
forseta-
frambjóðenda
Lech Walesa og Aleksander
Kwasinewski, sem takast á um
forsetaembættið í Póllandi í síð-
ari hluta forsetakosninganna á
sunnudag, eru með jafnt fylgi
samkvæmt síðustu skoðana-
könnunum. Walesa er spáð
sigri í kosningunum þar sem
miðju- og hægriöfl hafa stutt
hann. En í síðustu skoðana-
könnun hafði Kwasinewski að-
eins betur, var með 50,8 pró-
senta fylgi á móti 49,2 prósent-
um Walesa og hafði auk þess
betur í heimabæ Walesa. Wa-
lesa hafði annars haft 3-6 pró-
| sentustiga forustu í skoðana-
könnunum.
Kosningabaráttunni er lokið.
Walesa hefur barist af hörku
síðustu daga og staðið fyrir
hörðum árásum á Kwasinewski
og kommúnistaflokk hans. Þá
hefur hann notað andkommún-
ískan áróður sem talið er að
vegi þungt á kjördag.
Norska kirkjan
vill ekki ráða
samkynhneigða
Á kirkjuþingi norsku þjóð-
kirkjunnar var samþykkt með
58 atkvæðum gegn 22 að sam-
kynhneigðir í sambúð yrðu
ekki ráðnir í störf á vegum
kirkjunnar. Hins vegar var
samþykkt að ekki væri tíma-
bært að fordæma almennt sam-
búð samkynhneigðra.
Stuðningsmenn þess að sam-
kynhneigðir í sambúð fengju
vinnu hjá kirkjunni höföu von-
ast til að atkvæðagreiðslu um
máliö yrði frestað til kirkju-
þings eftir tvö ár en þeirri ósk
var hafnað.
Droftningarmóðir
að jafna sig eftir
mjaðmauppskurð
Nýr
mjaðmarlið-
ur var settur
í Elísabetu
1 drottningar-
Imóður á spít-
ala í London
í gær. Að-
geröin sem
tók hálfan annan tíma gekk
mjög vel og var gamla konan að
jafna sig í gærdag. Heimsóknir
voru bannaðar þar til í dag. í
gær sagði talsmaður Bucking-
hamhallar að drottningarmóð-
irin mundi sifia uppi og
kannski ganga fáein skref. Að-
gerðinni var haldið leyndri þar
til hún var yfirstaðin en drottn-
ingarmóðirin var lögð inn á
miðvikudag, eftir þrálát
mjaðmavandræði. Hafði hún
gengið með hjálp goifkerru og
stafs undanfamar vikur. Heilsu
hennar hefur hrakað undanfar-
in misseri en fyrr á árinu fór
hún í augnaðgerö.
Bretland;
Mál Rosemary
Westfyrir
kviðdóm
Siðasti dagur réttarhaldanna
yfir Rosemary West, sem ákærð
er fyrir að hafa orðið 10 ungum
stúlkum og konum að bana
ásamt manni sínum, Fred West,
var í gær. Dómari fór yfir mál-
ið og rifiáði upp hryllinginn
sem mætti fómarlömbum hjón-
anna. Þau voru flest misnotuð
kynferðislega, pyntuð og myrt,
líkin siðan höggvin og þau graf-
in i eða við hús hjónanna í
Gloucester. Dómarinn minnti
kviðdóminn, sem í eru 9 karlar
og 4 konur, að skoða þyrfti mál-
| ið án tilfinningasemi.
Ritzau, NTB, Reuter