Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 9
JjV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 9 húsmóðir I september síöastliðnum var stór stund í lífi dönsku stúlkunnar Jeanette Grenborg því þá lét hún skíra tveggja mánaða gamla dóttur sína í kirkjunni í heimabæ sínum. Þá var ekki nema ár liðið frá þvi að Jea- nette var fermd í sömu kirkju í Kvaglund við Esbjerg. Jeanette, sem er 15 ára, er nú í barneignarfríi frá gnmnskólanum. Hún hefur engan tíma til að sinna lexí- um því hún hefur nóg að gera við að sinna litlu dótt- urinni, Helenu Emiliu. Unnusti Jeanette, Kenn- eth Olesen, er 17 ára. Hann heldur áfram námi en síð- degis starfar hann sem send- ill til þess að þéna nokkrar krónur handa fjölskyldunni. Kenneth dreymdi um að verða stýrimaður og sigla um heimsins höf en nú get- ur hann ekki hugsað sér að yfirgefa fjölskylduna. Hann stefnir nú að því að verða smiður. Foreldrarnir nýbökuðu hafa verið kærustupar í þrjú ár. Þegar Jeanette varð barnshcifandi vildi móðir hennar að hún léti eyða fóstrinu. Jeanette flutti í staðinn heim til Kenneths. Núna býr litla fjölskyldan i íbúð sem sveitarfélagið hef- ur útvegað. Fjölskyldur beggja styðja nú við bakið á þeim. Sveitarfélagið hefur myndað hóp fólks með sér- þekkingu sem styðja á við bakið á foreldrum á táninga- aldri. Margar stúlkur á þess- um aldri vita ekki hvað það þýðir í raun og veru að vera móðir. Þær hafa ef til vill gætt lítilla systkina eða starfað við barnagæslu. Það er hins vegar allt annað en að bera alla ábyrgð sjálfur á uppeldi bams. Jeanette þyk- ir gott að geta leitað til stuðningshópsins og síðustu mánuði meðgöngutímans starfaði hún á vöggustofu. Reyndar sýna rannsóknir að fæðingum táninga fækk- ar i Danmörku. Vegna mik- ils atvinnuleysis hefur það orðið mikilvægara fyrir ungt fólk að mennta sig og reyna að fá sér vinnu áður en það stofnar fjölskyldu. Getnaðarvarnir og fóstur- eyðingar eiga einnig sinn þátt í fækkun barneigna meðal táninga. Jeanette og Kenneth njóta þess að vera orðin foreldrar og vilja miklu heldur vera heima hjá litlu dótturinni en að fá sér bamapíu til að geta farið út á kvöldin. Kenneth og Jeanette með litlu dótturina, Helenu Emilíu, 6. kynslóðin af Honda Civic, árgerð 1996, býður meiri geeði, meiri kraft og meira rými fyrir þig og farþega þína en afmennt stendur til boða á markaðinum í dag. Verðið, sam skiptir okkur öli míklu máli á tímum þrenginga, mun koma þér verulega á óvart ’ sími 568 9300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.