Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Page 10
10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 1 lV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. r Islendingar eru sóðar Þjónustulipur yfirdýralæknir gengur misjafnlega rösklega til verks eftir því, hvort mengun er þjóöleg og íslenzk eöa óþjóðleg og útlenzk. Hann ofsækir ímyndaöa salmonellu frá Svíþjóð og Hollandi og heldur vemdar- hendi yfir áþreifanlegri og innlendri salmonellu. íslenzk matvælafyrirtæki sunnan og norðan íjalla og austan og vestan eru vaðandi í salmonellu. Þótt niður- stöður mælinga séu aftur óg aftur hinar sömu, fá fyrir- tækin vinsamleg áminningarbréf, en mengaður rekst- urinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Ástandið í íslenzkri matvælaframleiðslu er lakara en í nágrannalöndunum. Orsokin er einfaldlega óvenju- lega mikill sóðaskapur íslendinga, sem nota ár og skurði fyrir skolpræsi og bera úrgang sinn á opna hauga. Um þetta hafa verið ótal dæmi í fréttum allra síðustu árin. Fræg er mengunin í Rangá frá Hellu og akstur saurs um Hvolsvöll, svo og langvinn mengun í eyfirzkum kjúklingum. Og nú eru það sviðin frá Selfossi. Allt byggist þetta á því, að við höfum of litla tilfinningu fyr- ir nauðsyn þess að umgangast náttúruna af gætni og virðingu. Þess vegna er mengunin orðin að hluta íslenzkrar náttúru. Fuglar komast í opna mengun frá mannabyggð- um og koma henni í hringrás, sem lendir í afurðum landbúnaðarins á borði neytenda. Opinberir eftirlitsað- ilar senda mönnum síðan vinsamlegar ábendingar. Sem dæmi um kerfið má nefna, að hagsmunir land- búnaðarins hafa ráðið því, að ekki er skylt að hafa rot- þrær við sveitabæi, þótt skylt sé að hafa þær við sum- arbústaði. Þetta er gert til að lækka stofnkostnað í land- búnaði; en leiðir til víðtækrar mengunar um land allt. Hagsmunir landbúnaðarins og einkum þó vinnslu- stöðva landbúnaðarins ráða því einnig, að mengaður rekstur er ekki stöðvaður og að yfirdýralæknir er látinn eyða tíma sínum í ofsóknir gegn ímyndaðri mengun í innfluttum matvælum í kjölfar GATT-samkomulagsins. Ofan á linkind við mengun í landbúnaði og vinnslu búvöru bætist linkind í garð sveitarstjórna, sem vilja verja fjármunum sínum til annars en mengunarvarna. Grátbroslegt dæmi er Hveragerði, sem kallar sig heilsu- bæ, en ber ábyrgð á einna menguðustu á landsins. Útbreiðsla mengunar í náttúru landsins kemur ekki aðeins fram á borðum íslenzkra neytenda. Hún kemur líka fram í útflutningsafurðum okkar, svo sem í fiski- mjöli. Ástandið getur hæglega leitt til verulegs hnekk- is í langtímahagsmunum útflutningsatvinnuvega. Bjartsýnir menn eru að reyna að gera íslenzkt vatn að söluvöru. Ef útlendingar komast að raun um, hveru mikill er sóðaskapurinn í náttúru íslands, er hinni nýju atvinnugrein stefnt í voða. Sama er að segja um tilraunir til að selja lífræna búvöru frá íslandi. Andvaraleysið kemur meðal annars í ljós hjá Hollustu- vernd. Hún er dæmigerð skriffinnskustofmm, sem kemur litlu í verk. Hún sér til dæmis ekki um, að innlend neyzlu- vara sé rétt merkt á sama hátt og innflutt neyzluvara. Þetta má sjá af vörum, sem eru hlið við hlið í búðum. Hér á landi eru mengunarvarnir og hollustuvernd innantóm hugtök, sem höfð eru að yfirvarpi þjón- ustulipurðar við innlenda hagsmunaaðila og notuð til að hindra innflutning eða spilla götu hans. Þetta er far- ið að koma okkur í koll og mun valda okkur meiri vandræðum. Við skulum fara að byrja að læra stafrófið í umgengni við umhverfi okkar. Það er eina leiðin til að reyna að tryggja framtíö innlendrar matvælaframleiðslu. ______________________ Jónas Kristjánsson Bandaríkjastjórn í nöp við Evrópublökk í NATÓ Eftir að kalda stríðinu lauk og Sovétrikin leystust upp hefur ver- ið haft á orði að Atlantshafsbanda- lagið væri stofnun í leit að nýju hlutverki þar sem hugsanlegri ógnun frá herveldi í austri með framvarðlínu inni í miöju Þýska- landi er ekki til að dreifa. For- ustumenn NATÓ hafa viðurkennt þessa nýju stöðu í verki, annars vegar með því að leitast við að koma á tengslum við Rússland jafnframt því sem ráðgerð er stækkun bandalagsins í austur, hins vegar með því að færast í fang að koma í framkvæmd friðar- gerð í Bosníu. Allt eru þetta erfið verkefni og vandmeðfarin en þá bregður svo við að NATÓ tekur að haldast illa á framkvæmdastjórum, einmitt þegar verst gegnir að æðsta pólit- ískt embætti bandalagsins skuli vera skipað mönnum sem ekki geta sinnt því að fullu eða standi autt. Fyrst barðist Þjóðverjinn Manfred Wörner misserum saman við krabbamein áður en hann laut í lægra haldi. Við tók Belginn WiUy Claes en ekki hafði hann lengi gegnt fram- kvæmdastjóm fyrir NATÓ þegar svo brá við að hann varð að verja miklu af tíma sínum og kröftum til að fást við sakargiftir frá stjórnmálaferlinum í Belgíu. Var hann grunaður um að hafa að minnsta kosti haft vitneskju um mútugreiðslu ítalsks vopnasala til flokks síns samfara samningi um þyrlukaup handa Belgíuher. Willy Claes stritaðist þó við að halda ffamkvæmdastjórastólnum i aðalstöðvum NATÓ í Brussel, að margra mati löngu eftir að Jjóst var orðið að honum yrði þar ekki vært. Afsögn lagði hann þá fyrst fram þegar Belgíuþing hafði svipt hann þinghelgi svo að sakamáls- Erlend tíðindi Magnús Toifi Ólafsson rannsókn á hendur honum gæti hafist. Sem vænta mátti varð þessi at- burðarás ekki til að auka álit á NATÓ en stjómun aðildarríkja hefur tekist að halda svo á leitinni að eftirmanni Claes að álitshnekk- urinn hefur margfaldast. Þykir með ólíkindum hversu málinu hefur verið kiúðrað. Frá stofnun NATÓ hefur það verið föst regla að yfirhershöfð- ingi sameiginlegrar herstjórnar bandalagsins sé bandarískur en framkvæmdastjórinn frá Evrópu- landi. Brátt komu fram tvær meg- inuppástungur um eftirmann Claes, Danann Uffe Ellemann-Jen- sen og Hollendinginn Ruud Lubbers. Stjómir Norðurlanda í NATÓ fylktu sér um Eliemann-Jensen en stjórnir helstu meginlandsrikja sameinuðust að baki Lubbers. Höfðu Frakkar þar forustu en fengu í lið með sér stjómir Bret- lands, Þýskalands, Ítalíu og Spán- ar auk Niðurlanda. Þá reis Bandaríkjastjórn upp og lét það berast út að henni þætti fram hjá sér gengið við val á fram- kvæmdastjóra. Voru frambjóðend- ur báðir boðaðir til Washington í hæfileikapróf og síðan kunngert að Bandaríkjastjórn teldi sér ekki fært að styðja Lubbers til starfans. Hollendingurinn dró sig þá auð- vitað í hle en sárindi eftir aðfar- imar eru mikil, mest í Hollandi en ná víða um Vestur-Evrópu. „Þurfi Bandarikin að sýna for- ystuhlutverk sitt með því að lítil- lækka bandamenn sína opinber- lega er meira en lítið að þeirri for- ustu,“ sagði Gijs de Vries, hol- lenskur formaður fylkingar frjáls- lyndra á Evrópuþinginu. Tekið var að rifja upp að það vom traustsyfirlýsingar frá Was- hington sem gerðu Claes fært að ríghalda í framkvæmdastjórastöð- una löngu eftir að málavextir voru orðnir slíkir að eðlilegast var að hann viki. Var sú ályktun dregin að Bandaríkjastjóm legði á það áherslu að í æðsta embætti NATÓ sæti maður sem ótvírætt væri upp á hana kominn. Fréttaskýrandi Washington Post, Jim Hoagland, hefur þessa skýringu á viðbrögðum Banda- ríkjastjórnar: „Embættismönnum í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu hnykkti við frumkvæði Evr- ópuríkjanna. Þeir óttuðust að þar örlaði á því sem þeir skelfast mest i NATÓ að kalda stríðinu af- stöðnu: Frakklandi í forustu fyrir sameinaðri blökk Evrópuríkja i bandalaginu." Þrátt fyrir erjumar verður að finna nýjan framkvæmdastjóra sem fyrst. En það sem á undan er gengið auðveldar ekki starf hans að vandasömum verkefnum. Ruud Lubbers kemur af ráðstefnu daginn sem hann tók aftur framboð sitt til framkvæmdastjórastöðu NATÓ. Símamynd Reuter skoðanir annarra____________________pv Mikilvægi ímyndar s „Auðvitað má rekja ástandið til ágreinings um ; stefnu en ekkert er gert til að leysa hann. Menn em \ að reyna að ná sér í pólitisk prik. Forsetanum, sem í er í vanda vegna orðstírs síns um að skipta snögg- lega um skoöun, er mjög í mun að virðast staðfast- ur. Leiðtogar Repúblikana í þinginu vilja að eftir : ákafa og staðfestu þeirra verði tekið. Þetta er því öðra fremur spurning um framjcomu og ímynd. I Verst er að skynsamlegar málamiðlanir varðandi I fjárlagadeiluna era innan seilingar. Láti forsetinn | og ráðgjafar hans opinberar stofnanir loka er það vegna þess að þeim finnst ímyndin mikilvægari en j starfræksla hins opinbera." Úr forustugrein Washington Post 15. nóvember Nígería einangruð „Ógnarstjóm Abachas, hershöfðingja í Nígeríu, á ekkert annað en einangrun skilið. Einungis sú Ní- gería sem er á hraðri leið í átt aö borgaralegri stjóm og virðir grandvaliarmannréttindi á að fá að- gang að alþjóðlegum mörkuðum og alþjóðlegri stjórnsýslu. Ríkisstjóm Abachas fær falleinkunn á öÚum þessum sviðum." Úr forustugrein Washington Post 13. nóvember Fall Lubbers „Burtséð frá því hver verður ráðinn sem fram- kvæmdastjóri NATO má læra mikið á falli Ruuds Lubbers frá því að vera helsti kandídat til að vera fyrrum kandítat á nokkrum dögum. Augljósasti lærdómurinn er sá að í alþjóðlegu samstarfi þýðir ekki að horfa fram hjá óskum stærsta samstarfsað- ilans. I Evrópusambandinu er það Þýskaland og í NATO eru það Bandaríkin. Úr fonistugrein Politiken 13. nóvember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.