Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 11 „Hjónabandið er fjöregg sem þarf að vernda," sagði kona í sjón- varpsþætti í fyrrakvöld. „Hjónin verða að tala saman til þess að viðhalda sambandinu," bætti hún við og gaf manni sínum, sem sat við hlið hennar, olnbogaskot. „Ha, já, já,“ sagði maðurinn hennar og varð eins og engill í framan. „Við fórum nefnilega á helgarnámskeið til þess að bæta hjónabandið," sagði konan í sjónvarpinu og not- aði eiginmanninn sem vitni um árangurinn. „Við náum miklu bet- ur saman nú en áður,“ sagði mað- urinn með englasvipinn. „Heyrirðu þetta,“ hrópaði kon- an mín til mín. „Þú hefðir gott af því að horfa á þennan þátt.“ Ég hafði komið mér vel fyrir í kjallar- anum og horfði einn á upphafs- mynd Sýnar í fyrrakvöld, heldur sæll með mig. Þar var maður og annar drepinn með köldu blóði og allt lofaði góðu. Amerísk lögga var komin til London til þess að að- stoða þarlenda starfsbræður við leitina að morðingjanum harðsvíraða. Ameríska löggan sýndi tilþrif og hringurinn um glæponinn þrengdist. Ég varð æ spenntari enda fátt betra í sjón- várpi en góðar löggusögur. Það var þá sem betri helmingur- inn kallaði. Vandamálafræðingar í sjónvarpssal Ég er afbragðsgóður í hjóna- bandinu og slökkti því á amerísku löggunni og paufaðist upp til konu minnar sem sat fyrir framan vandamálaþáttinn. Á skjánum hennar voru prestar, sálfræðingar og sérfræðingar af öllu tagi í sam- lífinu. Auk þess gat þar að líta hjörð manna sem hafði farið á námskeið í hjónabandsfræðum. Sumir í salnum voru raðgiftir, sem kallað var, höfðu jafnvel átt fimm konur. Þar var þó ekki um fjölkvæni að ræða því þeir áttu bara eina konu i einu. „Bléssuð, farðu ekki að taka börnin? Kanntu á eftirtalin heim- ilistæki: þvottavél, uppþvottavél, ryksugu, straujárn og hrærivél? Nýtir þú þér kunnáttu þína á áð- urnefnd tæki? Ertu tilbúinn til þess að læra á þessi tæki ef kunn- átta er í lágmarki? Tekur þú þátt í matargerð heimilisins daglega, oft í viku, vikulega, mánaðarlega, sjaldan eða aldrei? Sinnir þú við- haldi á heimilinu (þ.e. viðgerðum en ekki hugsanlegri au pair stúlku)? Tekur þú þátt í jóla- föndri? Sjálfsagt mætti klóra sig fram úr þessu með einhverjum hætti. Verra þætti mér ef frúin fengi annan spurningalista þar sem hún ætti að gefa manni sinum einkunn fyrir heimilisstörfm. Þar væri list- inn eitthvað á þessa leið: Þekkir eiginmaðurinn þvottvél- ina af eigin reynslu? Nefnið nokkra rétti sem maðurinn hefur matreitt af sjálfsdáðum (að gefa börnum kókópuffs eða seríos telst ekki matreiðsla og nefnið ekki pylsusuðu). Tekur maðurinn þátt í innkaupum fyrir heimilið? Er merkjanlegur áhugi á innan- stokksmunum? Kann maðurinn að stoppa í sokka? Straujar hann skyrturnar sínar sjálfur? Fer hann ótUneyddur út með ruslið? Hlust- 'ar hann á kvöldfréttirnar meðan þú gengur frá eftir matinn? Viljir þú tala við hann, finnur þú hann þá soiandi fyrir framan sjónvarp- ið? Leggðu mat á sambúðarhæfi- leika manns þíns. Eru þeir ágætir, góðir, sæmilegir, afleitir eða með öllu óþolandi. Lokaspurning fyrir konuna væri væntanlega: Gætir þú hugsað þér raðgiftingu? Vandamálaleysi Ég hafði látið hugann reika um hjónanámskeiðið þar sem ég sat í sófanum hjá konunni og misst talsvert úr. Ég var því ekki bein- línis inni í vandamálunum þegar ég heyrði konuna segja: „Svona ert þú, þessi þögla týpa. Þú talar ekki um hlutina. Það þarf að ræða málin sameiginlega." Ég reyndi að fullvissa konuna um að umræðu- skorturinn stafaði ekki af vondum þankagangi mínum. Ég væri bara svo laus við vandamál, hugurinn svo heiður og líf mitt í svo góðum skorðum að vandamálaumræða hvarflaði ekki að mér. Ég bætti svo við, svona upp á von og óvon, að hún gæti varla kvartað. Ég væri alveg einstaklega þægilegur í sambúð, skapgóður og skemmti- legur. „Það verða fleiri en ég að taka þátt í heimilishaldinu," sagði kon- an eins og hún hefði ekki heyrt sjálfslýsingu mína. „Hvað með börnin? sagði ég, „þetta er nú allt að verða gjafvaxta hjá okkur.“ Með þessu reyndi ég að koma ábyrgðinni á aðra en konan tók ekki mark á þvi. „Þetta gildir bæði um þig og börnin,“ sagði frú- in og var einbeitt á svip, „ég er orðin leið á að standa í þessu ein.“ Bjargað í horn Ég heyrði óminn frá sjónvarp- inu eftir ræðu konunnar. Ég er þögla manngerðin og fann að nú bar að fara gætilega. „Hjón verða að finna sér sameiginleg áhuga- mál,“ sagði kona aftarlega á bekk í sjónvarpssalnum. „Það er tilval- ið að fara saman út að ganga, gefa sér tíma, vera saman.“ Ég greip þetta á lofti. „Þetta er rétt hjá kon- unni í sjónvarpinu,“ sagði ég. Hjón eiga að vera saman, gefa sér tíma og gera eitthvað skemmti- legt. Um leið lét ég að því liggja að kaloríum mætti eyða með öðrum hætti en gönguferðum. Ég fylgdi þessari eitursnjcllu leikfléttu minni fast eftir og teygði mig í fjarstýringuna. Það heyrðist klikk umleið og ég hvíslaði að konunni: „Ég blæs á alla sérfræðinga. Þeir geta leitað til mín ef þeir lenda á villigötum." Ég fann að ég hafði náð tökum á málinu en í þessari stöðu fannst mér samt ekki rétt að ítreka þetta með silfurbrúðkaupið. Þá hefði ég nánast verið að storka örlögunum. mark á þessu vandamálarugli," sagði ég við konuna um leið og ég slengdi mér í sófann hjá henni. „Það væri frekar að þessi söfnuð- ur leitaði til mín sem ráðgjafa. Ég veit ekki betur en mjög nálgist silfurbrúðkaup okkar hjóna,“ sagði ég og blimskakkaði augun- um á konuna. Það hnussaði eitt- hvað í henni. Ég fann að ekki var rétt að ræða þann merka áfanga á þessari stundu. „Finnst þér það ekki skrýtið," hélt ég áfram, „að fólk talar um það að það skipti um maka svipað og að skipta um bíl.“ Þarna vitn- aði ég til raðgiftinganna. „Mér finnst að með þér hafi ég í upphafi eignast minn Mercedes," sagði ég við konuna og gerði mig sykur- sætan í framan. Með þessu trikki hélt ég að hún sleppti mér frá vandamálaþættinum. Staðreyndin var nefnilega sú að það freistaði mín enn að fylgjast með amerísku löggunni á Sýn. Partur af prógrammi „Vertu ekki að þessu bulli,“ sagði konan. „Hlustaðu á það sem fólkið er að segja. Sjáðu sjálfan þig í þessum köllum,“ sagði konan. „Það er aldreiahægt að tala al- mennilega við ykkur. Þið hugsið eftir allt öðrum brautum, ef þið hugsið eitthvað yfirhöíuð. Þessi hjón hafa mörg farið á svona hjónahelgar á hótel, jafnvel þótt ekkert sérstakt sé að.“ Ég gat ekki skilið á konunni hvort hún ætlaðist til að við gengj- um í gegnum svona prógramm. Ég hafði vit á að spyrja einskis. Þetta minnti mig helst á það þegar hún stakk upp á því að við færum í hjónaklúbb til þess að læra að dansa. Ég náði að þegja það í hel. Upp á síðkastið hefur hún þó að- eins nefnt dansinn á ný en ég ekki talið beina þörf á kennslu. Ég hef bent konunni á að ég standi klár á grunnsporinu í samba og að ensk- ur vals velkist ekki teljandi fyrir mér. Ég sé ekki að aðrir séu betur á sig komnir í fótamennt. Ég get raunar vel hugsað mér að skreppa með konunni eina helgi á hótel í nágrenni borgarinn- ar en þá án sérfræðinganna. Ég kem þeim einhvern veginn ekki Lauyardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri inn í myndina. Ég er ekki svo æv- intýragjarn í samlífinu að ég sjái þá fyrir mér á rúmbríkinni, hvorki prestinn né sálfræðinginn. Þá sé ég mig alveg í anda ef ég mætti á hjónanámskeið og þyrfti að berstrípa mig andlega frammi fyrir þeim sömu góðu mönnum. Meintir spurningalistar Nú veit ég ekkert hvernig þetta fer fram en ímynda mér spurn- ingalista hjónanámskeiðanna svona. Fyrst svari eigimaðurinn: Hvert er nafnið og hve gamall er maðurinn? Er þetta fyrsta hjónaband eða er maðurinn í rað- hjónabandi? Krossaðu við sam- búðarhæfileika þína, að eigin mati: ágætm-, góður, sæmilegur, afleitur. Ertu góður uppalandi? Talar þú við konuna? Talar þú við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.