Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 13
jLlV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
sviðsljós
Jólapakkar til
Norðurlanda
Sími 525 7000
x Afhendingarstaður:
Nýjasta súperfyrirsætan:
Alltof grönn
Nýjasta stjaman í fyrirsætuheim-
inum heitir Jodie Kidd og er sautján
éira. Reyndar þykir sumum hún
vera alltof grönn og er talað um að
hún eigi við vandamál að stríða í
því sambandi. „Ég er orðin leið á að
hlusta á fólk tala um matarvenjur
mínar,“ segir fyrirsætan. „Ég borða
bara eins og aðrir. Þó ég hafi góða
matarlyst er fólk alltaf að bendla
mig við anorexíu," segir hún. Jodie
Kidd, sem er 185 cm há, vegur að-
eins 57 kíló.
„Vandamálið er að ég vinn alltof
mikið og stundum má ég varla vera
að því að borða nokkra daga í röð,“
segir Jodie, sem viðurkennir að hún
reyki líka einn pakka af sígarettum
á dag.
Fyrir stuttu var því haldið fram
að ef hún héldi áfram að grennast
gæti það skaðað feril hennar. „Hún
er alltof mjó og hún veit það,“ segir
faðir hennar, Johnnie Kidd. Þess
vegna hefur hún hafnað þátttöku í
nokkrum tískusýningum í New
York og býr nú í foreldrahúsum til
að reyna að ná ffieiri vigt.
Jodie Kidd hefur verið áberandi í
Bretlandi og þar hafa skapast mikl-
ar umræður og fyrirsætustörf og
óheilbrigt líferni. Á nýafstaðinni
tískuviku í París, þar sem Jodie var
á sviði, var mikið rætt um hvort það
væri réttlætanlegt að svo grönn
stúlka ætti að vera fyrirmynd ungl-
inga.
„Það er mikil pressa á ungar
stúlkur að þær eigi að vera grannar.
Tískuheimurinn hefur komið þessu
inn hjá þeim og margar taka það
mjög alvarlega,“ segir Lucy Daníels,
breskur næringafræðingur. „Það er
orðið hættulegt þegar ungar stúlkur
eru famar að svelta sig til að líkjast
þessum ungu fyrirsætum."
Jodie Kidd er
alltof grönn
og um hana
hafa spunnist
miklar umræð-
ur í Bretlandi.
Útflutningur - Sundahöfn, hlið nr. 3 (norðanmegin).
Tekið verður á móti pökkum 1., 4. og 5- desember frá kl. 8.00
til 14.00 og 6. desember frá kl. 8.00 til 12.00.
Brottför skips frá Reykjavík 7. desember 1995.
Áætlaðir komudagar:
Árósar-13. des.
Kaupmannahöfn - 14. des.
Helsingborg - 14. des.
Gautaborg - 15. des.
Fredrikstad - 15. des.
Látið móttakendur vita um áætlaðan komudag skips því
sækja þarf pakka þann dag í samráði viö skrifstofu eða
umboðsmann Eimskips í viðkomandi landi.
Pökkun og merkingar:
Merkja þarf pakka vel með nafni móttakanda, fullu heimilisfangi,
síma og upplýsingum um verðmæti jólapakka í gjaldmiðli
viðkomandi lands.
Leyfilegt verðmæti er misjafnt eltir stöðum:
• í Árósum - 360 danskar krónur fyrir hverja sendingu.
• í Kaupmannahöfn - engin ákveðin upphæð.
• Helsingborg/Gautahorg - 45 ECU fyrir hvem jólapakka í kassa.
Skrifa skal stykkjaljölda utan á kassa.*
• Fredrikstad - 200 norskar krónur fyrir hverja sendingu.
Ef um matvöru er að ræða krefjast tollyfirvöld erlendis
heilbrlgðisyfirlýsbigar. Vottorð/yfirlýsingar eiga að fást í
viðkomandi verslun.
• Sérstök tollafyrirmæli gilda fyrir Svíjsjóð, vinsamlega fáið nánari upplýsingar lijá
Útflutningsdeiid Eimskips, sími 525 7230.
Frá Norðurlöndum til íslands
Áætluð brottför skips frá:
Árósum - 6. des.
Kaupmannahöfn - 7. des.
Helsingborg - 7. des.
Gautaborg - 8. des.
Fredrikstad - 8. des.
Skrifstofa Eimskips/umboðsmaður
DFDS, sími 89 347474
DFDS, sími 43 203040
Anderson Shipping, sími 42 175500
Eimskip Gautaborg, sími 31 124545
Anderson & Morck, sími 69 358500
Áætlaður komudagur til Reykjavíkur - 13. des.
Áríðandi er að pökkum sé skilað til vöruafgreiðslu í viðkomandi höfn
a.m.k. 2 dögum fyrir brottför skips. Verðmæti hvers pakka má vera allt
að 3.000 kr.
EIMSKIP