Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 JjV
„Það halda margir að við séum
eitthvað skrýtin, sérstaklega hér í
okkar heimabæ. Engu að síður leit-
ar fólk mikið til okkar og við lifum
nú á þessu. Við höfum ferðast um
landið og haldið miðilsfundi sem
hafa verið mjög vel sóttir auk þess
sem ég hef starfað tvo daga í viku
hjá Sálarrannsóknarfélagi íslands,"
segir Bjarni Kristjánsson, transmið-
ill í Reykjanesbæ, en hann og eigin-
kona hans, Erna Lína Alfreðsdóttir
læknamiðill, hafa haft nóg að gera á
undanfórnum tveimur árum. Það er
ákaflega sjaldgæft að hjón vinni
saman sem miðlar og margir telja
að það sé ekki heppilegt. Þau Bjami
og Erna láta þó allt slíkt sem vind
um eyru þjóta og halda sínu striki.
„Það var hún sem hvatti mig á þess-
ari braut og hefur verið stuðnings-
aðili minn og mér finnst betra að
vita af henni þegar ég fell í trans en
einhverjum óviðkomandi,“ segir
hann.
Bjarni segist hafa fundið fyrir því
þegar sem barn að hann væri
skyggn. „Ég var hræddur við þetta
og reyndi að bægja því frá mér. Það
var ekki fyrr en löngu seinna að ég
fór að virkja þennan hæfileika
minn. Þegar ég var tíu ára gamall
fór ég að sjá fólk, sem ég vissi að
væri ekki lifandi, og varð mjög
hræddur. Ég gat ekki taiað um þetta
Bjarni Kristjánsson er 42 ára og hefur haft skyggnigáfu frá því hann var barn. Það er hins vegar stutt síðan hann
hætti að hræðast þennan hæfileika sinn.
Miðlar vilja stofna samtök sín á milli:
þörf fyrir að tala og ræða sín vanda-
mál. Við getum kannski ekki lækn-
að alvarlega sjúkdóma en við getum
veitt andlegan stuðning. En við get-
um auðvitað aldrei gert öllum til
hæfis - þá væri maður fullkominn.
Ég reyni bara að gera þetta eins vel
og ég get og veit að margir hafa
fengið bót.“
- Núna virðist óvenjumikill áhugi
á andlegum málefnum á íslandi. Er
einhver ástæða fyrir því?
„Ég veit það ekki. Mér finnst sjálf-
um þetta vera orðið fullmikið. Þetta
er orðið miklu meira heldur en
þessar gömlu aðferðir sem alltaf
hafa þekkst eins og sambands- eða
skyggnilýsingafundir og síðan
handayfirlagning. Núna er þetta
heilun, kristalsheilun og fleira og
fleira og það ruglar fólk. Ég hef þá
trú að þetta hafi ekkert breyst í
raun og veru heldur eru hlutirnir
kallaðir öðrum nöfnum."
Óprúttnir náungar
- Mjög margir aðilar virðast finna
hjá sér hvöt til að starfa við andleg
málefni. Er ekki hætta á að óprúttið
fólk sjái þarna hagnaðarleið og er
það einhver gæðastimpill að miðlar
séu í Sálarrannsóknarfélögum?
„Það geta ekki allir starfað sem
miðlar hjá Sálarrannsóknarfélög-
Fannst óhugnanlegt
að lána líkama minn
- segir Bjami Kristjánsson transmiðill sem hefur verið að þráa skyggnigáfu sína á undanförnum árum
við neinn og varð því að bera þenn-
an ótta. Móðir mín var sjálf næm en
hún ýtti því frá sér og vildi aldrei
ræða þessa hluti. Ég missti föður
minn þegar ég var tólf ára og þá
varð ég enn meira var við þessa
hluti.
Erfið æska
Ég ólst upp við mjög erfiðar að-
stæður. Faðir minn var drykkfelld-
ur og þekktur hér í bæjarlífinu
vegna þess. Vegna 'erfiðra heimilsá-
stæðna var ég sífellt í vörn gagnvart
skólafélögum, kennurum og öðru
fólki. Ég varð fyrir einelti vegna fóð-
ur míns og sífelldum árásum. Á
unglingsárunum og fram yfir tví-
tugt var ég sjálfur drykkfelldur. Ég
þakka það konunni minni að ég
komst yfir það og steinhætti öllu
slíku þegar viö byrjuðum að búa.
Mér fmnst samt, því miður, eima af
því enn þann dag í dag að ég sé
stimplaður af fólki. Margir eru dóm-
harðir í þessu þjóðfélagi og það er
eins og fólk, sem lent hefur á villi-
götum, hafi enga möguleika á að
hefja nýtt líf,“ segir Bjarni.
„Ég er sannfærður um að
skyggnigáfa mín truflaði mig á
vissu tímabili þó ég gerði mér ekki
grein fyrir því. í rauninni var ég
orðinn þess fullviss að ég væri eitt-
hvað bilaður og þegar ég ræddi það
við kunningjana var bara hlegið að
mér. Strax þegar ég var. fimmtán
ára fór ég að detta út og það gerði
mig dauðhræddan. Á þessum árum
var þessi reynsla martröð. Ég vissi
ekkert hvað þetta var og leið fyrir
það. Þegar ég varð sautján ára hætti
ég að finna fyrir þessu og það var
mikill léttir. Ég veit ekki af hverju
þetta hætti en tel að einhver hafi
tekið í taumana og þannig hjálpað
mér. Hins vegar byrjaði þetta aftur
þegar ég var 26 ára gamall en á allt
annan og þægilegri hátt.
Fannst andatrú della
Á þeim tima fór ég að hugleiða
meira þessa gáfu mínu og velta fyr-
Það er óvenjulegt að hjón starfi saman að andlegum málefnum en það gera þau
Bjarni og kona hans, Erna Lína Aifreðsdóttir. DV-myndir Brynjar Gauti
ir mér hvernig ég ætti með hana að
fara. Ég hafði aldrei farið til miðils,
fannst þessi andatrú bara della en
lét þó verða af því fyrir hvatningu
frá Ernu. Ég hitti sænskan miðil,
Thorstein, og hann ráðlagði mér að
fara í bænahring enda sá hann vel
hversu næmur ég var. Eftir að ég
lærði að takast á við þetta fannst
mér færast ró yfir mig og mér fór að
líða betur. Þá fór ég aftur að finna
fyrir þessum hæfileika mínum, aö
falla í trans, og ræddi það við aðra
miðla. Ég þurfti að þjálfa mig upp og
gerði það fjögur til fimm kvöld í
viku í nokkur ár. Erna hjálpaði mér
mikið í gegnum þetta og það fólk
sem sat með mér í bænahring enda
komu aldrei upp nein vandamál. í
fyrstunni fór ég í bænahring með
það markmið, eins og þeir eru upp-
byggðir, að biðja fyrir þeim sem
eiga erfitt og senda orku til þeirra.
Síðan var þetta orðið bæna- og hug-
leiðsluhringur. Ég fór síðan að finna
fyrir þeim sem vildu koma í gegn en
var alls ekki tilbúinn að taka á móti.
Maður þorir ekki að sleppa sér í
þetta fyrr en maður er tilbúinn. Mér
fannst það svolítið óhugnanleg til-
hugsun að lána búkinn á mér til
þeirra sem látnir eru og hugsaði
mikið um hvort það gæti gerst að
maður kæmi ekki til baka. Eftir að
ég hafði verið fullvissaður
um að slíkt gerðist ekki fór
þetta að ganga ágætlega þó
ég þyrfti tíma til að þróast.
í fyrstu var þetta svolitið
óagað en síðan kynntist
maður smám saman sínum
leiðbeinendum."
Mörgum líður illa
Á þessum árum starfaði
Bjami á Keflavíkurflugvelli
en stundaði bænahringina
á kvöldin. Það eru um tvö
ár síðan hann byrjaði að
stunda miðilsstörf af full-
um krafti. „Ég byrjaði á því
að vinna sem læknamiðill
meðfram mírium störfum
og reyna þannig að hjálpa
fólki. Það gekk mjög vel og
ég tel að margir hafi fengið
bót meina sinna. Þetta vatt
síðan upp á sig og ég var í
þessu öll kvöld og helgar
þannig að ég átti aldrei frí.
Ég varð því að taka ákvörð-
un um hvort ég ætti að gera
þetta að mínu aðalstarfi.
Núna starfa ég hjá Sálar-
rannsóknarfélaginu hér í
Keflavík og í Reykjavík,
síðan hef ég farið víða um
land að beiðni félaga þar.
Þetta er slítandi starf og
getur verið mjög erfitt. Ég
hefði aldrei trúað því
hversu margir það eru í rauninni
sem líður illa í þessu þjóðfélagi.
Margt fólk er mjög langt leitt and-
lega og það kemur til að fá stuðning
og hjálp."
Mikill áhugi
- Hvernig getur þú hjálpað þessu
fólki?
„Ég geri það ekki sjálfur heldur
er ég notaður sem farvegur fyrir
fólk að handan. Ég stunda transheil-
un og þá kemur læknir í gegnum
mig og ræðir við fólkið. í rauninni
er þetta bara orka sem er notuð til
að hjálpa fólki. Einnig hafa margir
um. Þessi félög hafa verið að reyna
að koma því þannig fyrir að þau
beri ábyrgð á sínu fólki. Við höfum
gengið í gegnum skóla hjá enskum
miðli í sambandi við lækningarnar
til að öðlast þau réttindi sem gefin
eru út á Bretlandi. Þar í landi er
þetta viðurkennt fag og læknamiðl-
ar fá að starfa á sjúkrahúsum og
innan heilbrigðisgeirans hafi þeir
þessi réttindi. Hér á landi getur hins
vegar hver sem er komið fram og
sagt að hann sé læknamiðill. Sálar-
rannsóknarfélögin hafa verið með
það til skoðunar að stofna miðla-
samtök og menn hafa komið saman
til að ræða það. Þá verður hægt að
ábyrgjast fólk sem starfar við þetta
að einhverju leyti. Því miður hefur
það komið fram hér sem annars
staðar að óprúttið fólk stundar þetta
í hagnaðarskyni."
- En er það einungis sjúkt fólk
sem leitar til miðla?
„Nei, alls ekki. Þaö er fólk úr öll-
um stigum þjóðfélagsins, margt
kemur bara af forvitni. Sumir eru
að leita að einhvers konar sönnun
fyrir því að líf sé eftir þetta líf en
aðra langar að frétta af ömmu og
afa. Við viljum þó helst ekki fá fólk
undir átján ára til okkar nema með
samþykki foreldra."
Andar á Suðurnesjum
- Svo virðist sem margir miðlar
starfi hér suður með sjó. Eru fleiri
andar á sveimi hér í kring en ann-
ars staðar á landinu?
„Ég hugsa að það séu misjafnir
straumar í kringum byggðarlög og
við höfum fundið það á feröum okk-
ar um landið. Það er örugglega
meiri áhugi hér en víðast annars
staðar. Þegar mest var voru 1.800
manns skráðir félagar í Sálarrann-
sóknarfélaginu hér. Hins vegar vildi
enginn prestur hér vígja nýtt hús-
næði Sálarrannsóknarfélagsins þeg-
ar við óskuðum eftir því og það er
enn óvígt," segir Bjarni Kristjáns-
son transmiðill en segir það þó ekki
skipta máli.
- ELA