Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 DV Dagur í lífi Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra: if Fárviðri" á veðurstofu flóöaskýrslu sem gerð hefði verið um ástand snjóflóðamála á íslandi árið 1984. Væri ég þar heimildar- maður og sagt að í skýrslunni kæmi fram að gert hefði verið norskt hættumat fyrir Flateyri. Þetta var upphafið að einu mesta fjölmiðlafári sem ég hef upp- lifað, fárviðri af sáralitlu tilefni og að langmestu leyti byggt á umræð- um um hluti sem ég hélt að allir væru meðvitaðir um eftir þær hörmungar sem yfir okkur hafa dunið á þessu ári. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum Gissurar fór ég í venjuleg árdegisverk: sturtu, rakst- ur, klæðnað og morgunteið. Auk þess fórum við hjónin að búa son- arsoninn út í skólann en hann hafði verið hjá okkur þessa helgi. Fór ég með hann í Vesturhlíðar- skólann á leið minni á Veðurstof- una. Rauðglóandi sími Þegar þangað kom fór ég að und- irbúa fund sem allstór hópur starfsmanna var boðaður til vegna gagnagrunnsmála á stofnuninni. Hófst hann klukkan tíu og stóð fram að hádegismat en þar náðist góð niðurstaða. Meðan á fundinum stóð hafði þoka lagst yfir en fyrr um morgun- inn haföi heiðríkjuhiminninn skartað sínu fegursta bæði heima í Grafarvogi og einnig á Öskjuhlíð- arhálendinu þótt þoka væri í vest- urbænum. Um leið og ég fór í matinn sagði Katrín fulltrúi minn að síminn hefði verið rauðglóandi þar sem flestir fjölmiðlar landsins vildu fá að ræða þessa óformlegu norsku skýrslu. Eftir hádegismatinn byrj- aði síðan ballið. Fjölmiðlar hringdu eða komu með tæki og tól, fyrst Bylgjan, síðan Tíminn, Stöð 2, Morgunblaðið, Sjónvarpið og Rík- isútvarpið. Ég sagði meira og minna það sama við alla. Skýrslan var álit norsks sérfræðings á því hvernig við hefðum staðið að upp- byggingarmálum á nokkrum stöð- um síðustu áratugina í illskiljan- legu andvaraleysi fram til 1985 er skýrslan var gerð. Auk þess lýsti ég þekktum skoðunum mínum á því hvemig staðið hefði verið að hættumatsmálum hjá okkur síð- ustu sex til átta árin. I körfubolta Á milli „hryðjanna" reyndi ég að ganga frá nokkrum bréfum og öðr- um erindum bæði innan húss og utan. Klukkan hálfsex komst ég loks í að undirbúa sjónvarpsveður sem var á minni könnu þetta kvöld. Sem betur fer var spáin til- tölulega einfold og tókst mér að ljúka þessu og koma mér niður í tvö kvöld í viku. Var stórkostlegur léttir og útrás fólgin í því að híaupa, bítast svolítið um boltann og fara svo vel sveittur í sturtu á eftir. Ég var kominn heim klukkan hálftíu og fékk mér þá síld, egg og rúgbrauð í kvöldmat enda eigin- konan og yngri sonurinn löngu búin að borða. Eiginkonan var reyndar farin á brigdenámskeið hjá Guðmundi Páli Arnarsyni, fyrrum heimsmeistara. Deginum lauk svo með því að dóttir min og ég horfðum á plöntuþátt Davids Attenborough í Sjónvarpinu - okk- ur til mikillar ánægju. Eg var kom- inn í rúmið um klukkan hálftólf þennan dag. Mánudagurinn 13. nóvember byrjaði með því að ég var vakinn upp af símanum klukkan 7.20 og var þar kominn Gissur Sigurðsson, fréttamaður Rikisútvarpsins, að spyrja um skýrsluna. Ég hváði í svefnrofunum en hann sagði að DV væri að greina frá norskri snjó- Mikið fjölmiðlafár var í kringum Magnús Jónsson þennan dag. Sjónvarp vel fyrir klukkan átta. Eftir stutt viðtal í fréttum og veðurfregnir var þessi vinnudagur á enda og ég ók í hendingskasti vestur í íþróttahús Vörðuskóla þar sem við gamlir skólafélagar úr Menntaskólanum á Akureyri kom- um saman til að spila körfubolta Finnur þu fimm breytingar? 333 Læknastofa Jóns, góðan dag. Já, frú Sigríður, taktu e>na magnýl og ef það hrífur ekki hringdu þá aftur. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. Elín Björk Magnúsdóttir 2. Ólöf Marteinsdóttir Hraunbæ 72 Heiðarbraut 9a 110 Reykjavík 230 Keflavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verömæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verðlaun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 333 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.