Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 26
26 -lent fréttaljós LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MV Vísindamenn í Rússlandi reka upp ramakvein og biðja stjórnvöid um aðstoð: Áfengisneysla hefur alltaf verið mikil í Rússlandi og í Sovétríkjun- um á meðan þau voru og hétu. Það þótti ekkert tiltökumál og var jafn- vel bara talið sjálfsagt að menn fengju sér nokkur glös af vodka til að hressa upp á grámyglulegan hvunndaginn. Að minnsta kosti var svo meðal rússneskra karla. Nú munu Rússar um það bil að slá öll fyrri met í áfengisdrykkju og hætta er á að heil kynslóð vinnufærra manna muni liggja í valnum í kjöl- farið. Á ráðstefnunni í Moskvu fóru vís- indamennirnir fram á aðstoð ríkis- valdsins við að bjarga lífi þjóðarinn- ar. „Hver einasti karlmaður á aldrin- um þrjátíu til fimmtíu ára drekkur næstum kvartlitra af vodka á dag og dauðsfollum í þessum hópi hefur fjölgað umtalsvert,“ segir vísinda- maðurinn Al- exander Nemtsov sem starfar -............." - við opin- bera áfeng- ismála- stofnun. Hann segir að samhliða aukinni áfengis- neyslu fari Borís Jeltsín Rússlandsforseti er frægur fyrir að þykja sopinn góður og hefur framkoma hans við opinber tækifæri oft þótt benda til ótæpilegrar áfengis- drykkju. Slagandi drykkjumenn eru algeng sjón á götum rússneskra borga, algeng- ari en nokkru sinni fyrr. lífslíkur rússneskra karla lækkandi. Á tæpum tíu árum, segir Nemtsov, hafa lifslíkur karlanna lækkað úr tæpum 65 árum í rétt rúm 57 ár. Fleiri eiginkonur lamdar og myrtar en áður Nemtsov skorar á ríkisvaldið að grípa þegar í stað í taumana. „Að- eins langtímaaðgerðir á vegum hins opinbera geta stöðvað þessa óheilla- þróun,“ segir hann. Nemtsov segir að atvinnuleysi og upplausn allra gilda, samfara skorti á félagslegri umönnun í hinu nýja Rússlandi séu meðal helstu ástæðnanna fyrir gífurlegri aukningu áfengis- misnotkunar lands- manna. Áfengissýkin leiðir einnig til þess að annað þjóðfélags- böl eykst til muna. Þar á meðal eru bar- smíðar á eiginkon- um. Nýlegar upplýsingar sýna að önnur hver manneskja sem var myrt í Rúss- landi í fyrra var kona sem eigin- maðurinn stútaði. Haftastefna Gorbat- sjovs Míkhaíl Gorbatsjov, siðasti leið- togi Sovétríkjanna sálugu, reyndi að stemma stigu við vodkadrykkju landa sinna á tímum perestrojkunn- ar. Þá reiknaðist mönnum til að meðalneyslan á hreinum vínanda næmi tíu lítrum á ári. Grobatsjov lýsti yfir stríði á hendur ótæpilegri áfengis- drykkju Sovétborgara árið 1985. Áfengi var skammtað, verð þess var hækkað, bannað var að veita áfengi í veislum fyrirtækja og veitingastaðir fengu að- eins leyfi til að veita vodka á ákveðnum tím- um dagsins. Lagt var blátt bann við að drekka áfengi á öll- um opinberum stöð- um, í jámbrautarlest- um og flugvélum og öðrum almenn- ingsfar- artækjum. Vínviður var eyðilagður í vínræktarhéruðunum og landið flaut í áróðri gegn sopanum. En boðskapurinn fór ekki vel í rússneska karlmenn sem tóku til við að bmgga í stórum stíl. Biðrað- imar við þær fáu verslanir sem seldu áfengi vora endalausar. Hjá konunum var aftur á móti annað hljóð i strokknum. Þær þökk- uðu Gorbatsjov fyrir aðgerðir hans og grétu af gleði. Það hefur líka sýnt sig að meðallífslíkur rússneskra karla, sem höfðu verið á niðurleið, stóðu í stað á haftatímabilinu. Slagandi um götur og torg Þegar Sovétríkin liðuðust í sund- ur hurfu hin félagslegu öryggisnet þegnanna líka nánast eins og dögg fyrir sólu. Hér áður fyrr gátu fylli- byttur fengið ókeypis aðstoð til að losna úr viðjum áfengissýkinnar en í hinu nýja Rússlandi stendur drykkjumaðurinn einn og yfirgef- inn. Nú um stundir er ekki óvana- legt að sjá slagandi heimilislausa leppalúða á götum og torgum Rúss- lands. Slík sjón var óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum. Áfengi og sígarettur kosta lítið í Rússlandi, að minnsta kosti mið- að við verð á lífs- nauðsynjum eins * V. ■-• ■ og mat. Hálfur lítri af venjulegu vodka kostar mUli fimm og tíu þús- und rúblur en það svarar til um sjö- tíu til 140 íslenskra króna. Tvö brauö kosta næstum því jafn mikið. Og á sama tíma og áfengisverð helst stöðugt, hækkar verð á brauði. Ríkisbrugghúsin hafa þurft að halda í við sig með verðhækkanir á framleiðslu sinni þar sem markað- urinn yfirfyllist bara af ódýru inn- fluttu brennivíni, sem oftastnær er smyglað til landsins. Sænska vodkað Absolut fæst í annarri hverri sjoppu í Rússlandi og hefur selst grimmt, þótt verðið á því sé allnokkru hærra en á inn- lenda miðinum. Byggt á TT Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, blöskraði drykkju- skapur landa sinna og reyndi að Borís Jeltsín Rússlandsforseta þykir sopinn góður. Að minnsta kosti segir almannarómur það og í bæði blöðum og sjónvarpi hafa birst myndir af forsetanum þar sem hann er greinilega glaður og hreifur. En Jeltsín er ekki eini Rússinn sem þykir gaman að kikja í glas heldur er heil kynslóð rússneskra karla á góðri leið með að drekka sig í hel. Það er að minnsta kosti álit rúss- neskra vísindamanna sem ráku upp ramakvein á ráðstefnu um áfengis- sýki í Moskvu í vikunni. Vísindamennimir halda því fram að brennivínsfaraldur sé hreinlega að gera út af við Rússland. Meðalr- ússinn drekkur ijórtán og hálfan lítra af hreinum vínanda á ári hverju, hvorki meira né minna, og árlega deyr rúmlega kvartmilljón manna af áfengismisnotkun. Nokkur vodkaglös á dag IZ»'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.