Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 27
4
LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995
27
Elsta liósmynd af Islendingi
Ljósmynd
Þjóðminja-
safnið
- tekin í Danmörku. fannst í Frakklandi
Fundin er elsta ljósmynd af ís-
lendingi sem tímasett verður með
vissu. Um er að ræða svokallaða
daguerreótýpu af Bjarna Jónssyni
sem uppi var árin 1809 til 1869 og
var rektor Latínuskólans. Ljós-
myndin er tekin árið 1845 en þá var
Bjami kennari við menntaskóla í
Álaborg. Myndin er varðveitt í
Musée de l’Homme í Par-ís. Fleiri
myndir eru til af Bjama en þær era
teknar mun seinna.
Það var Æsa Sigurjónsdóttir,
sagnfræðingur í Frakklandi, sem
fann myndina. Hún hefur undan-
farna mánuði starfað á vegum
myndadeildar Þjóðminjasafnsins
við leit að ljósmyndum frá íslandi í
frönskum söfnum. Verkefninu er
ekki enn lokið en þegar hafa fundist
merkar myndir, m.a. myndin af
Bjarna.
I Þjóðminjasafninu eru varðveitt-
ar 19 daguerreótýpur en það var ein
af frumgerðum ljósmyndarinnar.
Slíkar myndir vora teknar á málm-
plötu og var hver mynd einstök þar
sem ekki er skilið á milli filmu og
myndar þegar teknar eru myndir
með þeirri aðferð. Örfáar myndir
teknar með aðferð Daguerre eru í
einkaeigu hér á landi. Hver ljós-
mynd af hérlendum mönnum tekin
með þessari aðferð hefur þess vegna
mikið gildi í sjálfu sér, segir í frétta-
tilkynningu frá Þjóðminjasafninu.
Vonir standa til að fleiri myndir
eigi eftir að finnast í frönskum söfn-
um á næstu mánuðum en skemmst
er að minnast þess að fyrir
nokkrum árum fundust á safni í
París elstu ljósmyndir teknar utan
dyra hér á landi. Þær voru teknar
árið 1847.
-PP
Firmatvímenningur BSÍ
Helgina 18.-19. nóvember verður í
fyrsta sinn spilaður Firmatvímenn-
ingur BSÍ. Þar keppa starfsmenn
fyrirtækja og stofnana undir nafni
fyrirtækja og verður viðkomandi að
vera á launum hjá fyrirtækinu til
þess að geta keppt fyrir það. Spilað-
ur verður barómeter-tvímenningur
og er skráning á skrifstofu BSÍ.
Bridgefálag SÁÁ
Laugardaginn 4. nóvember fór
fram hin árlega silfurstiga sveita-
keppni félagsins. Alls spiluðu 13
sveitir, 6 umferðir með Monrad-
kerfi. Staðan var æsispennandi fyr-
ir síðustu umferðina. Sveitir Ólafs,
Guðlaugar og Hjörru voru með 92
stig og sveit Gísla með 91. Ölafur
vann Hjörru, 25-4, og Gísli vann
Guðlaugu, 18-12. Sveit Páls Þórs
skaust upp í 3ja sætið með góðum
sigri. Lokastaða efstu sveita varð
þannig:
1. Ólafur Steinason 117
2. - Gísli Þórarinsson 109
3. Páll Þór Bergsson 105
4. Guðlaug Jónsdóttir 104
5. Hjörra 96
5. Vilhjálmur Sigurðsson jr 96
Spilarar í sveit Ólafs auk hans
voru Guðjón Bragason, Sigfinnur
Snorrason og Sveinn R. Þorvalds-
son. í sveit Gísla var auk hans Þórð-
ur Sigurðsson, Helgi Helgason og
Kristján Már Gunnarsson.
JGP mótið á Suðurnesjum
Lokið er fjórum umferðum af 9 í
JGP-minningarmótinu hjá Bridgefé-
lagi Suðurnesja. Sveit Arnórs Ragn-
arssonar fékk fullt hús stiga síðasta
spilakvöld og tók forystuna í mót-
inu. Staða efstu sveita er nú þannig:
1. Amór Ragnarsson 88
2. Guðfinnur KE 82
3. Garðar Garðarsson 67
Spilaðir eru tveir 14 spila leikir á
kvöldi og spilað í Hótel Kristínu á
mánudagskvöldum kl. 19.45.
Bridgefélag Borgarness
Nú er lokið tveimur kvöldum af
sex í aðaltvímenningi félagsins.
Spilaður er barómeter með þátttöku
18 para, fimm spil á milli para og
spiluð tvöföld umferð, alls 170 spil.
Staða efstu para eftir 11 umferðir af
34 er þessi:
1. Guðjón Stefánsson-Jón Á. Guðmunds-
son 106
2. Elln Þórisdóttir-Jón H. Einarsson 53
3. Dóra Axelsdóttir-Rúnar Ragnarsson 47
3. Kristján Snorrason-Jón Þ. Bjömsson
47
5. Hreinn Björnssonó-óBent Jónsson 46
-ÍS
////>
■*' J? K*** v"JP’
opið hús
í tækniskóla íslands
Við eigum afmæli og bjóðum þér
að koma og skoða hvað við
Orum að gera. Sunnudaginn 19. nóvember
verður kynningardagur í tilefni
10 ára afmælis rekstrardeildar
Tækniskóla íslands.
Kaffisala, barnahorn og vinningar í boði.
Við tökum þér fagnandi sunnudaginn
19. nóv. í húsnæði skólans á Höfðabakka 9,
frákl. 11:00 td 17:00.
Þar munum við kynna verkefni
nemenda sem unnin hafa veríð
í náinni samvinnu við íslensk
fyrirtæki og stofnanir.
Að auki verða fluttir fyrirlestrar um
margvíslegt efni sem tengist náminu.
Námsframboð í deildinni verður kynnt, John
Cleese og félagar sjá um stjórnunarkennslu
og gestir fá að svifa á alnetinu. Nemendur og kennarar
rekstrardeildar
Tækniskóla íslands.
Við þökkum samstariið.
P
RARIK
SAMTÖK __
IÐNAÐARINS tryggingamiðstöðin hf.
t
tækniskóli fslands
The lcelandic College of Engineering and Technology
©
AUGLYSINGASTOFA