Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 27
4 LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995 27 Elsta liósmynd af Islendingi Ljósmynd Þjóðminja- safnið - tekin í Danmörku. fannst í Frakklandi Fundin er elsta ljósmynd af ís- lendingi sem tímasett verður með vissu. Um er að ræða svokallaða daguerreótýpu af Bjarna Jónssyni sem uppi var árin 1809 til 1869 og var rektor Latínuskólans. Ljós- myndin er tekin árið 1845 en þá var Bjami kennari við menntaskóla í Álaborg. Myndin er varðveitt í Musée de l’Homme í Par-ís. Fleiri myndir eru til af Bjama en þær era teknar mun seinna. Það var Æsa Sigurjónsdóttir, sagnfræðingur í Frakklandi, sem fann myndina. Hún hefur undan- farna mánuði starfað á vegum myndadeildar Þjóðminjasafnsins við leit að ljósmyndum frá íslandi í frönskum söfnum. Verkefninu er ekki enn lokið en þegar hafa fundist merkar myndir, m.a. myndin af Bjarna. I Þjóðminjasafninu eru varðveitt- ar 19 daguerreótýpur en það var ein af frumgerðum ljósmyndarinnar. Slíkar myndir vora teknar á málm- plötu og var hver mynd einstök þar sem ekki er skilið á milli filmu og myndar þegar teknar eru myndir með þeirri aðferð. Örfáar myndir teknar með aðferð Daguerre eru í einkaeigu hér á landi. Hver ljós- mynd af hérlendum mönnum tekin með þessari aðferð hefur þess vegna mikið gildi í sjálfu sér, segir í frétta- tilkynningu frá Þjóðminjasafninu. Vonir standa til að fleiri myndir eigi eftir að finnast í frönskum söfn- um á næstu mánuðum en skemmst er að minnast þess að fyrir nokkrum árum fundust á safni í París elstu ljósmyndir teknar utan dyra hér á landi. Þær voru teknar árið 1847. -PP Firmatvímenningur BSÍ Helgina 18.-19. nóvember verður í fyrsta sinn spilaður Firmatvímenn- ingur BSÍ. Þar keppa starfsmenn fyrirtækja og stofnana undir nafni fyrirtækja og verður viðkomandi að vera á launum hjá fyrirtækinu til þess að geta keppt fyrir það. Spilað- ur verður barómeter-tvímenningur og er skráning á skrifstofu BSÍ. Bridgefálag SÁÁ Laugardaginn 4. nóvember fór fram hin árlega silfurstiga sveita- keppni félagsins. Alls spiluðu 13 sveitir, 6 umferðir með Monrad- kerfi. Staðan var æsispennandi fyr- ir síðustu umferðina. Sveitir Ólafs, Guðlaugar og Hjörru voru með 92 stig og sveit Gísla með 91. Ölafur vann Hjörru, 25-4, og Gísli vann Guðlaugu, 18-12. Sveit Páls Þórs skaust upp í 3ja sætið með góðum sigri. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Ólafur Steinason 117 2. - Gísli Þórarinsson 109 3. Páll Þór Bergsson 105 4. Guðlaug Jónsdóttir 104 5. Hjörra 96 5. Vilhjálmur Sigurðsson jr 96 Spilarar í sveit Ólafs auk hans voru Guðjón Bragason, Sigfinnur Snorrason og Sveinn R. Þorvalds- son. í sveit Gísla var auk hans Þórð- ur Sigurðsson, Helgi Helgason og Kristján Már Gunnarsson. JGP mótið á Suðurnesjum Lokið er fjórum umferðum af 9 í JGP-minningarmótinu hjá Bridgefé- lagi Suðurnesja. Sveit Arnórs Ragn- arssonar fékk fullt hús stiga síðasta spilakvöld og tók forystuna í mót- inu. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Amór Ragnarsson 88 2. Guðfinnur KE 82 3. Garðar Garðarsson 67 Spilaðir eru tveir 14 spila leikir á kvöldi og spilað í Hótel Kristínu á mánudagskvöldum kl. 19.45. Bridgefélag Borgarness Nú er lokið tveimur kvöldum af sex í aðaltvímenningi félagsins. Spilaður er barómeter með þátttöku 18 para, fimm spil á milli para og spiluð tvöföld umferð, alls 170 spil. Staða efstu para eftir 11 umferðir af 34 er þessi: 1. Guðjón Stefánsson-Jón Á. Guðmunds- son 106 2. Elln Þórisdóttir-Jón H. Einarsson 53 3. Dóra Axelsdóttir-Rúnar Ragnarsson 47 3. Kristján Snorrason-Jón Þ. Bjömsson 47 5. Hreinn Björnssonó-óBent Jónsson 46 -ÍS ////> ■*' J? K*** v"JP’ opið hús í tækniskóla íslands Við eigum afmæli og bjóðum þér að koma og skoða hvað við Orum að gera. Sunnudaginn 19. nóvember verður kynningardagur í tilefni 10 ára afmælis rekstrardeildar Tækniskóla íslands. Kaffisala, barnahorn og vinningar í boði. Við tökum þér fagnandi sunnudaginn 19. nóv. í húsnæði skólans á Höfðabakka 9, frákl. 11:00 td 17:00. Þar munum við kynna verkefni nemenda sem unnin hafa veríð í náinni samvinnu við íslensk fyrirtæki og stofnanir. Að auki verða fluttir fyrirlestrar um margvíslegt efni sem tengist náminu. Námsframboð í deildinni verður kynnt, John Cleese og félagar sjá um stjórnunarkennslu og gestir fá að svifa á alnetinu. Nemendur og kennarar rekstrardeildar Tækniskóla íslands. Við þökkum samstariið. P RARIK SAMTÖK __ IÐNAÐARINS tryggingamiðstöðin hf. t tækniskóli fslands The lcelandic College of Engineering and Technology © AUGLYSINGASTOFA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.