Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Síða 37
T>~Vy LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
45
Ásamt Ericu Schön í herútvarpinu í Mílanó á árum seinni heimsstyrjaldar. Hún var vinkona SS-foringja og lét lífið í
fyrirsát andspyrnuhreyfingarinnar.
hurðinni upp. Á meðan þessu fór
fram söng Pagliughi „Alfre-e-e-do“
og hélt háa tóninum svo lengi að
gekk út yfir allt velsæmi í þeirri von
að ég væri þrátt fyrir allt skammt
undan. Það vildi til að hún hafði
framúrskarandi rödd. Móður af
hlaupunum strunsaði ég að lokum
inn á sviðið og tók bjargvætti mína
ástúðlega í fang mér. Oft hefur
Violetta þráð endurkomu Alfredos
síns en sjaldan eins heitt og þá.
Óblíð meðferð á mót-
söngkonu
Pagliughi hafði gott skopskyn. Og
það var kannski eins gott þegar við
fluttum sömu óperu kvöld eitt í Pa-
via. Pagliughi var fjarska digur
kona og lágvaxin í þokkabót. Þegar
hún hlassaöi sér niður á legubekk-
inn til þess að syngja með mér tví-
sönginn Parigi, o cara spruttu
stálfjaðrimar út úr bekknum svo að
söng í. Hún sökk svo djúpt ofan í
dívaninn að fætur hennar stóðu upp
í loftið og hún gat sig hvergi hreyft.
Ég reyndi mitt ýtrasta til þess að
koma henni á réttan kjöl samtímis
því sem við sungum en gat ekki bif-
að henni. Að tvísöngnum loknum
reis ég upp og beitti til þess öllum
kröftum að kippa henni á fætur. Var
það fremur óblíðleg meðferð á konu
sem átti að liggja banaleguna. En -
þó að Pagliughi væri sannfærandi
leikari trúði því enginn hvort sem
var að hún væri að deyja úr tær-
ingu.
í útvarpi þýska
herliðsins
Næst er litið í kafla þar sem rak-
in era störf Sigurðar - eða Vincenz
- Demetz fyrir útvarp þýska hemá-
msliðsins í Milanó á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Þá voru hætt-
ur á hverju götuhomi.
Dag nokkum fékk ég kort í pósti
frá höfuðstöðvum SS i Bolzano í
Suður-Tiról. Það flutti skelfilegar
fréttir. Mér var skipað i herlögreglu-
sveit sem senda átti til Júgóslavíu.
Þjóðverjarnir virtu að vettugi ítalsk-
an þegnrétt minn og töldu alla Suð-
ur- Tíróla til þýsku þjóðarinnar.
Auk þess tóku þeir ekkert tillit til
starfs míns við útvarpið. Ég leitaði á
náðir trúnaðarlæknisins í þýska
sendiráðinu í Mílanó og lagði ríkt á
við hann að fá þessari skipun
breytt. Ég rakti fyrir hann rauna-
söguna af sjúkdómum mínum og
hrakförum og klykkti út með að ég
væri ómissandi útvarpinu eins og
sakir stæðu. „Gerið eins og yður
þykir rétt,“ sagði ég að lokum og
kvaddi.
Ég beið úrlausnar milli vonar og
ótta í þrjá óhemjulanga daga. Frank
höfuðsmaður lagði sig einnig í fram-
króka við að leysa mig undan hem-
aði í Júgóslavíu. Honum kom til
hugar að senda mig til Potsdam til
þjálfunar í stríðsáróöri í staðinn. En
góðu heilli kom aldrei til þess.
Sendiráðslæknirinn fékk skipun-
inni breytt á þann veg að ég gegndi
herskyldunni á mínum stað í út-
varpinu í Mílanó. Þungu fargi var af
mér létt. Síðar heyrði ég að kempur
Títós hefðu klófest hér um bil alla í
nefndri herlögreglusveit og drepið á
grimmúðlegan hátt. Likin voru
skorin í ræmur.
Blóðugur skrípaleikur
Dauðinn var ætíð nálægur á ítal-
íu einnig. Fasistar af hvora tveggja
þjóðerni skutu undanbragðalaust þá
sem grunaðir voru um andóf. Rétt-
arhöld þessa tíma voru blóðugir
skrípaleikir. Allt varð það vatn á
myllu andspyrnuhreyfingarinnar
sem óx fiskur um hrygg og gerði
hemámsliðinu æ oftar alvarlegar
skráveifur.
Erica Schön hét ung og falleg
stúlka sem söng óperettulög með
mér í útvarpið. Hún var vinkona SS-
foringja og endaði líf sitt í bifreið
með honum þegar þau lentu í fyrir-
sát. SS-foringinn sagði henni að
beygja sig undan kúlnadrifunni en
forvitnin varð skynseminni yfir-
sterkari. Erica gægðist út um glugg-
ann og fékk kúlu beint í ennið.
Hennar var sárt saknað á útvarpinu.
Nasistar hegndu iðulega alþýð-
unni fyrir aðgerðir andspymunnar.
Nöturlegt dæmi um það sá ég við
Loreto-torg. Skólabróðir minn, Vict-
or Muik, starfaði á skrifstofum
þýska flughersins á hótel Loreto við
torgið. Dag einn hringdi hann í mig
og var óðamála. Hann bað mig að
hraða mér til sín. Ógnvekjandi at-
burðir hefðu átt sér stað.
Lymskufullt tílræði
Nokkrum dögum áður h'afði
tveimur vöruflutningabílum frá
Pirelli verið ekið inn á torgið. Und-
ireins og bílarnir vora í námunda
við þýska hermenn sprakk annar
þeirra í loft upp með þeim afleiðing-
um að nokkrir lágu óvígir eftir á
götunni. Þegar fleiri hermenn dreif
að til hjálpar félögum sínum sprakk
síðari bíllinn í tætlur. Fimmtán
þýskir hermenn létu lífið í þessu
lymskufulla tilræði.
Nasistamir urðu æfir af bræði og
vildu tafarlaust skjóta tíu óbreytta
borgara fyrir hvern einn sem fallið
hafði úr þeirra röðum. Schuster kar-
dináli í Mílanó beitti sér af harð-
fylgi gegn þeirri fyrirætlun. Eftir
ákaflega ógeðfellt samningastapp
upp á lif og dauða fjölda ókunnra
manna urðu lyktir þær að nasistar
létu sér nægja að drepa einn fyrir
hvern sinna.
Snemma að morgni þess dags sem
Victor Muik bað mig að koma hafði
langferðabifreið rannið inn á torgið
og staðnæmst fyrir framan bensín-
stöð. Um borð voru fimmtán póli-
tískir fangar. Föngunum var í
skyndingu skipað út og þeir síðan
skotnir meö vélbyssu. Þegar mig
bar að garði var fjöldi fólks aö skoða
líkin sem lágu í einni kös skammt
þar frá á bak við grindverk. Ég hitti
vin minn sem var klæddur herbún-
ingi og saman gengum við inn fyrir.
Þar blasti við okkur hræðileg sjón,
líflausir og blóðugir líkamar
óbreyttra borgara, þar á meðal ein
kona. Mig klígjaði við grimmdinni
og þeirri lítilsvirðingu að skilja lík-
in svo hirðuleysislega eftir á göt-
unni fyrir allra augum. En til þess
var leilcurinn gerður.
Á þessum stað strengdi ég þess
heit að gerast aldrei áhangandi
stjórnmálaflokks. Ég skyldi aldrei
nokkurn tíma treysta orðum stjórn-
málamanns.
Ógleði og hlátur
Frændi minn, Martin, gegndi her-
þjónustu í Tórínó. Ég fór að kveðja
hann áður en ég flýði. Við erum þre-
menningar og höfðum fylgst að á
yngri árum og margt brallað saman,
nánast eins og bræður. Einu sinni
reyndum við að láta okkur vaxa
yfirskegg með því að smyrja eggjar-
auðu á efri vörina og stinga
hænsnaskít upp i okkur. Þetta var
okkur sagt að væri óbrigðult ráð en
höfðum ekki annaö upp úr því en
ógleði og hlátur feðra okkar - og það
þötti okkur sárast. Það var líka
Martin sem ornaði sér um nótt í
köldu fjósi uppi í fjöllum með því að
sitja undir halanum á kúnum og
bíða þess að þær léttu á sér. Martin
dó aldrei ráðalaus. Nú varaði hann
mig við hættum á leiðinni til
Mílanó og fékk mér í hendur pinkil
með hlaðinni skammbyssu, tveimur
handsprengjum og niðursuðudósum
með kjöti. „Kæri vinur, þetta endar
með ósköpum," sagði ég. „Ég kann
ekkert með svona lagað að fara,
varpa dósunum á óvininn en spæni
upp í mig úr handsprengjunum.“
Legið í leyni
Ferðin til Mílanó var áfallalaus
og ekki kom til þess að ég þyrfti
veganestisins með. Starfsmenn út-
varpsstöðvarinnar voru í óðaönn að
hlaða senditækjum, hljóðnemum,
hljómplötum og þviumlíku upp á
pallbíla og vora í þann veginn að
flýja norður til Bolzano. Ég dreif
mig í að taka saman foggur mínar
og slóst í för með þeim.
Um leið og myrkur datt á lögðu
bílamir af stað úr borginni. Þetta
voru þrír stórir vöruflutningabílar,
hver meö sinn tengivagn aftan í sér
og grá segl til hlifðar strengd yfir
pallana. Ég sat ásamt Frank höfúðs-
manni og fleirum í tengivagninum
aftan í þeim bíl sem ók í miðið. Við
höfðum ekki ekið lengi úti á þjóð-
vegum þegar við kváðu skot úr gelt-
andi hríðskotabyssum. Bíllinn sem
fór fyrir þessari yfirlætislausu lest
hökti lítið eitt áfram og staðnæmd-
ist. Þaðan heyrðist ekki framar
hljóö. í daufri birtunni frá luktum
þessa fremsta bíls gátum við virt
fyrir okkur aðstæður. Skotið var
handan yfir kirkjugarðsvegg þar
sem kröpp beygja var á veginum og
nauðsynlegt að hægja ferðina. And-
spymuhreyfingin hefði ekki getað
valið sér betri stað fyrir launsátur.
Treyst á forsjónina
Pallbíllinn á eftir okkur sneri við
þegar árásin hófst. En við voram
komnir nær og áttum þess engan
kost. Líf okkar var nú í höndum
hins tvítuga hermanns sem ók bíln-
um. Þótt ungur væri dignaði hann
ekki á raunastund. Hann bakkaði
bilnum fáeina metra og lagði á
minnið hvemig aka ætti eftir gagn-
stæðri akrein, fram hjá kyrrstæða
bílnum í beygjunni og með fram
kirkjugarðsveggnum þar sem and-
spyrnumennirnir biðu með byss-
umar skotklárar. Hann treysti á for-
sjónina, beygði höfuð sitt djúpt nið-
ur, steig bensíngjöfina í botn og
branaði blindandi fram á veginn.
Samstundis urðum við fyrir þindar-
lausu kúlnaregni. Frank höfuðsmað-
ur skipaði okkur að skjóta allt hvað
af tæki og kasta handsprengjunum.
Ég þreif upp skammbyssuna sem
Martin hafði gefið mér, rak hana út
undan hlífðarseglinu og tæmdi úr
henni út í bláinn. Svo lagðist ég flat-
ur á pallinn og hélt fyrir eyrun því
að hávaðinn ætlaði alveg að æra
mig. Ferðatöskur og kassar með út-
varpstækjum sviptust á loft þegar
vörubíllinn snerist harkalega í
beygjunni og tók svo snöggt við-
bragð á beinum vegarkafla og þaut
urrandi áfram. Skotgnýrinn fjar-
lægðist að baki okkur og við vorum
hólpin.
Þegar hirti af degi grandskoðaði
ég vörubílinn. Hann var götóttur
eins og svissneskur ostur eftir-skot-
bardagann og var röð vélbyssu-
kúlna á kafi í jámþilinu aftan við
bílstjórasætið. Sá sem öllu ræður
vildi bersýnilega lofa hermanninum
unga að lifa ögn lengur. Raunar var
mikil mildi yflr okkur öllum því að
engan sakaði. Með vasahnífnum
mínum kroppaði ég eina kúluna úr
bílnum og geymdi til minja. Þann
dag allan létum við fyrirberast í
skugganum af kastaníutré og ókum
aðeins i skjóli nætur.
(Ath.! Millifyrirsagnir era blaðs-
ins)
HUSGAGNA
2ja sæta sófi • áður 98.000 Áður 48.800
NU 69.000
NU 39.000
Sófi - áður 63.600 - NU 47.700
Stóil - áður 44.800 - NÚ 33.600
Borð - áður 27.600 - NÚ 13.800
Hnattbar
áður 19.800
NÚ 15.800
Hornskápur
áður 32.800 - NÚ 16.400
NU 19.800
Stórir spealar
1 80x8Q. cm. áour 72.800
1 1
140x90 áður 29.500
VSJ Ú 1 4.800
Spegili - áður 7.700
NÚ 5.800 Bókaskápur á hjólum
Hilla - áður 4900 ýjur 33,800. NÚ 29.100
NÚ 2400
QuvÖshovit^m^^
Öll bast húsgögn 50% afsl. v/Fossvogskirkjugarð, s. 55 40 500