Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 44
52
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 JjV
- viðtal við unga menn sem hafa opnað tvær herrafataverslanir á einu ári
Eftir á að hyggja segja þeir sig
ekki hafa órað fyrir því, fyrir hálfu
öðru ári, að þeir myndu fara út í
verslunarrekstur þremur mánuðum
seinna. Annar er með BA-próf í
stjómmálafræði en hinn í námi í
Tækniskólanum. Sú varð hins vegar
raunin með Hákon Hákonarson og
Sigurjón Örn Þórsson sem vom að
opna aðra herrafataverslun sína í
Kringlunni, rúmlega einu ári eftir
að þeir opnuðu herrafataverslun í
Austurstræti. Á sama tíma gefa þeir
fyrirtækjum og starfsmönnum
þeirra leiðbeiningar um snyrti-
mennsku i klæðaburði, sjá um dag-
legan rekstur útgerð, auk þess að sjá
um sölu loðnumjöls til fjarlægra
landa.
Fiskimjölsútflutningur
og fatainnflutningur
„Það var eiginlega fyrir tilviljun
að við fórum út í þetta. Við byrjuð-
um á að stofna fyrirtæki i júní í
fyrra, áður en við vorum búnir að
ákveða hvað við ætluðum að gera.
Við vorum að'fást við flskimjölsút-
flutning i félagi við annað fyrirtæki
og vantaði eitthvað meira að gera.
Síðan ákváðum við að fara að
höndla með fatnað. Við fórum til
Finnlands út af mjölviðskiptum og
ákváðum að kaupa inn föt í leiðinni.
Ekkert gekk í mjölviðskiptunum í
þeirri ferð en við keyptum fatnað-
inn. Fyrst ætluðum við að vera með
póstverslun en fréttum svo af lausu
verslunarplássi í Austurstræti, rétt
hjá skrifstofunni okkar, og létum
slag standa og ákváðum að opna
herrafataverslun með vandaðan
fatnað," segja Sigurjón Örn Þórsson
og Hákon Hákonarson.
Aðspurðir um af hverju fata-
bransinn hafi orðið fyrir valinu,
með það i huga að rekstur í þeirri
grein hefur verið erfiður fyrir
marga, segir Sigurjón það sama
hvar fæti sé drepið niður, menn séu
alls staðar að kvarta.
„Þegar ákvörðunin lá fyrir hvem-
ig rekstur við myndum fara út í
kom í ljós að við höfðum valið þá
leið sem við höfðum mesta reynslu
af. Ég hafði starfað í herrafataversl-
unum í fjölda ára með námi og jafn-
vel tekið mér frí frá námi og unnið
þá í herrafataverslun. Hákon hafði
hins vegar töluverða reynslu af fyr-
irtækjarekstri og skrifstofuhaldi.
Þegar við sameinuðum svo krafta
okkar varð niðurstaðan sú að þessi
leið var farin. Það hefði verið erfitt
að byrja á að flytja inn verkfæri,
veiðarfæri eða annað slíkt vegna
JÓLAGJAFA-
HANDBÓK
1995
Miðvikudaginn 6. desember mun hin árlega jóla-
gjafahandbók DV koma út í 15. sinn.
Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í
jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna
hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin.
Skilafrestur auglýsinga er til 24. nóvember en með
tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum
bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdótt-
ur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV,
hið fyrsta í síma 550-5000 svo að unnt reynist að
veita öllum sem besta þjónustu.
ATH.! Bréfsími okkar er 550-5727.
reynsluleysis okkar á því sviði. Á
hitt ber líka að líta að rekstur herra-
fataverslana hefur, eins og þú segir,
verið erfiður undanfarið og nokkrar
lokað eða dregið verulega saman
seglin. Það er á svona tímum sem
best er að komast inn á markaðinn,"
segir Sigurjón.
Gripu gæsina
Þeir segja að opnun verslunarinn-
ar í Kringlunni sé í raun einu ári of
snemma á ferðinni miðað við upp-
haflegar áætlanir þeirra. Markaðs-
aðstæður séu hins vegar þannig,
sérstaklega í Kringlunni, að ekki sé
hægt að vera of vandfýsinn á tíma.
Þeir hafi nýverið heyrt af því að
herrafataverslun í Kringlunni hafi
verið að hætta og pláss væri því að
losna. Þeir hafi því ákveðið að grípa
gæsina á meðan hún gafst. Aldrei
hafi verið að vita hvenær næsta
tækifæri myndi gefast því aðeins
viss fjöldi herrafataverslana sé
heimilaður i Kringlunni hverju
sinni.
Eins og fyrr segir reka þeir félag-
ar tvær herrafataverslanir í dag:
Herrana í Austurstræti, þar sem
lögð er áhersla á finan herrafatnað,
og Bogart í Kringlunni þar sem
áhersla er lögð á hversdagslegan en
vandaðan herrafatnað. Nýverið
gerðu Hákon og Sigurjón síðan
samning við íslándsbanka um að
leiðbeina karlkyns starfsmönnum
eins útibús bankans í snyrti-
mennsku í klæðaburði. Að
sögn þeirra félaga kom þetta
samstarf við bankann vel út
og virðast allir vera ánægð-
ir. Þeir segja samstarf af
þessu tagi mjög þekkt í
vandaðri verslunum er-
lendis og þeir bjóði upp
á þessa þjónustu í
verslun sinni í Austur-
stræti, Herrunum.
Herrafataverslanir
erlendis bjóði
jafnan fyrir-
tækjum upp á
námskeið
fyrir starfs-
fólk þeirra i
klæðaburði
og snyrti-
mennsku. Full-
trúar frá versl-
iminni kenni síð-
an á námskeiðinu
og starfsfólkinu
sem krafist er að sé
snyrtilegt i vinnunni,
gefst síðan kostur á að
kaupa sér föt í versl-
uninni á sérkjör-
um.
„Þetta gengur út á það hvað mað-
ur þarf að eiga í skápnum til að vera
í góðum málum, hvað þarf að gera á
morgnana til að manni líði vel og
þeim sem starfa í kringum mann,
hvernig á að raða saman fötunum
sínum, kynna efni í fatnaði, stærðir
og svo framvegis," segir Hákon.
Eiga sár sterka bak-
hjarla
Auk þess að velkjast í tískunni á
hverjum degi í tveimur verslunum
þá sjá þeir félagar um skrifstofuhald
og daglegan
rekstur út-
gerðarfyr-
irtækis
sem fjöl-
skylda
Hákonar
á í félagi
við
aðra, Húnaröst hf., sem gerir út
samnefnt nótaskip frá Hornafirði,
auk þess að eiga hlut í loðnu-
bræðslu á sama stað. En hvernig
gengur að sameina svo ólíka hluti
sem útgerð og herrafataverslunar-
rekstur er?
„í útgerðinni er bara þessi daglegi
rekstur sem ég sé aðallega um. Sig-
urjón sér meira um daglegan rekst-
ur verslananna. Mjölsalan er sam-
vinna við annað fyrirtæki þannig að
þetta er að mestu skrifstofuvinna.
Innkaupaferðir reynum við að sam-
eina viðskiptaferðum fyrir útgerð-
ina og mjölsölunni," segir Hákon.
Aðspurðir um fjármögnun segjast
þeir aldrei hafa getað þetta án þess
að hafa fjárhagslega sterka bak-
hjarla sem hafi trú á þeim. Tóm vit-
leysa sé að fara út í viðskipti eða
verslanarekstur með tvær hendur
tómar. Þeir segjast hins vegar ætla
að staldra hér við, enda eins og fyrr
sagði ári fyrr í Kringlunni en upp-
haflega var gert ráð fyrir. Nú þurfi
að byggja upp þá verslun sem
þeir hafi nýverið opnað
og festa hana í sessi.
Allt kosti þetta sitt
þótt reynt hafi ver-
ið að halda kostn-
aðinum í skefjum.
Þrátt fyrir þrenging-
ar í þjóðfélaginu séu
möguleikarnir þó
óþrjótandi ef rétt
sé haldið á
spilun-
um.
Hákon Hákonarson og Sigurjón Orn Þórsson í nýrri verslun sinni í Kringlunni. Þeir hafa opnað tvær verslanir á rétt
rúmlega einu ári. Auk þess bjóða þeir fyrirtækjum upp á að aðstoða starfsmenn þeirra í fatavali. Loks sjá þeir um
daglegan rekstur útgerðar fjölskyldu Hákonar og mjölsölu til fjarlægra landa. DV-mynd Brynjar Gauti