Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 55
JjV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 fréttir Hitnaði í kolunum á Alþingi í gær: Agust kallaði sjavarut- vegsráðherra ómerking - og var áminntur af forseta fyrir orðbragð „Það er ómerkilegt af ráðherra að blanda mér og fyrirtækinu Granda saman í þessu máli og segja að ég sé að vinna hér fyrir Granda. Ég kalla ráðherra ómerking fyrir,“ sagði Ág- úst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, í heitum umræðum á Alþingi í gær. Þingsályktunartillaga hans um að taka upp veiðileyfagjald í sjávarút- vegi var þá til umræðu. Hann sagði einnig að það væri alveg ljóst að sjávarútvegsráðherra skildi ekki nokkum hluti í þessu máli og það væri alvarlegt mál. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, gerði alvarlega athugasemd við þessi ummæli Ágústs. Þorsteinn sagði meðal annars að Ágúst vissi það ofur vel að ef slíkt veiðileyfagjald yrði tekið upp myndi kvótinn allur safnast á fáar hendur sterkustu útgerðarfyrirtækjanna. Ágúst er einn stærsti hluthafinn í Granda hf. og tók þetta sem sneið til sín. Það er ekki oft sem sýður upp úr við umræður á Alþingi. Það er helst þegar kvótamál eða fiskveiðistefnan er til umræðu og gærdagurinn var þar engin undantekning. Umræðumar um þingsályktun- artillöguna urðu mjög heitar. Ekki síst varð rimma á milli Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra en mjög kalt, vægast sagt, hefur verið á milli þeirra um langt árabil. Jón Baldvin sagði Þorstein vera með „Heimdallar-málílutning", eins og hann orðaði það. Jón Baldvin sagði núverandi kvótakerfi vera ríkis- styrk til útgerðarmanna, sem væm ekkert annað en styrkþegar sem hagnist á annarra manna eigum. Um þetta opinbera styrkjakerfi stæði Þorsteinn Pálsson vörð. Helstu varnarmenn núverandi kerfis í kvótamálunum í umræðun- um voru þeir Þorsteinn Pálsson og Einar K. Guðfinnsson, en Jón Bald- vin, Ágúst Einarsson og Svanfríöur Jónasdóttir vom hörðustu talsmenn fyrir veiðileyfagjaldi. -S.dór Vestmannaeyjar: Norskir kyrr- setja færeysk- an togara Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Krafa norska rikisolíufélagsins Statoil um staðfestingu á vörslu- sviptingu togarans Sambro, sem legið hefur í Vestmannaeyjum frá því snemma í sumar, hefur verið dómtekin hjá Héraðsdómi Suður- lands. Sambro kom til Eyja um miðj- an júní en í byrjun júli var hann kyrrsettur að kröfu Statoil sem einnig fór fram á vörslusviptingu sem var staðfest af sýslumanni. Fallist var á kröfu Statoil hjá sýslumannsembættinu og hefur togarinn verið í vörslu sýslu- manns frá þeim tíma. Færeyska útgerðin, sem er skráð í Belís, krefst þess að kyrr- setningin verði ógild og fer fram á bætur vegna tjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna vörslu- sviptingar. Statoil krefst þess aö kyrrsetning verði staðfest og að félagið fái Sambro í sína vörslu. Nautgripirnir enn ófundnir „Forðagæslumenn geta ekkert verið að eltast við það og það er ekki á verksviði okkar að segja fólki að hýsa búpening sinn. Þeir líta fyrst og fremst eftir fóðnm og skrásetningu á búpeningi," segir Jósavin Arason forðagæslumaður vegna nautgripanna átta frá Spónsgerði í Eyjafirði sem töpuö- ust í stórviðrinu seinni part októ- bermánaðar. Gripirnir, sem voru í hólfi þeg- ar veðrið skall á, huifu sporlaust og hefur enn ekkert til þeirra spurst. Ljóst þykir að þeir hafi drepist í fónn. -rt Akureyri: Tónleikar til styrktar Flateyringum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:_ Stórtónleikar verða haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri nk. sunnudag og kemur þar fram end- urgjaldslaust fjöldi listamanna. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur i söfnunina Samhugur í verki, til styrktar Flateyringum. Þeir sem koma fram eru: Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, kór Tónlistarskóla Akureyrar, Tryggvi H”bner, Borgardætur, Tjamarkvartettinn, hljómsveitin Cigaretts, KK, Piltur og stúlka og Pálmi Gunnarsson. Sr. Pétur Þór- arinsson flytur hugvekju í upp- hafi samkomunnar sem hefst kl. 16. Ufsasteinninn Sjómenn í vesturbænum settu grásleppubátana sína upp í fjöruna við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta, nærri ufsasteininum svokallaða, sem var þarna utarlega í fjörunni í gamla daga. Margir vesturbæingar muna eftir steinin- um því að strákarnir reyndu gjarnan að komast upp á steininn. Ef það tókst fiskuðu þeir vel. Eftir að fyllt var upp í fjöruna beittu strákarnir sér fyrir því að steinninn yrði varðveittur. Honum hefur nú verið komið fyrir á fjörugrjóti á hringtorginu þarna nærri og það er að þakka litlu strákunum úr vesturbænum sem nú eru orðnir stórir menn - mönnum eins og Guðmundi J. Guðmundssyni og fleiri kempum úr þjóðlífinu. DV-mynd Sveinn Búíjáreftirlitsmanni Vesturbyggðar sagt upp störfum fyrir helgi: Ríkisútvarpið: Ráðstöfun- arfé skert um 120 milUónir Ráðstöfunarfé Rlkisútvarpsins mun skerðast um ríflega 120 milljónir króna verði stofnunin látin greiða hluta uppsafnaðra lífeyrisréttinda starfsmanna sinna hjá Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Til að greiða lifeyr- isskuldbindingamar upp aö fullu þarf stofnunin að útvega tun 1,3 milljarða á næstu árum. Að sögn Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, liggur ekki fyri'r hvernig staðið verði að greiðslunni á næsta ári. Ekki verði gengið frá fjárhagsá- ætlun fyrr en íjárlög hafi verið samþykkt á Alþing. Pétur segir að Ríkisútvarpið í heild þurfi að öllu óbreyttu að út- vega um 120 milljónir á næsta ári vegna uppsafhaðra lífeyrisskuld- bindinga. -kaa Keppst um svanga Skaga- menn Get ekki tekið þessu öðruvísi en fýlu - segir Keran Ólafsson sem hafði gagnrýnt störf sveitarstjórnarinnar Bæjarráð Vesturbyggðar hefur álíveðið að segja Keran Ólafssyni búfjáreftirlitsmanni upp m.a. í kjölf- ar bréfs sem hann sendi dýralækni að Keldum þar sem hann gagnrýndi sveitarstjórnina fyrir aðgerðaleysi gagnvart útigangsfé í Vatneyrar- hlíðum. Keran sagði í samtali við DV að hann vissi ekki hvemig ætti „að taka þessu öðravísi en fýlu í bæjarstjóranum". Gísli Ólafsson, bæjarstjóri á Pat- reksfirði, sagði í samtali við DV í gær að Keran hefði ekki gert grein fyrir störfum sínum með þeim hætti sem hann hefði átt að gera - hins vegar væri uppsögnin, sem bæjar- ráð tók ákvörðun um, ekki tengd útigangsfénu í Vatneyrarhlíðum. Varðandi umrætt bréf hefði á hinn bóginn verið hægt að heimfæra trúnaðarbrest Kerans gagnvart sveitarstjóminni. Keran sagði við DV að ljóst væri að honum væri sagt upp starfmu þar sem hann hefði gagnrýnt sveit- arstjórnina vegna útigangsfjárins í Vatneyrarhlíðum. Um 50 kindur hefðu lengi gengið lausar og hann hefði gert við það munnlegar at- hugasemdir við bæjarstjómina á fyrri hluta ársins, sérstaklega í ljósi erfiðs tíðarfars síðustu misseri. Keran sagði hins vegar að hann fagnaði því að - stærsti hluti úti- gangsfjárins hefði nú verið fluttur á brott úr hinum bröttu Vatneyrar- hlíðum. -Ótt > Keflavíkurflugvöllur: Olga hjá iðnaðarmönnum vegna verulegrar lækkunar á bónus Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:__ „Starfsmannahald vamarliðsins lækkaði bónusinn hjá iðnaðarmönn- um upp á sitt einsdæmi en bónus- inn var úrskurðaður af kaupskrár- nefnd 1989. Við teljum að þeir geti ekki breytt þessu nema í samráði við nefndina," sagði Halldór Páls- son, framkvæmdastjóri Iðnsveinafé- lags Suðumesja. Um 100 iðnaðarmenn, sem starfa hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli, er mjög óánægðir með að bón- us til þeirra hefur verið lækkaður verulega. í síðasta launaumslagi kom lækkunin fram. Þeir hafa haft fastan samning um bónus milli 15-20 þúsund krónur á mánuði en fengu nú 7-8 þúsund krónur. Daniel Ólafsson, DV| Akranesi: Mikil samkeppni hefur færst í veitingabransann á Skaganum að undanförnu. Á skömmum tíma hafa þrír nýir veitingastaðir ver- ið opnaðir. Viðar Magnússon, formaður Kaupmannasamtakanna, opnaði veitingastaðinn Café La Skútan og Pálmi Lorentz opnaði veit- ingastaðinn Hressó. Á báðum stöðum er boðið upp á ýmsa smá- rétti. Þá opnaði Hótel Akranes veitinga- og skemmtistað fyrir skemmstu. Fyrir era veitinga- staðimir Barbró og Langisandur. Það eru því fimm veitingastaöir sem keppast um svanga Skaga- menn. HÁRTOPPAR Frá M ANDEVII ,LE og nú einnig frá HERKULES Margir verðflokkar RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.