Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 64
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 Georgíumennirnir: Annar al- gjörlega sýknaður „Vist er dómurinn undarlegur og hastarlegt fyrir manninn að sitja í gæsluvarðhaldi í þrjá og háifan mánuð saklaus," segir Sigmundur Hannesson, skipaður verjandi Ge- orgíumannanna tveggja sem verið hafa í haldi hér frá i sumar grunað- ir um nauðgun. Báðir voru þeir í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaðir af ákæru um nauðgun. Malkhaz Nanava sýknaður alveg en félagi hans, David Kupiava, var hins veg- ar dæmdur til 6 mánaða fangavist- ar og til greiðslu skaðabóta fyrir að hafa misnotað sér aðstöðu sína í kynferðislegum tilgangi. Þeir sátu í gæsluvarðhaldi frá 4. ágúst eða í þrjá og hálfan mánuð. Sá tími dregst frá refsingu Kupi- ava. Hann þarf og að greiða annarri konunni 250 þúsund krónur í skaðabætur. Skaðabótakröfu á hendur Nanava var vísað frá dómi. Mennimir voru ákærðir fyrir að nauðga tveimur íslenskum konum í togaranum Atlantic Princess í sum- ar en þeir voru þar skipverjar. Þeir neituðu ásökunum um nauðgun og ennfremur að hafa haft samræði við konumar. Tekin voru svoköll- 'uð DNA-próf af mönnunum og af sýnum úr konunum. Sæði úr báð- um fannst í konunum en það réði ekki úrslitum um dóminn heldur framburður vitna og málsatvik. Málið dæmdi Guðmundur L. Jó- hannesson og með honum Finn- borgi H. Alexandersson og Sigurð- ur Ingvarsson. -GK Keflavíkurflugvöllur: Verkfall rafiðn- aðarmanna Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Rafiðnaðarmenn, sem vinna hjá . varnarliðinu á Keflavíkuflugvelli, hafa samþykkt að boða til allsherj- arvinnustöðvunar á Keflavíkurflug- velli frá og með 1. desember næst- komandi. Auk þess fara þeir fram á við miðstjóm Rafiðnaðarsambands íslands að það beini því til aðildar- félaga að hefja samúðarvinnustöðv- un hjá þeim sem vinna á Keflavík- urflugvelli. „Við förum fram á það við lög- menn okkar að þeir leiti leiða til þess að við getum greitt sem þyngst högg og að öllum mætti rafiðnaðar- manna verði beitt,“ sagði Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands. Rafiðnaðaramenn sjá um allt við- hald á rafmagnstækjum á flugvall- arsvæðinu. Ef tæki bila í flugturn- inum gæti vinnustöðvunin haft áhrif á allt flug til og frá landinu. L O K I Yfirlögregluþjónninn á Siglufiröi sem var sagt upp vegna hestakerrumálsins: Krefst 13 milljóna fýrir skaða og æru - krafan byggð á sýknu í sakamálinu, lægri launum í dag og atlögu að æru Gunnar Guðmundsson, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn á Siglu- firði, hefur stefnt dómsmálaráð- herra þar sem hann krefst samtals 12,9 milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna þess að honum var sagt upp starfi sínu þegar hann var ákærður í svokölluðu hesta- kerrumáli á sínum tíma. Gunnari var vikið úr starfi á meðan rann- sókn stóð en þegar hann var sýkn- aður fékk hann það ekki aftur. Gunnar býr á Siglufirði og hef- ur feng'ið tryggt frambúðarstarf sem húsvörður. Hins vegar eru launin miklum mun lægri en hann hafði þegar hann var yfirlög- regluþjónn. Skaðabótakröfu sína, 9,2 milljónir, byggir hann fyrst og fremst á því að brottvikningin úr starfi hafi verið ólögmæt - því sé hún bótaskyld. Upphæðin felst í mismun launa í núverandi og fyrrverandi starfi sé miðað við að hann verði í vinnu til sjötugsald- urs. Miskabótakrafan, 3,6 milljónir króna, er hins vegar byggð á því að í málinu hafi atlaga verið gerð að æru hans með sakargiftum og síðan með hrottvikningu hans úr starfi. Gunnar leggur einnig fram tæp- lega 500 þúsund króna kröfu vegna kostnaðar sem hann hefur þurft að bera og tæplega 300 þús- und króna kröfu vegna tapaðra lif- eyrisréttinda. í svokölluðu hestakerriunáli var fyrrverandi sýslumaður einnig sýknaður að miklu leyti af þeim sakargiftum sem ákært var fyrir. Hestakaupmaður í Þýska- landi og sonur hans tengdust einnig málinu. Málshöfðun ákæruvaldsins féll að stærri hluta til þegar málið kom fyrir dóm- stóla. -Ótt Flugkennari og nemandi sluppu ómeiddir þegar vél þeirra hvolfdi í lendingu á Sandskeiði í gær. Nefhjól véiarinnar sökk í flugbrautina. Vélin er töluvert skemmd. DV-mynd S Flugvél hvolfdi þegar reynt var að lenda á „drullubraut“: Héldu að völlurinn væri þurr „Þeir flugu yfir brautina áður en ákveðið var að lenda og hún sýndist þurr. Það var meira að segja svo að sjá sem þar væru ný för eftir aðra flugvél. Þegar til kom reyndist brautin drullublaut og því fór sem fór,“ segir ísleifur Ottesen, fram- kvæmdastjóri flugskólans Flug- menntar, en vél frá honum hvolfdi á malarvellinum við Sandskeið síð- degis f gær. Flugkennari og nemandi voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir. Vélin er af gerðinni Cessna 152. Ætl- unin var að æfa lendingar á vellin- um þegar óhappið varð. Veður var gott. Að sögn Skúla Jóns Sigurðarson- ar hjá flugslysanefnd varð óhappið með þeim hætti að nefhjól vélarinn- ar fór í gegnum holbakka sem myndast hafði vegna frosts í flug- brautinni síðustu daga. Bæði nemandi og kennari komust út úr vélinni af sjálfsdáðum. Vélin hafði nær stöðvast þegar henni hvolfdi. Hún er samt mikið skemmd en ekki ónýt. „Ég hefði sjálfur gert ráð fyrir að þetta væri óhætt. En það er aldrei að treysta þessum sveitaflugvöllum okkar," sagði ísleifur. -GK Veðrið á sunnudag og mánudag: Rigning með köflum Á sunnudag og mánudag verður vestlæg átt, víða kaldi, súld eða rigning með köflum og hiti 2 til 7 stig vestan til á landinu. Um landið austanvert verður léttskýjað víðast hvar og hiti 0 til 3 stig yfir daginn en hætt við næturfrosti. Veðrið í dag er á bls. 69.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.