Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 5 Fréttir Krossvík hf. á Akranesi: Skuldirnar nema orðið um 550 milljónum króna - sala eða aukið hlutafé, segir Gísli Gíslason „Við vorum í viðræðum við Sæ- fang í Grundarflrði í sumar um samstarf en það gekk ekki upp. Síðan vorum við í viðræðum við HB & Co hér á Akranesi um að koma inn í Krossvík hf. með hlutafé en það gekk heldur ekki upp. Við höfum verið að ræða við nokkra aðila um aö koma með hlutafé inn í fyrirtækið. Við höf- um ekkert endilega viljað selja fyrirtækið fram til þessa. Nú ligg- ur hins vegar fyrir tillaga í bæjar- stjórn að kanna með sölu á Kross- vík hf. Skuldir fyrirtækisins eru orðnar um 550 miiljónir króna. Og enda þótt þetta séu lán tO nokkuð langs tíma eru afhorganir og vext- ir það mikið fé að framlegð fyrir- tækisins dugar ekki til að standa undir þeim,“ sagði Gisli Gíslason,- bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við DV í gær. Það hefúr gengið á ýmsu hjá Krossvík hf. í gegnum árin. Hefur Akranesbær lagt fram mikið fé til að halda rekstri fyrirtækisins gangandi. Nú er svo komið að bærinn er orðinn einn eigandi að Krossvík hf. Fyrirtækið á einn togara, Höfðavík AK, og myndar- legt frystihús á Akranesi. Fyrir- tækið á 2.236 þorskígilda kvóta og hjá fyrirtækinu starfa 90 manns, eða sem nemur einu álveri, eins og Gísli bæjarstjóri orðaði það. Hann sagði að Skagamenn gætu ekki hugsað sér að missa togar- ann með allan þennan kvóta sem aftur skapar öll þessi störf úr plássinu. Hann sagði bæjarfélagið vera búið að berjast lengi og grimmt fyrir því að halda fyrir- tækinu. „Útgerð togarans gengur vel, frystihúsið er mjög gott en rekst- urinn dugir bara ekki til að standa straum af afborgunum og fjármagnskostnaði. Þess vegna erum við nú að reyna þetta,“ sagði Gísli Gíslason. -S.dór :v.,' v Yi' jfi ■■■--; • ^ V--.]vA Leiðrétting á mynd: Einar Guð- mundsson en ekki faðir hans Vegna misskráningar í filmusafni birtist ofangreind mynd í DV í gær sem sögð var af Guðmundur Einarssyni frá Mið- dal. Það er alrangt því þetta er sonur hans, Einar Guðmundsson leirlistarmaður. Einar og aðrir hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Einar Guðmundsson. Sveitarfélög í Noregi eru alltaf ábyrg fyrir tjónum sem verða vegna snjóflóða sem falla á byggð. Ábyrgð þeirra grundvaljast á þvf að þau hafi heimilað byggingu á svæðunum. Dómar hafa fallið í Noregi sem staðfesta þessa ábyrgð. Á íslandi hefur ekki reynt á slíkt en hugmyndir eru þá uppi m.a. á ísafirði um að láta reyna á það. Myndin er frá Flateyri þar sem stór hluti byggðarinnar er í rúst eftir snjófióðið í október. DV-mynd Guðmundur. Ólík réttarvenja á íslandi og í Noregi við bótaskyldu vegna snjóílóða: Sveitarfélög alltaf ábyrg fyrir tjóninu - sjóflóðasérfræðingar telja þessa lagatúlkun draga úr líkum á slysum og tjóni Fjölmargir dómar á öllum dóm- stigum í Norgei sýna að sveitarfélög þar í landi eru alltaf ábyrg fyrir tjóni sem verður af völdum snjóflóða. Þetta er byggt á túlkun á almennum byggingarlögum þar í landi frá árinu 1924 þar sem sagt er að „hús skuli ekki byggja þar sem hætta er á tjóni vegna snjóflóða eða skriðufalla.“ Norski snjóflóðasérfræðingurinn Erik Hestnes, sá hinn sami og skrif- aði fræga skýrslu um snjóflóðahætt- una á íslandi fyrir tíu árum, ritaði nýverið grein um bótaskyldu vegna snjóflóða og fjallar þar um fimm dóma frá síðustu 30 árum. Mál þessi risu vegna þess að eig- endur húsa kröfðu sveitarfélögin um bætur vegna þess að hús þeirra skemmdust eða eyðilögðust í snjó- flóðum. í öllum tilvikum var dæmt á þann veg vegna að sveitarstjórn væri sek um „bótaskylda van- rækslu" ef snjóflóð félli á hús. í málum þessum reyndu sveitarfé- lögin að sleppa við að greiða bætur með því að vísa til að húsin hefðu ekki verið byggð á áður þekktu hættusvæði; að bygingameistari hefði metið svæðið hættulaust eða að sveitarfélagið hefði ekki haft efni á að koma upp snjóflóðavörnum. Engin þessara afsakana er tekin gild. Sveitarfélagð er alltaf ábyrgt hafi það á annað borð heimilað bygging- una. Norsk sveitarfélöðg hafa orðið að greiða hundruð milljóna íslenskra króna i bætur vegna mála af þessu tagi. Snjóflóðasérfræðingurinn Hest- nes segir í grein sinni, sem gefin var út af Norges geotekniske institutt, að lagatúlkum þessi dragi úr líkunum á að sveitarfélög heimili byggingu á svæðum þar sem minnsta hætta er á flóðum. Því því sé í strangri túlkun laganna fólgin virk snjóflóðavörn; sveitarstjórnirnar hugsi sig um tvisvar áður en leyft sé að byggja á hættusvæðum. Hér á landi kemur það í hlut Ofan- flóðasjóðs að bæta tjón vegna snjó- flóða. Sveitarfélögin, sem gefa út byggingarleyfin, eru hins vegar ekki ábyrg. í þessu er fólgin munurinn á ábyrgð vegna tjóns af snjóflóðum á íslandi og i Noregi. -GK Jólahlaöbord á Hótel Örk y^fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í desember Hinn kunni matreiÖslumeistari, Jón Fr. Snorrason, oghans sveinar mata jólahlaðhorðiÖ Heitt jólaglögg, glœsilegt jólahlaðborð og dansleikur furir aðeins kr. 2900 á mann fostudaga og laugardaga, kr 2200 fimmtudaga og sunnudaga. Starfsmannafélög ath.! Ókeypis akstur til og frá Hótel Örk fyrir hópa! i % Lífgaðu upp á tilveruna í skammdeginu, komdu inn í birtuna og ylinn á Hótel Örk og njóttu gómsœtra rétta í góðum félagsskap! Það verðurmikið um dýrðir íjólabœnum Hveragerði í desember. Jólasveinamir, Grýla og Leppalúði ásamt fleiri gestum úr fjöllunum. AmiBjömssonþjóöháttafrœöingur , ■ ,, , . ... veröur veislustjóri og talar um jólahald I Storkostlegturmlhandunmnnajolamma. \ m að forr u og nýju. Hinn fráhœri leikari, Stefán Sturla, hregður sér í gmis gervi og rifjar upp jólastemninguna með áheyrendum. Skemmtiþœttir, söngur og gleði t œvintýralandi jólanna í Jólahöllinni, Hveragerði! Stmi 483 4700 • Bréfsími 483 4775

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.