Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Kjúklingum fækkar í landinu í verðstríði. Öll þjóðin borð- ar kjúkling „Það er búið að vera alveg brjálað að gera ... ég sé ekki bet- ur en að það sé kjúklingur á borðum allrar þjóðarinnar." Dansa þær allar þreytta „Kerling móðir mín fór á ball níræð og dansaði eins og hinar stelpumar ... Og ekki vil ég ætt- leri kallast svo það er best að ég skelli mér á ball á afmælinu og dansi þær allar þreyttar.“ Þórður Halldórsson á Dagverðará ÍTímanum. Ummæli Bjartsýnisverðlaun „Það er tilefni til úthlutunar bjartsýnisverðlauna ef menn halda að hægt sé að sækja ein- hvem spamað í rekstrinum í laun og kjör bæjarstarfsmanna." Árnl Guðmundsson, Starfsmannafé- lagl Hafnarfjarðarbæjar, í Alþýðublað- Inu. Sveitarstjórnarhneykslin „Helst vildi ég sem minnst um sveitarstjómarhneykslin ræða.“ Páll Pétursson í Tímanum. Drottning fólksins „Ég vona að ég geti verið drottning i huga fólksins en ég sé ekki fyrir mér að ég verði drottn- ing þessa lands.“ Di'ana prinsessa í sjónvarpsvlðtali. Keri-Lynn Wilson stjórnar Sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld. Keisarakonsert Beethovens Sinfóniuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld. Em tónleikarnir í rauðri áskriftarröð og eru þijú verk á verkefnaskránni, Le tombeau de Couperin, Pianókonsert nr. 5, Keisarakonsertinn eftir Beet- hoven og Sinfónía nr. 96 eftir Joseph Hayden. Einleikari í kvöld, sem er Frederick Moyer, er bandarískur og hefur allt frá því hann þreytti framraun sína í Camegie Hall í New York árið 1982 leikið með helstu hljóm- sveitum heims og komiö fram á ýmsum listahátíðum. Stjómandi í kvöld er Keri- Lynn Wilson sem er kanadísk og Tónleikar af íslensku bergi brotin. Hún þreytti frumraun sína sem hljómsveitarstjóri með Þjóðar- hljómsveit Kanada árið 1990. Síð- ar fór Keri-Lynn í hinn þekkta Julliard tónlistarskóla og lauk þaðan prófi með meistargráðu 1994. Þar vann hún til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína. Nú er Keri-Lynn Wilson að- stoðarhljómsveitarstjóri hjá Dallas sinfóniuhljómsveitinni í Texas í Bandaríkjunum. Snjókoma fyrir norðan Allhvöss norðanáttin fer minnk- andi um landið vestanvert. í kvöld og nótt verður norðankaldi eða stinningskaldi vestan til á landinu en allhvasst eða hvasst austan til. í fyrstu verður snjókoma norðan til á landinu en skýjað að mestu sunnan Veðrið 1 dag til. Hiti verður nálægt frostmarki suðaustan til en annars verður frost á bilinu 0 til 5 stig. Þegar líða tekur á daginn verða él norðvestan til, áframhaldandi snjókoma um landið norðaustanvert en skýjað með köfl- um sunnan til og hægt kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu fer að draga úr vindi og létta til. Norðaust- an gola eða kaldi og léttskýjað í kvöld og nótt. Frost 2 til 5 stig. Sól- arlag í Reykjavík: 16.07. Sólarupprás á morgun: 10.20. Síðdegisflóð í Reykjavik: 18.47. Árdegisflóð á morgun: 7.11. Stórstreymi. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Akurnes alskýjaö 2 Bergsstaöir snjókoma -3 Bolungarvík alskýjaö -4 Egilsstaóir snjókoma -1 Keflavíkurflugvöllur snjóél -2 Kirkjubœjarklaustur slkýjaö 2 Raufarhöfn snjókoma -2 Reykjavík úrkoma -1 Stórhöföi skýjað -1 Bergen rigning 6 Helsinki alskýjaö 2 Kaupmannahöfn súld 5 Stokkhólmur rigning 2 Þórshöfn léttskýjaö 4 Amsterdam þoka 7 Barcelona léttskýjaö 12 Chicago alskýjað -2 Feneyjar þokumóöa -2 Frankfurt þokumóöa 2 Glasgow rign/súld 11 Hamborg þoka 6 London skýjaö 6 Los Angeles þokumóöa 16 Lúxemborg þoka 6 Madríd heiöskírt 10 Mallorca leiftur 10 New York heiðskírt 2 Nice alskýjaö 9 Nuuk heiöskirt Orlando heiöskirt 7 París alskýjaö 9 Róm þokumóöa 0 Valencia skýjaö 14 Vín þokumóöa -7 Saga Jónsdóttir leikkona: Óskaplega gaman þegar vel tekst til Leikfélag Reykjavíkur hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í vetur og meðal annars hefur verið í gangi tónleikaröð á þriðjudags- kvöldum á vegum Leikfélagsins sem hefur heppnast vel. Nú er að fara í gang á laugardögum hádegis- leikhús. Sú sem hefur ásamt öðr- um með skipulagningu þess að gera og kom með hugmyndina er Saga Jónsdóttir sem auk þess að leika hefur starfað sem markaðs- og sölustjóri fyrir leikfélagið frá því það flutti í Borgarleikhúsið árið 1989 en er nú aö fara í annað Maður dagsins starf sem tengist skipulagsmálum. Var hún fyrst spurð um hádegis- leikhúsið. „Það hagaði þannig til að í vor lagði ég fyrir leikhússtjórann, Sig- urð Hróarsson, tvær hugmyndir sem hann tók mjög vel í og hvatti mig að halda áfram að þróa. Það var annars vegar uppsetningin á BarPari á bamum í Borgarleikhús- inu og síðan Hádegisleikhúsið sem mun byrja laugardaginn 2. desem- ber. Fyst munum við byrja á að Saga Jónsdóttir. vera með kynningu á Einari Kára- syni og leikriti hans, íslensku mafiunni, sem frumsýnt verður á milli jóla og nýárs. Hádegisleik- húsið verður síðan alla laugardaga og i desember er boðiö upp á fjöl- breytta dagskrá þar sem blandað verður tónlist og kynningu á leik- verkum, sem er verið að sýna í leikhúsinu, og leikritum sem era í æfingu. Þess má síðan geta að frítt verður í hádegisleikhúsið.“ Eins og flestum er ljóst er veriö að sýna BarPar á barnum í Borgar- leikhúsinu og þar er Saga Jóns- dóttir annar tveggja leikara sem era í mörgum hlutverkum: „Við fórum af stað með BarPar fyrir nokkru og það hefur verið uppselt á allar sýningar og er sérlega gam- an hve vel hefúr tekist með upp- setninguna. Ég hef vegna starfsins í Borgarleikhúsinu ekki leikið mikið á imdanförnum árum en þó alltaf eitthvað en það er óskaplega skemmtilegt aö leika í BarPar og ánægjan er tvöföld þegar svona vel tekst til. Það er mikiö átak að leika í þessu verki, skiptingar margar og snöggar en viðtökur áhorfenda hafa veriö frábærar." Saga var um margra ára skeið fastráðin hjá Leikfélagi Akureyar- ar og hefur einnig leikið í Þjóöleik- húsinu. Hún sagði þegar hún spurð aö leikhúsið tæki nánast mestan hennar tima: „Ég hef þó í gegnum árin verið smávegis aö skemmta opinberlega og unnið í talsetningum en segja má að leik- húsið hefur átt minn hug allan." Myndgátan Lausn á gátu nr. 1375: av,os 'eTpo'r- ©/375 Syngur í tálknum I>V Körfubolta- kvöld í kvöld fara fram sextán liða úrslit í bikarkeppni KKÍ. Á Akranesi taka heimamenn í ÍA á móti ÍR, Grindvíkingar leika á heimavelli gegn Tindastóli. KR- ingar fá Keflvíkinga í heimsókn, Haukar leika í Hafnarfirði gegn Njarðvíkingum, á Hlíöarenda leika Valur og Skallagrímur, á Akureyri Þór og Snæfell, á Sel- íþróttir fossi taka heimamenn á móti Leikni og í Kópavogi leika Breiðablik og Njarðvík b. Allir leikirnar hefjast kl. 20.00 nema Selfoss-Leiknir og Breiða- blik-Njarðvík b, þessir leikir hefjast kl. 20.30. Skák Frá Skákþingi íslands, sem fram fer í húsnæði Þýsk-íslenska í Lyng- hálsi 10. Staðan er úr 6. umferð úr skák Rúnars Sigurpálssonar, sem hafði svart og átti leik, og Benedikts Jónassonar. Svartur kemur auga á leikfléttu sem virðist þó ekki stand- ast, en ekki er allt sem sýnist. I I# ill iii É. k «3 A | | ^ ABCDEFGH 15. - Rxd4! 16. cxd4 Bxd4+ 17. Be3 Bxal 18. Hxal f4!Kjami fléttunnar, því að ef 19. Bxf4, þá 19. - Dd4+ og vinnur hrókinn. Eftir 19. Re4 fxe3 vann svartur létt, með hrók og peð gegn riddara. Jón L. Árnason Bridge Vamarspilarar hafa margar leiðir til að gefa skilaboð sín á milli. Þegar vörnin er að brjóta niöur varnir sagn- hafa i lit og ekki er lengur samgangur á milli vamarhandanna í litnum sjálf- um er oft notaður Lavinthal til þess að leiðbeina um innkomur. En þó skyldu varnarspilarar aldrei nota þær aðferð- ir í blindni, ef þær gera ekkert annað en að hjálpa sagnhafa við úrspilið. Hér er eitt lærdómsríkt dæmi frá Politi- ken-stórmótinu í Danmörku fyrr í þessum mánuði. Sagnir gengu þannig, suður gjafari: 4 D103 V ÁDG102 4 Á42 * 62 * 754 * K64 * DG1098 * K5 * KG9 * 73 * 653 * ÁDG103 Suður Vestiur Norður Austur Nico- lai. Cohen Blakset Munksgárd 1G pass 2 pass 2 pass 3G p/h Jan Nicolaisen fékk lánaðan einn púnkt og opnaði á einu grandi, sem lof- aði 12-14 punktmn. Allan Cohen, sem sat í vestur, spilaði út tíguldrottningu í upphafi og austur setti kónginn i til þess að stífla ekki litinn. Nicolaisen gaf fyrsta slag, næsta slag átti vestur á tíguláttuna og ef Cohen hefði fylgt Lavinthal-reglunni hefði hann spilað næst tígulníunni til þess að benda á innkomu i laufí. En Cohen sá að þau skilaboð myndu ekki gera neitt annað en að hjálpa sagnhafa og spilaði þess vegna tígulgosanum, sem alla jafna bendir á spaöalitinn sem innkomu. Eins og lesendur geta séð, stendur sagnhafi spilið með tvísvíningu í hjarta og sækir sér 2 slagi á spaða. En Nicolaisen treysti Lavinthal-kalli vest- urs, svínaði hjarta og strax laufl þar á eftir. Vel heppnuð blekking!. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.