Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Fréttir Iðnnemasamband íslands hyggur á málaferli: Munum fara í mál viö stjórn Ríkisspítalanna - segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins „Við höfum fengið neitun hjá ráð- herra. Þá leituðum við til formanns þingflokks Framsóknarflokksins og fengum heldur kaldar móttökur. Formaðurinn lofaði að vísu að taka málið upp við þingflokkinn en svo virðist sem það hafi ekki verið gert, alla vega ekki með viðunandi hætti. Mér sýnist sem ætlunin sé að kæfa málið vegna þess að menn álíta að Iðnnemasambandið sé ekkert afl sem þarf að óttast. Þess vegna er ekki um annað að gera fyrir okkur en að leita til lögfræðings okkar um að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnnemasambands íslands, um mál matartækninemanna sem fá engin laun meðan þeir vinna fullan vinnudag i starfsþjálfun hjá Ríkis- spítölunum. Hann sagði að Iðnnemasamband- ið myndi að sjálfsögðu leita til Al- þýðusambands íslands um stuðning U málinu og fara i málaferli með stuðningi þess því það væri sterkara fyrir Iðnnemasambandið að hafa ASÍ að bakhjarli. Brjánn sagðist vita um allmarga matartækninema sem hefðu hætt við að fara í átta mánaða starfsþjálf- un hjá Ríkisspítölunum vegna launaleysis. Sumir hefðu haldið áfram námi í fjölbrautaskólunum í von um að eitthvað breyttist til batnaðar. Aðrir hefðu alveg horfið frá námi vegna þess að þeir hefðu ekki efni á að vinna launalaust í 8 mánuði. -S.dór Bergsteinn Þór Jónsson matartækninemi: Vinnur fullan vinnudag launalaust í 8 mánuði - á meöan hann er í starfsnámi í eldhúsi Landspítalans „Ég stunda nám í matartækni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og verð að vinna 8 mánuði í starfsþjálf- un til að fá réttindi. Ég er kominn í þessa vinnu á Landspítalanum en fæ engin laun. Við vorum nokkrir sem ætluðum i starfsþjálfun hér en hinir hættu við þegar þeir komust að því að við yrðum að vinna launa- laust í átta mánuði. Ég vinn fulla vinnu frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 14 á daginn en frá klukkan 14 til 15.30 er ég í verkefnavinnu," sagði Bergsteinn Þór Jónsson í sam- tali við DV í gær. Hann sagði að kona, sem starfaði á Landspítalanum, hefði skrifað fyr- ir sig bréf til heilbrigðisráðuneytis- ins og Bryndís Steinþórsdóttir í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti hefði líka skrifað fyrir sig bréf vegna þessa máls en án árangurs. Það verður að taka það fram að Bergsteinn getur ekki lokið námi nema taka þessa 8 mánaða starfs- þjálfun. Nú hefur Iðnnemasamband ís- lands tekið málið að sér. Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri þess, sagði að hann heföi gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við þá aðila sem tóku þá ákvörðun að láta matartækninemana vinna kaup- laust, en án árangurs. „Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra svaraði bréfi sem við skrifuðum henni vegna þessa máls með örstuttu bréfi þar sem hún seg- ir að hún hafi engar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnar Ríkis- spítalanna. Við leituðum til þing- flokks Framsóknarflokksins um að málið yrði tekið upp þar. Formaður þingflokksins lofaði því á mánu- dagsmorguninn en sagði eftir fund- inn að ákvörðun ráðherra stæði,“ sagði Brjánn Jónsson. Hann sagði að Iðnnemasamband- ið myndi leita aðstoðar Alþýðusam- bands íslands vegna þessa og jafnvel fara dómstólaleiðina ef annað dugir ekki. Iðnnemasambandið fullyrðir að alveg fram til þessa hafi nemar í matartækni fengið greidd laun fyrir starfsþjálfunartímann samkvæmt lægstú töxtum. -S.dór Bergsteinn Þór Jónsson matreiðslunemi er í starfsþjálfun i eldhúsi Land- spítalans átta tíma á dag. Hann fær ekkert greitt fyrir vinnu sína og vill ekki una því. Iðnemasambandið hefur tekið mál hans að sér og hyggst fara dóm- stólaleiðina. DV-mynd GVA Dagfari___________________________ Hinn sameinaði flokkur Umræður um sameiningu Al- þýðubandalagsins í einn flokk eru nú komnar á nýtt stig og fyrsti áfangi á langri leið til að sameina allaballa virðist nú raunhæfari en oft áður. Á laugardaginn ætla Al- þýðubandalagsfélögin Birting og Framsýn að sameinast í eitt félag. í Morgunblaðinu er haft eftir Arth- uri Morthens, varaformanni Birt- ingar, að þegar menn úr þessum fé- lögum hafi farið að ræða saman hafi komið í ljós að þeir hefðu svip- aðar skoðanir á mörgum málum. Þetta kom flokksmönnum þægilega á óvart eftir margra ára hatramm- ar deilur. Hins vegar tekur Arthur fram að enn sé langt i land með að um sameiningu geti orðið að ræða við Alþýðubandalagsfélag Reykja- víkur eða Sósíalistafélagið Enn lengra er líklega í sameiningu við sellurnar, svo að ekki sé minnst á sameiningu Svavars og Ólafs Ragn- ars i einn flokk eða sameiningu Hjörleifs og Margrétar. Þótt enn séu mörg ljón á veginu fyrir sameiningu Alþýðubanda- lagsins hefur þessi frétt vakið von- ir um möguleika á sameiningu fólks innan fleiri flokka. Kratar urðu hugsi við fréttina um samein- ingu Framsýnar og Birtingar. Sum- ir þeirra telja að það verði jafnvel unnt að taka upp sameiningarvið- ræður á milli Vesturgötufélags Al- þýðuflokksins við Strandgötufélag- iö í Hafnarfírði. Aðrir telja þaö alltof stórt stökk tfl að byrja með og vflja að fyrst verði kannað hvort Rannveig og Guðmundur Árni geti hugsanlega sameinast í flokki eða hvort grundvöOur er tO viðræðna mOli Félags frjálslyndra jafnaðar- manna og hinna þröngsýnu. Innan Kvennalista hafa samein- ingarsinnar reynt að sækja í sig veðrið eftir því sem dregið hefur úr fylgi meðal kjósenda. Þar standa mál þannig að Helga Sigurjónsdótt- ir rekur prívatflokk í Kópavogi og situr þar í bæjarstjórn sem fufltrúi Kvennalistans þótt hún hafl sagt sig úr flokknum. Flokkskonur úti á landi hafa rætt möguleika á að sameinast hverjum sem er og þá jafnt körlum sem konum. Þær eru tilbúnar að sameinast femínistum af hvaða kyni sem er. Aðrar kvennalistakonur telja slíkt ekki koma til greina og betra sé að faOa með sæmd en missa meydóminn. Það verður því að fá úr því skorið hver má vera með hverjum áður en það ræðst hvaða sameiningarferli verður fyrir valinu hjá kvenna- listakonum. Hvað Þjóðvaka varðar þá er hann tilbúinn að sameinast hverj- um sem er og hvar sem er svo lengi sem Jóhanna fær að vera formaður og Ágúst fær að berjast fyrir skatt- lagningu á sjálfan sig í formi veiði- leyfagjalds. Þingflokkur Þjóðvaka er sagður standa nokkuð þétt sam- an enda ekki um önnur félög að ræða innan þess flokks. AOa vega þykir það borin von að Þjóövaki geti sameinast kjósendum. Því viO þingflokkurinn kanna afla mögu- leika á sameiningu við aðra þing- flokka en þar er enginn áhugi á horfnum tíma. Hinn sameinaði Framsóknar- flokkur íhaldsins stendur sem einn maður að baki Davíð yflrformanni og varaformanni hans sem er gleðipinninn Hafldór Ásgrímsson. Að vísu hafa nokkrar konur í íhaldsarmi flokksins talið sig bera skarðan hlut frá borði hvað varðar áhrif og völd. Um tíma voru þær jafnvel að velta því fyrir sér að bjóða fram gegn Friðriki varavara- formanni. Hann brá þá á það ráð að tilkynna að Flokkurinn ætlaði að marka sér stefnu í málefnum fjölskyldunnar og misstu þá kon- urnar aflan áhuga á að komast til áhrif í þeim flokki. Það er því ekk- ert sem fær haggað hinum stóra og öfluga fjöldaflokki aflra stétta til sjávar og sveita þar sem neytendur og bændur faflast i faðma um sitt sameiginlega áhugamál sem er að efla sauðkindina og forða lands- mönnum frá ódýrum innkaupum gengnum GATT. Yfirformaður landsins, Davíð Oddsson, lítur með velþóknun yfir sviðið og horfir fjarrænu augnaráði í átt að Álfta- nesi á reglubundnum kvöldgöng- um sínum meðfram Ægisíðu. Dagfari 236% söluaukning á árinu, annað árið í röð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.