Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Fréttir „Við tökum þessu með jafnaðar- geði. Ef við værum yngri óttast ég að við hefðum misst stjóm á öllu þessu og hætt að vinna. Við höfum þroskast og núna held ég að við höld- um ró okkar yfir þessu öllu saman. Við erum bæði i sömu atvinnunni og þetta hefur ekki afgerandi áhrif á líf okkar að öðru leyti en því að við keyptum okkur nýtt hús og nýjan bíl,“ segir Helga Love, íslensk kona í Bandaríkjunum sem ásamt manni sínum Gerald fékk tæplega 2,7 millj- ónir dollara í lottói, eða sem nemur 175 milljónum íslenskra króna. Hjón- in búa í Las Vegas í Nevadafylki í Bandarikjunum en Helga á íslenska móður. Móðir hennar, sem lést fyrir nokkrum árum, hét Ingibjörg Bein- teinsdóttir frá Draghálsi en hún flutti til Bandaríkjanna eftir 1950 og giftist þar Bandaríkjamanni, Robert David að nafni. Helga sagði í samtali við DV í gær að draumur hennar væri að læra íslensku. „Ég tala ekki íslensku en mamma reyndi að kenna mér málið þegar ég var barn. Ég var á þeim tíma upptek- in af öðrum hlutum og hafði engan tíma tU að læra málið. Núna hef ég fuUan hug á að læra íslenskuna sem er móðurmál mitt. Ég stefni að því að fara í heimsókn til íslands næsta sumar,“ segir Helga. Helga fæddist í Bandaríkjunum en hefur komið í heimsókn til íslands þar sem hún dvaldist hjá frænku sinni í Kópavogi árið 1973, þá 17 ára gömul. Hún á hálfbróður sammæðra, Ómar Einarsson sem er skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík. Frænka hennar segir að hún hafi verið mjög hrifin af landi og þjóð. „Hún dvaldist hjá mér í einn mán- uð og viö ferðuðumst vítt og breitt um landið. Hún heimsótti þá meðal annars Sveinbjöm Beinteinsson aUs- herjargoða, móðurbróður sinn. Hún Helga og Gerald Love, sem búa í Las Vegas, fengu um 175 milljónir íslenskra króna í lottóvinning. Þau eru bæði miklir áhugamenn um hesta. Helga, sem á íslenska móður, heldur miklum tengslum við ísiand og ætlar að koma í heimsókn næsta sumar. var mjög hrifin af landi og þjóð,“ seg- ir frænkan sem segist ekki vilja láta nafns síns getið til að forðast óþæg- indi. Helga Love er lásasmiður að mennt og starfar við iðn sína í spUa- vítum í Las Vegas. Hún hefur að sögn frænku hennar haldið tengslum við ísland og hyggst koma hingað tU lands aftur. 10 cent vantaði á sendibréfið „Helga er mjög yfirveguð, greind og hlý. Ég hef tvisvar heimsótt hana tU Bandaríkjanna og hún hyggst koma hingað næsta sumar. Þá reikna ég með að við ferðumst um Vestfirði þar sem hún hefur aldrei komið. Hún hefur haldið tengslum hingað og við skrifumst reglulega á. Það er óhætt að segja að hún sé sannur íslandsvinur," segir frænk- an sem fékk tíðindin af heppni Helgu í pósti um helgina. „Það var svolítið fyndið að ég fékk bréf frá henni með þessum tíð- indum nú fyrir skömmu en þaö bréf hafði verið lengi á leiðinni. Það hafði vantað 10 cent upp á póstburð- Helga býr í Las Vegas. Hún segist halda ró sinni þrátt fyrir stóra vinn- inginn. Ómar Einarsson, bróðir Helgu, fagn- ar láni systurinnar. Ómar er skip- stjóri og útgerðarmaður í Keflavík. argjaldið og bréfið var þess vegna endursent heim tU hennar,“ segir hún. Ómar Einarsson, bróðir Helgu, segist gleðjast fyrir hönd systur sinnar. „Það er mjög ánægjulegt að hún skuli hafa fengið þennan vinning. Ég vona bara að þetta verði þeim báðum tU góðs,“ segir Ómar. -rt íslensk kona í Bandaríkjunum vann 175 milljónir króna í lottói: Höldum ró okkar yfir þessu öllu saman - segir Helga Love sem kemur til íslands í sumar Utanríkisráöherra: Vatnsútflutningsfyrirtækið AKVA: Skipti á veiði- heimildum Rætt við Banda- ríkjamenn um nýtt hlutafé Halldór Ásgrímsson hélt er- indi um úthafsveiðar á fiski- þingi í gær. Þar ræddi hann um nauðsyn þess aö samvinna ætti sér stað á miUi þjóða varðandi fiskveiðar eða gagnkvæmt trygg- ingakerfi. HaUdór sagðist hafa kynnt árið 1985 hugmynd um gagnkvæm skipti á veiðiheimUd- um en hugmyndin hefði ekki hlotið jákvæðar undirtektir. „Vart er raunsætt að slíku al- mennu fyrirkomulagi verði komið á á næstimni, en fyrst mtm reyna á vilja slíkrar sam- vinnu í yfirstandandi samninga- viðræðum um þorskveiðar í Barentshafi,“ sagði HaUdór. -rt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég sagði það á síðasta ári að KEA myndi ekki leggja meira hluta- fé í fyrirtækið. Staðan er þannig núna að við erum í viðræðum við aðUa í Bandaríkjunum um að koma að þessu máli, meira get ég ekki sagt,“ segir Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri KEA, um stöðu vatnsútflutningsfyrirtækisins AKVA sem er dótturfyrirtæki KEA. Á fundi í AkureyrardeUd KEA upplýsti Magnús Gauti að rekstur AKVA væri erfiður og tap á rekstr- inum hefði aukist í sumar, en hann sagðist i samtali við DV ekki tjá sig neitt um miUiuppgjör fyrirtækisins. Hann sagði þó hins vegar að vax- andi sala hefði verið á AKVA-vatni í Bandaríkjunum og verðið haldið sér í doUurum. „Ég get ekki tímasett það neitt hvenær niðurstaða fæst í viðræðum við þann bandaríska aðUa sem ver- ið er að tala við, þetta er aðUi sem mun koma inn í fyrirtækið með hlutafé og annast dreifingu ef samn- ingar takast,“ sagði Magnús Gauti. ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á að hafa leikskóla í Ásmundarsal Alllr i stafræna kerfinu meft tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jj Nel 2j Innbrot í sumarbústaði: Stela bara persónulegum munum „Tjónið er mest vegna þess að persónulegir munir eru horfnir. Þessir menn láta hins vegar aUt það verðmætasta vera og þeir hafa held- ur ekki skemmt mikið,“ segir eig- andi sumarbústaðar i Grímsnesinu í samtali við DV. Nú í vikunni hefur verið brotist inn í átta sumarbústaði þar á svæð- inu. Innbrotin gætu þó verið fleiri því að þau hafa verið að koma í ljós eitt af öðru síðustu daga. í öUum tUvikum er farið eins að og telur lögreglan á Selfossi að sami maður eða sömu menn hafi verið á ferð í öU skiptin. Jafnframt hvetur lögregla fólk til að huga að bústöð- um sínum því að vel gæti hafa ver- ið brotist inn í fleiri. Enn hefur eng- inn verið handtekinn vegna þessara innbrota en málin eru í rannsókn. -GK Stuttar fréttir Mótvindur gegn Bítlum Mótvindur í háloftunum varð þess valdandi að Flugleiðavél skUdi eftir nýja geislaplötu Bítl- anna sem Skífan var búin að panta frá London. Platan kemst ekki í íslenskar verslanir fyrr en á morgun. Myndbönd innkölluð Námsgagnastofnim hefur inn- kaUað öll kennslumyndbönd sem hún hefur afgreitt tU fræðsluskrifstofanna. Sam- kvæmt RÚV er þetta gert vegna óvissu um starfsemi skrifstof- anna þegar sveitarfélögin yfir- taka rekstur þeirra á næsta ári. Umdeildur samningur Stjómarþingmenn í landbún- aðamefnd Alþingis gera alvar- legar athugasemdir viö búvöm- samninginn. Stöð 2 greindi frá þessu. Nóatún kaupir JL-húsið Nóatúnsveldið hefur keypt JL- húsið af borgarsjóði fyrir 17,5 miUjónir króna. Minni túristatekjur Tekjur af erlendum ferða- mönnum í sumar voru 1% minni en á sama tíma f fyrra. Morgunblaöið greindi frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.