Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Afmæli Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson alþingismað- ur, Ásklifi 20, Stykkishólmi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sturla fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi i húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1966, raungreinaprófum frá Tækniskóla íslands 1970 og BSc-prófi í byggingatæknifræði þaðan 1973. Með námi starfaði Sturla við húsbyggingar hjá foður sínum í Ólafsvík, vann á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen 1971-74, var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-91 og hefur verið þingmaður Vesturlands frá 1991. Sturla sat í stjóm LÍN 1970-72, kjaradeildar Tæknifræðingafélags- ins 1973-74, sjúkrahúss St. Frans- iskureglunnar og heilsugæslu- stöðvar í Stykkishólmi frá 1975, formaður byggingamefndar elli- heimilis og gunnskóla- og íþrótta- húss í Stykkishólmi 1975-91, í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-90, í stjóm Hót- el Stykkishólms 1980-95, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi 1981-83, í byggingar- nefhd sjúkrahúss St. Fransiskusarreglunnar frá 1981, formaður stjómar landshafnar á Rifi 1984-90, í hafnarráði rikisins frá 1986, í stjóm flóabátsins Bald- urs hf. 1987-90, í húsfriðunar- nefnd ríkisins frá 1987, formaður stjómar Hafnarsambands sveitar- félaga 1988-94, formaður héraðs- nefndar Snæfellinga 1989-91, i bæjarstjóm Stykkishólms 1990-94, í stjóm íslenska jámblendifélags- ins frá 1992, formaður þjóðminja- ráðs frá 1994, formaður nefhdar um stofnun þjóðgarðs undir Jökli og i stjóm Landsvirkjunar frá 1995. Fjölskylda Sturla kvæntist 19.11. 1967 Hall- gerði Gunnarsdóttur, f. 13.12.1948, húsmóður og nema við HÍ. Hún er dóttir Gunnars Guðbjartssonar, b. á Hjarðarfelli og formanns Stéttarsambands bænda, og Ást- hildar Teitsdóttur húsfreyju. Böm Sturlu og Hallgerðar em Gunnar, f. 17.7.1967, lögfræðingur í Reykjavík; Elinborg, f. 21.12. 1968, BA í heimspeki og guðfræði- nemi við HÍ; Ásthildur, f. 10.6. 1974, nemi í lyfjafræði, búsett í Stykkishólmi; Böðvar, f. 12.6.1983, nemi; Sigríður Erla, f. 8.7.1992. Systkini Sturlu eru Auður, f. 16.3.1941, kennari í Ólafsvík; Snorri, f. 17.6.1947, rafveitustjóri í Ólafsvík. Foreldrar Sturlu: Böðvar Bjamason, f. 30.3.1911, d. 15.5. 1986, byggingameistari og bygg- ingafulltrúi í Ólafsvík, og k.h., El- ínborg Ágútsdóttir, f. 17.9. 1922, húsmóðir og starfsmaður við barnaheimili. Ætt Böövar var bróðir Gunnars, hreppsfjóra í Böðvarsholti, og Þráins, oddvita i Hlíðarholti. Böðvar var sonur Bjama, í Böðv- arsholti, bróður Þórðar, föður Þóris guðfræðiprófessors, og bróð- ir Víglundar, afa Guðmundar Ólafssonar, leikara og rithöfund- ar. Bjarni var sonur Nikulásar, b. í Lukku, Árnasonar, í Staðarsveit, Jónssonar, bróður Jóns á Kálfár- völlum, afa Jóhanns Sæmunds- sonar, tryggingayfirlæknis og ráð- herra, og langafa Guðmundar Ing- ólfssonar píanóleikara og Hjalta Guðmundssonar dómkirkjuprests. Móðir Bjama var Ólöf Bjarnadótt- ir, systir Vigdísar, móður Holgers Cahills, listfrömuðar í New York. Móðir Böðvars var Bjamveig, systir Guðbrands, oddvita í Ólafs- vík, Vigfúsar, föður Óskars, fyrrv. formanns Sjómannasambandsins. Systir Bjamveigar var Pálína, móðir Lofts Þorsteinssonar verk- fræðiprófessors. Bjamveig var dóttir Vigfúsar, b. á Kálfárvöflum, Vigfússonar, bróður Guðbjargar, langömmu Hallgerðar, konu af- mælisbarnsins. Móðir Bjamveig- ar var Sólveig Bjamadóttur fráL Neðri-Lá, systur Brands, langafa Gunnars Hanssonar forstjóra. Elínborg er dóttir Ágústs, b. í Máfahlíð, hálfbróður Sigurðar hrl., föður Jóns, lektors á Bifröst, Sturla Böðvarsson og Þórunnar leikstjóra. Ágúst var sonur Óla, oddvita í Stakkhamri, Jónssonar, b. í Borgarholti, bróð- ur Kristínar, langömmu Ólafs Thors forsætisráðherra. Móðir Ágústs var Lilja Benónýsdóttir. Móðir Elinborgar var Þuríður, systir Þorleifs, afa Elsu Kristjáns- dóttur, fyrrv. oddvita í Sandgerði. Þuríðiu' var dóttir Þorsteins, b. í Hólmkoti, Þorleifssonar og Her- dísar Bjarnadóttur. Sturla verður að heiman á af- mælisdaginn. Bjöm Ólafur Hallgrímsson Bjöm Ólafur Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður, Sigluvogi 13, Reykjavik, er fimmtugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1974 og stundaði framhaldsnám við Óslóarháskóla 1974-75. Hann öðlaðist hdl-réttindi 1978 og hi'l-réttindi 1988. Bjöm var fúlltrúi bæjarfógetans í Keflavík og sýslumanns Gull- bringusýslu 1975, fulltrúi Baldvins Jónssonar hrl. 1975-79, starfrækti eigin lögfræðiskrifstofu 1979-95 og rekur nú lögfræðifyrirtækið Lög- skil hf„ ásamt Hilmari Magnús- syni hdl. Bjöm sat í stjóm Vöruhapp- drættis SÍBS 1979-94 og var for- maður 1989-94, í stjóm SÍBS frá 1978, í stjóm Reykjalundar, vinnuheimilis SÍBS að Reykja- lundi frá 1978 og stjómarformað- ur Reykjalundar frá 1991. Fjölskylda Bjöm kvæntist 6.6.1970 Helgu M. Bjamadóthn, f. 30.8.1945, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Bjama Þorlákssonar, b. og kenn- ara í Múlakoti á Síðu, sem nú er látiim, og Sigurveigar Kristófers- dóttur húsmóður. Böm Bjöms og Helgu era Ragn- heiður Lóa, f. 15.1. 1974, nemi í landafræði við HÍ; Sólveig Hildur, f. 29.1.1976, nemi við MS; Hafl- grímur Thorberg, f. 9.1.1981. Bróðir Bjöms er Heiðar Þór Hallgrímsson, f. 27.9.1929, yfir- verkfræðingur Þróunardeildar Reykjavíkmrborgar, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Bjöms: Hallgrímur Th. Bjömsson, f. 16.9. 1908, d. 5.5. 1979, yfirkennari og ritstjóri, og Lóa Þorkelsdóttir, f. 16.6. 1917, fyrrv. verslunarstjóri. Ætt Hallgrímur var sonur Bjöms Jósafats, b. á Gauksmýri í Vestur- Húnavatnssýslu, bróður Kristínar Margrétar, móðrn* Hákonar Krist- Til hamingju með af- Meiming jónssonar lögfræðings, föður Huldu Margrétar myndlistarkonu. Bjöm var sonur Jósafats, hús- manns í Enniskoti Jónssonar. Móðir Hallgríms var Ólöf Sigurð- ardóttir, b. og skálds í Efri- Þverá, Halldórssonar sem ættaður var af Kjalamesi, bróður Þorkels, föður Sigurbjöms í Vísi, afa Sigur- bjöms Magnússonar lögfræðings og Þorvalds Friðrikssonar frétta- manns. Lóa er dóttir Þorkels, b. á Álftá á Mýrum, Guðmundssonar, og Ragnheiðar Þorsteinsdóttur. Bjöm er að heiman á afmælis- daginn. mælið 23. nóvember Sælla er að gefa en þiggja 95 ára Kristjana Gísla- dóttir, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykjavík. 90 ára Sveinn Sigurðsson, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum. 80 ára Jón Valdemarsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Guðrún J. Hjartar, Flyðragranda 8, Reykjavík. 70 ára Sigríður Runólfsdóttir, Sunnubraut 48, Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir, Hítardal, Borgarbyggð. Sigurbjöm Þorsteinsson, Hellulandi, Skeggjastaðahreppi. 60 ára Sigurður Júlíusson, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði. Elsa Samúelsdóttir, Brekkubyggð 79, Garðabæ. Annelene Gunnarsson, Brautarlandi 13, Reykjavík. Bryndís Gunnarsdóttir, Hafnarbraut 19, Höfn í Homafirði. 50 ára Anna Lóa Mar- inósdóttir, Holtsbúð 22, Garðabæ, verður fimmtug á morgun. Hún og eigin- maður hennar, Pálmi Sigurðs- son, taka á móti gestum I veit- ingasal Stjömuheimilisins, eftir kl. 20.00 á morgun, föstudaginn 24.11. Jakob Yngvason, Sóleyjargötu 9, Reykjavík. Guðborg Jónsdóttir, Skriðuklaustri, Fljótsdalshreppi. 40 ára Amar Þór Stefánsson, Engjavegi 27, ísafirði. Ágúst Guðmundsson, Fellstúni 5, Sauðárkróki. Elínborg Sigvaldadóttir, Baughóli 58, Húsasvík. Einar Hermundsson, Egilsstaðakoti, Villingaholts- hreppi. María Vigdís Ólafsdóttir, Garðarsvegi 11, Seyðisfirði. Halldór L. Jóhannesson, Efstasimdi 89, Reykjavík. Hver hefúr ekki einhvem tíma látið sig dreyma um að eiga nóg af peningum og geta gefið öllum sem líða skort í kringum sig? Þeir óska- draumar rætast í nýju bókinni hennar Guðrúnar Helgadóttur. Ekkert að þakka Eva og Ari Sveinn em svo hepp- in að finna tösku sem er sneisafúll af peningum. Þegar þau era búin að reyna árangurslaust að skila henni til lögreglunnar fara þau að nota peníngana sjálf. En ekki handa sjálfúm sér heldur hlera þau og skima eftir þeim sem eiga bágt, koma peningum til þeirra á ýmsan hátt og strá um sig gleði og ham- ingju af hjartans lyst án þess að nokkur viti hvaðan peningamir koma. Þetta verður þó smám sam- an þungbært leyndarmál, einkum fyrir Evu, ekki síst vegna þess að hún uppgötvar mitt í ævintýrinu hvað fidlorðið fólk er furðulega óhreinskiptið. Það er Eva sem segir söguna tveim áram eftir að þessir atburðir gerðust og höfúndi tekst afar vel að halda sannfærandi stíl níu ára stelpu á frásögninni. Eva er ein þessara yndislegu persóna Guðrún- ar, minnir til dæmis á Tótu í afa- húsi, skynug, orðhvöt og hugrökk stúlka en viðkvæm inni við beinið. Hún á bara mömmu, pabbi er dá- inn, og helsti vandinn á heimilinu er Oddbjöm sem er hrifinn af mömmu og vill endilega setjast að hjá þeim. Evu er meinifla við Odd- bjöm sem er með sítt hár og göt á Guðrún Helgadóttir. buxunum og er að læra bókmennt- ir í háskólanum. En þegar Eva hitt- ir manneskju sem er enn þá for- dómafyllri en hún áttar hún sig á hvað hún hefur verið ósanngjöm. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Ari Sveinn er minni bógur en Eva og verður ekki eins sterk persóna. Helstu vandræðin heima hjá honum er áhugi fóður hans á að komast í framboð. Hann gengur með þingmann í maganum en er svo fjarskalega seinheppinn að það lítur ekki vel út. Kringum krakkana er fjöldi per- sóna sem flestar verða lítið annað en nafnið og smellnar, hispurslaus- ar einkunnir Evu: „... mér hefúr aldrei þótt Guðfinna amma skemmtileg. Hexmi dettur aldrei neitt í hug og segir aldrei neitt. Augun i henni era eins og í dánu fólki.“ (42) Einna skýrast persóna fyrir utan Oddbjöm er dagmam- man þeirra, Lára amma eins og þau kafla hana þó að ekki sé hún skyld þeim. Saga hennar er lær- dómsrík og manneskjan heillandi. Og eins og ævinlega bregður Guð- rún víða upp í örstuttu máli skýr- um svipmyndum úr nútímasamfé- lagi, eins og þegar hún segir frá afa og ömmu Ara Sveins sem eru skil- in og verða að vera hvort í sínu herbergi í fjölskylduboðum til að þau fari ekki í hár saman. Sagan er dillandi skemmtileg og virðist einfóld lengst af, en þegar nánar er að gáð tekur hún á flókn- um vanda í samskiptum fólks, býð- ur upp á umræður um djúp sið- ferðileg efni og boðar umburðar- lyndi á vitrænan hátt. Þetta er bæði ögrandi og umhugsunarverð saga. Ekkert að þakka! eftir Guðrúnu Helgadóttur. Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytti. Vaka-Helgafeli 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.