Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 íslandsbanki: Grunar fyrir- tækið um skjalafals Sigurveig Jónsdóttir, blaðafull- trúi íslandsbanka, sagði í samtali við DV í morgun að ein ástæða þess að bankinn sækir nú 14 milljóna króna víxlamál á hendur fjórum ábyrgðarmönnum fyrir dómi sé að grunsemdir séu um að fyrirtækið sem þeir gengust í ábyrgðir fyrir hafi haft fé af bankanum með skjalafalsi. Þar sé um að ræða fram- vísun útflutningsreikninga vegna fisks sem aldrei hafi verið fluttur úr landi. „Athuganir bankans nú í haust hafa stutt þær grunsemdir. Þetta er eitt af því sem gerir bankanum ómögulegt að fella niður víxilskuld- ina,“ sagði Sigurveig. Eins og fram kom í DV í gær fyllti bankinn út óútfyllta víxla sem fjór- menningarnir gengust í ábyrgðir fyrir árið 1991 - einn þeirra var í stjórn fyrirtækisins sem fékk fyrir- greiðsluna. Ábyrgðararmennirnir segjast aðeins hafa talið sig bera ábyrgð á samtals um 2 milljónum i eitt ár en þeir hafi síðan fengið til- kynningu frá bankanum upp á inn- heimtu samtals um 14 milljóna með 8 daga innheimtufyrirvara þremur 'árum eftir að þeir skrifuðu undir. Þá var bankinn kærður fyrir um- boðssvik. Sigurveig sagði að áður en kæran var lögð fram hefði bankinn boðið mönnunum að taka til svokallaðra varna og koma sínum sjónarmiðum að í víxlamáli fyrir dómi - en gegn því að ekki yrði kært. Kærendur völdu hins vegar hinn kostinn og létu reyna á málið hjá RLR og ríkis- saksóknara sem ákvað í september að fella málið niður. Þar með hafi forsendurnar um varnir verið brostnar. íslandsbanki hefur allan tímann boðið fjórmenningunum samninga að sögn Sigurveigar. „Þar sem menn ,hafa ekki haft vilja til er engin önn- ur leið en að fara i dómsmál og krefj- ast þeirra greiðslna sem bankinn tel- ur sig eiga inni hjá ijórmenningun- um,“ sagði Sigurveig. -Ótt Jarðskjálftar Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Grímseyingar urðu varir við nokkra jarðskjálfta upp úr hádeginu í gær. Skjálftarnir áttu upptök sín um 8 km austur af eyjunni og mæld- ist sá stærsti þeirra um 3,4 stig. Misjafnt var hversu mikið fólk í Grímsey varð vart við skjálftana, sumir urðu þeirra alls ekki varir, en aðrir fundu fyrir þeim sem högg- úm sem skullu á húsum þeirra. Hrinan stóð stutt yfir og var afstaö- in um miðjan dag. í Ætli maður fái sér I ekki einn í V lottóinu! Aukin harka að færast í kjaramálin: Vaxandi líkur á upp- sögn samninga - margir vilja að launanefndin geri það fyrir hönd allra félaganna „Menn eru mjög ósáttir með stöðuna gagnvart ríkisstjórninni og þeim loforðum sem hún gaf við gerð kjarasamninganna í febrúar. Og mér vitanlega hafa heldur eng- in svör komið frá Vinnuveitenda- sambandinu enn þá. Menn ræddu uppsögn samninganna á for- mannafúndinum i gær en afstaða var ekki tekin. Og það ræðst næstu daga af samskiptum, ann- ars vegar við vinnuveitendur og hins vegar við ríkisstjórn hvert framhaldið verður en annar for- mannafundur verður haldinn á sunnudaginn,“ sagði Grétar Þor- steinsson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, í samtali við DV í morgun. Eftir fund forsvarsmanna verkalýðshreyfmgarinnar og odd- vita ríkisstjórnarinnar í gær virð- ist aukin harka vera að færast í kjaramálin. Á þessum fundi komu ekki þau svör að verkalýðshreyf- ingin geti sætt sig við þau. Á fundi formanna landssam- banda innan ASÍ í gær kom fram að margir vilja að fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar í launanefnd- inni segi kjarasamningunum upp ef vinnuveitendur taka ekki upp venjulegar samningaviðræður um launalið samninganna, alveg eins og fram fóru fyrir febrúarsamn- ingana. Með því að láta launanefndina segja samningunum upp telja verkalýðsleiðtogar að Vinnuveit- endasambandið geti ekki farið í mál gegn einstökum verkalýðsfé- lögum eða samböndum heldur yrði að fara í mál viö verkalýðs- hreyfinguna í heild sinni. „Það á ég eftir að sjá þá gera,“ sagði einn af verkalýðsleiðtogun- um í samtali við DV í morgun. Samkvæmt útreikningum hag- fræðinga ASÍ þurfa félagar innan sambandsins að fá 3 þúsund króna launahækkun á mánuði til að fá það sama og opinberir starfsmenn hafa fengið 1 sínum samningum. Og í gær lýsti Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, því yfir að ef félagar i Alþýðusambandinu fengju launahækkun myndu opin- berir starfsmenn kreíjast þess sama. -S.dór \\ lttejff-ij.r.: ■ at f I WF — jt Jfe:- . V • • - rWÆ i'V - Auðvitað skilja allir að það er ekki auðvelt að vera lítill og eiga afmæli og þurfa að sitja fyrir á mynd en þetta þurftu þó þríburarnir Sara, Sindri og Ólöf Stefánsbörn að þola í gær. Þríburarnir áttu þá eins árs afmæli og tóku á móti gestum með aðstoð móður sinnar, Ingu Ingólfsdóttur sem heldur hér á þeim. Ekki þarf að taka fram að litlu krflin stóðu sig eins og hetjur í sinni fyrstu afmælisveislu þó að stundum syði upp úr. Þríburarnir komust í fréttirnar í byrj- un þessa árs þegar amma þeirra, Ólöf Ólafsdóttir, prestur á hjúkrunarheimilinu Skjóli, skírði þá sjálf. Síðan hafa þeir braggast vel og njóta þar dyggrar aðstoðar stóra bróður, Svavars sem verður átta ára í janúar. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Harðnandi frost um allt land Norðlæg átt, stinnipgs- kaldi eða allhvasst austan- lands framan af degi en ann- ars gola eða kaldi. Dálítil él verða norðaustanlands en annars þurrt og allvíða létt- skýjað. Harðnandi frost um land allt. Veðrið í dag er á bls. 36 Norðurland: Hríðarkóf og erfiö færö Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hríðarkóf og hvassviðri var á Norðurlandi í nótt og í morgun. Færð var víða erfið þótt ekki hefði mikinn snjó sett niður því talsvert kóf var og skyggni lítið. Nokkrar leiðir voru þó ófærar, s.s. milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og vegir til Siglufjarðar og Greni- víkur. Lögreglan á Akureyri sagði ökumenn ekki hafa lent í alvarleg- um óhöppum eða vandræðum en fara yrði varlega. Á Akureyri urðu í gær 6 árekstrar sem rekja má til mikillar hálku, og á Hjalteyrargötu varð vegfarandi fyrir bifreið. Hann var fluttur á slysadeild. Var hann talinn óbrotinn en mikið marinn. Þrír gripnir Þrír menn voru gripnir í nótt við innbrot í fyrirtæki við Norðurstíg í Reykjavík. Höfðu mennirnir borið út tvær tölvur og myndbandsvél þegar lögreglan kom á staðinn. Einn var inni í húsinu en tveir utandyra og fannst þýfið í fórum þeirra. Þjófarnir höfðu brotið rúðu í úti- dyrahurð. Tilkynning barst til lög- reglu um innbrotið um klukkan þrjú. Rannsóknarlögreglan hefur nú fengið málið í sínar hendur en þjófarnir munu allir teljast til gam- alla kunningja lögreglunnar. -GK Grcnsosvcqí II Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.