Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Menning_______________ Biblíuorðvalin af biskupi íslands Þessari bók, sem herra Ólafur Skúlason biskup hef- ur tekiö saman og hefur að geyma eitt ritningarorð fyrir hvem dag ársins, er ætlað að koma til móts við fólk sem hefur lítinn tíma. En henni er jafnframt ætlað að glæða áhuga fólks á lestri Biblíunn- ar. Biblían hefur haft gífurleg áhrif á menningu okkar ís- lendinga, trúarlíf, listir og bókmenntir, þar á meðal tungumál okkar. En jafn- framt er ljóst að dregið hefur úr lestri hennar á síðari árum þrátt fyrir margvíslega viðleitni tO að snúa þeirri þróun við. Þetta rit biskups- ins er dæmi um slíka við- leitni og hljóta áhugamenn um ffamgang kirkju og krist- indóms hér á landi og vel- unnarar Biblíunnar að fagna slíku framtaki. Ritið er miðað við almanaksárið en ekki kirkjuár- ið, og ekki er merkjanleg nein regla fyrir val ritning- arorðanna og það heyrir til undantekninga að gerð sé tilraun til að tengja þau atburðum kirkjuársins. Þau eru sótt jöfhum höndum í Gamla og Nýja testament- ið þó að síðurnefndi hluti Biblíunnar hafi vissulega vinninginn þegar nákvæmlega er talið. Eins og vænta mátti eru flest orðin sótt í samstofna guðspjöll- in, en af tæplega 150 dæmum úr Gamla testamentinu er meira en helmingurinn úr Saltaranum, og er það sömuleiðis mjög i samræmi við vinsældir þess rits og það sem búast mátti við. Mér telst til að dæmi séu tekin úr 16 af 39 ritum Gamla testamentisins og úr 22 af 27 ritum Nýja testamentisins. í flestum tilfellum er um að ræða mjög þekkt ritningarorð sem eru í senn til þess fallin að veita huggun, leiðbeiningu og upp- örvun. Að sjálfsögðu er hægt að hafa á því margvíslegar skoðanir hvemig val ritningarorða skuli gert til að þau komi að sem mestum notum, og hlýtur það ætíð að ráðast af megintilgangi ritsins. Þessu riti virðist einkum ætlað að veita huggun og uppörvun og í ljósi þess virðist mér val textanna tvímælalaust vel heppnað, en ég hefði þó gjaman kosið að ritið endur- speglaði enn frekar hinn mikla fjölbreytileika i boð- skap Biblíunnar þar sem segja má að bókstaflega öll stef mannlegs lífs komi fyrir. Þrátt fyrir að hlutur Gamla testamentisins sé góð- ur þegar á heildina er litið þá reynist það vissulega vera svo að meirihluti rita þess fær ekk- ert dæmi í þessari bók. Hlýtur það óneitanlega að teljast nokkur galli ef tekið er mið af þeim æskUega tUgangi rits sem þessa að veita innsýn í sem Rest rit og sem flest stef í hinni fjölbreytilegu hljóm- kviðu Biblíunnar. Af ritum sem verða alveg út undan má nefha rit eins og 2. Mósebók (Exodus) og rit 8. aldar spá- mannanna Hósea, Mika og Amosar, en einmitt þessi rit hafa verið í sérstöku uppá- haldi hjá frelsunarguðfræðinni svonefndu, sem á uppiuna sinn í Rómönsku Ameríku og leggur megináherslu á hina sterku þjóðfélagslegu áherslu í boðskap Gamla testamentisins. Engin dæmi eru heldur úr þeim tveimur ritum Gamla testamentisins sem kennd eru við konur, þ.e. Rutarbók og Esterarbók né heldur úr Ljóðaljóðunum, sem er það rit Gamla testamentisins sem nýtur mestra vinsælda kvennaguðfræðinnar og er jafhframt tvímælalaust það rit hinna hebresku ritninga þar sem mestur munur er á vinsældum og notkun meðal almennings annars vegar og notkun Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson viðkomandi rits í helgihaldi kirkjunnar hins vegar. Ég neita því ekki að ég sakna þess að ekki skuli vera nein dæmi úr þessum heiUandi ritum. En fjölbreytileikinn er svo mikill í Biblíunni og smekkur fólks og áhugi svo mismunandi að þessi orð mín ber fremur að skoða sem ósk um 2. bindi af riti sem þessu heldur en aðfinnslur. Dæmi biskupsins eru vissulega vel valin og eiga hann og útgefandi þakkir skildar fyrir framtakið, sem vonandi verður til að glæða áhuga íslendinga á bók bókanna og stuðla að auknum lestri hennar. Orð dagsins úr Biblíunni Ólafur Skúlason biskup valdi Hörpuútgáfan 1995 (152 bls.) Málfríður hin hugmyndaríka Þeir eru margir sem lagt hafa upp og reynt að skrifa bamabók. Sumum hefur tekist vel til en aðra hefur greinilegt skort talsvert á að hafa næga hæfl- leika á því sviði. Sigrún Eldjám skapaði sér fyrst nafn sem myndlistarmaður og hún fékkst meðal ann- ars talsvert við aö myndskreyta bækur fyrir böm með góðum árangri. Þeir hæfileikar hennar hafa leg- ið ljósir fyrir lengi. En á síðari árum hefur hún kos- ið að gera hvort tveggja, að skrifa bækur fyrir böm og myndskreyta þær. Skordýraþjónusta Málfríðar er nýjasta bók Sigrún- ar og fjallar um Kugg og vinkonu hans Málfríði, sem ákveður að taka virkan þátt í atvinnulifinu. Hún fer Bókmenntir Sigurður Helgason ekki hefðbundnar leiðir og óhætt er að segja að at- vinnugreinin er framleg. Hún stofnar skordýraþjón- ustu, hvað svo sem það er, og ekki líður á löngu þar til hún á annríkt við að veita fólki þjónustu. Eins og fyrr segir er Sigrún Eldjám fyrir löngu orðin landsfræg fyrir myndlist og meðal annars fyrir myndskreytingar bóka. Myndir hennar era líflegar og skemmtilegar. Lesandinn sér oft ástæðu til að brosa út í bæði viö að skoöa þær, en ekki síður við að lesa söguna. Hún er bráðfyndin og eigi sú skil- greining við að það séu góðar bamabækur sem full- orðnir hafi ómælda ánægju af að lesa þá er þetta góð bók. Og það var ekki nóg með að sá fullorðni hefði gaman af bókinni, heldur var hún lesin af og fyrir böm frá sex ára aldri og samdóma álit þeirra var: Hún er skemmtileg. Einn stór kostur við texta sög- unnar er sá, að hann er á eðlilegu óg venjulegu máli. Það er ekki verið að reyna að skrifa á neinu sérstöku bamamáli heldur tala persónur sögunnar ósköp venjulegt íslenskt mál. Auk þess að texti sögunnar er skemmtilegur vekur samspil mynda og sögu athygli. Myndimar era í raun hluti af heildartextanum og gæða hann óvenju- miklu lífi. Þegar bækur eru myndskreyttar í jafn rík- um mæli og raunin er um þessa bók skiptir ekki litlu máli hversu þeir menn, sem unnið hafa að prent- vinnslu bókarinnar, sýna og sanna hversu hæfa fag- menn ísland á sem fást við það starfssvið. Sigrún Eldjárn: Skordýraþjónusta Málfríðar. Reykjavík, Forlagið, 1995. DV Eitt grafíkverkanna á sýningunni Samtímis i Norræna húsinu. DV-mynd TJ Samtímis Myndlist Þorvaldur Þorsteinsson - ný íslensk grafík í Norræna húsinu Það er gaman að lesa inngang Hannesar Lárussonar í sýningar- skránni í Norræna húsinu, ekki síst vegna þess að hann gæti verið not- hæfur i hvaða sýningarskrá sem er um þessar mundir. Og þó freistandi sé að fara að fordæmi hans og skrifa gagnrýni sem gæti átt við hvaða listamenn sem er, gefur framlag þeirra sem hér sýna tilefni til annars. Gréta Ósk Sigurðardóttir sýnir ætingar í gylltum kössum sem minna meira á leikmuni en raunverulega ramma. Þessi umgjörð á vel við bláu myndirnar nr. 1-6 sem gætu verið veggspjöld úr spænsku barnaleik- húsi en eru í raun ljóðrænar ástarjátningar til draumaprinsins, á ís- lensku. Skriftin er hins vegar svo --------------------------- „dúlluleg" að óvíst er hvort prins- inn muni nokkum tíma skilja textann og fer kannski betur á þvi. En hann hrífst áreiðanlega af fal- legu samspili blámans og gylling- arinnar og þeim svefnlausu nótt- um sem þar era gefnar til kynna. Tveir klasar minni mynda era áhuga- verðir í fjarlægð en þynnast út þegar nær dregur, einkum textinn. Gréta Mjöll Bjarnadóttir heldur áfram vinnu sinni með myndtákn samtímans og sýnir annars vegar uppstillingu fárra tákna í láréttum röðum og hins vegar stærri og margræðari samsetningu þeirra i sam- hengi við líf ákveðinna einstaklinga. Síðarnefndu myndimar heppnast mun betm- af ýmsum ástæðum. Þær eru sannfærandi sem heimild um manneskjur án þess að gera kröfu um leit að réttri lausn, eins og „myndagátumar" gera. Muninn á minningargrein (utanaðkomandi lýs- ingu) og æviminningu (með eigin orðum) má skynja í mismunandi lita- notkun og skýrleika tákna, táknin sjálf vekja áhuga án þess að segja of mikið og heildin verður trúverðug. Elín Perla Kolka sýnir annars vegar maleríska grafík í sterkum lit- um, kennda við Carborundum og hins vegar einfaldar þurrnálarmynd- ir. Hér eru tákn á ferðinni sem virka fremur sem utanáliggjandi upp- hrópanir en samvaxin þeim náttúragrunni sem þeim er ætlað að tengj- ast. Þó tekst betur að skapa samspil tákna, manns og náttúru í einlit- um þurmálarmyndunum en litmyndunum þar sem flöt táknin keppa við „málverkið" um athyglina og vinna þannig gegn þeirri heildrænu hugsun sem þau standa fyrir. Kristbergur Pétursson kemur þægilega á óvart með myndröðinni „Viðstöðulausar myndir“. Hann segir þær sjálfur myndir um „óstöðug- leika, mótsagnir og öngþveiti, á gagnrýnislausan hátt og án sértækra tilvitnanna". Það er svolitið fyndin mótsögn að greipa myndir sem unn- ar eru undir formerkjum óstöðugleika og öngþveitis í kopar og þrykkja þær síðan í mörgmn eintökum. Um leið er þetta táknrænt fyrir miðlun samtimans; óvæntir atburðir í stöðugri endursýningu. Hér er heldur ekki vitnað í neitt nema e.t.v. í sambærilegar tilraunir frumherja af- straktlistar, myndimar eru hvorki fallegar né ljótar, þær bara eru. Benedikt G. Kristþórsson sýnir 6 steinþrykksmyndir sem eru sér- kennilega djarfar og vélrænar í senn. í myndinni Inngangur er „farið er yfir strikið“ á glæsUegan hátt og gefinn tónninn fyrir næstu tvær myndir og útkoman veröur nánast óþægUega sannfærandi veruleiki. Krafturinn dettur hins vegar niður í verkum nr. 47 og 48 en síðasta myndin í röðinni hleypir síðan öUu upp aftur með þöguUi nærvera sinni. Þetta er sýning sem vekur vonir um tímabæra endurnýjun í afstöðu og vinnubrögðum íslenskra grafiklistamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.