Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Spurningin Lesendur Hvað gerir þú á kvöldin? Sólveig Fjólmundsdóttir nemi: Bara læri og geri eitthvað með vin- um mínum. Berglind Sveinsdóttir nemi: Það er misjafnt. Á virkum dögum læri ég, um helgar fer ég í bíó eða eitthvað. Ingólfur Guðmundsson nemi: Ég skemmti mér á kvöldin. Laufey Skúladóttir nemi: Horfi á sjónvarpið. Emilía Gunnarsdóttir nemi: Eg læri eiginlega öll kvöld. Berglind Ámadóttir nemi: Fer á kaffihús og í bíó eða læri. Menningarborgin Reykjavík Tími kominn á miðborgina? Reykvíkingur skrifar: Nú hefur okkur íbúum Reykjavík- ur verið tilkynnt að borgin verði út- nefnd „menningarborg Evrópu". Þetta er að sjálfsögðu fagnaðarefni. Ég er þó sammála þeim sem rök- styðja viðurkenninguna þeim orð- um að þessi útnefning hafi komið til vegna borgarinnar eins og hún er nú. - Margir láta hins vegar liggja að þvi að nú þurfi fyrst að fara að framkvæma. Það er nefnt tónlistar- hús, nýtt Þjóðminjasafn og ýmislegt annað. Á þessu höfum við engin efni eins og málum er háttað nú. Ég tel því alveg út í hött að tala um að fara að framkvæma einhver ósköp vegna þessarar fréttar um „menningarborgina" Reykjavík árið 2000. Við skattgreiðendur erum bún- ir að fá meira en nóg af fram- kvæmdum í bili og það verður ekki bætt á Brúnku neinum aukapinkl- um að svo komnu máli. Annað er, að við gætum, úr því þessi „menningar“-titill er tilkom- inn fyrir tilstilli Evrópusambands- ins (en það er upplýst aö svo sé, hvort sem mönnum líkar betur eða verr), rétt eins farið fram á nokkurn stuðning frá þessu margnefnda sam- bandi viö að endurskipuleggja Reykjavíkurborg með teikningum og „módeli“. Reykjavík er nefnilega að verða dálítið úrelt, ef ég má nota það orð. Borgin hefur dregist aftur úr varðandi nýtískulegar og fagrar byggingar, einkum í miðborginni. Reykjavík er dottin í það far að vera orðin ljótur kumbaldi á meðán aðr- ar borgir skarta fögrum miðbæjar- kjarna. Ég er ekki að segja að nú eigi að byggja stórt og mikið - og alls ekki á næstu 3-4 árum. Það þarf einfald- lega að láta fara fram samkeppni um fallegan og glæsilegan miðbæ, ef til vill með nokkrum háhýsum sem girða af norðangarrann frá sjónum. Til þess að svo megi verða þarf flug- völlurinn í Vatnsmýrinni auðvitað að hverfa og að sjálfsögðu eitthvað af gamla timburkofadraslinu. En umfram allt; ekki fara að byggja ein- hver einstök ný hús til að þjóna „menningar" titlinum eingöngu. Skattaumræða í Almannarómi: Hópsálin söm Sigurður Gunnarsson skrifar: í þættinum Almannarómi í síð- ustu viku á Stöð 2 sem allir tala um daginn eftir vár rætt eitt mesta efna- hagsvandamál okkar, skattsvikin. Mikið var fimbulfambiö á landanum og allir þóttust vita betur en sá á undan. Og allir sögðust hneykslaðir á svartri atvinnustarfsemi og und- anskotum á skatti vegna hennar. Aðeins einn þátttakanda heyrði ég koma með önnur rök. Það var Ás- geir Hannes Eiríksson sem færði fram þau rök að hin svarta atvinnu- starfsemi væri ekki eins alvond og af væri látið. Hún skilaði vissulega fjármunum í áframhaldandi veltu sem svo aftur myndaði skatttekjur fyrir hið opinbera. Þetta má auðvit- að til sanns vegar færa. Peningar sem verða til í svartri atvinnustarf- semi hverfa ekki eins og dögg fyrir sólu. Þeir halda áfram að flæða um efnahagslífið á einhvern hátt. Engum dettur í hug að verja neð- anjarðarhagkerfi og það held ég að Ásgeir Hannes hafl ekki verið að gera með þessum óvæntu rökum. Hann sýndi bara fram á tvískinn- ungsháttinn í hinum þátttakendun- um sem mæltu blint af munni fram hverja bábyljuna af annarri. við sig Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna er sér þess meðvitandi að hér tíðkast skattsvik í stórum stíl og vill að þau verði upprætt. En að því verður ríkisvaldið að standa og best verður það gert með því að lækka fastaskatta verulega, t.d. tekjuskatt- inn - eins og í raun stóð til að gera. Á því heyktist m.a. Sjálfstæðisflokk- urinn og kenndi um stjómarsam- starfi við aðra flokka. Hér er mikil meinloka í gangi og hefur verið öllu þjóðlífinu til trafala í fortíð og nútíð. Mál er að linni þeim hráskinnaleik. Forsetaefni segi af eða á Birgir Jónsson skrifar: Ég tel liklegt að senn þyki fólki nóg komið af tilnefningum til for- setaframboðs á íslandi voriö 1996. Hátt á annan tug nafna hefur verið nefndur til sögunnar, nöfn sem ým- issa hluta vegna koma ekki flatt upp á þjóðarsálina þó séu í sviðsljósinu. Auðvitað geta menn áfram stungið upp á körlum og konum sem þykja vænleg til sigurs í komandi forseta- kjöri en þeir menn og konur sem til þessa hafa verið til umræðu hafa fæstir haft fyrir því að segja af eða á um hvort hægt muni að reiða sig á framboð þeirra. Það er því meira en tími til kom- inn að þessir aðilar láti verða af því að gefa upp hvort þeir hafi hug á að verða við óskum um framboð verði eftir því leitað. Landsmenn bíða ekki fram á vorið eftir að Helgi Hálf- danarson gefi upp þá persónu sem hann og hans hópur telja æskilegt að gefi kost á sér til forsetaemættis - „kunnan Reykvíking úr stétt menntamanna" - eins og Helgi greindi frá í greinarstúf í Morgun- blaðinu fyrir svo sem tveimur vik- um. Nóg er komiö af hugleiðingum um forsetaefnin og því tímabært að moða úr þeim nöfnum sem þegar hafa verið sett fram. Auk þess sem þessir aðilar hafa hvorki játað né neitað því að þeir séu tilbúnir í framboð þegar við þá hefur verið rætt. Það er heldur engin- fjarstæða sem fram hefur komið, m.a. hjá Helga Hálfdanarsyni í áðurnefndum pistli, að embætti forseta og biskups yrðu sameinuð. Það er engin litils- virðing við forsetaembættið. Það er því ekki seinna vænna að ganga á þá aðila sem helst eru tilnefndir og krefja þá skýrra svara um hug þeirra til framboðs í forsetaembætt- iö. „Ekki seinna vænna að krefjast skýrra svara frá þeim sem oftast eru tilnefndir," segir m.a. í bréfinu. Nokkur þekkt andlit úr umræðunni um framboö í forsetaembættið. I>V Kostnaður af varaþing- mönnum Benedikt Sigurðsson skrifar: Ég las frétt í Tímanum sl. föstudag um að þingkonur Kvennalistans bæru sjálfar kostnaðinn af því að láta kalla inn varaþingmann fyrir sig. í sömu frétt segir síðan að Samtök um Kvennalista greiði laun þing- kvenna sem fara út af þingi á meðan varaþingkona gegnir störfum á þingi. Ég botna nú ekki lengur í þessum hringlanda- hætti. Hins vegar held ég það sé jafnt á komið meö Kvennalistan- um og öðrum flokkum hér að eina markmiðið með innkomu varaþingmanns sé að hann öðlist rétt til eftirlauna. Það er því auk- in byrði skattborgaranna að fá sérhvern nýjan varaþingmann. Danska brúð- kaupið Bára hringdi: Ég, eins og margir aðrir ís- leridingar, var séi-staklega ánægð að horfa á brúðkaup hins danska Jóakims Friðriks og Alexöndru frá Hong Kong. Þetta er auðvitað ævintýri líkast að sjá þetta. En við hefðum vel þegið meira, t.d. að sjá frá gestunum sjálfum eða matnum sem borinn var fram og fleira í þeim dúr. Kannski fáum við að sjá heildarmynd af þess- um viðburði fljótlega. Ég vona þaö að minnska kosti. Símaklefa vantar Sigríður Geirsdóttir skrifar: Tilfinnanlegt er þjónustuleysi Pósts og síma hér í borginni, aö ekki skuli vera til staðar al- menningssímaklefar eins og t.d. í miðbænum en ekki síður í íbúð- arhverfunum. Þar eru þeir bráð- nauðsynlegir, þar sem ekki nærri allir hafa eigin síma, t.d. leigjendur, eða í þeim tilvikum þegar menn eru læstir úti eða hafa gleymt lykli að íbúðum sín- um. Símaklefar eru nauðsynleg öryggistæki í hverri borg og þar eru þeir líka. Nema hér í Reykja- vík. Vantrú á ný- skipan hjá ríki E.S.K. skrifar: Nýlega var auglýst ráðstefna á vegum hins opinbera til að kynna „nýskipan í ríkisrekstri - markviss skref til framfara". Þetta er virðingarvert framtak þess ráðherra sem þama stendur að baki. Það er bara þessi vantrú sem landsmenn ávallt hafa á öllu er frá hinu opinbera kemur sem verður þess valdandi að svona ráöstefnur skila litlum árangri. Bætir ekkert úr skák þótt aðilar allra stjórnmálaflokka mæti til leiks eins og auglýst var um of- annefnda ráðstefnu. Ríkisvaldiö á ekki traust almennings, því miður. Jólaamstrið of snemma á ferð Halla skrifar: Ég fór í bæinn þann 1. nóv. sl. í einum búðarglugganum var búið að stilla út jólasveini. Jólin eru nú ekki fyrr en seint í des- ember og tæpum tveimur mán- uðum áður er jólaskraut komið í gluggana! Mitt jólaskap endist ekki svona lengi og þegar jólin koma er jólaskapið horfið. Jólin skipta okkur miklu máli. Er ekki fulllangt gengið að byrja jólin í nóvember án þess að hugsa um tilfinningar fólks almennt? Ég vil biðja fólk að taka tillit til til- finninga annarra. Málið snýst ekki um peninga. Og jólin eru ekki fyrr en seinni hluta desem- ber, ef einhver veit það ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.