Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 9 Utlönd Kynnir: Jón Axel Ólafsson Marsbúar í bar- áttuna um írsku skilnaðarlögin Marsbúar blönduðu sér óvænt í baráttuna fyrir því að kasta 70 ára gömlum írskum lögum, sem banna hjónaskilnaði, í tunnuna. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lögin verður haldin á morgun. í veggspjaldi, sem birtist á götum Dyflinnar i gær, sagði aö í löndum þar sem hjónaskilnað- ir væru leyfðir sæist 63 prósent meira af fljúgandi furöuhlutum. Veggspjaldinu var ætlað að hæðast að talnaleikjunum sem andstæðingar og stuðningsmenn hjónaskilnaða hafa stundað að undanfómu. Leeson kominn til Singapore Breski verðbréfasalinn Nick Leeson, sem sakaður er um að hafa rústað Baringsbankann með braski sínu, kom til Singa- pore í morgun þangað sem haim var framseldur frá Þýskalandi. Reuter Utlit fyrir mikinn skort á jólaönd- um í Færeyjum Þúsundir færeyskra fjöl- skyldna verða sennilega að bíta í það súra epli að fá ekki hefð- bundna andasteik á jólunum. Tvær andasendingar frá dönsk- um framleiðanda, sem yfirdýra- læknir i Danmörku hafði lýst lausar við salmonellu, reyndust hins vegar vera salmonellusmit- aðar. Öndunum var því þegar snúið við og þær sendar aftur til síns heima. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hægt verði að útvega aðr- ar endur með svo skömmum fyr- irvara þar sem svona gómsætan jólamat þarf að panta með háifs árs fyrirvara. En þótt tíðindin af jólasteik- inni séu slæm, geta Færeyingar þó glaðst yfir því að hallinn á ríkissjóði árið 1995 verður rúm- um milljaröi íslenskra króna minni en búist var við í upphafi árs. Ritzau NYKOMIN pappi í servíettubox, jólaföndur og gjafir VIRKA 'Mörkinni 3 við Suðurlandsbraut Söngkonan Tina Turner lætur ekki deigan síga þó að hún sé komin á sex- tugsaldur. í gær kynnti hún aðallag nýjustu James Bond myndarinnar og boðaði um leið tónleikaferð um Evrópu á næsta ári. Símamynd Reuter Rosemary West fundin sek um allar ákærur: Hlaut tífaldan lífstíðardóm Í B01)I GOCA-COLA Kviðdómur við réttinn í Winchester á Englandi úrskurðaði Rosemary West seka um öll ákæru- atriði í einu umtalaðasta sakamáli Bretlands fyrr og síðar. Hún var fundin sek um tíu morð, þar á með- al á bamungri stjúpdóttur sinni og elstu dóttur. „Ef álit mitt hefur eitt- hvað að segja þá verður þú aldrei látin laus. Færið hana í burtu,“ sagði dómarinn eftir að hafa dæmt Rosemary í tífalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin. „Heyr, heyr,“ heyrðist þá frá áhorfendum í réttarsalnum. West, sem sagðist saklaus, hélt ró sinni meöan dómarinn kvað upp úr- skurð sinn en riðaði á leið úr réttar- salnum. Stuttu síðar féll hún saman Rosemary West eftir dóminn í gær. Símamynd Reuter og grét óstjómlega. Lögreglan kannar nú örlög tíu kvenna sem hurfu eftir að hafa komist í kynni við Rosemary West og eiginmann henn- ar, Fred. Hann montaði sig af því í yfirheyrslum að hafa myrt að minnsta kosti 20 stúlkur og konur til viðbótar við þær 12 sem þegar var vitað um. Reynist fullyrðingar Freds á rökum reistar er hann versti fjöldamorð- ingi í sögu Bretlands. Böm Rosemary geta nú þénað grimmt á þessu sérstæða sakamáli en dagblöð era reiðubúin að greiða milljónir króna fyrir frásögn ' þeirra. Áhugi fjölmiðla kemur ekki síst til af því að miklar tak- markanir voru á fréttaflutningi af réttarhöldunum og framburði ein- stakra vitna. Hryllingshúsið að Cromwell- stræti í Gloucester, bar sem tíu sundurskorin lík fundust, er nú til sölu en óvíst hvað verður um það. Ónefiit fyrirtæki mun vilja kaupa húsið og setja þar upp hryllingssafn. Reuter USTINN ER NH5URSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- UM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEQI f DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI A LAUGARDÖGUM KL16-18. UST1NN ER BIRTUR AÐ HLUTA f TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. (SLENSKIUSTINN TEKUR ÞÁTT f VAU „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESSILOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ER f TÓNUSTARBLAÐ- iRfSKATÓNU INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKH) AF BANDARfS INUSTARBLAÐINU BILLBOARD. ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR I DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Konur - Konur! Tískusýning á handprjónafatnaði frá Gamhúsinu og silkináttfatnaði frá Hrímgulli í kvöld kl. 8.30 á Mömmu Rósu í Hamraborg. Tilboðsverð á léttum réttum. Kynnir og skemmtir Heiðar Jónsson. Garnhúsið, Suðurlandsbraut v/Fákafén - s. 568 8235

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.