Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 íþróttir Verður Guðni „breskur?" Enska knattspyrnufélagið Bol- ton Wanderers hefur sótt ura að Guöní Bergsson, landsliösfyrir- liöi íslands, fái sömu réttindi og innlendir leikmenn og teljist þvi ekki til útlendinga hjá félaginu. Sjö ár eru síðan Guöni hóf að leika í ensku knattspyrnunni og forráðamenn Bolton gera sér því vonir mn að hann verði talinn „breskur". Bolton er með of marga útlendinga og einn þeirra þarf að hvíla í hveijum leik. Willummeð Breiðabliki Willum Þórsson er hættur við að þjálfa og leika með 3. deildar liði HK í knattspyrnu og mun spila áfram með Breiöabliki næsta sumar. „Það var of freist- andi að leika eitt ár enn i 1. deild- inni og HK-menn sýndu mér skilning í þessu máli,“ sagði Will- um við DV í gær. Ragnar Bogi Petersen er tekinn við liöi HK í bili. „Við erum að svipast um eftir þjálfara í staðinn, sem má alveg vera spilandi lika,“ sagði Sigvaldi Einarsson, formað- ur knattspyrnudeildar HK. Risabikarkeppnin Risabikarkeppnin í handknatt- leik hófst í Þýskalandi i fyrra- kvöld. Þá unnu Þjóðverjar Rúm- ena, 27-20, og Svíar unnu sigur á Spánverjum, 23-21. Margirbikarleikir Sjö leikir af átta í 16 liða úrslit- um bikarkeppninnar í körfu- knattleik fera fram í kvöld. Hauk- ar mæta Njarðvík, ÍA tekur á móti ÍR, KR fær Keflavík í heim- sókn, Valur leikur við Skallagrím og Breiðablik við b-lið Njarðvík- ur. Þessir leikir heijast klukkan 20 en klukkan 20.30 leika Þór A. og Snæfell á Akureyri og Selfoss og Leiknir R. á Selfossi. Enn eitt morðið í Kólumbíu Knattspymúmaðurinn Albeiro Pico Hernandez var myrtur fyrir utan heimili sitt í bænum Medell- in i Kólumbiu í gær. Hemandez, sem leikið hefur með liði Envigado síðan 1988, var skotinn sjö skotum en morðingj- amir komust undan. í Medellin búa rúmlega fimm þúsund manns og era að meöaltali 13 þeirra myrtir á ári hverju. Andr- es Escobar, sem lék meö liði Kól- umbíu á HM í fyrra, var myrtur í Medellin í fyrra. Þrótturvann HK Þróttur úr Reykjavík vann HK, 3-1, í 1. deild karla í blaki í gær- kvöldi. Hrinumar enduðu 15-8, 14-16,15-11 og 17-15. Blikarúrleik Breiðablik féll óvænt út úr bik- arkeppni kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi þegar liðið tapaöi i Njarðvík, 60-59, í hörkuspenn- andi leik. Óvænttap Hauka KR varrn óvæntan sigur á Haukum, 20-19, í 1. deild kvenna i handknattleik í gærkvöldi. FH tapaði fyrir Val, 15-20. Mörk KR: Brynja 7, Helga 6, Araa 3, Selma 2, Laufey 2. Mörk Hauka: Auður 9, Hulda 7, Judith 1, Harpa 1, Heiðrún 1. Mörk FH: Díana 4, Björk 4, Hild- ur E. 3, Hildur P. 2, Bára 1, Lára 1. Mörk Vals: Kristjana 6, Gerður 3, Björk 3, Sonja 3, Dagný 3, Sig- riður 1, Eivor 1. -HS Handbolti: KA slapp með skrekkinn gegn Gróttu - lék illa en sigraði þó, 29-25 Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: KA, eina liðið í 1. deildinni í hand- boltanum sem er með fullt hús stiga, sýndi engin glæsitilþrif þegar það sigraði Gróttu, 29-25, á Akureyri í gærkvöldi. Ótrúlegt slen var yfir leikmönnum KA, áhorfendur með alfæsta móti og stemningin yfir leiknum ekkert lík því sem venjan er fyrir norðan. Hvort þreyta eftir Evrópuleikinn um helgina olli þessu eða eitthvaö annað er ekki gott að segja, en liðið var ekki líkt því sem það getur sýnt, hvort sem um er að ræða varnar- eða sóknarleik. Gróttumenn komu hins vegar ákveðnir til leiks að venju, þar gera menn sér grein fyrir því að berj- ast og bæta sér upp aðra hluti sem vantar með baráttunni. Alfreö virðist hafa náð að blása aðeins lífi í mannskap sinn í leik- hléinu, því strax eftir það náði KA forskoti sem var mest 4 mörk. Grótta minnkaði muninn að vísu oftsinnis í 1 mark en Patrekur tók þá til sinna ráða og skoraði nokkur góð mörk, og hann og Jóhann Jóhannsson voru bestu menn liðsins. Rússinn Juri Sedovski og Róbert Rafnsson eru einu „alvöru" sóknar- menn Gróttu. í vörninni taka hins vegar allir á af krafti og á bak við vörnina stóð Sigtryggur Albertsson sem var besti maður liðsins. „Við vorum heppnir“ - Valur sigraöi Selfoss, 27-28 Guöm. Karl Sigurdórsson, DV, Selfossi: „Ég er ánægður meö sigurinn en ekki leik okkar. Þetta var mjög knappt og við vorum heppnir. Þetta gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, eftir nauman sigur Valsmanna á Selfossi í gærkvöldi í 1. deildinni í handknattleik. Lokatöl- ur 27-28. „Vörnin var mjög léleg hjá okkur í fyrri hálfleik en við löguðum hana í þeim síðari. Við verðum að laga vörnina fyrir næsta leik, öðruvísi vinnum við ekki KA-menn,“ sagði Jón enn fremur. Það var mikil spenna á lokamínút- unum. Selfyssingar gátu þá jafnað leikinn og með knöttinn þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Þá misstu heimamenn hins vegar knött- inn klaufalega í hraðaupphlaupi í stað þess aö nýtá tímann sem eftir var. Allt lið Selfyssinga lék vel. Einar Gunnar Sigurðsson skoraði hvar sem var á vellinum, Finnur Jóhanns- son stóð sig vel í vörninni og Björg- vin Rúnarsson og Sigurjón Bjarna- son sýndu góða takta. Besti maður vallarins var hins vegar Hallgrímur Jónasson, markvörður Selfoss, en hann varði oft frábærlega á mikil- vægum augnablikum. Bestur i ann- ars jöfnu Valsliði var Ólafur Stefáns- son. Porca til Vals Heimir Porca hefur ákveðið að leika með 1. deildar liði Vals í knatt- spyrnu næsta sumar en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö ár. Porca er þrítugur miðjumaöur og kom frá Bosníu árið 1990. Hann spil- aði tvö fyrstu árin með Selfyssingum, þá með Val og Fylki, áður en hann gekk til liðs við KR. Porca varð ís- lenskur ríkisborgari fyrir tveimur árum. Ekki er að efa að Porca styrkir lið Valsmanna en hann fyllir skarö Dav- íðs Garðarssonar, sem gekk til liðs við Þór á Akureyri á dögunum. -VS KR - Haukar (10-16) 23-36 0-2, 4-4, 6-6, 7-12, 8-15 (10-16), 11-19, 14-23, 17-29, 20-30, 22-32, 23-36 Mörk KR: Sigurpáll Aðalsteins- son 11/3, Hilmar Þórlindsson 4, Einar Árnason 2, Gylfi Gylfason 2, Björgvin Barðdal 2, Ingvar Vals- son 1, Willum Þórsson 1 Varin skot: Sigurjón Þráinsson 5, Hrafn Margeirsson 9/1 Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 6, Halldór Ingólfsson 5, Gústaf Bjamason 5/5, Petr Baumruk 4, Þorkell Magnússon 3, Viktor S. Pálsson 3, Ægir Sigurgeirs- son 2, Hinrik Öm Bjamason 2, Björgvin Þór Þorgeirsson 2, Gunnar Gunnarsson 2, Jón Freyr Egilsson 1, Jón Karl Bjöms- son 1. Varin skot: Bjami Frostason 10. Brottvísanir: KR: 12 mín., Hauk- ar 4 mín. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteínn Ingibergsson. Góðir. Áhorfendur: 109. Maður leiksins: Halldór Ingólfs- son, Haukum. Kötturinn og músin Pjetur Sigurðssan sknfar: „Ég er mjög ánægður meö leik- inn. Fyrir fram gat þetta verið erf- iður leikur, enda KR-ingar nýbúnir að taka stig af Aftureldingu. Við komum vel stemmdir og klámðum þetta. Það kom mér á óvart hvað þeir gáfust fljótt upp, en við hætt- um aldrei og kláruðum dæmið,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir stórsigur á afspyrnu- slökum KR-ingum, 23-36. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og var lengst af leikur katt- arins að músinni. Halldór Ingólfs- son var bestur Hauka, lék vel í vörn og sókn, en allir útileikmenn Hauka skoruðu í leiknum. KR- ingar voru slakir, en Sigurpáll Að- alsteinsson var langbestur þeirra. Hans Guðmundsson varð að láta í minni pokann fyrir Alexei Trúfan og FH-ingar þi i gærkvöldi. Á litlu myndinni er Héðinn Gilsson sem var i leikmannahópi FH í fyrsta DV-myndir Brynjar Gauti Engin þreyti - Afturelding skellti FH-ingum í K; Guðmundur Hfimarsson skrifar: „Þetta var geysilega mikilvægur sigur og þaö er greinilegt að mínir menn eru að koma upp. Strákarnir eru í góðu fcrmi og þó svo að við höfum verið að missa Ingimund út vegna meiðsla kom bara maður í manns stað. Það var góð stemning í hópnum eftir Evrópusigrana og hún skilaði sér í þessum leik,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureld- ingar, við DV eftir sigur sinna manna á FH í Kaplakrika, 24-28, en þetta var þriðja tap FH-inga á heimavelli í vetur. Mikill hraði einkenndi leik liðanna og mörg mistökin litu dagsins ljós. FH- ingar áttu í miklum vandræðum me vörn sína lengi vel og hvað eftir anna gátu Mosfellingar komist nær óhindra: í gegnum hana. Menn voru farnir að bú; sig undir spennandi lokamínútur, ein og leikurinn hafði þróast, en Mosfelling ar höfðu meiri sigurvilja og uppskári sanngjarnan sigur. Talsvert slen var ríkjandi í herbúðun FH-liðsins, vörnin mjög slök og mikii um mistök í sókninni. Guðjón Arnasoi var besti maður FH-inga og þeir Sigurjói Sigurðsson og Sigurður Sveinsson átti ágæta kafla. Héðinn Gilsson sat á bekkn um allan tímann og er ljóst aö FH-inga; þurfa að fá hann í gagnið sem fyrst ætl ÍR- Víkingur (7-12) 20-24 2-2, 4-3, 4-8, 6-9, (7-12), 9-13, 10-16, 12-18, 15-19, 15-22, 19-23, 20-24. Mörk ÍR: Einar Einarsson 7/3, Magnus Þórðarson 4, Guðfinnur ; Kristmannsson 3, Daði Hafþórsson 3/1, Frosti Guðlaugsson 2, Njöröur Arnason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 10/1. Mörk Víkings: Guðmundur Pálsson 7, Árni Friðleifsson 5, Birgir Sigurðsson 5, Þröstur Helgason _3, Halldór Magnússon 2, Kristján Ágústsson 1, Knútur Sig- urðsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 23/2. Brottvísanir: ÍR 4 mín., Víking- ur 16 min. Dómarar: Rögnavaldur Erlings- son og Stefán Arnaldsson, þokka- legir. Áhorfendur: Um 250. Maður leikslns: Reynir Reynis- son, Vikingi. Vörnog markvarsla RÓbert RÓberisscm skriíar: „Þetta var einn af þeim leikjum sem við ætluðum að vinna og það tókst. Það var góð vöm og frábær markvarsla sem lagöi grunninn að þessum sigri," sagði Ámi Friðleifs- son, leikmaður yíkinga, sem unnu góðan sigur á ÍR-ingum, 20-24, í Seljaskóla í gærkvöidi. Leikurinn byrjaöi ekki gæfulega fyrir Víkinga því Knútur Sigurðs- son fékk rautt spjald eftir aðeins 7 mínútur íyrir aö vera ekki á leik- skýrslu. En Víkingar tvíefldust við þetta og léku sinn besta leik í lang- an tíma. Reynir Reynisson varði frábærlega í markinu, alls 23 skot, og var besti maður liðsins. Einar Einarsson var skástur í mjög slöku liði ÍR. i' E V V V si 1. F IV IV 2, si V a l£ ir Sl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.