Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 NfMÆí/ 11 Kvenfélagið Bláklukka: Elsta félagið á Egilsstöðum Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Við erum í raun bæði að skemmta okkur og sinna fjáröflun- um til að styrkja ýmis góð málefni. Nú stendur fyrir dyrum okkar árlega jólamatarbingó þar sem stærsti vinn- ingur er fimm rjúpur með öllu til- heyrandi í jólamamatinn. Ágóðanum verður að þessu sinni varið til styrktar kaupum á ómskoðunartæki fyrir fjórðungssjúkrahúsið á Nes- kaupstað. Aðrar fjáröflunarleiðir eru köku- basar laugardaginn fyrir pálma- sunnudag og kaffisala 17. júní í sam- vinnu við Hótel Valaskjálf, sem er alltaf mjög vinsæl, sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir, formaður kvenfé- lagsins. Hún sagði að félagið væri mjög virkt. Almennir félagsfundir eru haldnir mánaðarlega yfir vetur- inn, en þó er desemberfundurinn venju fremur skemmtilegur. Styrkur til sundiaugar Kvenfélagið hefur styrkt fjölmörg verkefni. Má nefna 150 þúsund til nýju sundlaugarinnar en féð var m.a. notað til að kaupa sundvesti fyrir yngstu gestina og önnur öryggistæki. Ágóði af kökubasar voru kr. 80 þús- und og rann til að kaupa útileiktæki fyrir leikskólann. Stutt er síðan keyptir voru 40 fermingarkyrtlar og kaup á hljóðkerfí í kirkjuna voru styrkt. Þá hefur félagið síðustu árin tekið þátt í söfnum fyrir ýmis tæki til nota á fæðingarstofu sjúkrahússins á Egilsstöðum. Af annarri starfsemi má nefna skemmtun og kaffisamsæti fyrir eldri borgara sumardaginn fyrsta, gróður- setningu trjáplantna með yngsta ár- gangi grunnskólans ár hvert, og þær gleyma heldur ekki sínum eigin fjöl- skyldum. Fyrir þær er haldin skemmtun og makakvöld er á dag- skrá. Einnig eru ferðalög árlegur við- burður. Það má því segja að þær hafi komið víða við og engum gleymt. Ræðunámskeið fyrir félagskonur Og til að efla eigin anda hefur félagið staðið fyrir ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum á undanfornum árum og í haust er í gangi ræðunámskeið, svo það má ljóst vera að hér eru hinar mestu valkyrjur á ferð. Kvenfélagið Blákukka er líklega elsta starfandi félag á Egilsstöðum, stofnað 1948, ári síðar en hreppurinn varð til. Fyrsti formaður var Sigríður Fanney Jónsdóttir en núverandi for- maður er Jóhanna Þorsteinsdóttir eins og áður kom fram. Félagar eru nú 42. Reglulega þarf að hreinsa sigtin í hreinsikerfinu, líkt og þvottavélarsigtið. Hér tínir Hreinn uppsafnað rusl sem skilist hefur frá vatninu í hreinsuninni. DV-mynd JJ Hreinn Halldórsson, forstööumaður íþróttahússins: Fengu traktor fyr- ir gömlu laugina fyól^gjafahandbókL Munið skiladagur auglýsinga er 24. nóvember Jón Arngrímsson og Sigurlaug dótt- ir hans sem aðstoðaði við sönginn. DV-mynd JJ „iþróttamannvirkin hafa stóraukið íþróttalífið hér á Egilsstöðum. íþróttahúsið er þétt setið frá morgni til kvölds,“ segir Hreinn Halldórsson, forstöðumður íþróttahúss Egilsstaða. Aðeins hefur verið tekin í notkun fyrri hluti byggingarinnar og vonir standa til að hægt verða að fullklára húsið á næstu árum. Héraðsbúar og nágrannar tóku í notkun nýja glæsilega sundlaug í júní sumar. Gamla laug Egilsstaða- búa var flutt í Jökuldal og fyrir hana fékkst traktor. Nýja sundlaugin er við hlið íþróttahússins sem tekið var í notkun fyrir nokkrum árum. Gerð verður tilraun til að hafa Egils- staðalaug opna í vetur en það er mjög dýrt að halda lauginni opinni yfir vetrartímann þegar gestum fækkar. Til þess að spara sem mest hefur öðr- um heita pottinum og vatnsrenni- brautinni verið lokað. Sama vatnið notað aft- ur@Meginmál: Laugin er svokölluð yfirfallslaug en það þýðir á einfaldasta hátt að yf- irborðsvatn sem flýtur yfir bakkana fer inn í vatnskerfið á ný. Á leiðinni fer vatnið í gegnum hreinsibúnað sem skilar því hreinu til laugarinnar. Mjög fullkomin tölvubúnaður stjórnar hitastigi, sýrustigi og klór- magni í lauginni. „Þetta kerfi er það sem koma skal. Mér vitanlega er aðeins Árbæjarlaug og þessi búnar þessu vatnskerfi," seg- ir Hreinn og bætir við að það sé mið- að við að gestum líði sem best í laug- inni. Félagskonur í Kvenfélaginu Bláklukku á Egilsstöðum sáu um veitingar á afmælishátíð DV: Erla Salomonsdóttir, Kol- brún Ármannsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurgeirsdóttir og Karólína Ing- ólfsdóttir. Safnhúsið að verða tilbúið Jón Arngrímsson gefur út plötu: Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Það er sannarlega ánægjulegt aö Minjasafn Austurlands skuli nú loksins vera að komast í eigið hús- næði. Ætlunin er að opna í júní næsta ár,“ sagði Guðrún Kristjáns- dóttir, minjavörður á Egilsstöðum, í tilefni af því að á næsta ári lýkur fyrsta áfanga Safnahúss á Egilsstöð- um. Þar fær minjasafnið loks fastan samastað eftir þau rúm fimmtíu ár, sem það hefur starfað. Safnið fær 560 fermetra til eigin nota, sem skiptast til helminga í sýningarsal og geymslu. Eftir áramót verður farið að setja safnið upp til sýningar. All- ir Austfirðingar vonast til að þar fái haugbúinn úr Skriðdal fastan sama- stað, enda eins og Guðrún sagði mun húsið fullnægja öllum kröfum sem til slíkra húsa eru gerðar. Auk Minjasafnsins verða þarna til húsa Bókasafn Héraðsbúa sem raun- ar flutti inn i febr. sl. og er á efstu hæðinni, og einnig Héraðsskjala- safnið sem flutti inn fyrir áramót og verður í kjaflara. f öðrum áfanga byggingarinnar Safnhúsið er sérstök bygging og vekur athygli vegfarenda. DV-mynd Sigrún fær Minjasafnið síðan 200 ferm til Skólavörðustíg 28 sem teiknaði viðbótar. Það var Teiknistofan að Safnhúsið. Ekki ástæða til að bíða lengur „Ég byrjaði aðeins að leika mér í stúdíói í fyrra og í kjölfarið var ákveðið að gefa efnið út á plötu,“ seg- ir Jón Arngrímsson trúbador en hann er að gefa út sína fyrstu plötu. Á henni eru tólf lög og þar af tíu eft- ir Jón. Flestir textarnir eru eftir Jón en einn eftir Hákon Aðalsteinsson og annar eftir Stefán Bragason. Jón gef- ur plötuna sjálfur út og segir hann að þar með hafi gamall draumur ræst. Dreifing verður fyrir austan og ætlar hann að mestu að sjá um það sjálfur. „Eitt laganna er hátíðarlag fyrir Álfaborgarsénsinn á Borgafirði en það eru mjög góðar skemmtanir sem kosta gesti lítið," segir Jón. Elsta lagið er aldafjórðungsgamalt en Jón hefur verið að syngja og spila síðustu 20 árin. - Áttirðu draum um að verða poppstjarna? „Nei en hins vegar hef ég átt efnið lengi og langað til að vinna það á plötu. Núna eru aðstæður betri eftir að stúdíó var opnað hér á Egilsstöð- um og því var ekki ástæða til að bíða lengur," segir Jón. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.