Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif©ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Böðulsháttur Um leið og komið er út fyrir höfuðborgina blasa við augum sorglegar mrnjar um hræðilega meðferð íslend- inga á landi sínu. Rauðhólamh-, sem mynduðust fyrir um fimm þúsund árum og voru upphaflega ekki færri en áttatíu talsins, eru sem flakandi sár eftir hömlulausa efii- istöku framkvæmdamanna árum saman. Þegar stjóm- völdum hugkvæmdist loksins að ffiðlýsa þetta einstæða svæði árið 1961 var skaðinn skeður. Ný skýrsla, sem unnin var á vegum Náttúruvemdar- ráðs fyrir umhverfisráðuneytið, staðfestir þá dapurlegu staðreynd að rústir Rauðhóla em einungis eitt dæmi af mörgum um eftirlitslausa ofnýtingu á landsins gæðum. Þar kemur fram að á landinu öllu eru nokkuð á þriðja þúsund efiiisnámur af ýmsu tagi. Á skrá hjá Náttúru- vemdarráði em 2.336 námur. En þar sem enn vantar upplýsingar frá ýmsum svæðum á landsbyggðinni er ljóst að heildarfjöldinn er ennþá meiri. Að mati sérfræðinga ráðsins er mikiU meirihluti þess- ara náma enn í notkun eða um 60-70 af hundraði. Þar sé oft illa að verki staðið. Slæm umgengni og óskipulögð vinnsla valdi því að tiltækt efhi sé ekki fuUnýtt og auk þess sé náman til lýta í umhverfi sínu. Þess vegna er brýnt að skipulagning, umgengni og frágangur í efnis- námum verði bætt, segja skýrsluhöfundar. Margar efnisnámur úti á landi em litlar og því ekki eins áberandi og stóm sárin sem einkenna mörg svæði á Suðvesturlandi en þar er umgengnin við landið sýnilega langverst. Segir í skýrslunni að umgengnin sé sums stað- ar svo slæm að hætta stafi af. Einnig að frágangur að vinnslu lokinni sé ekki nógu góður, drasli stundum safn- að í óffágengnar námur og jafnvel í hluta þeirra náma sem enn er unnið í. Þá hafi vinnsla á lausu gosefni á Reykjanesskaga verið óskipulögð og miklu magni af efiii sóað, gjallgígum víða spillt og leifar skildar eftir. Það em því miður til mörg gróf dæmi um þau stóm og ljótu sár sem svo víða stinga í augu í íslensku umhverfi. Og þótt ástandið í þessum efnum sé einna alvarlegast á Suðvesturlandi þá er ljóst að um allt land er illa staðið að efnistöku og ffágangi efnisnáma. Það þarf því mikið og samræmt átak ef bæta á fýrir mistök fortíðarinnar í þessu efni og tryggja að þau verði ekki endurtekin í nán- ustu framtíð - eins og reyndin verður auðvitað ef ekkert er að gert af hálfú stjómvalda, opinberra stofnana og verktaka sem sinna efinistöku. í skýrslu Náttúruverndarráðs em settar fram ýmsar tillögur til úrbóta. Þær fela meðal annars í sér úttekt á helstu stöðum þar sem ætlunin er að nýta jarðefiii til framkvæmda, þar með talið mat á aðstæðum með tilliti til náttúmvemdar. Einnig að framkvæmdaaðilum verði gert að vinna deiliskipulag fyrir námu áður en vinnsla hefst og að tryggt verði að sveitarfélögin hafi í reynd eft- irlit með efiiistökunni. Jafnframt er bent á nauðsyn þess að lagafyrirmæli verði mun skýrari og ákveðnari en nú er og að þar verði meðal annars kveðið á um ströng sektarákvæði ef bmgð- ið er út af settum reglum. Allir gera sér grein fyrir því að þjóðin verður að nota þau auðæfi sem felast í nýtanlegum jarðefnum. En ganga þarf svo frá námunum að sem fæst og minnst sár séu á landinu að efnistöku lokinni. Sá böðulsháttur sem ein- kennt hefur framgöngu efhistökumanna undanfama ára- tugi er ófyrirgefanlegur glæpur við land sem er ekki bara eign okkar, sem nú lifum, heldur komandi kynslóða. . Elías Snæland Jónsson „BHMR hefur ítrekað samið um endurbætur á lífeyrisréttindum í staðinn fyrir annars konar kjarabætur," segir greinarhöfundur m.a. Varnarræða fyrir lífeyrisréttindum Starfsmenn ríkisins hafa verið sporgöngumenn í lífeyrissparnaði. Þeir hafa lagt bæði lengur og meira til hliðar af launum sínum til að ávinna sér lífeyrisréttindi en nokkur annar hópur launamanna. Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkis- ins, sem eru bundin með lögum, eru líkt og lífeyrisréttindi annarra launamanna grundvölluð á sam- komulagi milli vinnuveitenda og opinberra starfsmanna. Kjaradómur hélt niðri launum Umræða um kaup kjarasamn- inga starfsmanna ríkisins verður ekki aðskilin umræðunni um líf- eyrisréttindi. Kjaradómur, sem hafði úrskurðarvald um kjör fé- lagsmanna 1973-1986, lagði sig fram um að halda niðri launum fé- lagsmanna með skírskotun til líf- eyrisréttinda þeirra. Þannig hafa félagsmenn greitt fyrir réttindin, bæði með iðgjaldi eins og aðrir og með lægri launum en ella. BHMR hefur ítrekað samið um endurbætur á lífeyrisréttindum í staðinn fyrir annars konar kjara- bætm-. Síðast 1989 samdi BHMR um breytingar á lífeyrisréttindum félagsmanna en þessi samningur var ekki eíndur fremur en annað í þeirri lotu sem svikið var með bráðabirgðalögunum 1990. Þetta minnir á að lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna eru hluti af kja- rasamningum þeirra. Geta ekki valið Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru þess vegna félags- bundin lágmarksréttindi í besta skilningi. Þau eru hluti af sam- tryggingarkerfi laimamanna sem samfylking launamanna hefur náð fram og sem félagsmenn stéttarfé- áhrif á lífeyrisréttindi sín og önn- ur kjör í gegnum stéttarfélögin sem eru lýðræðislegar stofnanir launamanna þar sem hver félags- maður fer aðeins með eitt atkvæði. Full ríkisábyrgð Ríkisstarfsmenn hafa eins og áð- ur segir samið við ríkið um lífeyr- isréttindin sjálf en ríkið hefur vilj- að halda fyrir sig hvernig réttind- in eru fjármögnuð. Þess vegna hafa starfsmenn ríkisins í raun samið við ríkið inn eftirlaun frem- ur en lífeyrissjóð. Ríkinu hefur síðan verið í sjálfs- vald sett að leggja fyrir í sjóðum bæði iðgjöld og það sem hefur græðst vegna lægri launa starfs- manna og ávaxta á bestu kjörum en þessu hefur í engu verið sinnt. Þvert á móti hefur ríkissjóður nýtt „Ríkinu hefur síðan verið í sjálfsvald sett að leggja fyrir í sjóðum bæði iðgjöld og það sem hefur græðst vegna lægri launa starfsmanna og ávaxta á bestu kjörum en þessu hefur í engu verið sinnt.“ Kjallarinn Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna - BHMR laganna hafa greitt fyrir með þátt- töku sinni í stéttarfélögum launa- manna. Launamenn geta þess vegna ekki valið að standa utan við um- samin lífeyrisréttindi stéttarfélag- anna fremur en almennir þjóðfé- lagsþegnar sem ekki geta sjálfir ákveðið að standa utan við al- mannatryggingar og neitað á þeim gnmni að greiða fyrir þær með sköttum. Launamenn geta haft sér til hins ýtrasta auðveldan að- gang að lífeyrissparnaði starfs- manna sinna og skert alla ávöxt- unarmöguleika hans. Af þessum sökum er full ríkis- ábyi-gð á lífeyrisréttindum starfs- manna ríkisins og sú ábyrgð geng- ur í engu skemur en ábyrgðir rík- isins á öðrum skuldbindingum þess. Birgir Bjöm Sigurjónsson Skoðanir annarra Forsenda fjármagnstekjuskatts „Forsenda þess að settur verði á fjármagnstekju- skattur er að þær tekjur sem ríkissjóður hefur af honum, sem taldar eru um eða yfir 800 milijónir króna, er að þeir peningar verði notaðir til að létta á skattpíningu einstaklinga ... Eins og komið hefur fram hér í Viðskiptablaðinu mun ríkissjóður hagn- ast um a.m.k. 1.000 milljónir króna á stækkun ál- versins á næsta ári. Það væri ekki ónýt jólagjöf til landsmanna ef fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að sá hagnaður verði notaður til að lækka tekju- skatt einstaklinga enn frekar. Slíkt yrði auk þess mikilvægt innlegg í að friður haldist á vinnumark- aði.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 22. nóv. Biðflug eöa sjálfhelda? „Sé það rétt aö flugumferð stafi ógn af óeðlilega miklu vinnuálagi hlýtur þaö að vera krafa yfir- stjómar samgöngumála og flugfélaga að fjölgað sé verulega í röðum flugumferðarstjóra og að vinnu- tími og starfsálag sé miðað við að þreki þeirra og hæfni sé ekki misboðið. Annað er ekki sæmilegt... En hvemig á að gera kjarasamninga við fólk sem er að hætta störfum er vandamál sem báðar launa- nefndirnar standa frammi fyrir og hafa raunar gef- ist upp á að leysa?“ Úr forystugrein Tímans 22. nóv. Skattlagning fjármagnstekna „Reynslan á eftir að leiða í ljós til hvers skattlagn- ing fjármagnstekna leiðir hér. Ekki er ólíklegt, að hún valdi óánægju í fyrstu en smátt og smátt finnur fólk, að það er eðlilegt, að allar tekjur séu skattlagð- ar, hvort sem þær era til komnar vegna vinnu fólks eða vegna arðs af eignum í hvaða formi sem þær era. Það á líka eftir að koma í ljós hvaða áhrif slík skattlagning hefur á vaxtastigið og þess vegna er nauösynlegt og skynsamlegt að fara varlega í upp- hafi. “ Úr forystugreinum Mbl. 19. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.