Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 7 Fréttir Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Emerald Air: Félagið stendur í ýmsum viðkvæmum samningum - viðkvæmt að ræða málefni félagsins meðan svo stendur á „Eg get ekki tjáö mig um einstök málefni félagsins við fjölmiöla að þessu leyti, það hlýtur þú að sjá,“ sagði Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Emerald Air, þegar DV spurði hann um greiðslu skuldar Emerald Air við líf- eyrissjóð bænda. Fyrrum fram- kvæmdastjóri lífgeyrissjóðs bænda, Benedikt Jónsson, láhaði flugfélag- inu 90 milljónir króna án vitundar stjómar sjóösins fyrr á þessu ári. Enn hefur ekkert verið greitt af lán- inu og er allt gjaldfallið. Guðríður Þorsteinsdóttir, formað- ur stjómar lífeyrissjóðs bænda, sagði í samtali við DV í gær að inn- heimtuaðgerðir hjá Emerald Air væm hafnar í N-írlandi. Fyrirtækið ætti sennilega engar eignir og því yrði farið fram á gjaldþrotaskipti ef lánið verður ekki greitt. - Er það ekki rétt, Kristinn, að ekkert hefur verið greitt af láninu til lífeyrissjóðsins? „Ég var að segja það við þig að ég get ekki tjáð mig um mál af þessu tagi við fjölmiðla," sagði Kristinn - Þykir þér þetta ekki vera frétta- mál? „Hringir þú í íslensk fyrirtæki og spyrð hvort lánin þeirra séu í skil- um?“ - Ég geri það ef lögfræðingar segja mér að það sé komið að því að gera fjámám hjá þeim. „Jæja, ég hef aldrei séð svoleiðis frétt þótt ég sé búinn að búa á ís- landi í allmörg ár.“ - Sástu aldrei slíkar fréttir eða varst spurður meðan þú varst fram- kvæmdastjóri Arnarflugs og halla tók undan fæti hjá fyrirtækinu? „Jú, að vísu.“ - Hvað segir þú mér af Emerald Air, er þaö með rekstur enn þá? „Já, já.“ - Hvaða rekstur? „Sko, á þessu stigi stendur félagið í ýmsum samningum sem eru þess eðlis að það er viðkvæmt að vera að ræða málefni félagsins í fjölmiðlum. Ég kýs enda að gera það ekki á þess- ari stundu. Kannski get ég sagt þér eitthvað meira fljótlega,“ sagði Kristinn Sigtryggsson. -S.dór Fjölbrautaskólinn í Breiöholti: Lagt til að iðnnámið fari í Grafarvoginn - ekki verið aö tæma skólann, segir menntamálaráöherra „Bygging Borgarholtsskóla er fyr- ir löngu ákveðin. Tillögur ráðuneyt- isins gera ráð fyrir að hugsanlega flytjist 188 nemendur frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. í skólanum eru um 1500 nemendur og því ekki hægt að tala um að það eigi að tæma hann í þessu sambandi," segir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. Menntamálaráðimeytið hefúr sett fram tillögur um breytingar á skip- an náms á framhaldsskólastigi. Til- lögumar gera meðal annars ráð fyr- ir að iðnnám verði að hluta flutt frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FB) til Borgarholtsskóla í Grafar- vogi sem nú er í smíðum. Gert er ráð fyrir að um þúsund nemendur verði í skólanum, þar af 400 í verk- námi og 600 í bóknámi. Tillögur Bjöms hafa mætt and- spymu hjá ýmsum skólamönnum, einkum stjómendum FB. Tillögum- ar miða í þá átt að auka verkaskipt- ingu framhaldsskóla í landinu og gera meðal annars ráð fýrir að námi í bygginga- og tréiðnaðargreinum, máhn- og rafiðnaðargreinum verði hætt í FB og hugsanlega einnig mat- vælagreinum. Á almennum borgara- Nybygging Borgarholtsskóla. Tillögur menntamálaráðuneytisins gera ráð fyrir að hugsanlega flytjist þangað 188 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. DV-mynd GVA Iðnnemasambandið: Mótmælir tilfærslu iðn- og starfsnáms milli skóla Sambandsstjóm Iönnemasam- bandsins mótmælir harðlega þeim áformum að iðn- og starfsnáms- brautir við Fjölbrautaskólann I Breiðholti verði lagðar niður. Áformað er að flytja þessar braut- ir yflr í Borgarholtsskóla í Grafar- vogi og Iðnskólann í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að Borgarholts- skóli verði gerður að móðurskóla fyrir málmiðngreinar en Iðnskól- inn fyrir rafiðngreinar. Iðnnemasambandið segir að gnmndeildir iðnnáms eigi að vera kenndar sem víðast. Bendir sam- bandið á að Fjölbraut í Breiðholti sé framhaldsskóli í 23 þúsund manna hverfi. Gera megi ráð fyrir að allir þeir senl hafa hug á iön- námi þar muni vilja snúa sér til þess skóla. -S.dór fúndi í liðinni viku lýsti Kristín Amalds skólameistari því yfir aö ef tillögumar næðu fram að ganga myndi það rústa starfsemina. „Þetta em hugmyndir sem við erum að kalla fram viðbrögð við og efna til umræðna um. Ég bjóst ekki við því að menn yrðu sammála þess- um hugmyndum enda mál sem við ætlum að skoða þegar það kemur aftur til umfjöllunar í ráðuneytinu," segir Bjöm, en frestur til að skila at- hugasemdum við tillögumar rennur út mn næstu mánaðamót. -kaa staðgreitt staðgreitt i>ið fáið allar iólagjafírn; hjá okkuríLápúlaB ORION -........; ) i jolapakka fiölslwldunnar! M -íauJnLJCi VCR-555 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fullkomin fjarstýring. • Myndleitun ó tvöföldum hraSa. • Fjögura vikna innsetning ó upptöku, ó ótta mismunandi stöðvum. • Sjólfvirk hreinsun ó myndhaus. Afborgunarverö kr. 33.222 VISA ^ORION VH-1105 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fjarstýring með aðgerðaupplýsingum. • Scart innlenging • Búnaður sem breytir upptökutíma ef breyting verður ó dagskró„Show View" • Sjólfvirk hreinsun ó myndhaus. Afborgunarverö kr. 43.100.- m mmmm Lágmúla 8, Sími 553 8820 Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Umboðsmenn um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.