Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995
Fréttir
Stuttar fréttir
íslendingi, sem seldi fasteignir á Spáni, gefin aö sök umfangsmikil Qársvik:
Ákærður fyrir 15 millj-
óna orlofshúsasvik
- fjöldi kaupenda, sem aldrei fengu orlofshús sín afhent, krefst tuga milljóna í bætur
Ríkissaksóknari hefur ákært
rúmlega sextugan Garðbæing fyrir
fjársvik upp á 27 milljónir peseta,
eða 15,6 milljónir króna, með því að
hafa fengið 13 kaupendur hér á
landi til að greiða inn á sumarhús á
Spáni sem aldrei voru afhent vegna
gjaldþrots þarlendra byggingarað-
ila.
Maðurinn auglýsti fasteignimar á
Spáni til sölu í nafni tveggja fyrir-
tækja hér á landi. Byggingarfyrir-
tækið Ancla Intemational S.A. var
með húsin í smíðum eða hafði í bí-
gerð að smíða þau í bænum Torrevi-
eja á suðurströnd Spánar.
Manninum er gefið að sök að hafa
á áranum 1989-1991 fengið kaupend-
urna til að greiða sér hluta af um-
sömdu kaupverði sumarhúsanna -
fólkið hafi greitt á þeim forsendum
að seljandinn hafi talið því trú um
að þetta væri traust fyrirtæki sem
væri tryggt hjá breska tryggingafé-
laginu MUlison Chase International.
í sakargiftum felst að kaupend-
umir hefðu fengið ranghugmyndir
um söluna en það hafl hinn íslenski
söluaðili hagnýtt sér því að hann
hafi leynt kaupendurna alvarlegum
rekstrar- og greiðsluerfðileikum
seljandans. Það hafi hann gert með
því að vitna til tryggingaskírteina
við kaupin. Orlofsíbúðimar vom
aldrei afhentar vegna gjaldþrots
seljandans og engar bætur fengust
frá tryggingafélaginu.
Kaupendumir greiddu seljandan-
um inn á sumarhúsin ýmist með af-
borgunum eða með einni upphæð.
Þrátt fyrir að hann hafi endurgreitt
hluta fjárins fara nánast allir þeir
aðilar sem urðu fyrir tjóni af völd-
um þessara viöskipta samtals fram
á tugi milljóna króna í skaðabætur
með dráttarvöxtum. Réttarhöld hefj-
ast á næstunni í Héraðsdómi
Reykjavíkur vegna málsins. -Ótt
Sumarhús á Flateyri:
Þurfum fleiri hús
segir oddvitinn
„Það er fólk að flytja inn í sumar-
húsin fimm og við erum að laga
gömul hús til að taka við enn fleira
fólki. Þetta gætu orðið 10 ibúðir en
það er full þörf á að fá fleiri sumar-
hús,“ segir Magnea Guðmundsdótt-
ir, oddviti Flateyrarhrepps.
Þar á staðnum er nú unnið hörð-
um höndum við að bæta úr brýnni
húsnæðisþörf í kjölfar snjóflóðsins
mikla. Alls eru 59 íbúðir ýmist ónýt-
ar eða ekki taldar nothæfar vegna
snjóflóðahættu.
Að sögn Magneu er enn eftir að
leysa vanda margra heimamanna og
eins er þörf fyrir húsnæði fyrir að-
komufólk sem vill flytja til Flateyr-
ar. Þar em nú lausar stöður hjá fyr-
irtækjum í bænum og hjá hreppn-
um. -GK
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Kemur til greina að
loka yfir hánóttina
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum:
„Það gæti vel komið til greina að
loka flugstöðinni yfir hánóttina þeg-
ar engin starfsemi er í bygging-
unni,“ sagði Óskar Þórmundsson,
yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflug-
velli og yfirmaður öryggismála í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í samtali
við DV.
Eftir þjófnaðinn þar um síðustu
helgi, þegar þjófar komust inn á ör-
yggissvæðið, hafa ýmsar spumingar
vaknað um öryggisþætti í flugstöð-
inni. Að sögn Óskars er verið að yf-
irfara og skoða ýmsa þætti og einn
er sá að loka flugstöðinni að nætur-
lagi.
„Hurðaskynjarar verða áfram í
gangi innandyra. Það verður að
vera hægt að komast út úr flugstöð-
inni vegna eldhættu en hurðin verð-
ur lokuð að utanverðu. Þeir sem
ætla inn í flugstöðina verða að fara
í gegnum varðstofuna þar sem lög-
reglumenn em á vakt,“ sagði Óskar.
Formaður Apótekarafélags um Iðunnarapótek:
Klárt lögbrot
„í stuttu máli sagt er þama um
hreint og klárt lögbrot að ræða,“
segir Ingolf Petersen, formaöur Apó-
tekarafélags fslands, um eignar-
haldsleg yfirráð lækna i Domus
Medica yfir Iðunnarapóteki.
Þrátt fyrir afdráttarlaus ákvæði
lyfjalaga um að starfandi læknar
megi ekki vera eigendur, hluthafar
eða starfsmenn lyfjabúða hafa lækn-
ar, sem standa að Domus Medica, í
raun tryggt sér eignarhaldsleg yfir-
ráð yfir Iðunnarapóteki sem þar er
starfrækt. Þar með virðast læknam-
ir hafa komið sér upp aðstöðu til að
hagnast á sölu lyfja sem þeir ávísa.
Apótekarafélagið hefur farið þess
formlega á leit við heilbrigðisráðu-
neytið að það kanni tengsl apóteks-
ins og læknanna. Þá er málið til
sérstakrar athugunar hjá Ríkislög-
manni. Að mati apótekara fer ekki
milli mála að apótekarinn, Kjartan
Gunnarsson, hefur í raun selt lyf-
söluleyfið, með blessun ráðuneytis-
ins.
Eins og DV greindi ffá í gær er
ekki að finna athugasemdir við
eignarhaldsleg tengsl Domus Med-
ica og Iðunnarapóteks í bréfi sem
lögfræðingur heilbrigðisráðuneytis-
ins sendi Domus Medica 5. október
síðastliðinn. Þvert á móti er því
haldið fram að lítill eignarhluti
komi vart að sök. Þá er heldur ekki
fundið að því að Kjartan Gimnars-
son lyfsali hefur í raun selt lyfsölu-
leyfi sitt, þó slíkt sé óheimilt sam-
kvæmt gildandi lyfsölulögum.
„Okkur finnst eins og ráðuneytið
hafi veitt lyfsöluleyfi út á væntanleg
lög. Við höfum hins vegar farið þess
á leit við ráðuneytið að lyfsöluleyfið
verði auglýst laust til umsóknar þar
sem núverandi leyfishafi sé í reynd
búinn að afsala sér leyfmu enda er
þegar farið að borga honum upp í
það,“ segir Ingolf.
Einar Páll Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Domus Medica, segir
þá samninga sem gerðir hafa verið
milli Domus Medica og Iðunnarapó-
teks hafa alfarið verið gerða á sína
ábyrgð, stjómarinnar og Kjartans
Gunnarssonar lyfsala. í umræðum
um þessi mál hefði verið lögð
áhersla á að ekki kæmi til eignar-
hald yfir apótekinu.
„í húsinu starfa um 80 læknar
sem ég þekki ekki að öðru en því að
vera mjög vandir að virðingu sinni
í starfi. Læknarnir hafa ekkert haft
með þetta að gera og ég hlýt að taka
fulla ábyrgð ef í ljós kemur eitthvað
athugavert í málinu," segir Einar
Páll. -kaa
Ekið var á konu þar sem hún var á leið yfir Laugaveginn til móts við húsið
númer 178 síðdegis í gær. Konan var flutt á slysadeild. Hún mun óbrotin en
kvartaði undan eymslum í fæti. DV-mynd S
Djúpstæður ágreiningur
Djúpstæður ágreiningur er í
landbúnaðarneihd Alþingis um
nýgerðan búvömsamning við
sauðfjárbændur. Til stóð að
ljúka gerð nefndarálits í gær en
því var frestað til morguns. Bú-
ist er við að nefndin margklofni
í afstöðu sinni.
Laun í kjölfar uppsagna
Félag flugumferðarstjóra mun
tryggja öllum félagsmönnum
full laun verði þeir án atvinnu
um áramótin. Sjónvarpið
greindi frá.
Skattfríðindi afnumin
Fjármálaráðherra hefur í
smíöum lagafrumvarp til að af-
nema undanþágu Mjólkursam-
sölunnar og Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda frá út-
svari og tekju- og eignaskatti.
Viðskiptablaðið greindi frá.
Selja hlut í banka
Eignarhaldsfélagið Alþýðu-
bankinn hf. ákvað í gærkvöldi
að heimila stjóm að selja stærst-
an hluta af hlutabréfum félags-
ins í íslandsbanka.
Skuldir sveitarfélaga
Skuldir sveitarfélaga jukust
um tæplega 7,2 milljarða á síð-
asta ári og námu alls 34,8 millj-
örðum í árslok 1994. Viðskipta-
blaðið greindi ffá.
Heiðar ákærður
Ríkissaksóknari hefur gefið
út ákæru á hendur Heiðari
Jónssyni snyrti fyrir kynferðis-
lega áreitni og blygðunarbrot..
Stöð tvö greindi frá.
Lítið atvinnuleysi
Atvinnuleysi er um þessar
mundir það minnsta sem Hag-
stofa íslands hefur mælt síðan
1991. í nýrri vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar reyndust
3,9% vinnuaflsins án vinnu.
400 störf tapast
Kaupmannasamtökin telja
nærri lagi að allt að 400 störf
tapist í verslun hér á landi og að
ríkissjóður verði af allt að 700
milljónum í tekjur vegna inn-
kaupaferða landans til útlanda.
Sjónvarpið greindi frá.
Tekjurnar lækkuðu
Tekjur einhleypra karla hafa
lækkað um 4% síðan 1991. Tekj-
ur giftra kvenna hækkuöu mest
á tímabilinu en skv. Tímanum
hafa einhleypir karlar orðið
undir á vinnumarkaðinum.
Jarðstöð á Egilsstöðum
Unnið er að uppsetningu
nýrrar jarðstöðvar í nágrenni
Egilsstaöa. Þaðan verður fylgst
með því þegar 66 gervitunglum
verður skotið á loft á næstu
ámm. Stöð tvö greindi frá.
Þeir fyrstu fengu minnst
ASÍ-félög, sem sömdu í sam-
fioti í febrúar, fengu 7,6% meðal-
talshækkun launa en þeir sem
sömdu síðar fengu að meðlatali
9% hækkun. RÚV greindi frá
þessu. -kaa
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar:
Samninganefnd veitt umboð
„Við hugsum ekki dæmið þannig
aö það sé verið að stilla fólki upp
við vegg og krefja það svara, af eða
á, fyrir 1. desember,“ segir Tryggvi
Harðarson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins í Hafharfirði.
Uppsögn á sérkjarasamingum
starfsmanna Hafnarijarðar mun að
óbreyttu taka gildi um áramótin en
um mánaðamótin rennur út frestur
sem starfsmenn hafa til að sam-
þykkja tilboð um nýja samninga um
sérkjör. Innan meirihlutans er um
það rætt að veita starfsmönnum
frest til að svara tilboðunum án þess
að það feli í sér þriggja mánaða
frestun á gildistöku uppsagnanna.
Formlegrar ákvörðunar um frest-
un er ekki að vænta fyrr en á fundi
bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Á
fundi Starfsmannafélags Hafnar-
fjarðar í gær var hins vegar sam-
þykkt að gefa samningamönnum fé-
lagsins umboð til að ganga til samn-
inga við bæjaryfirvöld um breyting-
ar á gildistöku uppsagnar á sér-
kjarasamningum. -kaa
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já
Nel J2j
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Á að byrja að gefa í skóinn
1. desember?
Alllr i stafræna kerflnu me6 tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu.