Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 15 Vinnum saman aö kjarabótum Kjarabaráttan á íslandi hefur tekið á sig undarlega mynd. Fyrir nokkru reis mikil reiðialda í land- inu þegar kjaradómur ákvarðaði stórfelldar launahækkanir til æðstu embættismanna ríkisins og alþingismenn bættu gráu ofan á svart með verulegum skattfrjáls- um kjarabótum sér til handa. Þar voru engar hundrað eða þúsund krónur skammtaðar úr hnefa held- ur var um að ræða hækkun á mán- aðarlaunum sem námu tugum þús- unda króna. Ekki að undra að láglaunafólki hitnaði i hamsi. Nú hafði sannast að til voru peningar til skiptanna og var reist sú krafa að kjarabæt- ur yrðu látnar ganga til þeirra sem lægst hefðu launin. í nokkrar vik- ur varð eins konar þjóðarvakning. Fólk úr samtökum launafólks, fréttamenn og margir stjórnmála- menn vildu beina kastljósum að því hróplega kjaramisrétti sem er í þjóðfélaginu og hefja umræðu um leiðir til að færa það til betri veg- ar. Misréttið gleymt En hvað gerist? Skyndilega er þetta misrétti í þjóðfélaginu grafið og gleymt og farið að skoða ofan i launaumslögin hjá póstmönnum, símamönnum, skrifstofufólki og fleiri hópum. Gæti það verið að þessum eða einhverjum öðrum stéttum innan BSRB hefði tekist að þoka þeim lágu töxtum sem þær búa við einhverju prósentubroti ofar en samið hafði verið um við samningaborð ASÍ og VSl? Þetta tók síðan á sig alvarlegri mynd þegar í ljós kom að kröfur ASÍ virtust ekki lengur hafa neitt með kjaramisréttið í þjóðfélaginu að gera heldur voru þær reistar á því að flnna einhvern mismun sem kynni að vera á samningum lág- launafólksins og skilyrða síðan eigin kröfur því að ekkért félli í skaut viðsemjendum ríkis og sveit- arfélaga, enda væri þá mismunun væntanlega enn við lýði. ASÍ á hálum ís Við þessu er þetta að segja: í fyrsta lagi er fráieitt að alhæfa um samninga í einkageiranum annars vegar og opinbera geiranum hins vegar. Um var að ræða marga samninga með ólíku sniði og áherslum þótt allir væru þeir í svipuðum farvegi innan þess Umræðan um nýtt álver hefur verið á vörum manna að undanf- örnu. Iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, hefur verið í forystu- hlutverki við þetta vandasama verkefni. Hann hefur ekki flanað að neinu og hefur hlotið traust landsmanna. Þessi ungi ráðherra er mjög starfsamur og fylginn sér og kemur þessi árangur hans þeim sem þekkja hann ekki á óvart. Álverið í Straumsvík Stækkun Álversins í Straums- vík verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðvesturhorninu og er ekki síst kærkomið tækifæri fyrir iðnaðarmenn og verkamenn í byggingariðnaði þar sem verkefni hafa verið mjög takmörkuð að undanförnu. Það sýnir umfang þessa verkefn- is að á meðan byggingafram- kvæmdir standa yfír skapast um 700 ný störf en tæplega eitt hund- rað við álframleiðsluna þegar stækkun er lokið. Fleiri álver Iðnaðarráðherra hefur ekki lát- ið við svo búið standa og hefur að undanfornu verið með Kínverja í Kjallarinn Ögmundur Jónasson formaður BSRB og alþingismaður ramma sem VSÍ hafði skammtað. Þess vegna er rangt að greina á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnu- markaði. í öðru lagi er rétt að spyrja hvort menn séu ekki komnir eitt- hvað út af sporinu í prósentu- reikningi þegar einblínt er á pró- sentuna en ekki skoðaðar þær upp- hæðir sem prósentan er reiknuð Kjallarinn Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri og annar vara- þingmaður framsóknarmanna á Reykjanesi heimsókn þar sem rætt hefur ver- ið við þá um möguleika á að þeir byggi álver á íslandi. Viðskipti okkar við Kínverja hafa til þessa ekki verið mikil en með heimsóknum forseta íslands, utanríkisráðherra og nú síðast borgarstjóra Reykjavíkur til Kína sem hlutfall af. Þegar launa- umslögin eru skoðuð kemur nefni- lega í ljós að sérfræðingar, sem gerðir hafa verið út af ASÍ og VSÍ, eru að leita í tómum vösum lág- launafólks. Ábyrgð fjármálaráðherra Aðildarfélög BSRB hafa sett fram kröfur um. kjarabætur á hendur viðsemjendum sínum, minnug þess að þegar gengið var til samninga fyrr á árinu náðu kröfur um verulegar kjarabætur ekki fram að ganga. Fjármálará- herra kvað ástæðuna vera þá að Vinnuveitendasambandið hefði sett rammann. Einmitt þess vegna stendur nú sú krafa upp á fjár- málaráðherra og aðra viðsemjend- á þessu ári hefur gott samband náðst við þarlend yfirvöld. Hvort sem samkomulag um byggingu ál- vers næst eða ekki eru þessar heimsóknir Kinverja mikilvægar og líklegar til þess að skapa aukin , viðskipti við þessa fjölmennustu þjóð heimsins. Álver í ferðaþjónustu Við íslendingar erum alltaf vel með á nótunum þegar rætt er um stóriðju, fjölgun starfa og marg- feldniáhrif sem slíkum fram- kvæmdum fylgja. Minna fer fyrir skilningi okkar á mikilvægi ferða- þjónustunnar og þeirri fjölgun starfa og margfeldisáhrifum sem vexti hennar fylgja. Þessi atvinnu- grein hefur að eigin frumkvæði vaxið ótrúlega á undanförnum ur BSRB að þeir verði sjálfum sér samkvæmir og gangi til samninga við aðildarfélög BSRB um launa- hækkanir eins og VSÍ hefur gefið til kynna að vilji sé til að semja um. Samtök launafólks eiga að beina sjónum sínum að því stórfellda kjaramisrétti sem er við lýði í landinu, bæði innan opinbera geirans og ekki síður í fyrirtækj- um á einkamarkaði og það ætti að vera ASf og BSRB sameiginlegt keppikefli að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og vinna í samein- ingu og af krafti að því markmiði. Vonandi er þess skammt að biða að okkur auðnist þetta. Ögmundur Jónasson árum og er orðin næststærsta at- vinnugrein þjóðarinnar, enda þótt Alþingi hafi ekki enn séð ástæðu til þess að marka stefnu í málefn- um hennar. Samkvæmt spám mun þessi at- vinnugrein tvöfaldast á næstu fimmtán árum sem þýðir hvorki meira né minna en um 3000 ný störf. Þetta eru stórkostlegar frétt- ir og gefa ástæðu til aukinnar bjartsýni. Okkur ber að móta opin- bera stefnu í þessum málum og fagna ég því að loksins skuli sam- gönguráðherra hefjast handa við það verk. Tvö hundruð ný störf í ferðaþjónustu á ári næstu fimmt- án árin er sannarlega ígildi margra álvera. Unnur Stefánsdóttir Með og á móti Breytingar á búvöru- samningi Truin a frelsið „Á árunum 1987 til 1996 hafa greiðslur ríkis- sjóðs til land- búnaðarins í heild numið 80 milljörðum króna. Þrátt fyr- ir þessar gríðar- legu háu greiðsl- ur er landbúnað- urinn á heljar- þröm og gjald- þrot blasir við fjölda bænda. Útflutningur kinda- kjöts, sem hefur verið reyndur í áratugi, er þannig staddur í dag að á helsta markaðinum fást einung- is um 100 kr. í skilaverð pr. kg þegar lægsta verð þarf að vera 250 kr. Því blasir við að sú forsjár- hyggja sem ríkt hefur hjá ráða- mönnum bændasamtakanna hefur dregið allan þrótt úr stórum hluta bændastéttarinnar og fjötrað þá í andlegri fátæktarkreppu. Ég tel því algjöra stefnubreytingu út úr styrkjakerfmu einu leiðina. Sjáv- arútvegur íslendinga stendur und- ir velferð þessa lands og nýtur engra styrkja á meðan að sjávar- útvegur Evrópulanda er styrktur svipað og landbúnaður. Sænskur sjávarútvegur fær 11 milljarða kr. í styrk frá sænska ríkinu og ESB í ár. Mismunur á afkomunni í þess- um tveim stjómunaraðferðum er ótrúlega skýr hér á landi og segir mönnum allt um núverandi stefnu í landbúnaðarmálum. Söguper- sóna Kiljans í Sjálfstæðu fólki, bóndinn Bjartur í Sumarhúsum, tapaði aldrei sjónar á frelsinu og framtíðinni þrátt fyrir erfiðleika, en hann sagði: „þegar maðm- á lífsblóm þá byggir maður hús.“ Framtíð bænda byggist á trúnni á frelsið sem þeirra lifsblóm." Ekki skynsam- legt að rjúfa sáttina „Fulltrúar bændasamtak- anna hafa náð samkomulagi við ríkisvaldið um búvöru- samning sem að mati þessara að- ila mun svo sem kostur er tryggja framtíð sauðfjárræktar- innar og hag þeirra sem hana stunda, eða eru háðir henni á einn aða annan hátt með atvinnu og af- komu. Einnig er tekið mið af því að þeir fjármunir sem ríkissjóður leggur fram tryggi lágt verð á kindakjöti til íslenskra neytenda og stuðli að áframhaldandi byggð á lifvænlegum stöðum á landinu. Við samningsgerðina var glímt við erfiðan vanda sem er tekjus- amdráttur sauðfjárframleiðenda og fyrirsjáanlegt hrun margra byggða ef ekkert yrði að gert. Samningurinn sem nú liggur fyrir er samræming margi'a ólíkra sjónarmiða og því málamiðlun sem náðst hefur nokkur sátt um. Ekki virðist skynsamlegt að rjúfa þá sátt nú með þeirri óvissu sem því fylgdi fyrir bændur og aðra þá sem atvinnu hafa af framleiðslu, vinnslu og sölu landbúnaðaraf- urða. Því er brýnt að nauðsynleg- ar lagabreytingar á búvörulögum verði gerðar sem fyrst.“ Skyndilega er misréttiö grafið og gleymt og farið að skoða ofan í launaumslög hjá póstmönnum, símamönn- um, skrifstofufólki og fleirum, segir Ögmundur m.a. í greininni. Mörg álver „í öðru lagi er rétt að spyrja hvort menn séu ekki komnir eitthvað út af sporinu í prósentureikningi þegar einblínt er á pró- sentuna en ekki skoðaðar þær upphæðir sem prósentan er reiknuð sem hlutfall af.“ „Það sýnir umfang þessa verkefnis að á meðan byggingaframkvæmdir standa yfir skapast um 700 ný störf en tæplega eitt hundrað við álframleiðsluna þegar stækk- un er lokið.“ Kristján Pálsson, þlngmaður Sjálf- stæðlsflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.