Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995
Spurningin
Hverrar þjóðar er
jólasveinninn?
Eirikur Gauti Jónsson: íslenskur.
Áslaug Hildur Árnadóttir: ís-
lenskur, bara.
Ágústa Hjaltadóttir: Eigum við
ekki að segja að hann sé íslenskur.
Grétar Þór Traustason, 7 ára: Ég
held að hann sé danskur.
i
Baldur Hrafn Þorleifsson, 7 ára:
Hann kemur frá Danmörku.
Helga Sjöfn Níelsen, 12 ára: ís-
lenskur.
Lesendur
Davið avitar
lýðinn
Getum við þá ekki leikið tveimur skjöldum í utanríkisverslun okkar?
Jóhannes Jónsson skrifar:
Það hlýtur fleiri sjálfstæðismönn-
um en mér að hafa brugðið við að
heyra í fréttatíma sl. laugardag frá
fundi sem haldinn var í Valhöll
þann sama dag. En þar voru að meg-
inhluta til rædd mál sem snertu
Evrópumálin (þ.m.t. EES og ESB),
og hvernig þau snúa gagnvart okkur
íslendingum. Samkvæmt fréttum af
þessum fundi á Davíð Oddsson for-
sætisráðherra að hafa hastað afló-
þyrmilega á lýðinn, þ.e. á þá flokks-
menn Sjálfstæðisflokksins sem hafa
ljáð máls á því að tengjast nánar
ESB, eða viljað láta á það reyna hve
miklu við íslendingar fengjum áork-
að í viðræðum við þetta víðfeðma
samband Evrópuríkjanna.
Og það mikið heyrði ég úr þessari
frétt útvarps, frá fundinum í Val-
höll, að mér stóð stuggur af svo
höstugum tóni úr munni formanns
flokks míns. Þetta eru nú ekki ann-
að en vangaveltur þeirra sem vilja
láta kanna hvemig að málum megi
standa, öðru vísi en nú er, með EES-
samningnum einum. Ég minnist
þess ekki að nokkur einstakur mað-
ur eða félagasamtök hafi krafist
þess að rikisstjórnin sækti um
beina aðild að ESB. Og ég veit ekki
betur en ráðherrar núverandi ríkis-
stjórnar, einkum úr Sjálfstæðis-
flokknum, séu á sífelldum þeytingi
til og frá Br”ssel, höfuðstöðvum
Evrópusamvinnubatterísins, þar
sem þeir sitja í hinum mismunandi
nefndum. Varla eru það allt nauð-
synlegir fundir sem tengjast sam-
komulagi íslands við EES?
Hins vegar veit ég ekki betur en
einmitt nú séu ráðamenn hér að
ræða hvernig best og mest megi
standa að því af okkar hálfu að fá
áheyrn hjá Evrópusambandinu
sjálfu - og að geta fengið þar ein-
hverju ráðið - eins og hinar þjóðirn-
ar! Hver er nú eiginlega munurinn?
Ekki vil ég að íslendingar gangi í
ESB. Hitt er sönnu nær, að ekki er
nema stigsmunur á EES og ESB.
Létu enda Svisslendingar hvort
tveggja eiga sig. Við íslendingar er-
um hins vegar bundnir af EES- sam-
komulaginu og verðum þvi sífellt að
vera með vakandi auga og eyra á
ESB. - Hitt er svo annað mál að
skynsamlegast af öllu er að gera upp
við okkur hvort við viljum vera
Evrópumegin eða Ameríkumegin.
Annað gengur aldrei upp. Svo ein-
falt er þetta.
„Út um græna grundu“ á disk?
Ragnar skrifar:
Nýlega var ég að fara yfir plötu-
safnið (þ.e. hljómplötur en ekki
diskana nýju). Hjá mér er plötuspil-
arinn einna mest í gangi, einfald-
lega vegna þess að yngri kynslóðin,
þetta á 4-7 ára aldrinum, og reynd-
ar aðrir, eru afar hrifnir af sumum
plötum sem gefnar voru út á árun-
um 1975 til og um 1980. Þama em
líka margar og miklar perlur á ferð.
Ein þeirra er útgáfa Iðunnar á vís-
um úr Vísnabókinni undir heitinu
„Út um græna grundu". Ein öndveg-
is hljómplata og lögin á henni.
Þetta em mest lög Gunnars Þórð-
arsonar, auk þess eiga Jóhann Ei-
ríksson, Magnús Eiríksson, Hannes
Jón Hannesson og Björgvin Hall-
dórsson lög á þessari plötu. Ýmsir
aðilar standa að flutningnum, svo
sem: Strengjasveit með Gunnari
Þórðarsyni og Jóni Sigurðssyni, Kór
Öldutúnsskóla undir stjórn Egils
Friðleifssonar og strengjasveit úr
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Það er skemmst frá því að segja
að hér er um afar sérstæða tónlist
að ræða og frábærlega smekkleg lög
sem eru flutt af okkar bestu lista-
mönnum sem flestir em enn á hát-
indi hvað varðar vinsældir. Gunnar
Þórðarson er þó sá sem þarna er
mest áberandi með frumsamdar
perlur eins og t.d. Blessuð sólin,
Smaladrengurinn og enn fleiri. Svo
og Jóhann Eiríksson og Magnús Ei-
ríksson. En málið er þetta: Sé þessi
plata ekki komin á disk nú þegar
þyrfti að bjarga henni og lögunum á
henni með því að koma þeim á disk
því nú virðist plötuspilarinn vera á
leið úr hljómflutningsgræjunum og
það væri illa farið yrðu þessi gullfal-
legu og vinsælu lög ekki fáanleg.
„Gjugg í borg“ - og launahækkun!
Guðlaugur Guðmundsson skrif-
ar:
Deilurnar á vinnumarkaðinum eru
nú að verða slíkt þjóðarböl að varla
verður lengur við unað. Þótt mál-
tækið segi að sjaldan valdi einn þá
tveir deili held ég að nú sé aðeins
um einn aðila að ræða sem veldur
því hve langt er gengið í kröfugerð
launþeganna. Það er ábyggilega sú
nýlega framkvæmd alþingismanna
að veita sjálfum sér launahækkun
og fríðindi umfram aðra í landinu.
Það þótti mörgum stórt upp í sig
tekið að nefna „þjófa á þingi“. En
þeir eru orðnir fleiri sem raka að
IMÞjónusta
Aðeins 39,90 mínútan
gið í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
Líka „launa-gjugg" hjá borgarstjórn!
sér launahækkunum. - Það hafði að
vísu ekki farið hátt að ráðamenn
höfuðborgarinnar hafa ekki setið
auðum höndum í sjálftöku launa-
málanna. En þeir standa nú skyndi-
lega á sjónarsviðinu berskjaldaðir
fyrir ágengni fréttamanna. - Og
„gjugg í borg“ - öllum borgarfulltrú-
unum hefur verið veitt launahækk-
un og borgarstjóranum að sjálf-
sögðu mest. Ég skildi nú reyndar
aldrei andsvar borgarstjóra sem
kom fram í fréttatíma til að skýra
málið. Svo flókið var þetta orðið.
En það er ekkert vafamál lengur
að ráðamenn þjóðarinnar og emb-
ættismenn í æðstu stöðuni og í
sveitar- og bæjarstjórnum eru orðn-
ir íjölþreifnastir og líklega stórtæk-
astir í kjarabótum sér tfl handa.
Ekkert virðist stöðva þá í kjarabót-
unum, á meðan ^lmenningur hefur
haft hægt um sig og borið þessa
þjóðarsáttarnefnu á herðum sér. En
það eru höfundar hennar og sjálf-
skipaðir varnaraðilar sem sjálfir
hafa sprungið á limminu og laumað
launabótum í lukkupokann. Er
furða þótt upp úr sjóði á almennum
launamarkaði?
DV
Ónýtur
flugvöllur
- og enginn gerir neitt
Sigfús skrifar:
Maður á fá orð til að lýsa því
kæruleysi ráðamanna í flugmál-
um að vita um Reykjavíkurflug-
völl í nánast óhæfu ástandi en
gera ekkert í málinu. Ekki vant-
ar að menn hafi tjáð sig um mál-
ið í blöðum og útvarpi. Ein
helsta lausnin er auövitað sú að
flytja innanlandsflugið strax til
Keflavíkurflugvallar. En þar er
komið við kvikuna á einhverjum
því ekki má á það minnast. Frek-
ar vilja þessir einhverjir halda
áfram að nota Reykjavíkurflug-
völl þar til meiri háttar óhapp á
sér stað. Sæma þau sjónarmið
ábyrgum aðilum?
Engir Ijósa-
kúplar
fáanlegir
Trausti hringdi:
Ég er búinn að fara verslun úr
verslun til að kanna hvort ég
geti keypt eitt stykki ljósakúpul,
þessa sem mest eru notaðir í
göngum fjölbýlishúsa og víðar.
Flatir eða ávalir kúplar, þetta 30
sm að þvermáli. Því miður, segja
verslunarmenn rafbúða - þú get-
ur fengið keypt allt Ijósastæðið
með kúpli, en ekki kúpla eina
sér. Þeir yrðu líka jafn dýrir og
allt settið, þótt þeir fengjust,
segja þeir svo! Og þaö er líka
voðalega vont að fá erlenda aðila
til að selja okkur kúplana svona
sér. Ég segi nú einfaldlega: Verði
þeim að góðu, i þjónustuleysinu
algjöra í rafbúðunum.
Ógeöslegir
jólasveinar
Katrín skrifar:
Ég skil ekki nútímalegt fyrir-
tæki og alþjóðlegt að bjóða gest-
um á jólaföstunni upp á þessa
ógeðslegu jólasveina - og það í
borðsölum að ná sér í mat af
hlaðborði. Þetta sá ég í sjón-
varpsfrétt frá Hótel Loftleiðum
en þar var kynntur jólamatur og
ef til vill eitthvað fleira fyrir er-
lenda ferðalanga sem hingað
komu til að borða kalkún á þakk-
argjörðardegi Ameríkana. Þessir
ógeðslega klæddu durgar hljóta
að hafa gert út af við matarlyst-
ina, enda brá fyrir glampa vor-
kunnsemi í augum erlends við-
mælanda í fréttinni.
Þú flettir ekki
eftir á
Páll skrifar:
Nú eru komnar svo margar
sjónvarpsstöðvar að maður veit
ekki hvaðan á sig stendur veðr-
ið. Ég var að fylgjast með auglýs-
ingum nýiega á einni sjónvarps-
rásinni og sá skyndilega auglýs-
ingu sem vakti áhuga minn. En
hún var horfin aflt of fljótt. Þá
varð mér hugsað til slagorðsins
„Þú tryggir ekki eftir á“. Sama
er um sjónvarpið, þú flettir ekki
eftir á. Dagblöðin bæta þetta
upp, maður getur flett og flett
mörgum sinnum og geymt að
lesa eða lesið hvar sem er. Þetta
og margt fléira hafa þau fram
yfir sjónvarpið.
„Pervertar“ í
Dagsljósi
Helga Ólafsdóttir skrifar:
Ég vil taka undir með þeim
mörgu sem hafa látið í ljósi fyr-
irlitningu sína á þeim „pervert-
um“ sem fundu sig í því aö
sneiða svo augljóslega að hinum
vangefnu í Dagsljósþætti nýlega.
Ef þessir menn verða ekki látnir
hætta hjá ríkisstofnuninni Sjón-
varpi verða ábyrgir yfirmenn
þeirra að víkja, að mínu mati.