Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 24
48 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Glæsilegar verðlaunagetraunir og skemmtileg aukablöð fyrir lesendur DV í desember!! Jólagetraun LUl!J Jólagetraun DV hefur skapað sér fastan sess í hugum landsmanna og hafa verðlaunin aldrei verið glæsilegri en nú í ár. Heildarverðmæti vinninga er hvorki meira né minna en kr. 500.000! Þátttökuseðlarnir birtast í DV daglega frá þriðjudeginum 28. nóvember til ogmeð mánudeginum 11. desember. Verðlaunagetraunir í BarnalLaÁ!3á laugardögum: Nú í desembermánuði verða margar skemmtilegar verðlaunagetraunir fyrir hressa krakka í Bama-DV á laugardögum! Verðlaunin verða ekki af verri endanum og ber þar hæst Sony Playstation frá Skífunni, leikfóng frá Leikfangabúðinni Vedes og fúllt af bíómiðum á jólamynd Stjörnubíós. Það er því til mikils að vinna að fylgjast með Barna- DV á laugardögum! Jólamyndagáta og jólakrossgáta: Jólamyndagátan og jólakrossgátan birtast í DV fyrir jólin og eru glæsileg verðlaun í boði. Aukablöð 1 Þann 6. desember fylgir DV hin geysivinsælajólagjafahandbók. Þann 12. desember fylgir DV sérstakur blaðauki um hljómföng, í blaðinu verður meðal annars fjallað um alla nýja tónlistarútgáfu fyrir jólin. Þann 13. desember fylgir DV sérstakur blaðauki um bækur þar sem verður fjallað um allar nýútkomnar bækur. Aukablöð DV ættu því svo sannarlega að auðvelda þér og fjölskyldu þinni að velja úr þvi mikla framboði af vöru og þjónustu og hjálpa til við jólainnkaupin. í jólaskapi • fyrir þig! Menning Atriði úr leikritinu Ævintýri á harða diskinum eftir Ólaf Hauk Símonarson, í flutningi Leikfélags Mosfellssveitar. DV-mynd TJ Fastir í netinu í nútíma ævintýri er vel við hæfi að hetjurnar ferð- ist um Internet og tölvuheima í stað þess að ganga í björg og fást þar við tröll og forynjur eins og í þjóð- sögunum okkar. Ólafur Haukur Símonarson skrifar unglingaleikrit- ið Ævintýri á harða diskinum í stíl gömlu sagnanna. Og þó að umhverfíð sé annað og öllu nútímalegra þurfa persónurn- ar eftir sem áður að leysa sínar Herkúlesarþrautir. Verkið er á léttu nótunum og leikendur allir á táningsaldri. Guð- jón Sigvaldason er leikstjóri og hóp- urinn stendur sig eins og við er að búast af óreynd- um ungmennum og jafnvel ögn betur, enda mikið í sýninguna lagt. Helst mætti finna að því að framvindan er dálítið skrykkjótt. Á milli fjölmennra atriða dettur dampur- inn niður og óþarfa gloppur myndast eins og oft vill verða, þar sem oft er skipt um svið. Þarna hefði mátt nýta skjátæknina enn frekar en gert var. Aðalsöguhetjan er óvenjulegu illa haldið tölvufrík sem heitir Nonni. Hann forritar sjálfan sig og félaga sinn, vélmennið Manna, inn í tölvuna til að frelsa mömmu og pabba Nonna, en þau hafa lokast inni á harða diskinum fyrir slysni. Á leið sinni um hulduheima tölvunnar mæta þeim alls kyns ókennilegar verur og dárar sem reyna að hefta för. En þá kemur tölvuþekking Nonna að góðum notum og alltaf sleppa þeir félagar fyrir horn á elleftu stundu. í fyrsta atriðinu kynnist áhorfandinn Ijölskyldu Nonna. Pabbi hans er áhyggjufullur af því að strákur- inn hangir alltaf yfir tölvunni í stað þess að vera kúl og eltast við stelpur, reykja sígarettur og drekka bjór eins og allir almennilegir táningar gera. Þarna hefur Ólafur skemmtilega hausavíxl á hlut- unum og Ágúst Bernharðsson, sem leikur pabbann, nýtur þess greini- lega að túlka þennan óvenjulega uppalanda. Agnar Jónsson leikur Nonna og Kristófer Jensson Manna, sem mest koma við sögu, en auk þeirra má nefna Frímann Sigurðsson, sem lék konunginn með tilþrifum, og Stefán Jónsson í hlutverki Þönguls. Það er mikið í uppsetninguna lagt enda er hún lið- ur í norrænu samstarfsverkefni um leiklist fyrir unglinga og verður sýnd í Kaupmannahöfn ásamt öðrum slíkum á næsta ári. Valgeir Skagfjörð semur líflega tónlist við verkið og búningar Helgu Kristrúnar Hjálmarsdóttur eru sérlega vandaðir, fjölbreyttir og litskrúðugir. Ævintýri á harða diskinum hefur alla burði til þess að ná eyrum unglinga og skemmtilegast er auðvitað að leika sjálfur í svona uppfærslu. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir: Ævintýri á harða diskinum eftir Ólaf Hauk Símonarson Tónlist: Valgeir Skagfjörð Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Leikmynd og búningar: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir Lýsing: Alfreð Sturla Böövarsson Leiklist Auður Eydal Nýtt fyrir gítar A útgáfulistum geislaplötufyrirtækjanna fer ekki ýkja mikið fyrir nýstárlegri gítartónlist. Þar halda menn ótrauðir áfram að gefa út upptökur á tónlist spænskra gítarsnillinga frá 19. öld. Þó er ýmislegt áhugavert að gerast í heimi gítarsins um þessar mundir. Til dæmis eru nú komin fram alvarlega þenkjandi tónskáld sem uppalin eru við rokk og blús og vilja láta á það reyna hvort ekki megi steypa sam- an drifkrafti og Jarðbundnum" takti rokksins og fjöl- þættari og háttbundnari eigindum sígildu tónlistar- innar. Aukinheldur hefur rafmagnsgítarinn leitt nokkur yngri tónskáld inn á nýjar brautir rafmagn- aðrar og tölvutækrar tónlistar. Að því ég best veit hefur aðeins eitt geislaplötufyr- irtæki beinlínis lagt sig eftir tilraunatónlist fyrir gít- ar, nefnilega bandaríska fyrirtækið Bridge, sem inn- vígðir munu kannast við. Þetta fyrirtæki er af mörg- um Ameríkönum sagt vera við „cutting edge“ nú- tímatónlistEuinnar, það er fylgjast betur með henni en aðrir. Um það votta útgáfulistar fyrirtækisins, sem hægt er að fá hjá Japis, en á þeim er að fmna nöfn nokkurra tónskálda af yngri kynslóð sem mest hafa haft sig í frammi undanfarin ár. Því nefni ég Bridge-fyrirtækið að það hefur gefið út nokkrar geislaplötur með leik Dav- ids Starobins gítarleikara, sém hvað mest hefur gert af því að láta framsækin tónskáld semja fyrir sig verk. Ekki veit ég hvort David Starobin er þekkt stærð meðal gít- aráhangenda hér á landi. Sjálfur hafði ég einungis óljósar spumir af honum áður en Japis hóf að flytja geislaplötur hans til landsins. Starobin mun eiga að baki um tuttugu ára feril sem gítarleikari, bæði sem túlkandi 19. aldar tónlistar á samtíma hljóðfæri og áhugamaður um spánnýja gít- artónlist. Kattarvísur fyrir tölvugítar Rykti Starobins meðal tónskálda fer hins vegar ekkert á milli mála. Elliott Carter, Milton Babbitt, Barbara Kolb og fleiri þekkt tónskáld hafa gert hon- um verk til flutnings, en auk þess hefur hann hlotið lof og prís fyrir túlkun sína á verkum eftir Toru Takemishu, Hans Werner Henze og Luigi Nono. Á þeim geislaplötum með leik Davids Starobins sem ég hef verið með til hlustun- ar eru tónverk- in aðallega tvenns konar. Annars vegar eru ljóðræn verk með eins konar kammer- sveitarsniði, það er samspil gítars, flautu, fiðlu, hörpu og söngraddar (gjarnan barítóns). Þar má nefna verk eftir Humphrey Searle frá 1950 við kattar- vísur T.S. Eliots og Sunnudagssöngva eftir Stephen Sondheim úr söngleik hans Spássitúr með Georgi. Hins vegar eru tilraunir með teng- ingu gítars og tölvutækni; ýmist spilar gítarleikarinn „við“ tölvu sem búið er að mata á tónum eða hljóðum, eða þá að hann er þátttak- andi í mun flóknara ferli. Gott dæmi um slfkt ferli er Bug-Mudra eftir Tod Machover (1990), þar sem kassagítar, raf- magnsgítar, hljómborð og segulband eru tengd inn á hljómkerfi tölvu, sem lætur meðal annars stjórnast af sérstökum „stjórnglófa" tónskáldsins eftir aðferðum sem ég kann ekki að skilgreina. En útkoman er mögn- uð; eins og gítarsóló eftir Hendrix sem búið er að hluta niður í frumeiningar sínar og setja í nýtt sam- hengi. Það er sem sagt „brúarsmíði“ af þessu tæi sem Bridge-fyrirtækið er þekktast fyrir. David Starobin - New Music with Guitar, Vols. 1-4 Bridge BCD 9009-9012 Umboð á íslandi: Japis Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.