Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 9 Madonna upplýsir aö sér hafi veri^ nauðgaö: Reynsla sem eg mun aldrei fegra „Mér hefur verið nauðgað og það er reynsla sem ég mun aldrei reyna að fegra á nokkurn hátt.“ Þessa játningu gerði poppsöng- konan kynæsandi og leikkonan Ma- donna í viðtali við breska tonlistar- blaðið New Musical Express sem kom út í gær. Atvikið átti sér stað þegar hún kom fyrst til New York til að öðlast frægð og frama sem söngv- ari. „Þótt þetta hafi verið hrikaleg upplifun á sínum tíma veit ég eftir á að hyggja að hún hefur gert mig miklu sterkari. Hún neyddi mig til að berjast fyrir tilveru minni,“ sagði söngkonan, sem er fræg m.a. fyrir plötur á borð við Erotica og um- deilda bók, Sex, með nektarmyndum af henni sjálfri. „Ég var mjög ung og þekkti ekki nokkurn mann. Ég var nýflutt til New York og þetta var lærdómsrík Madonna skýrir frá óskemmtilegri lífsreynslu úr stórborginni. reynsla," sagði Madonna í viðtalinu við New Musical Express. „|>etta gerðist fyrir löngu og með tímanum hef ég sætt mig við það. Á sinn hátt opnaði þetta augu mín. Ég haföi bara búið í New York í eitt ár og bar mikið traúst til fólks.“ Ekki veitti Madonna neinar frek- ari upplýsingar um þessa reynslu sína. Hún skýrði frá þessu þegar hún var að ræða um myndabókina sína. Ein myndanna er af eins kon- ar cþ-aumóranauðgun. „jíg veit að til er fullt af konum senr| eiga sér draumóra um að láta tvo menn eða hóp manna yfirbuga sig. í myndinni minni er alveg greinilegt að allir fallast á það. Allir viljá gera það,“ sagði Madonna sem er í London við upptökur á tónlist- inn| í Evitu eftir Andrew Lloyd Webber. Reuter _____________Útlönd Svíþjóö: „Nakin" kennslukona vann kærumál Kennari, sem berháttaði sig í skennslustund í lýðháskólanum í Kristinehamn í Svíþjóð fyrir um ári, vann í gær mál sem hún höfðaði gegn fyrrum atvinnurek- anda sínum. Héraðsdómur úr- skurðaði að viðkomandi sveitar- stjórn skyldi greiða henni um 1,5 milljónir króna í skaðabætur þar sem hún missti starfið í kjöl- far þess að fótin féllu. Konan var að kenna í bekk þar sem eingöngu voru atvinnu- lausar konur. í einni kennslu- stund tók hún sig til og berhátt- aði sig. Að sögn var það liður í viðleitni til að styrkja sjálfs- traust og sjálfsmynd kvennanna sem voru á ýmsum aldri. Skólastjóranum líkaði hins vegar ekki aðferðir konunnar og brást hinn versti við. Segir kon- an að hún hafi verið neydd til að segja starfi sínu lausu í kjölfar- ið. En eftir að hafa ráðfært sig við stéttarfélag sitt dró hún upp- sögnina til baka og stefndi at- vinnurekandanum fyrir órétt- mæta uppsögn. TT ---------\ ÍSLENSK VARA - INNLEND ATVINNA íslenskt já takk Jj)Reykjavíkurborg Kristine Biscoff, fimm ára, heldur hér á kettlingnum sínum, Miss Greeeny, en hann var til sýnis í Náttúrusögusafninu í Árósum á sunnudag. Fólk hópað- ist í safnið til að skoða kisu en hún fæddist með grænan, sjálflýsandi feld, að því er virðist vegna erfðagalla. Símamynd Reuter Nýnasistar fá útvarpsleyfi Danskir nýnasistar hafa fengið leyfi til að útvarpa dagskrá í bæjar- og sveitarfélögunum rétt sunnan Kaupmannahafnar. Leyfið, sem gef- ið er útvarpsstöð þeirra, Oasen, ger- ir ráð fyrir tveimur sex klukku- stunda útsendingum á viku, á mið- vikudögum og sunnudögum. En leyfið er háð ströngum skilyrðum sem eiga rætur í lögum. í útsending- unum má ekki ráðast á eða gera lít- ið úr neinum þjóðfélagshópum og dagskráin má ekki á neinn hátt hvetja til haturs gagnvart kynþátt- um, kynferði, trú eða þjóðerni. Verði brotið gegn þessum skilyrð- um verður útvarpsleyfið strax dreg- ið til baka. í sumar var umsókn nas- istanna um útvarpsrekstur hafnað og var einhugur um að gera það aft- ur. En slík höfnun brýtur í bága við lög og því var leyfið samþykkt. Leiðtogi nasistanna, Jonni Han- sen, segir að útvarpsleyfið sé gagns- laust þar sem Oasen verði að deila sendi með annarri útvarpsstöð. Sú vilji enga samvinnu. „Þetta er út- hugsuð aðferð til að leggja stein í götu okkar,“ sagði hann. ► Uppþvottavél Favorít 473 w 4 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns Ver& kr. 75.684,- Eldavél Competence 5001 F-w: 60 cm -Undir -og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. Ver& kr. 68.947, Undirborbsofn - Competence 5000 E - w.: Undir- oq yfirhiti, qrill oq blástur Verö kr. 59.990,- Þvottavél Lavamat 9200 VinduhraSi 700/1000 + áfanga -vindingujekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaSar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viSbótar- iiyB skolun, orku- notkun 2,0 kwst á lengsta kerfi Verð kr. 89.140, Kæliskápur, KS. 7231 nettólítrar, kælir 302 L, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæS 155, breidd 60, dýpt 60 Verð kr.73.674,- C Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. c Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vostfirðir: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi. ® Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafirði. _ Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar.Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. w Skagfirðingabúö.Sauðlrkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. xq Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. O Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. -Q Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirð’i. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. E Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. 3 Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfirði Þriggja ára ábyrgð á öllum ORMSSONHF Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.