Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Afmæli Hannes Þórður Hafstein Hannes Þórður Hafstein, fyrrv. forstjóri SVFÍ, Skeiðarvogi 113, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hannes fæddist á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1947, stundaði nám og þjálfun hjá US Coast Guard á öllum sviðum leitar og björgunarstarfa 1947-50, lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1951 og sótti ýmis námskeið erlendis í leitar- og björgunarstörfum og al- mennri slysavörn. Með námi var Hannes á síld- veiðum og við síldarvinnslu, var háseti á skipum Eimskipafélags- ins 1950-53, 3. og 2. stýrimaður þar 1953-63, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri 1963-64, erind- reki SVFÍ frá 1964, framkvæmda- stjóri þar frá 1973 og forstjóri SVFÍ 1986-93. Hannes gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir SVFÍ, m.a. vegna breytinga yfir í hægri umferð 1968, var hvatamaður að aðild SVFÍ að alþjóðasamtökum um Ör- yggisfræðslu sjómanna og stofnun Slysavarnaskóla sjómanna, var fulltrúi SVFÍ á ráðstefnum um slysavamir, hafði umsjón með Ár- bók SVFÍ og öðrum ritum félags- ins, og samdi fjölda greina og út- varps- og sjónvarpsþátta um slysavarnir. Meðal mikils fjölda viðurkenn- inga sem Hannesi hafa hlotnast má nefna tilnefningu sem Honor- ary Member of the British Emp- ire, 1978; riddarakross fálkaorð- unnar 1984; Das Verdienst Kreuz, 1. klasse 1984, og heiðursmerki sjómannadagsins úr gulli, 1992. Fjölskylda Hannes kvæntist 25.10. 1953 Sig- rúnu S. Hafstein, f. 18.12.1926, húsmóður. Hún er dóttir Stefáns Ingimars Dagflnnssonar, skip- stjóra hjá Eimskipafélagi íslands, og k.h., Júníönu Stefánsdóttur. Börn Hannesar og Sigrúnar eru Stefán Jón, f. 18.2. 1955, fjölmiðla- fræðingur og dagskrárgerðarmað- ur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Kristínu Sigurðardóttur textíl- hönnuði; Þórunn Júníana, f. 19.9. 1956, lögfræðingur og skrifstofu- stjóri; Sigrún Soffia, f. 30.12. 1963, BA í mannfræði og blaðamaður, gift Snæbirni Jónssyni rafmagns- verkfræðingi og er dóttir þeirra Soffia Lára, f. 6.3. 1993; Hildur Björg, f. 6.10. 1966, BA í félags- fræði og framhaldsskólakennari, gift Stefáni Mikaelssyni, BA í ís- lensku og nema i flugumferðar- stjóm, og er dóttir þeirra Sigrún Ósk, f. 27.11. 1991; Hannes Júlíus, f. 25.5. 1971, nemi í lögfræði, kvæntur Hrafnhildi Björgu Har- aldsdóttur, nema í viðskiptafræði. Systkini Hannesar: Ragnheiður Lára, f. 24.7. 1913, d. 21.8. 1971, húsmóðir; Jakob Valdimar, f. 8.10. 1914, d. 24.8. 1982, lögfræðingur og listmálari; Jóhann, f. 19.9. 1915, d. 15.5.1980, forsætisráðherra; Jón , f. 23.1.1917, tannlæknir; Þóra, f. 12.7. 1919, húsmóðir; Soffia, f. 21.2. 1921, húsmóðir; Þórunn, f. 20.3. 1922, d. 19.7. 1995, húsmóðir. Kjör- bræður Hannesar: Jakob Jóhann, f. 26.4. 1941, lögfræðingur; Jóhann- es Júlíus, f. 15.9. 1942, d. 18.5. 1977, stýrimaður. Foreldrar Hannesar vom Jó- hannes Júlíus Havsteen, f. 13.7. 1886, d. 31.7. 1960, sýslumaður og bæjarfógeti á Húsavík, og k.h., Þórunn Jónsdóttir Havsteen, f. 10.8. 1888,'d. 28.3. 1939, húsmóðir. Ætt Jóhannes Júlíus var sonur Jak- obs Valdimars Havsteen, kaup- manns og etazráðs á Akureyri, Jóhannssonar Gottfrieds Hav- steen, kaupmanns á Akureyri, Jakobssonar Havsteen, kaup- manns á Hofsósi, ættföður Haf- steinættarinnar hér á landi, og Marenar Jóhannsdóttur Birch. Móðir Jakobs Valdimars var Sophia Jacobina. Móðir Jóhannesar Júliusar var Thora Emelia Marie Jóhannes- dóttir Schwann, stórkaupmanns í Kaupmannahöfn. Þórunn var dóttir Jóns, fræðslustjóra og alþm., Þórarins- sonar, prófasts í Görðum, Böðv- arssonar. Móðir Þórunnar var Laura Havstein, systir Hannesar, Hannes Þórður Hafstein. skálds og ráðherra. Laura var dóttir Péturs, amtmanns á Möðra- völlum, bróður Jóhanns Gott- frieds. Móðir Laum var Kristj- ana, systir Tryggva, bankastjóra og alþm. Kristjana var dóttir Gunnars, prests í Laufási, Gunn- arssonar og Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur, ættföður Briemættarinnar, Guðbrandssonar. Hannes og Sigrún eru í útlönd- um. Ragnar Haraldsson Ragnar Haraldsson húsgagna- smíðameistari, Langagerði 58, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hann lauk námi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1945, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og iðnnám í húsgagnasmíði hjá Emil Hjartar- syni, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1951 og öðlaðist síðan meist- araréttindi. Ragnar starfaði hjá Emil þar til hann hóf sinn eigin rekstur 1955 en hann hefur rekið húsgagna- vinnustofú síðan, lengst af í Kópa- vogi. Ragnar hefur verið virkur fé- lagi í Tennis- og badmintonféalgi Reykjavíkur, TBR. Þá hefur hann starfað innan Oddfellowreglunnar og á sæti í dómnefnd húsagagna- smiða. Fjölskylda Ragnar kvæntist 29.12. 1951 Sigrúnu Einarsdóttur, f. 1.4. 1929, húsmóður. Hún er dóttir Einars Skúlasonar og Maríu Guðmunds- dóttur en ólst upp að miklu leyti á Torfalæk á Ásum hjá þeim hjónum Ingibjörgu Bjömsdóttur og Jóni Guðmundssyni. Sonur Ragnars og Sigrúnar er Haraldur, f. 15.11.1959, sjómaður í Reykjavík, en börn hans eru Ragnar, f. 20.2. 1981, Halla Ósk, f. 26.7. 1984, og Sigríður Elín, f. 18.1. 1988. Systkini Ragnars eru Jónas, f. 30.1. 1916, rafvirki í Reykjavík; Sigrún, f. 14.12. 1923, gift Hirti Haraldssyni, vélamanni í Reykja- vík; Jenný, f. 12.8.1928, gift Davíð Kr. Jenssyni, byggingameistara í Reykjavík; Þórey, f. 7.8. 1930, gift Pálma Kárasyni, vélstjóra í Reykjavík; Rannveig, f. 25.6. 1933, gift Hilmari Björgvinssyni, lög- fræðingi í Kópavogi; Haraldur, f. 10.7.1936, byggingameistari i Garðabæ, kvæntur Ingibjörgu Tómasdóttur; Björgvin, f. 14.5. 1938, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Amdísi Magnúsdóttur; Hilmar, f. 1.3. 1940, húsgagna- meistari í Kópavogi, var kvæntur Sigurbjörgu Þórðardóttur; Helga, f. 25.5. 1941, d. 3.1. 1991. Foreldrar Ragnars voru Harald- ur Jónasson, f. 6.8. 1885, d. 22.12. 1954, prófastur á Kolfreyjustað, og s.k.h., Guðrún Valborg Haralds- dóttir, f. 5.12. 1901, d. 20.9. 1990, húsmóðir. Ætt Haraldur var sonur Jónasar, prests í Sauðlauksdal, Bjömsson- ar, h. á Möðruvöllum í Kjós, Kortssonar, b. þar, Þorvarðarson- ar. Móðir Jónasar var Helga Magnúsdóttir, prests i Steinnesi, Ámasonar, og Önnu Þorsteins- dóttur, prests í Stærra- Árskógi, Hallgrímssonar. Móðir Haralds var Rannveig Gísladóttir, b. og hreppstjóra á Neðri-Bæ í Selárdal. Guðrún Valborg var dóttir Har- alds, fiskmatsmanns á Norðfirði, Ragnar Haraldsson. Brynjólfssonar og Þóreyjar Jóns- dóttur, skálds á Grænanesi, Dav- íðssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Davíðs var Sigríður Davíðsdóttir, systir Bjama í Viöfirði. Ragnar og Sigrún taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu í dag kl. 17.00-19.00. Til hamingju með afmælið 29. nóvember 90 ára Inga Karlsdóttir, Skólastíg 13, Akureyri. 80 ára Sigurður Sigurðsson, Birkivöllum 10, Selfossi. Sigurður er að heiman. Agna Guðrún Jónsdóttir, Barðavogi 1, Reykjavík. 75 ára Lucien Lúðvik Messiaen, Skólastíg 3, Akureyri. Jóhannes Bjarnason, Sólheimum 25, Reykjavík. Aðalheiður Jónsdóttir, Lönguhlíð 7A, Akureyri. 70 ára Guðmundur Guðbrandsson, blikksmiður, Eyjabakka 12, Reykjavík. Eiginkona Guð- mundar er Hjör- dis Alda Hjartar- dóttir póstíúll trúi. Guðmundur er að heiman á afmæl- isdaginn. Hlynur Júlíusson, Meistaravöllum 23, Reykjavík. Elfn Friðriksdóttir, Hjarðarhaga, Eyjafjarðarsveit. Guðrún Hannesdóttir, Maríubakka 26, Reykjavík. Hlöðver Jóhannsson, Kópavogshraut 1B, Kópavogi. Guðmann Skæringsson, Laufvangi 12, Hafnarfirði. 50 ára Jón Bjarni E. Stefánsson, Háeyrarvöllum 18, Eyrarbakka. Sigurður Jóhannsson, Túngötu 27, Siglufirði. Ásrún Baldvinsdóttir, Espigrand 3, Akranesi. Snorri Kristinsson, Tjamarbraut 17, Hafnarfirði. Sigurveig Oddsdóttir, Mörtungu 2, Skaftárhreppi. 40 ára Geirlaug M. Brynjólfsdóttir, Spítalavegi 1, Akureyri. Halldór Guðmundsson, Lækjarhúsi, Borgarh. 5, Borgar- hafnarhreppi. Guðmundur Elísson, Sælingsdal, Dalabyggð. Jakob Grétar Hauksson, Lönguhlíð 31, Vesturbyggð. Bjarni Már Bjamason, Flókagötu 62, Reykjavík. Gunnar Linnet, Fagrahergi 22, Hafnarfirði. Haukur Nikulásson, Skipasundi 7, Reykjavík. Ásta Aldís Búadóttir matreiðslunemi, Fellstúni 2, Sauðárkróki. Eiginmaður hennar er Trausti Jóel Helgason sendibílstjóri. Einar Marías Kjartansson Einar Marías Kjartansson stýri- maður, Háholti 32, Akranesi, er áttræður í dag. Starfsferill Einar fæddist í Efri-Miðvík í Aðalvík en ólst upp á Látrum í Aðalvík. Hann fór að heiman fimmtán ára og var þá til sjós á bátum og togurum frá ísafirði, Reykjavík og Siglufirði. Einar lauk stýrimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1946 og var síðan stýrimaður og skipstjóri eftir það á fiskibátum, að undanskildum tveimur árum er hann var á farskipum í lok sjó- mannaferils síns. Hann flutti til Akraness 1952 og hefur átt þar heima síðan. Einar kom í land 1972 og vann þá síðustu starfsárin við Sements- verksmiðju rikisins. Einar starfaði með skipstjóra- og stýrimannafélagi á Akranesi og hefur starfað í Oddfellowreglunni um árabil. Fjölskylda Eiginkona Einars er Þórdís Baldvinsdóttir, f. 8.8. 1919, hús- móðir. Hún er dóttir Baldvins Sig- urðssonar og Helgu Sveinsdóttur sem bjuggu að Höfða í Eyjafirði. Böm Einars og Þórdísar eru Sonja Hulda Einarsdóttir, f. 17.5. 1934, sjúkraliði í Hafnarfirði, gift Gísla Bjamasyni múrara; Sigríður Brynja Einarsdóttir, f. 12.9. 1942, hjúkrunarfræðingur á Akranesi, gift Ömólfi Þorleifssyni banka- stjóra; Fanney Lára Einarsdóttir, f. 28.8.1946, verslunarmaður í Kópavogi; Sólveig M. Einarsdóttir, f. 19.4.1952, verslunarmaður í Reykjavik, gift Kjartani Rafnssyni tæknifræðingi; Jakob Þór Einars- son, f. 14.1.1957, leikari, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Val- gerði Janusdóttur kennara. Foreldrar Einars: Kjartan Finn- bogason, sjómaður og bóndi í Aðalvík, og k.h., Magdalena Brynjólfsdóttir. Einar Marías Kjartansson. Ætt Kjartan var sonur Finnboga, b. í Efri-Miðvík, Ámasonar, b. í Neðri- Miðvík, Jónssonar. Móðir Kjartans var Herborg Kjartansdóttir. Magdalena var dóttir Brynjólfs, b. á Látram og síðar á Sléttu, Þor- steinssonar, b. í Atlavík, Snæ- björnssonar, b. í Tungu I Skutuls- flrði, Jónssonar. Móðir Magdalenu var Ingibjörg Hermannsdóttir, b. á Sléttu, Sig- urðssonar. Einar verður að heiman á af- mælisdaginn. •• 903 • 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.