Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö j hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháÖ dagblaö MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Hálft kíló vantar í póstpokann Akranes: Fram- kvæmda- ’ stjórinn keypti Krossvík Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: 28 ára Kópavogsbúi dæmdur í 15 mánaða fangelsi í morgun: Neytti aflsmunar við að nauðga öðrum karlmanni Bæjarstjóm Akraness samþykkti einróma í gær samkomulag, sem gert hafði verið við Svan Guð- mundsson um kaup hans á 99,47% hlutafjár í útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækinu Krossvík hf. á Akra- nesi. Svanur, sem er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, greiðir 20 millj. Kr. fyrir hréfin, 3,4 milljónir innan ars en eftirstöðvarnar á 10 árum. Til að samkomulagið sé uppfyllt þarf Svan að afla fyrirtækinu að minnsta kosti 60 milljóna í hlutafé fyrir 15. desember. Stefnt er að því að hlutahafar verði að minnsta kosti fjórir með 10-20 milljónir hver og þá veröur að vera kominn vilja- yfirlýsinbg frá lánardrottnum um skuldbreytingu áhvílandi lána. 28 ára Kópavogsbúi var í morg- un dæmdur i 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa neytt karlmann á svipuðum aldri til samræðis við sig með liflátshótunum á heimili hans að morgni aðfangadags síð- astliðins. 1 dómnum kemur fram að sakborningurinn hafi verið mun aflmeiri enda langþjálfaður íþróttamaður. Sakborningurinn er einnig dæmdur til að greiða fóm- arlambinu 400 þúsund krónur í skaðabætur. Mennirnir tveir þekktust ekki fyrir en hittust á öldurhúsi á Þor- láksmessukvöld og aðfaranótt að- fangadags. Síðan héldu þeir til heimilis sakborningsins þar sem þeir héldu áfram að drekka. Dóm- urinn telur sannað að mennimir hafi síðan sofnað. Frásögn kær- andans var á þá leið að hann hafi vaknað með húsráðanda ofan á sér, berjandi sig, og hann tekið sig kverkataki. Hann hafi viti sínu fjær af skelfingu hlýtt manninum sem hafi sest klofvega ofan á sig í sófa og síðan haldið sér á grúfu. Eftir þetta hafi maðurinn haft við hann samfarir. Kærandinn kvaðst hafa grátið af sársauka. Læknisrannsókn leiddi í ljós ýmsa áverka á þolandanum sem benti bæði til átaka og kynferðis- maka. Dómurinn tók einnig mið af því að mikill munur var á líkams- burðum mannanna tveggja - sak- bomingurinn væri 187 sentímetr- ar á hæð og 84 kíló en hinn 171 sentímetrar og 70 kíló. Auk þess hefði sakbomingurinn verið vel þjálfaður íþróttamaður og vöðva- stæltur. Einnig var stuðst við framburð hjóna í sama húsi og verknaður- inn var framinn. Þau vöknuðu við vein og grát en stuttu síðar bank- aði fórnarlambið buxnalaust og í mikilli geðshræringu upp á hjá fólkinu og bað um aðstoð í örvænt- ingu. Már Pétursson, héraðsdóm- ari á Reykjanesi, kvað upp dóm- inn í morgun. -Ótt Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Það hefur komið í ljós að það vantar hálft kíló í þá vigt sem var á póstpokanum áður en hann var rif- inn upp af þjófum í Leifsstöð á sunnudag. Talið er að það séu send- ingar, sennilega tvær, þar sem ekki er hægt að ná í eigendur. Við aðra er búið að hafa samband. í einni sendingunni var illa far- inn gripur en aðrar sendingar em óskemmdar. Það var lán i óláni að laugardagspósturinn er ávallt lítill og svo var í þessu tilfelli, 12-14 sendingar. Fólk hringdi mikið í Leifsstöð eftir að það hafði lesið fréttina um þjófnaðinn í DV á mánudagsmorgun. Annar pokinn var á vegum póstyfirvalda hér á landi á leið til Lúxemborgar en hinn kom frá New York en ekki á vegum póstyfirvalda hér. Sá var einnig á leið til Lúxemborgar, - mikið skemmdur, rifinn og tættur, og erfítt að ná í sendendur og eigendur þess pósts. , Flugöryggi er vísvitandi fært niður „Með því að grípa til neyðaráætl- unar 1. janúar er vísvitandi verið að færa þjónustustig og flugöryggi nið- ur. Það er mjög alvarlegt mál,“ seg- ir Karl Alvarsson flugumferðar- stjóri. Biðstaða er í deilu flugumferðar- stjóra og ríkisins. Verið er að undir- búa notkun varaáætlunar þegar uppsagnir flugumferðarstjóra taka gildi. Þá verða aðeins 32 flugumferð- -árstjórar við störf. -GHS Akranes: Minnsta at- vinnuleysi í fjögur ár Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Eitthvað virðist vera að rofa til í atvinnumálum á Akranesi. Sam- kvæmt þeim tölum sem birtar voru um atvinnuleysi í október er at- vinnuleysi 4,15% af mannafla og er þáð minnsta atvinnuleysi frá 1992. Þá var það 4,48% - 1993 5,74 % og 1994 6,06%. L O K I Heiðar bóndi Kristjánsson með hrútinn sem grafinn var í fönn í rúman mán- uð. Hann sýndi ánum strax áhuga þegar hann kom í hús. DV-mynd Magnús Ólafsson Vinnumarkaðurinn: Ágreiningur í dag mun að öllum líkindum koma í ljós hvort aðilar vinnumark- aðarins ná samkomulagi um leið- réttingar á launum ASÍ-félaga eða hvort gildandi kjarasamningum verður sagt upp. Launanefnd kemur saman klukkan 13 í dag og þá munu fulltrúar ASÍ ganga á fund ríkis- stjórnarinnar síðar í dag. Samkvæmt heimildum DV er nokkur ágreiningur um það innan ASÍ hvort rétt sé að segja upp samn- ingum. Efasemdir er einkum að finna meðal fulltrúa Verslunar- um uppsögn mannafélags Reykjavíkur. Ekki náð- ist í Magnús L. Sveinsson, formann félagsins, í morgun, en hann var einn aðalræðumannanna á útifundi sem haldinn var í haust þar sem samþykkt var að fara út í aðgerðir. Af hálfu VSÍ hefur verið boðið að hækka eingreiðslur til launþega um 12 þúsund krónur, sem greitt yrði í tvennu lagi, en það telur ASÍ ekki nægjanlegt og vill leiðréttingar á töxtum. Fyrir liggur að segi ASÍ upp sínum samningum muni BSRB gera slíkt hið sama. -kaa Lambhrútur grafinn lifandi úr fönn eftir 33 daga: Fór strax aö sinna ánum í fjárhúsinu Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Það voru 33 dagar frá því lamb- hrút á Hæli í Torfalækjarhreppi fennti þar til Heiðar bóndi Krist- jánsson fann hann lifandi. Hrútur- inn hafði lent í skurðenda í óveðr- inu í október og þykkur skafl komið yfir hann. Síðan hafði bráðnað það frá honum að hann gat aðeins hreyft sig en fóður hafði hann ekk- ert. Hrúturinn, sem var 50 kg í haust og hafði því miklum forða að brenna, var búinn að naga skurð- bakkann niður í svartan svörð en var ekki verr á sig kominn en svo að um leið og mokað haföi verið ofan af honum og hann dreginn upp hljóp hann út á túnið. Þegar hann var settur inn í hús aðeins síðar til ánna var náttúran fljót að segja til sin og fannst honum ekkert sjálf- sagðara en sinna sínu hlutverki gagnvart þeim, enda settur á sem kynbótagripur. Veðrið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun verður vaxandi austan- og suðaustanátt með slyddu eða rigningu við suð- urströndina en annars þurrt. Hlýnandi veður. Veðrið í dag er á bls. 52

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.