Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 11 Fréttir Bíl stolið frá ungum námsmanni: Fann bílinn aftur „berstrípaðan" „Núna átta ég mig á hvaö glæpa- mennskan er orðin grimm hér. Ég var heppinn að finna aftur bilinn en allt sem í honum var er horfið,“ seg- ir Lárus Guðbjartsson, 17 ára náms- maður, sem missti Toyotabifreið sína í hendur þjófs stutta stund nú í vikunni. Lárus þurfti að skila spólu á myndbandaleigu í austurbænum á mánudaginn og var svo ógætinn að hann skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan leiguna meðan hann skaust inn. Þegar hann kom út var bíllinn horfinn. Lögreglu var tilkynnt um málið en hafði fátt til ráða annað en aö láta lýsa eftir bílnum. Lárus ákvað ásamt hópi kunningja að gera eitt- hvað í málinu sjálfur og hófú þeir leit í hverfinu. Eftir stutta stimd komu þeir auga á bílinn og kölluðu á lögregluna. Þegar að var komið reyndist bíll- inn vera í góðu ásigkomulagi að öðru leyti en því að búið var að „berstrípa" hann eins og Lárus orð- ar það. Geislaspilari var m.a. horf- inn og einnig myndbandstæki sem var í aftursætinu. Tjón sitt metur hann á 150 til 160 þúsund krónur. „Ég geri það ekki aftur að fara úr bílnum og skilja hann eftir í gangi. Það er í honum þjófavamakerfi en slíkt dugar skammt ef lyklamir em í og bíllinn í gangi,“ sagði Láras. -GK Ábyrgðarmenn á námslánum: Ríkisendurskoðun getur haft sína skoðun og ég mína - segir Gunnar Birgisson, formaður stjórnar LÍN „Ríkisendurskoðun getur haft sína skoðun og ég mína. Lánasjóður- inn verður eins og aðrar lánastofn- anir að tryggja sig til að lágmarka tapið. Það er alveg ljóst að affoll og afskriftir myndu aukast verulega ef það væm engir ábyrgðarmenn á lánunum,“ segir Gunnar Birgisson, formaður stjórnar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð- unnar um LÍN er þeirri spumingu velt upp hvort réttlætanlegt sé að krefja námsmenn um ábyrgðar- menn fyrir námslánum. Lánin séu í raun námsaðstoð og hætt sé við að þeir námsmenn sem ekki geti útveg- að sér ábyrgðarmenn þurfi að hverfa frá námi þrátt fyrir það hlut- verk sjóðsins að veita fólki tækifæri til náms óháð efnahag. Gunnar segir að án ábyrgðar- manna yrði sjóðurinn að verða sér úti um auknar tekjur til að mæta auknum afskriftum, til dæmis með hærri vöxtum. Að öðrum kosti myndi sjóðurinn ganga á eigið fé. Þá segir Gunnar það mismunun gagn- vart skilvísum lánþegum að gefa þeim óskilvísu kost á að komast frá teknum lánum, til dæmis með því að láta lýsa sig gjaldþrota. -kaa Ábyrgðarmenn á námslánum: Útiloka ekki ábyrgð- armenn í réttlátu námslánakerfi - segir Guðmundur Steingrímsson formaður „Lykilatriðið er að hafa náms- lánakerfi sem menn geta staðið í skilum við. í slíku kerfi gæti það þjónað praktískum tilgangi að hafa einhvers konar ábyrgðarmenn. Ég vil því ekki útiloka ábyrgðarmenn í réttlátu lánakerfi," segir Guðmund- ur Steingrímsson, formaður Stúd- entaráðs. Guðmundur tekur undir þá spurningu sem Ríkisendurskoðun varpaði nýverið frarn í skýrslu um LÍN hvort rétt sé að krefja náms- menn um ábyrgðarmenn þegar þeir taka lán hjá sjóðnum. í því sam- bandi segir Guðmundur að vegi þyngst að námslán séu fjárfesting í menntun þar sem ríkið hljóti að taka á sig einhverja áhættu. í raun sé það hagur ríkisins að mennta sem flesta og til að það sé hægt þurfi öflugt námsaðstoðarkerfi. Að sögn Guðmundar felur krafan um ábyrgðarmenn í sér hindrun fyr- ir suma námsmenn. Á forsendum sjóðsins sé slíkum einstaklingum ekki veitt tækifæri til náms án til- lits til efhahags. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því litið að ábyrgðarmenn kalli á aukna ábyrgð- artilfinningu hjá lánþegum. í raun standi spumingin því um það að hafa endurgreiðslur ekki þyngri en svo að venjulegir launamenn geti staðið undir þeim. -kaa Heiri Norölendinga í trúnaðarstöður hjá ASÍ Örn Þórarinsson, DV, Fljót: Á 24. þingi Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið var fyrir skömmu, urðu talsverðar umræður um hlutdeild Norðlendinga í trúnað- arstörfum inn£m ASÍ, ekki síst í miðstjóm þar sem aðeins einn Norðlendingur á sæti í 21. manna stjóm. Hlutfall Norðurlands er því aðeins 4,8% og þingfúlltrúar telja það i algeru ósamræmi við fjölda fé- lagsmanna innan ASÍ á Norður- landi. Á þinginu var samþykkt tillaga þar sem miðstjóm Alþýðusambands Norðurlands er falið að skoða sér- staklega með hvaða hætti megi auka áhrif Norðlendinga á stjómun og ákvarðanatöku innan ASÍ og skal miðstjómin senda aðildarfélögum tillögur sínar fyrir lok janúar á næsta ári og fylgja þeim síðan eftir á þingi ASÍ næsta vor. Glæsileg verðlaun í Jólaleik Bónus Radíó safemode, dagsetningu og klukku, 60 númera símaskrá með nöfnum o.fl. o.fl. Aðalvinningurinn verður dreg- inn út á Þorláksmessu og er sér- staklega glæsilegur: CMC 486DX4/100 fullbúin margmiðlun- artölva að verðmæti 202.840 krón- ur. Tölvan hefúr 8 MB vinnslu- minni, 540 MB harðan disk, PCI skjákort, 16 bita hljóðkort meö fjar- stýringu, 3,5” 1,44 MB disklingadrif, innbyggt 4 hraða geisladrif CD- ROM, tvo 40 vatta hátalara, Sam- sung 17” Gli SyncMaster S-VGA lágútgeislunarlitaskjá, 2880 bps modem, Internettengingu í mánuð, 2 raðtengi, 1 hliðtengi, 1 leikjatengi, hnappaborð með íslenskum stöfum, straumlínulaga mús, músarmottu og Windows 95. Allir sem svara þremur spurn- ingum rétt komast í vinningpottinn og geta unnið YOKO ferðatæki eða AFFINITY GSM-síma. Þeir fara síð- an áffarn í aðalpottinn og eiga því kost á að vinna CMC 486DX4/100 margmiðlunartölvuna á Þorláks- messu. Mikil þátttaka hefur verið í Jólaleik Bónus Radíó sem hófst sl. laugardag en þá fylgdi glæsileg jólagjafahand- bók Bónus Radíó DV. Þátttakendur skipta hundraðum á hverjum degi enda er auðvelt að taka þátt í leiknum. Allt sem þarf er eitt símtal í síma 904 1750 og kostar mínútan 39,90 kr. Þar heyra þátttak- endur þrjár léttar spumingar úr jólagjafa- handbókinni. Þegar þeim hefur verið svar- að lesa þátttakendur inn nafn, heimilisfang og símanúmer. Dregið er úr réttum lausnum á hverjum degi og nöfn vinningshafa birt í DV. Glæsileg verðlaun eru í jólaleikn- um. Alla daga ffá mánudegi til fostudags er dregið út YOKO YPR- 200 AM/FM/LW, FM stereo út- varpstæki meö segulbandi að verð- mæti 3.990 krónur. Tækið gengur fyrir rafmagni eða rafhlöðum og er með tengi fyrir heyrnartól. Á laugardögum verður dreginn út AFFINITY 930, lítil og handhæg- ur en sérlega öflugur GSM-sími að verðmæti 54.890 krónur. Hann hef- ur 15 mismunandi hringingar, 5 styrkstillingar á hringingu, Cundig 28* ffiasjónvarp Litasjónvarp með Black Matrix myndlampa, fjarstýringu, 2x15 W Nicam Stereo, textavarp, CTI litakerfi, valmyndakerfi, 2x Scart tengi, fjölkerfa móttakari. GfÓNTORPSMIDSTÖBIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMl 568 9090 • OPIÐ LAUGARD. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.