Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 nn Sparkaði Árni viljandi eða óvilj- ani í Össur. Móðursýki í blöðunum „Þetta er ekki annað en móð- ursýki í blöðunum, hreint blaður og rugl. Við Össur vorum bara að gantast." Árni Johnsen, í Tímanum. Kolamoli „Ég fékk stundum að heyra „rasistabrandara". Var stundum kallaður kolamoli eða „Black bull.“ Kolapo Mobee, f Alþýðublaðinu, um veru sína í dreifbýlinu. Ummæli Landsföðurímyndin bráðnar „Það er umhugsunarefm hvers vegna landsföðurímyndin bráðn- ar ævinlega af forsætisráðherra þegar hann finnur sig knúinn til að tjá sig um samskipti íslands og Evrópusambandsins." Jón Baldvin Hannibalsson, í Tímanum. Heimili jólasveinsins „Flestir í heiminum vita að heimili jólasveinsins er i Korvatunturi í Norður-Lapp- landi.“ Tom Söderman sendiherra, í DV. Sjálfseyðingarhvötin „Það er ákveðinn hópur sem virðist haldinn þessari sjálfseyð- ingarhvöt.“ Óli H. Þórðarson, í Tímanum, um ein- staka hjólreiðamenn. Þetta bréf var póstlagt í Shang- hai árið 1939. Fimmtíu árum síð- ar kom það með póstinum. Sögur af póstþjónustu Það hefur komið fyrir flesta að fá ekki bréf á réttum tíma og stundum hefur það tekið nokkr- ar vikur að skila sér en það eru til dæmi um sendingar sem hafa verið áratugi á leiðinni. Þekkt dæmi er bréf sem sent var frá Shanghai til Englands og kom í réttar hendur fimmtiu árum síðar. Þaö var af öllum lík- indum stoppað í byrjun af nasist- um. Það sem gerir þetta bréf sér- Blessuð veröldin stakt er að í horni þess stendur „Via Quickiest Route“ sem laus- lega þýðir að bréflð eigi að fara fljótustu leið. í þessu bréfi var meðal annars bónorð til konu. Þetta er ekki einsdæmi. Það tók bréf, sem sent var til Thelmu Hawkens í Nebraska þar sem sagt var frá fæðingu barns, fimmtíu og eitt ár að berast til réttra aðila. Þegar bréfið komst í réttar hendur var barnið, sem var stúlka, orðið amma. Það eru líka til sögur af ótrú- legri þjónustu hjá póstþjónust- unni. Frú Nancy Feldman í Mar- yville í Bandaríkjunum fékk bréf frá Englandi frá bréfritara sem hafði sett hana í skakka borg og ekki munað götuheitið en hafði teiknað kort af götunni sem hún bjó í aftan á umslagið. Á ein- hvern ótrúlegan hátt skilaöi bréfið sér rétta leið. DV Hægt hlýnandi veður í dag verður breytileg eða suð- vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi norðvestan til en annars gola. Víð- ast verður þurrt og yfirleitt léttskýj- að í innsveitum. Frost 2 til 6 stig inn til landsins en hiti 1 til 5 stig á Vest- urlandi og með norðurströndinni. Veðrið í dag Austan- og suðaustankaldi í nótt með hlýnandi veðri. Á höfuðborgar- svæðinu verður austan gola eða kaldi og hætt við slydduéljum fram- an af morgni en síðan þurrt. Hiti 0 til 2 stig í dag en hægt hlýnandi í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.53. Sólarupprás á morgun: 10.41. Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.30. Árdegisflóð á morgun: 00.30. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri léttskýjað -1 Akurnes léttskýjaö -4 Bergsstaðir hálfskýjaó -2 Bolungarvik léttskýjað 4 Egilsstaðir hálfskýjaó -6 Keflavíkurflugvöllur snjóél 1 Kirkjubœjarklaustur léttskýjað -3 Raufarhöfn alskýjað -.2 Reykjavík alskýjaó 0 Stórhöfði alskýjaö 2 Helsinki alskýjaö -4 Kaupmannahöfn skýjað 3 Ósló alskýjaú -2 Stokkhólmur skýjaó 0 Þórshöfn alskýjaó 5 Amsterdam þoka 5 Chicago heiðskírt -10 Feneyjar þoka 7 Frankfurt súld 2 Glasgoui skýjað 8 Hamborg súld 3 London skýjað 9 Los Angeles heiðskirt 16 Lúxemborg þoka 1 Madríd hálfskýjaó 3 Malaga heiðskírt 10 Mallorca léttskýjaó 6 New York snjókoma 3 Nice léttskýjað 6 Nuuk snjókoma -4 Orlando rigning 22 París heiðskírt 1 Róm þokuruðn. 6 Valencia léttskýjað 7 Vín rigning 2 Winnipeg heiöskírt -19 Landsleikur í handbolta Það rennur upp stór stund í handboltanum i kvöld þegar ís- lendingar mæta Pólverjum í Kaplakrika. Leikur þessi er liður í Evrópukeppninni og er talið að við verðum að vinna Pólverja bæði heima og úti til að eiga möguleika en með okkur í riðli eru Rússar og Rúmenar. Það komast tvö lið áfram. íþróttir Rússar eru taldir öruggir um áframhaldandi þátttöku en bar- áttan um annað sætið er á milli Rúmena og íslendinga. íslending- ar mæta með sterkasta lið sitt í Kaplakrikann sem er orðinn nokkurs konar heimavöUur ís- lenska landsliðsins í handbolta. Leikurinn hefst kl. 20.30. Skák Svartur berst um af veikum mætti í meðfylgjandi stöðu frá ný- loknu skákþingi Islands en treystir á að riddarinn geri hvítum erfitt fyrir að innbyrða vinninginn. Hannes Hlífar Stefánsson, sem varð efstur ásamt Jóhanni Hjartar- syni, hafði hvítt gegn Magnúsi Erni Örnólfssyni. Hann var fljótur að gera út um taflið. Bergsteinn Þór Jónsson matartækninemi: Hef alltaf haft gaman af að búa til mat Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar það kom í ljós aö nemi i matartækni, Bergsteinn Þór Jóns- son, yrði að vinna átta mánuði kauplaust fullan vinnudag í eld- húsinu á Landspítalanum til að öðlast réttindi sín. Slíkt þekktist áður fyrr í sambandi við iðnnám, flestir héldu að slíkt væri löngu liðin tíð en annað kom í ljós. Það voru fleiri en Bergsteinn sem hófu sömu vinnu á Landspítalanum en gáfust upp enda erfitt að sætta sig við í þjóðfélagi nútímans að vinna Maður dagsins fullan vinnudag án launa. Berg- steinn Þór ætlar þó að þrauka og i stuttu spjalli var hann fyrst spurð- ur hvað matartæknir væri: „Þetta er matargerð fyrir sjúk- linga sem ekki mega láta hvað sem er fara ofan í sig. Það eru til dæm- is sjúklingar sem eru með maga- sár. Þetta er nokkuð sérhæft nám þar sem undirstaðan er að þekkja hvað er í hverri fæðu fyrir sig og Bergsteinn Þór Jónsson. hver áhrif hún hefur.“ Bergsteinn sagði að matartækn- ir væri ekki eingöngu í vinnu á spítölum. Hann væri einnig i vinnu í mötuneytum. „Námið er tvö ár í skóla og síðan tekur við þessi átta\ mánaða starfsþjálfun sem felst i því að ég vinn frá sjö á morgnana til kl. tvö á daginn í eld- húsinu. Síðan tekur við á spítalan- um verkefnavinna frá klukkan tvö til hálffjögur. - Bergsteinn sagði að hann væri enn launalaus og ætlaði að halda það út. „Iðnnemasambandið er að vinna í þessu máli en það hefur ekkert skeð annaö en vakin var at- hygli á þessu. Bergsteinn sagði að hann hefði snemma fengið áhuga á matargerð: „Ég var fljótt farinn að hringla í pottunum hjá mömmu og gera ýmsar tilraunir en ég er nú samt að gæla við þá hugmynd þeg- ar þessum tíma lýkur og ég hef lok- ið náminu að fara aftur í mennta- skóla. Annars hef ég hef alltaf haft gaman af því að búa til mat.“ Bergsteinn er 21 árs og býr í for- eldrahúsum. Þegar hann var spurður um áhugamál sagðist hann safna kvikmyndum á mynd- böndum og væri hann að koma sér upp góðu safhi mynda.“ Myndgátan Skóflustunga 43. HfB+! og þetta nægði svörtum, sem kaus að gefast upp. Ef 43. - HxfB 44. g5+ Kh6 45. gxfB og eftirleikurinn er auðveldur. Jón L. Árnason Bridge Hér er spil úr sterkri sveitakeppni í síðasta mánuði í Danmörku sem olli mikilli sveiflu. Sagnir gengu þannig i lokuðum sal, vestur gjafari og allir á hættu: * Á108 V D6 * 1074 4 KG754 4 KD76 44 G1052 4 KD962 * — * 4 * Á73 * Á * ÁD1098632 Vestur Norður Austur Suður 24 pass 34 54 pass pass 54 pass pass Dobl 544 pass 5* pass pass 6* p/h Tveggja tígla opnun vesturs var gervisögn og lýsti veikri hendi með minnst 4-4 i hálitum. Þrír tíglar báðu vestur um að velja hálit. Pass norðurs á fimm spaða var krafa og lýsti ein- hverju af punktum og með það fyrir augum sagði suður hina upplögðu slemmu. UtspO vesturs var reyndar hjarta þannig að suður fékk 13 slagi í þessum samningi. Sagnir gengu hrað- ar fyrir sig í opnum sal þar sem spilin voru sýnd á töflu: Vestur Norður Austur Suöur L. Blakset D. Shaltz Soren P. Shaltz 2»4 pass 4* 6* pass , 7* p/h Opnun vesturs á tveimur hjörtum lýsti veikri hendi með báða háliti og Peter Shaltz, sem sat í suður, ákvað að skjóta á 6 lauf. Hann grundvallaði sögn sína á því að norður ætti senni- lega eitt eða ekkert hjarta og ef hann ætti ekki laufkónginn lægi hann sennilega fyrir svíningu. Dorthe Shaltz, eiginkona Peters, taldi sig eðli- lega eiga fyrir hækkun í alslemmu með spaðaás og góðan laufstuðning og áhorfendur biðu með öndina í hálsin- um eftir útspili Lars Blakset. Eftú- langa yfirlegu ákvað Lars að spila út spaða og sveitin græddi 16 impa á spil- inu í stað þess að tapa 13 impum. ísak Örn Sigurðsson * G9532 44 K984 •f G853 * —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.