Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 7 Innifokuðu fólki bjargað úr brennandi fjölbýlishúsi Ótrúlegir atburðir í Reykjavíkurhöfn LS v , Ottar Sveinsson er jafnframt höfundur metsöiubókar síöasta árs. Útkall Alfa TF-SIF Dv Sandkorn Fjárhúsabændur Þaö hefur viljað bera við að fólk kalli þá sem eiga og reka gróöurhús gróöurhúsa- bændur. Sjálfir vilja þeir kalla sig og vera kall- aðir garð- yrkjubænd- ur. Þeim er því afar illa við orðið gróðurhúsabændur. Sauðfjárbænd- um var lengi lítið gefið um garö- yrkjubænduma og kölluðu þá aldrei annaö en gróðurhúsabændur til aö stríða þeim. Þá fann einhver snjall garðyrkjubóndi upp á því að kalla sauðfjárbændur fjárhúsabændur. Eftir það hættu sauðfjárbændur stríðninni og kalla garðyrkjubænd- ur sínum rétta titli. Áfram, strákar Rígur milli íþróttafélaga, þar sem þau eru tvö eða fleiri f sveit- arfelaginu, er mikill viða um land. Mest er þetta áberandi í Vestmanna- eyjum, á Ak- ureyri og í Hafnarfirði. Undanfarið hafa verið uppi miklar deilur á Akureyri vegna þess að Þórsarar vilja láta bæinn byggja fyrir sig nýtt íþrótta- hús. Það vilja KA-menn ekki og hin- ir virtustu borgarar á Akureyri eru með skitkast hveijir í aðra í Degi vegna málsins. Þá deila félögin hart í Vestmannaeyjum. Týrarar vilja leggja félögin niður en mynda í staðinn eitt félag sem fengi veruleg- an styrk frá bæjarfélaginu til að greiða upp skuldir félaganna. Þetta mega Þórsarar ekki heyra nefht og allt situr fast. Sennilega er þessum félagaríg best lýst af gamla lands- liösmanninum i knattspymu, Viðari Halldórssyni, úr FH í Hafnarfirði. Hann segir í viðtali við Fjarðarpóst- inn að hann sé svo mikill FH-ingur að hann geti ekki æpt á vellinum „Áfram, Haukar!" Og þegar sonur hans fór að leika körfuknattleik með Haukum sagðist hann bara hafa hrópað: „Áfram, strákar! Óþekkt stærð Einhver sem nefnir sig Grim skrifar pistil í sið- asta Bænda- blað og segir að konur séu bara ekki taldar með þegar rætt er um bændur í landinu. Þær séu þar óþekkt stærð. Síðan segir hann:„Þegar rætt er við „karlkynsbændur" kem- 'ur oft fram að þeir telja konur sínar og böm upp með bústofninum - ein kona, 300 kindur og 12 hross. Á stundum er uppröðunin á annan hátt, t.d. 12 hross, 300 kindur og ein kona ...“ Vegna þessa hlýtur maður að spyrja hvort það sé virkilega rétt aö ekki sé lengur þörf fyrir Kvenna- listann? Stutt gaman Það er ekki oft sem mað- ur sér góðan húmor í leið- umm blaða. Skiptir þá ekki mái hvort um er að ræða dag- blöðin eða héraðsfrétta- blöðin. í hinu ágæta og vaxandi héraðsfrétta- blaði Borg- firðingi er sérstakur leiðari í síð- asta tölublaði. Fyrirsögnin er Stutt gaman, skemmtflegt. Leiðarinn er örstuttur og hefst á þessum orðum. „Að þessu sinni veröur leiðarinn bara stutt gaman en skemmtilegt vegna þrengsla i blaðinu ... Síðan koma 12 línur þar sem rætt er um breytingar sem orðið hafa á eignar- aðild orkufyrirtækjanna á Akranesi og í Borgamesi. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Grindavík: Hættumat gert vegna hraunflóða Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Við erum að gera almenna úttekt á hraunflóðavá í nágrenni Grinda- víkur og hvaða möguleikar eru á því aö eldvirkni valdi usla í nágrenni bæjarins. Það er ekki verið að skoða einn ákveðinn möguleika," sagði Páll Imsland, jaröfræðingur hjá Raunvís- indastofhun Háskólans, í viðtali við DV. Raunvisindadeildin er að gera hraunflóðahættumat fyrir Grindavík og gert er ráð fyrir að skila skýrslu til Grindavíkurbæjar á næsta ári. Vegagerðin er að undirbúa og hanna veg sem myndi liggja austur með ströndinni frá bænum og tengja Reykjanesið við Suðurlandið. Að sögn Páls vaknar sú spurning hvort hægt væri að nota þennan veg í leiðinni sem varnargarð til að tefja fyrir hraunstraumi. Það er ekki fyr- ir fram séð hvort hann nýttist en ef hugmyndin er jákvæð væri snjallt að nota hann. Þeir jarðfræðingar sem DV hafði tal af sögðu að fátt benti til yfirvofandi eldsumbrota á Reykja- nesi, en þar hefur ekki gosið síðan 1340. Þeir segja að Grindavík sé ekki í meiri eldgosahættu en önnur bæj- arfélög á Reykjanesi. Hun er komin:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.