Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 Útlönd Stuttar fréttir *>v Þúsundir Parísarbúa í vandræöum vegna verkfalls járnbrautarstarfsmanna: Fótgangandi til vinnu eða sníktu sér bílfar Þúsundir Parísarbúa héldu fót- gangandi til vinnu í morgun eftir að þeir komu að lokuðum dyrum á járnbrautarstöðvum og margir reyndu að sníkja sér far með geð- stirðum bílstjórum á sjötta degi verkfalls járnbrautarstarfsmanna sem hefur valdið gífurlegu umferð- aröngþveiti. Umferðarhnútar tóku að myndast þegar fyrir dögun á helstu þjóðveg- um inn til Parísar og að sögn emb- ættismanna var búist við að ástand- ið yrði enn verra en í gær þegar hnútarnir voru rúmlega þijátíu kílómetra langir. Verkalýðsfélögin, sem eru að mót- mæla áformum ríkisvaldsins um að endurskipuleggja ríkisjárnbrautirn- ar (SNCF), eru þegar farin að ræða að framlengja vinnustöðvunina framundir lok vikunnar. Þrjár af ijórum leiðum hraðlesta í nágrenni Parísar hafa stöðvast og svo til engir strætisvagnar voru á ferðinni. SNCF sagði að lestir út á lands- byggðina gengju, að undanskildum sex ferðum hraðlestarinnar nýju undir Ermarsundsgöngin og tveim- ur ferðum milli Parísar og Brussel. Verkalýðsfélögin og stjórnendur jámbrautarfélagsins ræddust við í fimm klukkustundir í gær þar sem starfsmenn höfnuðu áætlun ríkis- stjórnarinnar um endurskipulagn- ingu járnbrautanna sem eru skuld- um vafnar. Verkalýðsfélögin óttast að áætlunin leiði til uppsagna starfs- Þessir frönsku járnbrautarstarfsmenn í verkfalli settu upp kjötkveðjuhátíðargrímur f borginni Lille í norðurhluta landsins í gær en þrátt fyrir það er þungur hugur í mönnum. Símamynd Reuter fólks og að frestað verði að fólk kom- ist á eftirlaun fimmtugt. Jean Bergougnoux, stjórnarform- aður SNCF, hélt uppi vömum fyrir áform ríkisvaldsins og sagðist vona að lausn fyndist. „Óþægindin fyrir viðskiptavini okkar era farin að verða svo mikil að ég tel óhugsandi að ekki verði fund- in lausn,“ sagði stjórnarformaöur- inn. Verkfall járnbrautarstarfsmanna er alvarlegasta aðgerðin til þessa til að mótmæla áformum stjórnvalda um róttæka uppstokkun á velferðar- kerfinu franska. Reuter Friðaráætlun á írlandi John Major, forsætisráðherra Breta, og John Bruton, írskur starfsbróðir hans, komust að samkomulagi um að viðræður um framtíð Norður-írlands hefj- ist í febrúar á næsta ári með þátt- töku allra aðila. Þá var samið um að koma á fót alþjóðlegri nefnd um afvopnun gagnstæðra fylk- inga á Norður-írlandi. Hersveitir sendar Allt virðist tO reiðu að 60 þús- und hermenn verði sendir til friðargæslu í Bosníu en NATO og yfirvöld i Moskvu hafa samið um þátttöku Rússa. í öndunarvél Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikkalnds, 76 ára, var í öndunarvél eftir meðferð gegn lungnabólgu en vandamál komu upp í starfsemi lungna og nýra. Eldflaugaárás Elflaug, sem skotið var á ísra- el frá Líbanon, kann að eyða bjartsýni um frið á svæðinu. Olíubanni aflétt Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur aflétt 22 ára gömlu banni við útflutningi á olíu frá Alaska. Lama endurfæddur Kínverjar segja að sex ára „sál- ardrengur" í Tíbet sé Panchen Lama endurfæddur. Ógnar hann þar með stöðu Dalai Lama sem annars heilagasta mannsins i Hi- malayafjöUum. Svíar gegn banni Svíar era andvígir algeru banni við tóbaksauglýsingum eins og framkvæmdastjórn ESB leggur tO. Era þeir í hópi með Bretum, HoOendingum og Grikkjum. Reuter/TT Jólagetraun DV - 2. hluti: Hvar er jolasveinninn? Þá er komið að öðram hluta jólagetraunar DV en hún mun birtast 12 sinn- um, síðast mánudaginn 11. desember. Ykkar hlutverk, lesendur góðir, er að finna út hvar jólasveinninn er staddur hverju sinni. í dag er jólasveinninn staddur við nokkur af þeim mannanna verkum sem teljast tO undra veraldar, grafhýsi faraóanna. Reyndar fer ekki mikið fyrir hefðbundnum jólasiðum á þessum slóðum og lítið er um snjó en sveinki er engu að síður hinn kátasti þar sem búið er að bjóða honum í siglingu á NO. Hvar er jólasveinninn? □ Egyptaland □ Brasilía □ Danmörk Hvar er jólasveinninn? Merkið við það sem þið teljið rétt svar, klippið getraunina úr blaðinu og geymið á vísum stað. Athugið að fyrst þegar allir 12 hlutar get- raunarinnar hafa birst megið þið senda okkur lausnirnar. Verið með og eigið þannig mögu- leika á að vinna einn hinna 19 glæsOegu vinninga sem í boði eru. Verðmæti vinninga nemur samtals hálfri miOjón króna. 2. verðlaun eru Siltal ísskápur, KB- 2039, alls 360 lítra. í efri hlutanum er 240 lítra kælir með færanlegum hillum, 2 grænmetis- og ávaxta- skúffum og færanlegum hillum í hurð. Frystirinn er 120 lítra með þremur stórum skúffum. Siltal er frá Radíóbúðinni og að verðmæti 70.900 krónur. Heimilisfang Póstnumer Stadur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.