Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 1995 41 Iþróttir ftir vítakeppni fórust. Edwin van der Sar, markvöröur Ajax, varði frá Dinho, þá skaut Kluivert fram hjá marki Gremio og síðan skaut Arce í þverslána á marki Ajax. Eftir það skoruðu allir og Danny Blind innsiglaði sigur Ajax með marki úr síðustu spym- unni. Með þessum úrslitum hefur Ajax nú leikið 66 leiki í röð án taps, heima fyrir og erlendis, sem er einstæður ár- angur. -VS Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er tilbúinn að lána fjóra efiii- lega unglinga til annarra liöa til að þeir öölist reynslu með því að leika með aðalliði. Þetta eru þeir Terry Cook, Graham Omlinson, Pat Mcgibbon og John O’Kane. Ferguson segir að David Beckham, sem var lánaður um tíma til Preston, og Ben Thornsley, sem nú leikur með Stockport, hafi öðlat mikla og dýrmæta reynslu. „Þetta er mikilvægt fyrir okkur upp á framtíðina," segir Ferguson. Southampton er úr leik Enska úrvalsdeildarliðið Sout- hampton var í gærkvöldi slegið út úr ensku deildarbikarkeppninni af 1. deildar liði Reading. Leiknum, sem fram fór á heimavelli Reading, lauk með sigri heimamanna, 2-1. Það var gamli refurinn Trevor Morley sem skoraði sigurmark Reading en hann gerði garðinn frægastan hjá West Ham. Hringt var í langferðabifreiðina, sem leik- menn Southampton ferðuðust með til Reading, og tilkynnt að leiknum hefði verið frestað. Forráðamenn Southampton hringdu þegar í stað til enska knattspyrnusambandsins sem staðfesti að um gabb hefði ver- ið að ræða. • Bologna og AC Mílan gerðu 1-1 jafntefli í ítalska bikarnum í gær- kvöldi. -SK Bikarinn 1 kvennakörfu: Háspenna - í Hagaskóla og framlengt á Króknum Ingibjörg Hinriksdóttir skrifer: „Það er enginn leikur unninn fyrirfram og ég átti von á því að lenda í mjög erfiðum leik hér í kvöld. KR er með mjög gott lið en við lékum betur en þær í kvöld og unn- um verðskuldað. Ég er mjög spennt að vita gegn hverjum við leikum í næstu umferð og vona að okkur takist að komast alla leið í úrslitin," sagði Penni Peppas, leikmaður Grindavíkur, eftir nauman sigur gegn KR, 61-58, í bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi. Grindavík hafði 9 stiga forskot í hálfleik. Guðbjörg Norðfjörð og Kristín Jónsdóttir, sem léku mjög vel með KR í gær, komu KR-ingum aftur inn í leikinn í upphafi síð- ari hálfleiks og kom leiknum í algjöra há- spennu sem hélst allt til loka. „Þær höfðu meiri sigurvilja heldur en við, það er eina skýringin sem ég hef,“ sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR, vonsvik- inn í leikslok. Penni Peppas og Stefanía Ásmundsdóttir, sem er aðeins 15 ára, voru bestar í liði Grindavíkur. Penni skoraði 26 stig og Ste- fanía 12. Guðbjörg Norðfjörð skoraði 23 stig fyrir KR og Helga Þorvaldsdóttir 15. • Tindastólsstúlkur komust áfram í bik- arkeppni KKÍ í gærkvöldi eftir framlengd- an leik gegn ÍA á Sauðárkróki. Tindastóll sigraði, 59-56, en staðan var 50-50 eftir venjulegan leiktíma. „Þær náðu góðu forskoti í byrjun en okk- ur tókst að jafna og komast yfir fyrir hálf- leik. Síðan er þetta í járnum allan seinni hálfleikinn en okkur tókst að knýja fram sigur í framlengingunni," sagði Rári Mar- íasson, þjálfari Tindastóls. Kristín Magnús- dóttir var stigahæst í liði Tindastóls með 26 stig og Sigrún Skarphéðinsdóttir skoraði 20. Valdís Eyjólfsdóttir skoraði 15 stig fyrir ÍA og Arndís Jóhannesdóttir 12. ifánsson, Val, Þorbjörn og Dagur Sigurðsson, Val. Leikmenn íslenska liðsins treysta DV-mynd ÞÖK • Eydís. Þrjúmet i'stmdi Þrjú Islandsmet í sundi voru sett á sundmóti Sundfélags Hafnarfjarðar í fyrrakvöld. Eydís Konráödóttir úr Keflavík synti 50 metra flugsund á 28,22 sekúndum. Rík- harður Ríkharösson úr Ægi synti 50 metra fiugsund á 25,36 sekúndum og Magnús Kom-áðsson setti íslandsmet þeg- ar hann synti 50 metra bringusund á 29,24 sekúndum. -GH röld upp á líf og dauða í Evrópukeppni landsliða í handknatt leik í Kaplakrika í kvöld keppnina eða ekki. „Eg reikna með að við leikum vörn- ina eilítið aftar en gegn Rússum og Rúmenum. Síðan höfum við verið að reyna að bæta sóknarleikinn og ætl- um að reyna að spila upp á þeirra veikleika," sagöi Þorbjörn ennfremur í gærkvöldi. En hvað þurfa okkar menn helst að varast í leiknum gegn Pólverjum? „Hægri handar hornamaður þeirra virðist vera mjög öflugur en hann er markahæsti leikmaður undankeppn- innar hingað til og hefur skorað 26 mörk í fjórum leikjum. Útispilarar Pólverja eru mjög frambærilegir. Leikurinn í kvöld er upp á líf og dauða fyrir okkur. Svo einfalt er það. Það yrði frábært að fá mikið af fólki og ná upp svipaðri stemningu og í leikn- um gegn Rússum á dögunum. Auðvit- að geta áhorfendur gert gæfumuninn í leikjum sem þessum og við vonum að fjölmenni verði á leiknum í kvöld," sagði Þorbjöm Jensson. Islenska liðið verður þannig skipað í kvöld: Guðmundur Hrafnkelsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Gunnar Beinteinsson, Jón Kristjánsson, Einar G. Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Geir Sveinsson, Róbert Sighvatsson, Ólafur Stefánsson, Bjarki Sigurðsson, Dagur Sigurðsson, Valdimar Grímsson. Þetta lið leikur einnig í Póllándi um næstu helgi ef enginn meiðist. Halldór Ingólfsson, Haukum, er kominn í 15- manna hópinn í stað Sigurðar Sveins- sonar, FH, sem er veikur og KA- maðurinn Björgvin Björgvinsson tekur sæti Páls Þórólfssonar, Aftureldingu, sem er meiddur. -SK Atlanta, brýst framhjá Derek Harper, leik- Símamynd Reuter Afturelding mætir Drammen frá Noregi: „Þetta er mjög gott lið og jaf nir möguleikar“ - segir Hermundur Sigmundsson, þjálfari 1 Noregi Afturelding mætir norska liðinu Drammen í 3. umferö Borgakeppni Evrópu í handknattleik en dregiö var í höfuð- stöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vínarborg í gær. Fyrri leikurinn fer fram í Noregi helgina 16.-18. janúar og sá síðari í Mosfellsbænum viku síðar. í fyrstu umferð kepp.ninnar sló Drammen liö Amirani Tblisi frá Georgíu út. Drammen vann fyrri leikinn, 37-15, og þann síðari, 34-21. í 2. umferðinni mætti Drammen liði París Asnieres. Fyrri leiknum í París lyktaði meö jafntefli, 22-22, en í þeim síðari unnu Norðmennimir með þriggja marka mun, 21-18. Hermundur Sigmundsson er öllum hnútum kunnugur í norskum handknattleik en hann hefur þjálfað í Noregi undanfarin ár. DV sló á þráðinn til Hermundar og spurði hann út í möguleika Aftureldingar. „Þetta er mjög gott lið og ég myndi meta möguleika Aftur- eldingar til jafns á við Drammen. Það er mjög mikilvægt fyrir Aftureldingu að ná hagstæðum úrslitum í Noregi. Drammen er með mjög sterkan heimavöll og til að mynda komu 2.500 manns til að fylgjast með leik liðsins gegn París- arliðinu. Norsku liðin eru oft mjög góð á heimavelli en ekki eins góð úti. Þetta er eitt af þremur bestu félögunum í Noregi í dag og hefur frami þess verið ótrúlega skjótur. Liðið er mjög ungt að árum og kom upp í úrvalsdeildina í fyrra. Þá hafnaði það í 2. sæti, sem var mjög óvæntur árang- ur, og í dag er það í 3. sæti,“ sagði Hermundur. Fimm landsliðsmenn Fimm landsliðsmenn eru í liði Drammen. Fjórir útileik- menn og markvörðurinn sem átti hreint frábæra leiki gegn París Asnieres. Hermundur segir að lykilmaður Drammen liösins sé Glen Solberg en hann stjórnar leik liðsins svo og norska landsliðsins. Þá er hðið með öfluga skyttu vinstra megin, 20 ára strák sem er mjög góður skotmaður og er jafnan markahæsti leikmaður liðsins. Hann er landsliös- maður svo og örvhenta skyttan en þar er á ferð leikmaður sem býr yfir góðum hoppskotum. Hermundur segir að lið Drammen hefur farið mjög langt á sterkri liðsheild og 6:0 vöm liðsins sé mjög góð. Þjálfari Drammen er sænskur og er sá sami og þjálfaði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfara, og Gunnar Gunnarsson, þjálfara Hauka, þegar þeir léku saman með Malmö í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. -GH • Davið. Grissom ekkimed Ekkert verður af þvi að körfuknatt- leiksmaðurinn Dav- íð Grissom leiki sina fyrstu landsleiki fyr- ir Islands hönd um jólin þegar ísland mætir Eistlandi þrí- vegis hér á landi. „Davíö verður ekki með af persónuleg- um ástæðum en hann er áfram inni í myndinni í verkefn- um okkar næsta vor. Þetta er slæmt því aö í landsliðinu er svo sannarlega þörf fyrir 2ja metra menn,“ sagði Jón Kr. lands- liðsþjálfari. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.