Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
15
Áhorf barna á ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndum:
Skapar árásarhneigð
og einelti
Miklar umræður hafa verið um
orsakir vaxandi ofbeldistilhneig-
ingar í samfélaginu. Bent hefur
verið á að mikil fylgni er með
áhorfi barna og unglinga á ofbeld-
ismyndir í sjónvarpi og á mynd-
böndum og árásargirni meðal
þeirra síðar.
Afþreyingarefni?
Þessu hefur veriö mótmælt af
ýmsum sem kjósa að líta á þessar
myndir sem afþreyingarefni líkt
og „Tomma og Jenna myndir" sem
böm og unglingar taka ekki alvar-
lega þar eð myndin er ýkt. Nú hafa
komið fram veigamiklar rann-
sóknarniðurstöður sem varpa
nokkru ljósi á málið.
Síðastliðin 20 ár hafa vísinda-
menn frá háskólum í Noregi, Eng-
landi, Belgíu, Bandaríkjunum,
Japan, írlandi og Svíþjóð rannsak-
að áhrif ofbeldismynda í sjónvarpi
á börn og unglinga. Niðurstöður
hafa verið birtar, meðal annars í
níu doktorsritgerðum við ýmsa há-
skóla og í tugi vísindaritgerða, nú
síðast í bókinni Media Effects and
Byond (Rutledge, London 1993).N
Fylgt hefur verið eftir meðal
annars fleiri þúsund börnum í
Suður- Svíþjóð fæddum 1961-1982 í
20 ár. Rannsóknir hafa einnig náð
til foreldra bamanna. Tekið hefur
verið tillit til mismunandi um-
hverfis- og uppeldisaðstæðna sem
gætu hafa mótað hegðun einstak-
lingsins.
Niðurstöður sýna að mikil
fylgni er með áhorfi á ofbeldis-
Kjallarinn
Ólafur Ólafsson
landlæknir
kvikmyndir á ungaaldri og árásar-
gimi, óróa og skorti á einbeitingu
á síðari árum. Þessi fylgni eykst
við áframhaldandi áhorf á ofbeld-
ismyndir í sjónvarpi og á mynd-
böndum.
Fleira sem virðist fylgja í kjölfar
áhorfi á kvikmyndum er að inn-
byrðis samskipti barna og ung-
linga hafa breyst á undanfömum
árum. Meira ber á pústrum, ofsa-
fengnum glannalátum, slætti og
margs konar búkhljóðum í stað
eðlilegra samskipta!
Hve sterk er þessi fýlgni? Töl-
fræðOeg fylgni gefur ónógar upp-
lýsingar um hvern einstakling en
frekar um hópinn. Mörgum ein-
staklingum farnast vel þrátt fyrir
óhagstætt umhverfi og uppeldi. En
„Börn og unglingar eru að vísu oft varn-
arlaus fyrir hömlulausu framferði mark-
aðsaflanna en það frýjar ekki foreldra og
hið opinbera frá að sinna eðlilegu eftir-
litshlutverki.“
ef litið er á hópinn kemur í ljós að
10-15%-20% barnanna hafa ekki
þolað þessi áhrif og orðið fýrir
óheillavænlegum áhrifum sem
breytir hegðan' þeirra til hins
verra. Á þennan hátt má rekja allt
að 15% ofbeldistilvika á leikvöll-
um og skólalóðum til áhorfs of-
beldiskvikmynda. Sumir telja að
áhrifin séu meiri, en þessi tala
byggist á varfæmislegu mati.
Rétt er að hafa í huga að á mark-
aðnum eru nú margfalt fleiri of-
beldismyndir á myndböndum en
áður, einnig hefur myndum í sjón-
varpi, sem bannaðar eru börnum
og unglingum, fjölgað gífurlega á
síðustu árum.
Fyllsta ástæða er til þess að við
tökum þetta mál föstum tökum og
eflum eftirlit með ffamangreind-
um myndum og þá sérstaklega
myndböndum. Börn og unglingar
eru að vísu oft varnarlaus fyrir
hömlulausu framferði markaðsafl-
anna en það frýjar ekki foreldra og
hið opinbera frá að sinna eðlilegu
eftirlitshlutverki.
Ólafur Ólafsson
1. Ólafur Ólafsson. Áhrif sjónvarps- og
myndbandaofbeldis á böm og ungllnga.
Forvarnir og forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit
1993, nr. 2.
2. Media Effects and Byond, Rutledge,
London 1993.
„Rétt er að hafa í huga að á markaðnum eru nú margfalt fleiri ofbeldis-
myndir á myndböndum en áður...“ segir Ólafur m.a. í greininni.
Hvað kostar að
vera sykursjúkur?
30. nóvember var á rás 2 viðtal
við Guðrúnu Hjaltadóttur, form-
ann Samtaka sykursjúkra í
Reykjavík. Meginefni viðtalsins
var að Guðrún hefði bent heil-
brigðisráðuneytinu og Trygginga-
stofhun á að insúlín er dýrara hér
en í Noregi. Hún vildi fá hið opin-
bera til að spara í innkaupum en
því hefði ekki verið sinnt og hið
opinbera vildi ekki spara! Sér-
kennilegur skattborgari er sá sem
kemur í útvarpið og segir embætt-
ismenn ekki vilja spara ríkinu út-
gjöld, enda var málflutningur for-
mannsins hæpinn og órökstuddur.
Litlar skýringar
Vorið 1994 birtist í Jafnvægi,
blaði sykursjúkra, grein eftir und-
irritaðan sem hét: Hvað kostar að
vera sykursjúkur? Þar var farið it-
arlega í alia liði með skýringar-
myndum. M.a. mun á verði milli
íslands og Noregs. Þar kemur
fram að danskt Novo insúlín er
73% dýrara hér en í Noregi. Sum-
ar skýringarmyndanna er að finna
á bls. 156-159 í bókinn Líf með syk-
ursýki sem ég ritaði og gaf út fyr-
ir skömmu.
Embættismenn hafa lengi vitað
um verðmuninn. Þeir hafa leitað
skýringa en litlar sem engar feng-
ið. Þetta ástand er ekki þeirra sök
en vinsælt er að ráðast á embætt-
ismenn af því að þeir liggja vel við
höggi. Ég held að formaðurinn viti
Kjallarinn
ívar Pétur Guðnason
skrifstofumaður, vinnur að málefn-
um sykursjúkra
betur og sykursjúka hrjáir margt
meira en skortur á hæfum skömm-
um.
Athyglisvert er að í viðtalinu
minntist formaðurinn ekki á
strimla til blóðsykursmælinga en
verð á þeim skiptir sykursjúka
miklu. Pakki með 50 strimlum
kostar hér 4.000 krónur og af því
borgar Tryggingastofnun 3.200 kr.
en við 800 kr. Sömu strimlar kosta
frá 1.800 kr. í búð í Bandaríkjun-
um. Samtökin eiga gilda sjóði sem
mætti nota félagsmönnum til hags-
bóta með því að kaupa strimla inn
frá Bandaríkjunum og selja hér á
kostnaðarverði en það er ekki
gert. Hvers vegna? Er það vegna
þess að strimlasalar styrkja sam-
tökin með háum fjárhæðum á
hverju ári með beinum framlögum
og greiðslu á kostnaði?
Villandi málflutningur
í viðtalinu sagði formaðurinn
sina sykursýki kosta samfélagið
meira en sex hundruð þúsund
krónur á ári. Enginn rökstuðning-
ur eða útskýringar fylgdu en þetta
er hættulegur og vUlandi málflutn-
ingur af því að þessi tala er víðs
Qarri því sem hver sykursjúkur
kostar okkur öll árlega.
Ég rökstuddi að insúlínháður
sykursjúkur kostar 242.000 krónur
á ári. Af því greiðir hann sjáifur
30.000 kr. en hið opinbera afgang-
inn. Tölur mínar um kostnað eru
studdar af tölum um útgjöld ríkis-
ins vegna lyfja og hjálpartækja
sykursjúkra. Vart er mögulegt að
sykursýki geti kostað meira en 600
þús. kr. á ári nema viðkomandi
hafi legið 10 daga á sjúkrahúsi.
Sjúkrahúslegur formannsins
eru samt síður en svo dæmigerðar
fyrir sykursjúka. Sumir þeirra eru
tíðir gestir á sjúkrahúsum, lang-
flestir eru það ekki og hjá sumum
hafa liðið áratugir á milli stuttra
heimsókna á sjúkrahús. Athyglis-
vert er að ef hinir u.þ.b. 1.900 ein-
staklingar sem taka sykursýkilyf
þyrftu allir að liggja á sjúkrahúsi
10 daga á ári þyrfti til þess sjúkra-
deild með 53 rúmum sem væru
nýtt 100%. Hún er ekki til og af því
má sjá hversu mikið vit er í mál-
flutningi formannsins.
Við sykursjúkir verðum að
ræða okkar mál og koma þeim á
framfæri en höfum hugfast að ekki
má hengja bakara fyrir smið og
við verðum alltaf að vera sann-
sögul.
ívar Pétur Guönason
„Samtökin eiga gilda sjóði sem mætti
nota félagsmönnum til hagsbóta með því
að kaupa inn strimla frá Bandaríkjunum
og selja þá hér á kostnaðarverði en það er
ekki gert. Hvers vegna?“
Með og
á móti
Á að byggja upp nýtt
landslið frá grunni?
Nú er tæki-
færi til að
endurnýja
„Það er þörf á
endurnýjun í
landsliðshópn-
um en það er
varla grundvöll-
ur fyrir því að
skipta út öllu liö-
inu. Það má
segja að þörf sé á
að skipta Út Vlggó Slgurðsson
nokkrum mönn- ÞJáifart stjömunn-
um, aldurinn
segir það.
Annars er ég
mjög sáttur við
val landliðsins hjá Þorbirni en
fyrst að langt hlé er framundan þá
þarf að horfa til þess á hvaða aldri
leikmenn eru og hvað þeir verða
gamlir þegar landsliðið fer að
keppa á stórmótum að nýju. Það
liggur alveg ljóst fyrir að það þarf
að yngja liðið upp og í dag er tæki-
færi til þess að yngja liðið upp. Ég
vona að Geir Sveinsson verði
áfram i leiðtogahlutverkinu. Svo
þarf að hleypa yngri leikmönnum
að. Ég held að landsliðið sé í mjög
góðum höndum. Það er fyrirliggj-
andi mjög góður hópur af ungum
og efnilegum leikmönnum og
framtíðin í handboltanum er mjög
björt. Ég er sannfærður um að við
verðum í fremstu röð á ný í heim-
inum innan þriggja ára. Aðalmál-
ið er áð skapa landsliðinu verk-
efiii og liðið þarf að leika 30-40
landsleiki á ári“.
Verðum að
fara
mjög
lega
„Hvað varðar
framtíð lands-
liðsins þá held
ég að við þurf-
um að vinna að
henni á tvo
vegu. Það þarf
að marka stefnu
til langs tíma og það er ljóst að
það verður einhver endumýjun í
landsliðinu. Þessi endurnýjun má
hins vegar ekki verða of mikil.
Strax á næsta keppnistímabili
þurfum við að hefja undirbúning
fyrir undankeppni Evrópumótsins
árið 1998.
Það má ekki í dag gerbreyta því
liði sem kemur til með að leika á
EM 1998. Fyrst er að komast þang-
að. Ég held aö þaö væri ekki vit-
laust að vera með a- og b-lið í
gangi. Annars vegar lið sem kem-
irn okkur í Evrópukeppnina og síð-
an lið sem keppir á HM 1999.
Það er alveg ljóst að kjaminn í
landsliðinu er ungur. Síðan eru
nokkrir sem eru í eldri kantinum
og það má ekki taka þá og kasta
þeim bara út í einum hvelli. Við
erum misjafnlega vel staddir hvað
leikmenn i einstaka stöður varð-
ar. Það er með öðrum orðum
styttra í endumýjunina í sumum
stöðum en öðrum. Þar af leiðir að
við verðum að keyra lengur á
mönnum í sumum stöðum en öðr-
um.
Framtíð landsliðsins er i mófim
og þetta er vandasamt verk sem
verður að huga vel að. Það er alls
ekki hægt að endurnýja allt lands-
liðið með einu pennastriki". -SK