Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 25 Fréttir Egilsstaðir: Gagnabanki háskólans kynntur DV; Egilsstööum: Jón Erlendsson. Jón Erlendsson, verkfræðingur og forstöðumaður Upplýsingaþjón- ustu háskólans, var meðal fyrirles- ara á merkum fundi um atvinnumál Suöureyri: Ný flotbryggja í smábátahöfninni DV, Suðureyri: Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun og dýpkun smábátahafnarinnar hér á Suðureyri. Sjóvarnargarður var.rof- inn og viðlegupláss rýmkað fyrir nýja flotbryggju. Hún verður fyrir smábáta en fyrir er minni flot- bryggja sem einnig verður í nýju smábátahöfninni. Öll aðstaða í höfn- inni mun batna við þessar fram- kvæmdir sem eru á lokastigi. -RS Flutningur á rafiðnaðardeild og öðrum deildum á tæknisviði Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, FB, í Borgarholtsskóla í Grafarvogi hefur mikið verið til um- ræðu að undanförnu og er niðurstöðu menntamálaráðuneytisins beðið með eftirvæntingu. Hér á myndinni má sjá nemendur í rafiðnaðardeild fyigjast með í heimsókn hjá fyrirtæki í borginni nýlega. DV-mynd BG Flutningabíll valt DV, Hólmavik: Flutningabíll, hlaðinn fóðri og öðrum varningi fyrir fiskeldisstöð- ina á Nauteyri við ísafjarðardjúp, valt í Broddaneshlíð í Strandasýslu seint á þriðjudagskvöld. Ökumaður- inn var að víkja fyrir bíl, sem kom á móti, og lét blautur vegarkantur- inn undan fulllestuðum flutninga- bUnum með fyrrgreindum afleiöing- um. BUlinn skemmdist nokkuð en þó var hægt að skrönglast á honum vestur, að sögn Höskuldar B. Erl- ingsson lögregluvarðstjóra, eftir að hann hafði verið réttur af. Meiðsli ökumanns voru minni háttar og hund, sem var í bUnum, sakaði ekki. -GF Athugasemd frá Guðmundi Ola Pálssyni lögreglumanni Vegna plássleysis í blaðinu varð að stytta athugsemd frá Guðmundi Óla Pálssyni, lögreglumanni á Sauð- árkróki, í DV á flmmtudaginn vegna fréttar af handtöku Ingvars Gýgjars Jónssonar byggingafull- trúa. Guðmundur segir að blaða- maður hafi ekki borið undir hann ummæli Ingvrs heldur spurt hvort Ingvar hafi verið vistaður í fanga- geymslum lögreglunnar. í heUd er svar Guðmundar svona: „Þú spyrð mig hvort ég hafi vistað ákveðinn einstakling í fanga- geymslu lögreglu sl. laugardag. Á fostudagskvöldið og fram af nóttu laugardagins var ég varðstjóri vaktarinnar hér á lögreglustöðinni. Ég svara þér ekki hvort þessi eða hinn var vistaöur og þá hvenær. Þú veist það að við lögreglumenn erum eiðsvarnir og getum takmarkað og lítt rætt mál sem koma inn á okkar borð. Þess vegna getum við sjaldn- ast svarað þeim ávirðingum sem á okkur eru bornar, oftar en hitt að ósekju, eða leiðrétt það sem rangt er með farið. Á minni vakt ræð ég húsum hér á lögreglustöðinni en læt ekki ölvaða menn og misvitra skipa hér fyrir verkum eða haga sér eins og götu- stráka. Það er gömul sögn, og mín reynsla, aö lækkandi staða loftvogar og tunglfyUing hefur tíðum haft slæm áhrif á margan manninn. Þeir gerast ölvaðir um of og missa því dómgreind, gáfur þeirra sljóvgast og heUbrigö skynsemi riðlast. Mörgum þeirra verður ekki sjálfrátt. Dæmin sanna það.“ á Egilsstöðum á dögunum. Jón kynnti þá þjónustu sem hann hefur komið á með gerð gagna- banka, sem veitir upplýsingar hverjum þeim sem er með rekstur i gangi eða hefur í hyggju að koma á fót fyrirtæki. Þar er hægt að leita upplýsinga um éitt og annað, heima og erlendis, gegn vægu ársgjaldi. Þá gerði Jón grein fyrir hug- myndum sínum um atvinnutrygg- ingasjóð og símenntun sem kæmi í stað atvinnuleysistrygginga þeirra sem nú eru í gangi. FVrirlestur hans vakti mikla athygli fundarmanna en hugmyndir Jón Erlendssonar hafa víða fengið hljómgrunn. -SB Sængur og koddar Aerelle sæng J23©@jdíí\ Hollofil sæng Heilsukoddi 2}C9©@jCgr Heilsukoddasett 2pk^S@@?dír Hollofil 4 koddi 9.424,- kr. stgr. 7,144,- kr. stgr. 2.964,- kr. stgr. 4.560,- kr. stgr. 1.748,- kr. stgr. Hugsaðu hlýtt til þinna nánustu - Gefðu ájllllrilílk J (,/[ AorUHty Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 Umboðsmenn um allt land NYTSAMAR LAGTAFIR AKAI HLJÓMTÆKI Hljómtæki Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minum. 100 watta magnari. Geislaspilari með 30 minnum. Forstilltur tónjafnari með 5 stiilingum. Tvöfalt Dolby segulband. Innstunga fyrir heyrnartól. Fullkomin fjarstýring. TX-200 K7?. 39.900 stgr. TX-300 Hljómtæki 3/a diska geislaspilari. Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minum. 100 watta magnari. Geislaspilari með 30 minnum. Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum. Tvöfalt Dolby segulband. Innstunga fyrir heyrnartól. Fullkomin fjarstýring. SIÐUMULR 2 • SIMI568 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.