Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995
Fréttir
Nemendur í viöskiptafræðideild taka próf hver fyrir annan:
A annan tug nemenda uppvis
að prófsvindli í Háskólanum
- þeim verður refsað, fá 0 fyrir prófið, segir Ingjaldur Hannibalsson, formaður viðskiptaskorar
„Þetta er rétt, það er ekki
skemmtilegt að ræða þetta mál.
Þessum nemendum verður refsað,
þeir fá 0 fyrir prófið," sagði Ingjald-
ur Hannibalsson, formaður við-
skiptaskorar við Háskóla íslands,
þegar hann var spurður hvort það
væri rétt að upp hefði komist
prófsvindl í viðskiptafræðideild í
síðasta mánuöi.
Svindlið var á þann veg að nem-
endur tóku próf hver fyrir annan.
„Þetta var allt í einu fagi. Fyrir-
komulagiö er þannig að lokapróf
gildir 70%, verkefni sem nemendur
gera 15% en skyndipróf 15%. Menn
taka 6 skyndipróf og 4 þeirra gilda.
Það var í slíku prófi sem þetta átti
sér stað. Þetta þýöir að þeir nem-
endur sem í þessu lentu tapa þess-
um 15% og geta því aldrei fengið
hærra en 8,5 í viðkomandi fagi. Við
erum með 240-250 manns og upp
komst um 10-20 nemendur sem
svindluðu."
Ingjaldur sagði að þetta hefðu allt
verið fyrsta árs nemar og kannski
einhver menntaskólagalsi í þeim.
„Viðhorf nemenda hér á landi og
í Bandarikjunum, þar sem ég þekki
til, eru gjörólík. Þar leggja nemend-
ur meira upp úr því að standa á eig-
in fótum. Ef maður gekk fram hjá
nemanda, sem var að vinna verk-
efni, lagði hann höndina yflr. Hann
kærði sig ekkert um að aðrir væru
að notfæra sér það sem hann hafði
gert.
Hér á landi er þetta öðruvísi. Ef
einhver neitar að hjálpa öðrum, til
dæmis í sambandi við glósur, er
hann talinn óalmennilegur. Það
virðist meiri jafnaðarmennska og
hjálpsemi ríkjandi hér,“ sagði Ingj-
aldur. -ÞK
mmam
ÍIÍíÍSiH
.ÍSjliHISIiSIlríllli
SSUIlllllliilljll I I
mæ' naiiiiiigiii im
S’ÁliIHSillllf
IIS
IflH
Bók Búðahrepps komin í
„Fundargerðabókin fannst á góð-
um stað. Lögreglan var bara ham-
ingjusöm," segir Eiríkur Stefáns-
son, formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðfjarðar.
Stefán skilaði um helgina fundar-
gerðabók Búðahrepps sem hann tók
með sér af fundi hreppsnefndar
þegar meirihluti hennar lagði fram
tillögu um að starfsmenn hreppsins
tilheyrðu Félagi opinberra starfs-
manna á Austurlandi í framtíðinni.
Veruleg óánægja er meðal starfs-
manna hreppsins með þessa tillögu
sem á að afgreiða á fimmtudaginn.
Óánægjan hefur meðal annars kom-
ið fram í því að á flmmtudaginn var
mættu starfsmenn hreppsins ekki
til vinnu vegna „veikinda“. Þá
mætti enginn þeirra á kynningar-
fund um helgina þar sem ræða átti
leitirnar
tillögu meirihlutans. Að sögn Stef-
áns hefur verkalýðsfélagið fengið
tvo lögfræðinga til að meta lögmæti
þess að færa starfsmenn hreppsins
á milli stéttarfélaga. Þá sé Alþýðu-
sambandið og lögfræðingur þess
með málið til skoðunnar. -kaa
Milljón króna páfagaukum stolið:
Þjófarnir gætu
verið í stórhættu
- því fuglarnir hafa 700 kílóa bitkraft
„Þjófarnir gætu verið í stórhættu
ef þeir vita ekki við hvað þeir eru
að fást því bitkraftur þessara fugla
samsvarar 700 kílóum. Þeir leika
sér að því að klippa sig út úr fugla-
búrum. Við höfum verið að búa til
búr úr minkabúranetum og þeir eru
búnir að klippa sig út úr þeim eftir
daginn," segir Jón Ólafsson, annar
eigenda Gæludýrahússins, í samtali
við DV.
Brotist var inn í verslunina að-
faranótt sunnudags og stolið þaðan
tveimur Alba Cockatoo-páfagauk-
um. Að sögn Jóns hafa margir við-
skiptavinir sýnt fuglunum áhuga í
versluninni og spurt um verðmæti
þeirra. Þjófarnir virðast hins vegar
hafa brotist gagngert inn í gælu-
dýraverslunin til að stela fuglunum
enda mjög verðmætir. Sjálfur vildi
Jón ekki gefa upp verðmæti parsins
en samkvæmt upplýsingum DV er
það ekki undir einni milljón króna.
Það eina sem þjófamir höföu á brott
með sér auk fuglanna var gullfiska-
kúla með vatni og fiskum í og fugla-
búr sem fuglarnir hafa verið fluttir
í.
Um sannkallaða hefðarfugla er að
ræða.
„Ég flutti þá inn frá Danmörku
fyrir þremur árum og hef verið með
þá í versluninni í eitt ár. Ég hef öll
upprunaskjöl um þá. Þar kemur
fram undan hverjum þeir eru og
hver ræktandi þeirra er. Sjálfur ætl-
aði ég að nota þá í ræktunarskyni
en þeir hafa ekki enn eignast af-
kvæmi,“ segir Jón.
Fuglarnir eru hvítir að lit og
mjög ljúfir við þá sem þeir þekkja.
Þeir eru hins vegar vandfýsnir á
vinskap og má sjá af ummerkjum á
innbrotsstað að þjófamir hafa feng-
ið aö kynnast því. Fuglarnir hafa
greinilega haldið uppi hetjulegri
baráttu þegar reynt var að stela
þeim því fjaðrir hafa hrokkið af
þeim við atganginn inni í verslun-
inni og úti á bílaplani.
Fuglarnir, sem eru 7 ára, geta náð
80 til 100 ára aldri og para sig sjálf-
ir og þá fyrir lífstíð. Ef annar þeirra
deyr hins vegar er úti um makann
því hann deyr hreinlega úr sorg,
segir Jón. Sömu sögu er aö segja ef
þeir eru skildir að.
Hvarf fuglanna er nú í rannsókn
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Fuglamir eru hvitir að lit, meö gul-
ar fjaðrir undir stélinu og segir Jón
þá mjög hávaðasama ef þeir verða
reiðir en það er einmitt þá sem þeir
bíta hvað fastast. Óttast hann að
þeir veröi fluttir úr landi sem gæti
þó verið mjög erfitt í framkvæmd.
Þá hafa fuglarnir fallið stórlega í
verði við það að vera skildir frá ætt-
arskrá sinni. Sambærilegan fugl er
að finna í Húsdýragarðinum.
PP
Herbert Guðmundsson með það sem talið er vera reykblys og þau sem hann
heldur á eru tóm. Þau sem haldiö er að séu virk eru á jörðinni. Herbert er á
myndinni ásamt hundinum Perlu. DV-mynd Ægir Már
Keflvíkingur fann 6 reykblys á víöavangi:
Hægt að brenna sig
mjög illa á þeim
Jón Ólafsson við búrið sem fuglunum var stolið úr. Gatiö á búrinu gerðu
fuglarnir sjálfir með goggnum. A innfelldu myndinni, sem er í eigu Jóns, má
sjá hjónin. DV-mynd Sveinn
- stórhættuleg, segir sprengjusérfræðingur
DV, Suðurnesjum:
„Ef þetta eru reykblys geta þau
sprungið hvenær sem er og eru stór-
hættuleg fyrir þá sem kunna ekki
með þau að fara. Þá er hægt að
brenna sig mjög illa á þeim. Þetta
gæti verið eldgamalt drasl og þá er
aldrei að vita hvenær gæti kviknað
í þessu öllu saman," segir Sigurður
Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur
Landhelgisgæslunnar, í samtali við
DV í gær.
Ungur Keflvíkingur fann 8 stykki,
sem talið er að gætu verið reykblys,
þegar hann var á göngu ásamt
hundi sínum skammt hjá saltverk-
smiðjunni á Reykjanesi. Sum þeirra
voru tóm en önnur talin virk. DV
lét lögregluna og Landhelgisgæsl-
una þegar vita um fundinn og var
DV beðið að greina ekki nákvæm-
lega frá staðnum fyrr en lögregla og
sprengjusveit Landhelgisgæslunnar
hefðu farið á staðínn og eytt hlutun-
um sem eru taldir stórhættulegir.
Sigurður segir að þeir muni fara
strax í birtingu.
„Svona hlutir voru til á stríðsár-
unum og innihéldu taugagas. Það er
hugsanlegt að herinn hafi notað
þessi blys viö heræfingar. Þá er
þeim kastað út úr þyrlunum til að
sjá vindátt. Þau virkar eins og
handsprengja. Um leið og þau
snerta jörðu springa þau og fara að
rjúka," segir Sigurður Ásgrímsson.
„Ég var að ganga um uppi á fjall-
inu og þá lágu þessir hlutir þar vítt
og dreift. Ég fann fyrst tvo og leitaði
þá að fleiri. Ég fann nokkra í viðbót
og tíndi þá saman í einn haug,“
sagði Herbert Guðmundsson Kefl-
víkingur sem fann hlutina ásamt ís-
lenskum hundi sínum, henni Perlu.
-ÆMK
Stuttar fréttir
Fremur skattahækkun
Heilbrigðisráðherra segist
frekar vilja hækka skatta en
draga úr heilbrigöisþjónustu.
Sjónvarpið hafði þetta eftir ráð-
herranum.
Minni útbreiðsla
Útbreiðsla alnæmis á íslandi
hefur minnkað á undanförnum
árum. Ný tilfelli eru hins vegar
fleiri meðal gagnkynhneigðra en
homma. Stöð tvö greindi frá.
Skortur á vinnuafli
Uppgangur er núna í atvinnu-
lífi á Vestfjörðum og vantar þar
víða fólk í vinnu, jafnt iðnaðar-
menn, langskólagengið fólk og
verkafólk. Sjónvarpið greindi
frá.
Aukning á geðdeildum
Um 30% aukning varð á kom-
um á dagdeild geðdeilda fyrstu 9
mánuði ársins. Skv. Sjónvarp-
inu má búast við enn meiri
aukningu.
Lítið öryggi
Víða erlendis er öryggi snjó-
flóðaspáa taliö 50 til 60% en hér
á landi er öryggi slíkra spáa
talið um 10%. Sjónvarpið
greindi frá.
Hænsn úr einangrun
Alls 3.800 hænur og 500 hanar
af Ross-stofni veröa í dag út-
skrifuð frá einangrunarstöðinni
á Hvanneyri. Þessi hænsn eru
talin nýta fóður betur og vaxa
hraðar en norski stofninn sem
notaður hefur verið um árabil
hér á landi. Stöð tvö greindi frá.
Beðið um skýrslu
Almannavarnanefnd Reykja-
víkur hefur beðið flugmálayfir-
völd um skýrslu um ástand
Reykjavíkurflugvallar. Sjón-
varpiö greindi frá.
Aukin bóksala
Verðlækkun á bókum hefur
leitt til söluaukningar. Stöð tvö
greindi frá þessu. -kaa
Amnesty International:
Örlög horf-
inna verði
kunngerð
í gær, á mannréttindadegi
Sameinuðu þjóðanna, stóðu fé-
lagar í Amnesty International
fyrir undirskriftasöfnun í Aust-
urstræti þar sem vegfarendum
gafst kostur á að stuðla að því að
örlög „horfinna" í fyrrum
Júgóslavíu verði kunngerð og
þeir sem . ábyrgir eru verði
dregnir til saka og aðstandend-
um tryggðar skaðabætur.
Söfnunin er liður í alþjóðlegri
herferð Amnesty International.
-ÍS