Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Menning Ævisaga Eiríks Eiríks Þorgrímur Þráinsson gerir skemmtilega formtilraun í nýrri unglingasögu sinni, Sex augna- blikum. Söguhetja hans, sem heit- ir Eiríkur Eiríkur i höfuðið á báð- um öfum sínum, er sextán ára og ákveðinn í að verða rithöfundur. Til þess að æfa sig byijar hann að skrifa ævisögu sína, lýsa sínum nánustu og rifja upp helstu atvik úr lífi sínu, til dæmis þegar hann fór á fyrsta fylliríið sitt sex ára, sumarið í sveitinni þegar hann var ellefu ára, eftirminnilega lyftuferð með brjóstastórri stúlku og þegar hann fór nakinn á skíði. Inn á milli þessara kafla segir svo alvitur höf- undur frá liðandi stund í lífi Eiríks og einnig atvikum úr fortíðinni sem hann getur ekki enn þá horfst í augu við í ævisögunni. Frásögn sögumanns er prentuð með venju- legu bókarletri en ævisögukaflar Eiríks eru prentaðir með stein- skrift svo að ekkert fari milli mála. Með þessari að- ferð er tíminn brotinn upp, við stökkvum fram og aft- ur í ævi Eiríks og það kann að rugla einhverja les- endur, en ég held að það sé hollur undirbúningur undir bækur sem gefa söguþræðinum enn þá ræki- legar á kjaftinn. Þessi frásagnaraðferð býður upp á góða möguleika til að sýna ólíkar og óvæntar hliðar á söguhetju, og Þorgrímur notfærir sér þá. Eiríkur velur atvik til frá- sagnar í ævisögunni þannig að hann geti verið stór- karlalega fyndinn og rogginn, upptekinn af brjóstum á kvenfólki og eigin kynfærum og annarra, og látið eins og fátt snerti hann djúpt. I sögumannstexta kem- ur í ljós að hann er viðkvæmur strákur og hreint ekki eins öruggur með sig og hann sýnist vera. Ég hef nýlega íjallað um það í grein í Tímariti Máls og Þorgrímur Þráinsson. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir menningar hvernig Þorgrimur sameinar stráka- og stelpubækur í sögum sínum, og í þetta sinn má segja að hann noti frásagnaraðferð- ina til þess. Þá er ævisagan stráka- texti, soldið klæminn og kjaftfor, en hlutar af sögumannstexta meira að smekk stelpna. Galli er þó á þessari skiptingu að hún er ekki eins vel unnin og vert væri. Þó að sögumaður sjái í hug fleira fólks og eigi að standa utan við Eirík, vilja þeir of oft renna saman í einn og sama manninum. Dagskipunin til unglingabókahöf- unda er að bækur þeirra eigi að vera fyndnar og opinskáar um kyn- ferðismál. Þetta eru erfiðar kröfur. Ekki er öllum gefin kímnigáfa, og það er líka gáfa að geta fjallað um kynhvatir þannig að það verði hvorki klæmið né væmið heldur áreynslulaust og elskulegt. Kannski hefur engum íslenskum höfundi tekist þetta almennilega í unglingabók nema Pétri Gunnarssyni. Þorgrími tekst stundum að slappa af þegar hann talar um kynferðismál, en oftar flnnst mér holur, óeinlægur tónn i þeim frásögnum, ég netni sem dæmi at- hugasemdir um hjónalíf foreldra Eiríks. Stíllinn er þéttari í þessari sögu en í fyrri bókum Þorgríms. Þó koma fyrir ofskýringar, og leiðinleg ná- staða er á bls. 97 þar sem eftirfarandi setningar eru báðar: „Eirík grunaði að vini hans hefði tæplega þótt gaman í ferðalaginu.“ Og „Rögnvald grunaði að hún væri að gera að gamni sínu.“ Leitt er að sjá fætur í kvenkyni á bls. 89. Og hvaðan er kápumyndin? Þorgrímur Þráinsson: Sex augnablik. Fróði 1995. Hlutafelog og einkahlutafélög Út er komið ítarlegt upplýsingarit um hlutafélög og einkahlutafélög. Höfundur bókarinnar er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands. Þessi bók kemur að nokkru leyti í stað bókarinnar Hlutafélög sem út kom árið 1985 og sami höfundur ritaði. Á bókarkápu segir: „ Bók þessari er ætlað að bæta úr brýnni þörf á upplýsinga- riti um nýja löggjöf sem tekur til hllutafélaga nr. 2/1995 og einka- hlutafélaga nr. 138/1994, en lög um einkahlutafélög eru nýmæli sem einkum eru miðuð við smærri hlutafélög. Veigamikil nýjung er að einkahlutafélag getur verið í eigu eins hluthafa." Hlutafélagaformið verður æ algengara í fyrirtækja- rekstri og þátttaka almennings í almenningshlutafé- lögum fer vaxandi. Viðskipti með hlutabréf eru orðin þáttur í ávöxtun landsmanna á sparifé sínu og sífellt fer þeim fjölgandi sem taka þátt i stjórn eða starfi hlutafélaga. Það er því mjög mikilvægt að til sé að- gengilegt fræðirit um þetta rekstrarform fyrirtækja. Auk þess að vera almennt uppfletti- og fræðslurit er gert ráð fyrir að bókin verði notuð til kennslu við há- skóla og aðrar æðri menntastofnanir. Hlutafélagaformið hefur verið að þróast mjög upp á síðkastið hér á landi. Elsta samfellda löggjöfin um hlutafélög á íslandi er frá 1922, en uppistaðan í þeim lögum sem nú eru í gildi er frá lögunum sem sett voru 1978. Þátttakan í Evrópska efnahagssvæðinu kallaði á aðlögun íslensku laganna að þein reglum sem þar gilda. „ Með aðild íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði hefur íslenska ríkið skuldbundið sig til að laga íslenska hlutafélagalöggjöf að þeim reglum sem gilda á svæðinu eigi síðar en tveim árum eftir gildistöku EES-samningsins „ í löndunum í kringum okkur mörgum hverjum gilda önnur lög um stór hlutafélög en þau smærri. Sjálfsagt má deila um hvað er stórt í þessu sambandi, fjöldi hluthafa eða upphæð hlutafjár. En aðlögun að þessum viðhorfum hefur leitt til setningar laga hérlendis um einkahlutafélög og er hugsunin sú að möguleiki fárra, jafnvel eins að- ila til að stofna hlutafélag auki umsvif í atvinnulífi. Einkenni hlutafélaga er takmörkuð ábyrgð félags- manna. Þetta einkenni, sem sumum hefúr í öndverðu sjálfsagt þótt hættuleg, kallar á víðtæka löggjöf sem vemdar rétt viðskiptavina og félagsmanna. í bókinni segir Stefán Már: Saga hlutafélagaréttarins, sem að miklu leyti einkennist af stöðugri viðleitni til að sigr- ast á ýmsum vandamálum og göllum, sem hafa kom- ið upp tengdum rekstri þessa félagaforms, sýnir að það er ekki alltaf einfalt. „ Við samningu íslensku laganna hefur notið sam- vinnu innan Norðurlandanna og hafa íslensku lögin Bókmenntir Guðm. G. Þórarinsson einkum tekið mið af þeim dönsku. Bókin tekur á öllum þeim atriðum sem upp geta komið við stofnun og rekstur hlutafélags. ítarlegur inngangur fjallar um sögulega þróun, kosti og galla hlutafélagaformsins, áhrif Evrópuréttar og aðdrag- anda núgildandi hlutafélagalöggjafar svo nokkuð sé nefnt. Bókin skiptist í 25 kafla auk heimildaskrár, atriðsorðaskrár, lagaskrár, dómaskrár og yfirlits á ensku. Kaflaheitin gefa yfirsýn um innihaldið, Megineinkenni hlutafé- lagaformsins, Samstæður ( dansk- an koncem ), Stofnun, Óskráð fé- lag, Greiðsla hlutafjár, Hlutir, Hlutabréf, Hækkun hlutafjár, Lántaka með sérstökum skilyrðum, Lækk- un hlutafjár, Eigin hlutir, Félagsstjórn, Fram- kvæmdastjóri, Fulltrúanefnd, Hluthafafundir, Endur- skoðun, Ársreikningur og ársskýrsla stjórnar, Sjóðir og ráðstöfun þeirra, Félagsslit, Samruni, breyting úr einu hlutafélagsformi í annað og skipti hlutafélaga, Skaðabætur, Erlend félög og útibú þeirra, Skráning, Þvingunarúrræði og refsing. Bókin er mjög skipulega upp byggð og greinargóð og því auðvelt jafnvel fyrir leikmann að leita sér upp- lýsinga i henni. Nýlegar breytingar á hlutafélagalög- gjöfinni gera hana nauðsynlega þeim sem með hluta- félög starfa á einn eða annan hátt. Ég gríp hér niður i kaflann umstofnun hlutafélaga. „ Hlutafélög. íslenskt ríkisfang er ekki skilyrði þess að mega vera stofnandi hlutafélags. Ekki skiptir held- ur neinu máli þótt meiri hluti hlutafjár stafi frá stofn- endum eða öðrum aðilum búsettum erlendis. Hins vegar er það skilyrði að meirihluti stofnenda hafi heimilisfesti hér á landi eða helmingur sé tala stofn- enda jöfn. „ „ Einkahlutafélög. Þegar um einkahlutafélag er að ræða skal stofnandi, ef hann er einn, en a.m.k. einn stofnenda ef fleiri eru, hafa heimilisfesti hér á landi. „ Tekið skal fram að í 1. mgr. 1. gr. hl. segir að lög- in gildi um öll hlutafélög nema annað sé ákveðið í lögunum. Ákvæði þetta tekur til hlutafélagabanka, hlutafélaga sem stunda verðbréfaviðskipti og annarra slíkra hlutafélaga sem sérlöggjöf kann að gilda um að einhverju leyti. „ Bók þessi verður nokkurs konar biblía fyrir þá sem með hlutafélög sýsla á einn eða annam hátt og getur sparað þeim fé og tíma við að leita sér ráðgjaf- ar. Hlutafélög og einkahlutafélög Höfundur: Stefán Már Stefánsson Útgefandi: HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG, Reykjavík 1995 460 bls. Þorkell og flautan Út er komin geislaplata með flautuverkum Þorkels Sigurbjörnssonar. Það er sænska fyrirtækið BIS sem gefur plötuna út. Manuela Wiesler leikur öll verkin, íjögur talsins, ásamt Sonderjyllands Symfoniorkester undir stjóm Tamás Vetö. Segja má að verkin fjögur, sem á plötunni eru, séu afrakstur sam- starfs Þorkels við tvo frábæra flautuleikara, þau Robert Aitken og Manuelu Wiesler, en verkin voru sérstaklega samin fyrir þau. Fyrsta verkið heitir Liongate. Þetta er stuttur konsert fyrir flautu, strengi og slagverk sem var saminn _I Tónlist Áskell Másson fyrir Robert Aitken. Þorkell samdi verkið á haustmánuðum 1983 og var það frumflutt 29. febrúar 1984. _ Verkið er allt byggt á örlitlu fjór- tóna mótífi sem er kynnt strax í byrjun með pizzicato-strengjum. ------------------------------------- Flautan hummar fyrst á sama tóninum en er á líður verður hlutverk hennar æ erfiðara. Verkið er ekkert minna en frábærlega flutt af Manu- elu og hljómsveitinni undir stjórn Tamás Vetö. Annað verkið á plötunni er Calais fyrir einleiksflautu, einnig samið fyrir Robert Aitken. Þetta er tvímælalaust meðal ágætustu verka í seinni tíð fyrir einleiksflautu enda hefur það verið leikið af fjölmörgum flautuleikurum víða um heim. Manuela hefur leikið það margoft og hér fer hún svo sannarlega meistaralegum höndum um það. Cólumbina heitir næsta verk en það er e.k. konsertínó fyrir flautu og strengi, samið fyrir Manuelu Wiesler. Verkið er skrifað í hefðbundnum og leikandi léttum stíl, en flautuhlutverkið er töluvert krefjandi. Allt leikur þó í höndunum á Manuelu og er hér góður flutningur á þessu skemmtilega verki. Síðasta verkið er einnig flautukonsert en í stærra formi og með alvar- legri undirtón. Þetta er verkið Evridís, samið fyrir Manuelu. Verkið seg- ir sögu Orfeusar og Evridísar, séða með augum þeirrar síðarnefndu. Þetta er meðal bestu hljómsveitarverka Þorkels og fær það hér þá góðu meðferð sem það á skilið. Þetta er hin vandaðasta plata, tónlistin, flutn- ingurinn, upptakan og allur frágangur er geysigóður. Þorkell Sigurbjörnsson og Manuela Wiesler á árum áður. Ýmsir - Aldarminning Ljóðin sem lifa Það er vel til fallið að gefa út á aldarafmæli Davíðs Stefánssonar á einni plötu þau ljóð hans sem hinir ýmsu lagahöfundar hafa samið lög við. Á plötunni Aldarminning er að finna þrettán lög sem mörg hver eru þekkt og eiga eftir að vera með þjóðinni um langa framtíð og önnur sem eru minna þekkt og/eða ný. Það sem fyrst kemur upp í huga manns eftir að hafa hlustað á plöt- una er sú spurning hvort aldrei hafi neinum dottið annað í hug en að semja rólegar ballöður við Ijóð Davíðs því Aldarminning er öll á mjög svo rólegum nótum. Lögin eru misjöfn að gæðum og söngvararnir túlka ljóðin á misgóðan ---------------------- hátt, sumt er eftirminnilegt og sumt IHíAiimlXfmi ekki- platan byrjar á ágætu lagi mjoilipioiur Torfa Ólafssonar við Vorljóð Davíðs ---------------------- og má kannski segja að það lag gefi l-iilmor l/orloenn tóninn um hvernig Platan er Þegar millldí MllððUII á heildina er litið, ljúf lög, fallega sungin þótt vissulega megi setja út á sumt, til að mynda flutning Ásdísar Guðmundsdóttur á Til eru fræ en það er á mörkum þess að hún valdi því sem hún er að gera og einnig er flutningi Gullýjar Hönnu Ragnarsdóttur um margt ábótavant en lag hennar við Friðlausa fuglinn er alls ekki slæmt, þá hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir oftast gert betur, ekki fyrir það að hún stendur fyrir sínu en hún er slík afburðasöngkona að maður ætlast alltaf til að það skíni af henni. Á móti kemur svo gott efni; lög Torfa Ólafssonar eru bæði góð og flutningur Bergþórs Pálssonar og Guðlaugs Viktorssonar á í musterinu góður. Þá er alltaf gaman að heyra Konan sem kyndir ofninn minn, sem Magnús og Jóhann flytja. Það sem þó stendur upp úr þegar ljóðin eru höfð í huga er flutningur Egils Ólafssonar á kvæði Davíðs, Höfðingja smiðjunnar, við gott lag Jóhanns Helgasonar. Sjaldan hefúr eitt ljóð Davíðs fengið jafn sterka merkingu í flutningi eins söngvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.