Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Fréttir Ödýrar hraðsendingar til útlanda fyrir jólin Vinir og ættingjar erlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn, þó jólagjöfin til þeirra sé sein fyrir. EMS Forgangspóstur er á hraðferð um allan heim, nætur og daga, fyrir jólin. FOfíGANGSPÓSTUR Póstur og sími býður sérstakt EMS jólatilboð á pakkasendingum, allt að 5 kg, til útlanda. Skilyrði er að pakkinn sé sendur í EMS umbúðum. Tilboðið gildir frá 1.-16. desember, á öllum póst- og símstöðvum og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Allar sendingar komast hratt og örugglega á áfangastað sem EMS Forgangspóstur. TNT Express Alþjóðlegt dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggi og hraða EMS Forgangspósts. Sendingar eru bornartil viðtakanda í ákvörðunarlandi. Viðtökustaðir EMS hraðsendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. Evrópa: N-Ameríka og Asía: Önnur lönd: kr. 3.900,- kr. 4.900,- kr. 5.900,- Opið daglega kl. 8:30-18:00, Iaugardaginn16/12, kl. 9:00-16:00. Umbúðir eru innifaldar í verði sendingar. PÓSTUR OG SÍMI HRAÐFLUTNINGSDEILD Hreyfihamlaðir mættu til fundar við Ólaf G. Einarsson í Alþingishúsinu á föstudag. Hreyfihamlaöir á fund Ólafs G. Einarssonar: DV-mynd S Vilja komast á þingpallana í Alþingishúsinu „Við erum óánægðir með að hreyfihamlaðir komast ekki inn á þingpallana í Alþingishúsinu. Þeir eru 10% þjóðarinnar. Það er ekki sanngjamt að ekki skuli allir eiga iafnan aögang að þingpöllunum," sagði Guðmundur Magnússon, einn hreyfihamlaðra sem hittu Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis, á föstu- daginn. Þeir fara fram á að nauð- synlegar lagfæringar verði gerðar til að þeir komist inn á þingpallana. „Ólafur tók okkur vel en engu var lofað. Við viljum fá lyftu í húsið. Ól- afur sagði að þetta væri allt í athug- un. Við erum ekki hætt. Sérstaklega viljum við komast á þingpallana á þriðjudaginn þegar 2. umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram. Þess vegna ætlum við að mæta þá niðri við Alþingishús, 6 í hjólastólum og 2 aðrir mikið fatlaðir. í frumvarpinu er ýmislegt sem við erum óánægð með. Samkvæmt því á að skerða hlut fatlaðra veru- lega,“ sagði Guðmundur. -ÞK Sögusagnir um vændi og fjárhættuspil Þekkjum þessar sögur og munum kanna þær - segir Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn „Við þekkjum þessar sögusagnir ím fjárhættuspil og vændi kvenna if asískum uppruna. Þessar sögur íafa gengið hér undanfarið. Við höf- un hins vegar engar staðfestar íeimildir um þetta en munum að jálfsögðu kanna málið,“ segir fónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- egluþjónn í Reykjavík, í samtali við DV. Undanfama mánuði hafa verið á kreiki í bænum sögur um að konur af asískum uppruna selji blíðu sína, oft til að fjármagna eiturlyfjakaup og fjárhættuspil. Er m.a. fullyrt að sýningarstúlkur á tilteknum veit- ingastað „séu góöar við gestina gegn gjöfum", eins og einn viðmæl- andi blaðsins oröaði það. Sami viðmælandi taldi og að sög- urnar væru mjög orðum auknar og að óvild í garð kvenna af austur- lenskum uppruna réði nokkuð um söguburðinn. Kynþáttafordómar ættu því sinn þátt í fréttunum þótt ekki væri hægt að afneita þeim með öllu. -GK 2x120 din W í stereo 3x80 W + 2x40 W í heimabíó (ðtwnttn 1.,..,*«.. í i -1- ( ) 1 ... « > l • < » I > « » t í » > « » «i 1 (j “.■» — *, :" f 'v,: ui ii ’i> BBSBbSBBBBBBSBI BSBBB HHHfl iflflflyuui JÓLATILBOÐ 49.900 STGR. ðj)PIONEER' The Art of Entertainment Pioneer VSX 804 Dolby Pro Logic útvarpsmagnarinn er einfaldlega besti kosturinn til að sameina stereo og heimabíóið. Kraftur, gæði ending og frábær aðgreining hljóms VERSLUNIN Símí 511 2500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.