Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Glæsilegar verðlaunagetraunir og skemmtileg aukablöð fyrir lesendur DV í desember!! Jólagetraun|yÖ3I Þátttökuseðlar í jólagetraun DV birtast daglega frá þriðjudeginura 28. nóvember til og með mánudeginum 11. desember. Skemmtilegar verðlaunagetraunir í Barna-DV á laugardögum: Meðal vinninga er Sony Playstarion frá Skífunni; leilrföng frá leikfangabúðinni Vedes og fullt af bíómiðum á jólamynd Stjörnubíós. Jólamyndagáta og jólakrossgáta: Jólamyndagátan og jólakrossgátan birtast í DV fyrir jólin og eru glæsileg verðlaun í boði. Aukablöð > »V^I í desember Þann 6. desember fylgirDV hin geysivinsæla jólagjafahandbók. Þann 12. d^sember fylgir DV sérstakur blaðauki um hljómföng. I blaðinu verður meðal annars fjallað um alla nýja tónlistarútgáfu fyrir jólin. Þann 13. desemberfylgirDV sérstakurblaðaukiumbækur þar sem verður Qallað um allar nýútkomnar bækur. Aukablöð DV ættu því svo sannarlega að auðvelda þér og fjölskyldu þinni að velja úr því mikla framboði af vöru og þjónustu og hjálpa til við jólainnkaupin. V í jólaskapi - fyrir þig! Fréttir Vagna Vagnsdóttir lenti í vinnuslysi í sláturhúsinu á Þingeyri: Sagt upp eftir að hafa misst fingur samdráttur vegna minnkandi sölu, segir talsmaður sláturhússins „Ég tel að orsökin fyrir að ég missti framan af fingrinum hafi ver- ið sú að það var unnið með ailt of miklum látum við kjötsögina. Álag- ið var of mikið,“ segir Vagna Sól- veig Vagnsdóttir, verkakona á Þing- eyri, en hún varð fyrir fingurskaða í sláturhúsinu þar á staðnum snemma í september. Hún var að vinna við kjötsögun með sláturhússtjóranum, Birgi Mar- el Jóhannssyni, þegar slysið varð. Missti Vagna framan af löngutöng og var frá vinnu í hálfan annan mánuð. Vagna kom aftur til vinnu í nóvember en starfið gekk erfiðlega og segist hún m.a. ekki hafa getað unnið öll þau störf sem fyrir hana voru lögð. í fyrradag gerðist það svo að henni var sagt upp störfum með ábyrgðarbréfi. „Ég átti að þíða frystar vambir en það var mjög kaldsamt, sérstaklega vegna fingursins, svo að ég sagðist ekki geta það. Þá sagði sláturhús- stjórinn bara að hann kærði sig ekkert um að hafa gallað fólk í vinnu,“ segir Vagna. Vagna segir og aö engar bætur hafi enn komið fyrir þann skaða sem hún varð fyrir og kennir um að treglega hafi gengið að fá skýrslur um slysið hjá vinnuveitandanum. Lögreglan og vinnueftirlit kom þó á staöinn þegar slysið varð. Birgir Marel sláturhússtjóri segir aö hann hafi sagt Vögnu upp ásamt tveimur öðrum vegna þess að mjög hafi dregið úr verkefnum hjá slátur- húsinu aö lokinni sláturtíð og eftir kjötútsöluna í haust. Hann hafi því ekki átt annarra kosta völ en að fækka fólki í vinnu. Uppsögn Vögnu hafi ekkert með slysið að gera. „Það er ekki rétt að ég hafi sagt við hana að ég vildi ekki hafa „gall- að fólk“. Vagna gat ekki unnið til- tekið starf og var þá flutt í annað. Ég greiddi henni einnig hærra kaup eftir slysið til að bæta henni skað- ann,“ segir Birgir Marel. Hann sagði að nokkur dráttur hefði orðið á að skila upplýsingum um slysið en þær væru nú farnar frá sér. Hins vegar ylti það á vott- orði læknis hvenær Vagna fengi tryggingabætur fyrir skaðann. -GK Forstjóri SmyriÞLine sæmdur fálkaoróií Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, sést hér sæma Óla Hammer, færeyskan forstjóra Smyril-Line, fálkaorð- unni þriðjudaginn 5. desember. Orðuna fær hann fyrir að hafa styrkt ferðaþjónustu og stuðlað að tengslum milli Færeyja og Islands með 20 ára siglingum milli landanna. Á þessum 20 árum hafa um 100.000 farþegar komið til ís- lands á vegum fyrirtækisins. pk DV-mynd BG Þórshöfn: Bygging félagslegra íbúða hafin DV, Akureyri: Verklegar framkvæmdir við byggingu fjögurra íbúða raðhúss í félagslega kerfinu hófst á Þórshöfn í október og eru verklok áætluð í ágúst á næsta ári. Að sögn Reinhards Reynissonar, sveitarstjóra Þórshafnarhrepps, fékkst leyfi til byggingarinnar í vor og var undirbúningsvinna unnin í sumar. Húsnæðisþörfin á Þórshöfn hefur verið mjög mikil og beinlínis staðið því fyrir þrifum að fólk flytt- ist til staðarins. Sveitarfélagið hefur byggt mikiö af félagslegum íbúðum undanfarin ár en að sögn Reinhards hafa einstaklingar ekki látið til sín taka á þeim vettvangi. „Það hefur verið sífelldur húsnæð- ísskortur hér undanfarin ár og sveit- arfélagið hefur svarað því á þennan hátt. Hlutfall félagslegra íbúða hér er býsna hátt því ef allt er talið lætur það nærri að vera um þriðjungur íbúða í þorpinu. Það hefur þó ekki verið til skaða vegna þess hversu ásóknin í íbúðimar hefur verið mik- il en leigutekjur hafa nægt fyrir kostnaði," segir Reinhard. -gk Hreppsnefndarmenn frá Súöavík áttu fund með þingmönnum kjördæmisins síöastliðinn fimmtudag. Fundarefnið var frumvarp um snjóflóð og snjóflóða- varnir. í því er grein um hvernig bæta skuii fólki tjón sem það verður fyrir í snjóflóðum og/eða ef kaupa þarf upp hús á hættusvæði. Hér sitja frá hægri talið Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, Heiðar Guðbrandsson hrepps- nefndarmaður, Jón Gauti, fyrrverandi sveitarstjóri, að heilsa Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra og Sigríður Hrönn Elíasdóttir hreppsnefndarmað- ur. Nær á myndinni er Ólafur Hannibalsson varaþingmaður. Borgarráö: Heimildir til nýbygginga og kaupa á íbúðum Borgarráð hefur beint tilmæl- um til húsnæðisnefndar um að 110 framkvæmdaheimildir Hús- næðisstofnunar ríkisins fyrir árið 1995 verði nýttar á eftirfar- andi hátt: Lagt er til að 44 heimildir fari til nýbygginga Húsnæðisnefnd- ar Reykjavíkur í Borgahverfi, 33 heimildir fari til kaupa á nýjum íbúðum og 33 heimildir til kaupa á eldri íbúðum. Að öðru leyti er málinu vísað til húsnæðisnefiidar og Inn- kaupastofnunar. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.