Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 17 Fréttir Domur yfir nauðgara þyngdur um hálft ár Hæstiréttur hefur þyngt refsingu Héraðsdóms Austfjarða yfir Ásgeiri Jónssyni, 22 ára, fyrir að nauðga 16 ára stúlku á útihátíðinni Neistaflugi ’94 sem haldin var í Neskaupstað um verslunarmannahelgina það ár. Hann hafði verið dæmdur í 12 mán- aða fangelsi en er nú gert að afplána 18 mánuði. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambinu 300 þúsund krónur í bætur. Eftir verknaðinn var unga stúlk- an í losti og á mörkum þess að fá taugaáfall, samkvæmt framburði lögreglu. Hún var síðan lögð inn á spítalan vegna andlegs ástands hennar. Sakborningurinn kom fram vilja sínum við hana í myrkrinu á blautu og skítugu gólfi beitninga- skúrs þrátt fyrir mótmæli og mót- spyrnu hennar. Hann hafði farið með hana að skúrnum til að leita sameiginlegs vinar þeirra, að því er hún hélt. Stúlkunni tókst að slíta sig lausa áður en sakborningurinn hafði lokið ætlunarverki sínu. Framburður hennar var að miklu leyti lagður til grundvallar við sak- fellingu, m.a. vegna þess að sak- borningurinn breytti upphaflegum framburði sínum hjá lögreglu þegar hann kom fyrir dóm. -Ótt M^azy-boyhægindastólarnir eru allir með heilsteyptum svampi og harðviðargrind. Veldu þann besta - Veldu Lazy-boy einn Lazy-boy íjólagjöf -því þeir gerast ekki betn stgr. HÚSGAGNAHÖLLIN ItilflshMffij 20 - 112 K\ik - S:5K7 IIW Jón Ólafsson kennari hampar bikar en sveit hans hefur verið mjög sig- ursæi á mótum undanfarna vetur innan héraðs sem utan. Með honum á myndinni er Vignir Örn Pálsson. DV-mynd Guðfinnur Hólmavík: Ekur 40 km á bridge- mótin DV, Hólmavík: Vetrarstarf Bridgefélags Hólma- víkur hófst með nóvembermánuði. Spilað er einu sinni í viku og hefur svo oftast verið undanfarna vetur. Þátttaka mætti vera meiri en þó er oftast spilað á 4-5 borðum. Sá sem á lengst að fara þarf að aka 40 km en ekki setja menn það fyrir sig í góðu veðri og færð. Sl. vetur var allt samkomuhald og fé- lagslíf nokkuð umhendis vegna ill- viðra og ófærðar á Ströndum. Sem dæmi má nefna að spilakeppni sem ljúka átti á þremur vikum tók tvo mánuði. Þar sem minningamót um látna félaga eru nokkuð veigamikill þáttur i vetrarstarfinu tókst ekki sl. vetur að ljúka keppni um þá verð- launagripi sem venja er að spilað sé um hvern vetur. Þurfti því að hefja haustvertið með því að spila um þá sem eftir voru. Það hefur verið nokkuð árviss viðburður að spilamenn frá Hólma- vík og Hvammstanga heimsæki hvorir aðra til skiptis og framundan er að Hvammstangamenn komi til sveitakeppni við heimamenn á Hólmavík. -GF Þorskur til Eyja að austan og vestan DV, Vestmaimaeyjum: Nú í vikunni fékk Vinnslustöðin 100 tonn af þorski af þremur Eyja- bátum sem lönduðu á ísafirði og Fá- skrúðsfirði og var fluttur með skip- um Samskipa, sem fluttu 75 tonn, og Eimskip til Eyja. Byr og Kristbjörg lönduðu 90 tonnum eystra en Ófeig- ur 25 tonnum á ísafirði. Aðeins þorskurinn var sendur og segir Sighvatur Bjarnason, stjóri Vinnslustöðvarinnar, að flutnings- kostnaður sé sjö krónur á kílóið og heildarkostnaður því 700 þús. krón- ur. Þá sagði Sighvatur að unnið sé að því öllum árum að útvega rússa- fisk og á hann von á að það takist á næstunni. ÓG Ekki aðeins vinnustöð, hljómflutningssamstæða, útvarps- og sjónvarpstæki, heldur heill heimur af fróðleik og afpreyingarefni fyrir alla fjölskyldunal Microsoft heimapakkinn fylgir Trust heimastöðinni Mlcrosoft Works Rltvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur Mlcrosoft Encarta Stórkostleg alfræði- orðabók með 8.000 Ijósmyndum o.fl. Mlcrosoft Money Elnfalt en öflugt bokhaldskerfi fyrlr helmlliö Mlcrosoft Scenes unðentcouection 40 hágæða IJósmyndlr af athyglisverðum (búum undirdjúpanna Dæmi um verð: Trust DX4/100 heimastöðin 8 MB minni - 850 MB diskur Hljóðkort - Hátalarar - Ceisladrif Microsoft heimapakkinn Trust heimastöðln og heimapakklnn frá Micrasoft er óskadraumur allra i fjölskyldunnl. Með pvl að bæta við sjónvarpskortl og útvarpskorti nýtist helmastöðln sem sjónvarps- og útvarpstæki. Tilboðsverð kr: 139.000 stgr. m. VSk Trust heimastöðin fæst með mismunandi örgjörvum: DX2/80 - DX4/100 - Pentlum 75 og Pentium 100. Canon BJC-70 Nettur bleksprautuprentari 720 dpl upplausn Aðeins kr. 24.950 Ttust Pentium 75 30 fyrstu! Fyrstu 30 kaupendur Trust margmiðlunartölvu fá 240 w hátalara á sama verðl og 15 W. Útvarpskort fm Stereo útvarpskortfylglr öllum Pentium 100 margmlðlunartölvum. 17" visual Sound litaskjár Ef pú vilt stóran skjá bjóöum við takmarkaö magn af 17" Trust Visual sound lltaskjám með hátölurum fyrlr aðeins kr. 19.900 viðbótarverð. Sjónvarpskort Með Trust sjónvarpskortlnu getur þú nýtt tölvuna pína sem sjónvarpstæki fyrir aðelns kr. 24.900. irust DX2/80 8 mb mlnnl - 850 MB diskur Tilboðsverð kr. 99.900 Helmastöðin 8 mb mlnni - 850 mb diskur Hljóðkort - Hátalarar - Gelsladrlf helmapakklnn - windows 95 Tilboðsverð kr. 159.900 stgr. m. vs - Microsoft 300 W Surround hátalarar Fyrir þá sem vllja enn betri hljóm bjóðum við 300 w 3D Surround hátalara fyrlr aðelns kr. 6.900 viðbótarverð. liflB m Nýtt kortatímabll hófst þann 7. desember i Nýherjabúðinnl. Raðgrelðslur tll allt að 36 mánaða. Opið laugardag 10:00-16:00. Allir sem kaupa tölvu og/eða - fyrir þig! prentara í Nýherjabúðinni fá að velja sér spennandl jólapakka undan jólatrénu okkar. SKAFTAHLÍÐ 24 SÍMI 569 7800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.