Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1995, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 1995 Fréttir Ekki verði byggt nær álverinu í Straumsvík: Vorum bara við bygg- ingum á svæðinu „Við mælum með því að það verði ekki byggt á þessu svæði. Menn eru að byggja hús til 50-70 ára og viðhorfin geta breyst þó að hávaðinn á þessu svæði sé undir hávaðamörkum næstu árin. Um- ferðarþungi verður auðvitað meiri og þrengt verður að verksmiðj- unni um ókomna framtíð. Við mælum með þvi að bærinn haldi ekki lengra með byggðina þarna en hvað þeir gera er þeirra mál. Við erum bara að vara við þessu,“ segir Rannveig Rist, upplýsinga- fulltrúi ísal. Forystumenn íslenska álversins í Straumsvík, ISAL, hafa varað bréflega við því að byggingafram- kvæmdir verði hafnar á framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar sunnan við Hvaleyrarholt. Sam- kvæmt aðalskipulagi á að rísa þar íbúðahverfi og var úthlutun lóða og framkvæmdir fyrirhugaðar næsta vor. Bæjaryfirvöld hafa lýst yfir mikilli óánægju með mótmæl- in og telja ÍSAL hafa afskipti af málefnum bæjarins. „Ég skil ekki hvað vakir fyrir þeim. Bærinn er að vekja athygli á því að hann er í 100% fullum rétti að láta byggja á þessu svæði, sam- kvæmt nýlega gerðu aðalskipulagi sem ísal gerði engar athugasemdir við á sínum tíma. Ef menn ætla að fara að setja kvaðir á’ Hafnarfjörð utan þess svæðis, sem kveðið er á um í samningum og umhverfis- mati, þá er kominn nýr flötur á málið. Ef menn ætla að gera kröf- ur um takmörkun á þessu land- svæði þá verða að koma bætur þar fyrir,“ segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi. Forystumenn bæjarins funda með Christian Roth, forstjóra ísals, um þetta mál eftir helgi. -GHS Framkvæmdir vegna stækkunar álversins í Straumsvík eru nú komnar á fullt skrið. Byrjað er að grafa grunn fyrir nýjan kerskála og þegar fyrsta áfanga þess verks er lokið hefjast byggingaframkvæmdir. Fjarlægja þarf gífurlegt magn af jarðvegi, eða alls um 85 þúsund rúmmetra, og því eins gott að beita öflugum skófl- um við verkið. Búið er að bjóða út byggingu skálans og eru tilboð í verkið farin að berast. Smíðinni á að vera lokið seinni hluta ársins 1997 og í kjölfarið verð- ur afkastageta álversins aukin um 60 prósent. Áfengisvarnaráð: Flestir mæti jólunum sem fjölskylduhátíö Áfengisvarnaráð reynir ávallt fyrir jól, eins og þáð hefur getu og fjármagn til, að sögn Ólafs Hauks Árnasonar áfengisvarnaráðunautar, að kom því á framfæri í fjölmiðlum og víðar að jólin séu hátíð allrar fjölskyldunnar og því sé æskilegt, sérstaklega barnanna vegna, að halda áfengi og öðrum vímuefnum flarri. Hann telur að drykkjuskapur sjálfa jóladagana hafi minnkað á undanfbrnum árum. Hlutverk Áfengisvarnaráðs er að vera til ráðuneytis fyrir opinbera aðila, skóla og félagasamtök. Einnig að gefa út fræðsluefni. Síðan eru kjördæmin tekin fyrir og nú í haust hefur fólk frá ráðinu til dæmis heimsótt nánast hvern einasta skóla í Suðurlandskjördæmi. Áfengisvarnaráð hefur gefið út . bæklinga með uppskriftum með óá- fengum drykkjum. Ólafur Haukur sagðist hafa á tilfinningunni að jóla- glögg væri ekki lengur í tísku en engar tölur eru tiltækar að styðjast við í því efni. Opinberar sölutölur á áfengi sýna að áfengisneysla hefur aukist lítil- lega og neysla hefur aukist hjá ungu fólki, sérstaklega piltum, ekki bara á bjór, heldur líka sterkum drykkj- um að sögn Ólafs. Hann sagði að í könnunum kæmi fram að fullorðið fólk hefði ekki breytt sinum venjum mikið. -ÞK Vantar þig upplýsingar um krabbamein? Nýttu þér aukna þjónustu Krabbameinsfélagsins S KRABBAMEINS S RÁÐGJÖFIN Stríð um nafn á sólbaðsstofunni Stjörnuljós Stefaníu Helgadóttur, sem rekið hefur sólbaðsstofuna Stjörnuljós í Mosfellsbæ í tvö ár, brá á dögun- um þegar hún fékk upphringingu og henni tjáð að hún skyldi bara strika nafnið Stjörnuljós út því aðrir aðilar væru að setja á lagg- imar sólbaðsstofu við Grafarvog- inn með sama nafni. j.Það er skítt þegar komið er svona aftan að manni. Ég þekki ekki svona vinnubrögð og mér finnst þetta lítið hugmyndaflug,“ segir Stefanía. Þegar hún keypti sólbaðsstof- una fyrir tveimur árum athugaði hún ekki hvort fyrirtækið væri skráð í firmaskrá. „Þetta fólk hringdi í mig og tilkynnti mér að það væri að setja upp sólbaðsstofu og að það væri búið að kaupa þetta hafn sem sagt taka það af mér og ég skyldi bara strika allt út hjá mér. Ég gæti trúað að sól- baðsstofan hér sé orðin sex ára gömul. Ég er búin aö auglýsa mik- ið undir þessu nafni og er með bíl allan merktan fyrirtækinu. Lög- fræðingar, sem ég leitaði til, sögðu að það væri alveg eins lik- legt að ég myndi vinna málið fyr- ir dómi.“ „Það eru ekki til neinar skráð- ar reglur um svona mál. En ef fyr- irtæki hefur notað nafn um ára- bil, það er álitamál hversu lengi, þá vinnst ákveðin markaðshefð á því. En það verður aldrei leyst nema fyrir dómi ef ágreiningur kemur upp,“ segir Þorkell Gísla- son hjá Firmaskrá. Stefanía ákvað að láta skrá sína sólbaðsstofú undir nafhinu Ekta- Stjömuljós. -IBS Milljónir eru milljarðar Svo óheppilega vildi til í DV að rekstur borgarinnar var sagður kosta 10,5 milljónir króna. Það er ekki rétt. Samkvæmt heimildum DV kostar reksturinn 10,5 milljarða króna. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Eggert Jónsson borgarhag- fræðing neitaði hann að gefa blaða- manni upplýsingar. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.